Morgunblaðið - 25.05.1977, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.05.1977, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 Sorphreinsun í Reykjavík; Yfirferðin tekur 6—7 daga í stað 4ra áður „YFIRVINNUBANNIÐ hefur þau áhrif að þetta þyngist allt hjá okkur,“ sagði Hilmar Magnússon, yfirverkstjóri sorphreinsunar hjá Reykjavfkurborg, f samtali við Mbl. f gær. „Við förum nú yfir borgina á 6—7 vinnudögum f stað fjögurra áður og svo þyngist allt hjá okkur að auki vegna þess að fólk er að taka til f görðunum núna.“ Hilmar sagði að það stæði í járnum með að þeir hefðu undan, og ekki mætti mikið út af bregða til að vandræði kæmu upp t.d. væri allur bílaflotinn fullnýttur þessa dagana. Nú er unnið við sorphreinsun til klukkan 15:20 á daginn í stað þess að venjulega er unnið fram undir klukkan 19. FÁTÆKT FÓLK OG MÁNASIGÐ — í samkeppnina um bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja fram bækurnar Fátækt fólk eftir Tryggva Emilsson og Mánasigð eftir Thor Vil- hjálmsson til samkeppninnar um bókmenntaverðlaun Norðurlanda- ráðs. Þetta er í þriðja skiptið, sem bók eftir Thor er lögð fram og annað skiptið f röð, en áður hafa verið lagðar fram þrjár bækur eftir einn íslenzkan höfund, Indriða G. Þor- steinsson. Svíinn Inge Knutson þýðir bók Thors, en Daninn Preben Maulen- gracht-Sörensen þýðir bók Tryggva, sem eru fyrstu æviminningar, sem af íslands hálfu eru settar f samkeppnina. en æviminningar hafa verið lagðar Tryggvi Thor fram áður í keppnina frá öðrum Norð- urlöndum Hjörtur Pálsson, dagskrárstjóri, og Njörður P Njarðvík, lektor, sitja nú f dómnefndinni fyrir íslands hönd. Njörður sagði í samtali við Mbl. í gær, að með því að leggja nú fram Mána- sigð árið eftir að Fuglaskottís var lagð- ur fram. vildu þeir, „fylgja Thor eftir í samkeppninni", en slíkt hefði oft verið gert áður af hálfu dómnefndarmanna annarra þjóða. Fyrsta bókin, sem lögð var fram f Norðurlandasamkeppnina, eftir Thor var Fljótt, fljótt sagði fuglinn, árið 1970. Af samtölum við Njörð, Ólaf Jóns- son og Helga Sæmundsson, sem sátu f dómnefndinni á undan Nirði, hafa eftir- taldir höfundar átt bækur í samkeppn- inni oftar en einu sinni; Guðmundur Danfelsson, Jóhannes úr Kötlum, Hannes Pétursson. Jakobfna Sigurðar- dóttir og Vésteinn Lúðvíksson — öll tvær bækur og Indriði G Þorsteinsson þrjár bækur sem fyrr segir Þá var sama bók eftir Svövu Jakobsdóttur lögð fram tvö ár í röð, en að sögn Framhald á bls. 18 Bamamúsíkskólinn í Lind- argötuskóla næsta vetur FRÆÐSLURÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti á fundi slnum á mánudag a5 ekki færi næsta vetur fram kennsla I f ramhaldsdeildum F húsi Lindargötu- skóla. eins og verið hefur undanfarin ár. Jafnframt var lagt til við borgar- Pílagríma- f lug frá Indónesíu í athugun FLUGVÉLAR Flugleiða fóru á sl ári alls 85 ferðir með pflagríma frá Kano f Nfgerfu til Jedda f Saudi-Arabfu. Auk farangursflutninga voru alls fluttir 15.474 farþegar f þessum ferðum. Hleðslunýting var 97,3% og hagnaður af ferðunum var röskar 16 milljónir króna, að því er Alfreð Elfasson, forstjóri, skýrði frá á aðal- fundi Flugleiða f gær. Flutningar þessir eru á þeim árstíma sem flutningar í áætlunarflugi eru í lágmarki, og sagði Alfreð að því væri ráðgert að reyna að ná samningum áfram og skapa verkefni þegar minnst- ar annir væru. Alfreð benti og á. að Flugleiðir hefðu nú aflað sér reynslu Framhald á bls. 18 ráð að Barnamúsikskólinn fengi Lindargötuskóla, sem er f eigu borg- arinnar, til leigu næstu árin, eins og leitað hafði verið eftir. Samþykkti borgarráð það á fundi sfnum f gær. Barnamúsikskólinn hefur verið I miklum þrenglsum í Iðnskólahúsinu, sem lengi hefur raunar þurft á því húsnæði að halda Hefur þröngur húsakostur hamlað mjög starfseminni og auk þess takmarkað mjög þann barnafjölda, sem hægt var að veita viðtöku Fái skólinn Lindargötuskólann til afnota, verður hægt að færa mjög út starfsemina og bæta aðstæður hans. Hús Lindargötuskóla, sem fyrrum var Franski spítalinn, var gert upp fyrir nokkrum árum, Barnamúsikskólinn mundi aðeins þurfa að skipta nokkrum stofum niður í smærri einingar með skilveggjum til að hann henti Fól borgarráð fræðslustjóra og borgarrit- ara að ganga til samninga um leigu hússins til Barnamúsikskólans. Fótbrot UMFERÐARSLYS varð á mótum Framnesvegar og Holtsgötu klukkan rétt rúmlega 15 I gær- dag. Jeppi og skellinaðra óku saman og urðu afleiðingarnar þær að unglingspiltur á skelli- nöðrunni fótbrotnaði. Myndin var tekin I gær er Baldur var afhentur sjávarútvegsráðuneytinu á ný. TaliB frá v: Jón Jónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar. ÞórBur Ásgeirsson, skrifstofustjóri I sjávarútvegsráSuneytinu. og Pátur SigurSsson, forstjóri Landhelgisgæzlunnar. Ljósm. Mbl. RAX. Gæzlan skilar Baldri: Viðgerðarkostnaður orðinn 40 millj. króna LANDHELGISGÆZLAN afhenti sjávarútvegsráðuneytinu skuttog- arann Baldur á ný F gær. en sem kunnugt er hafði Gæzlan Baldur til afnota á meðan þorskastrFSið stóð sem hæst. Til stóð að Baldur yrði afhentur strax en þar sem skipið skemmdist mikið F átökum við brezkar freigátur og dráttarbáta, hefur hann verið F viðgerð sFðustu mánuði, en bók- aður viðgerðarkostnaður er þegar kominn F 40 millj. kr. að þvF er Pétur Sigurðsson, forstjóri Land- helgisgæzlunnar, tjáði Morgun- blaðinu F gær. Sagði Pétur, að nú væri lokið viðgerðum á öllum þeim skipum, sem hefðu skemmzt I þorskastrlð- inu, og Baldur verið slðastur I röð- inni „Við áttum að afhenda Baldur I því ástandi sem við tókum við hon- um og tel ég að skipið sé I sízt lakara ástandi en er við tókum við þvl," sagði hann. Þórður Ásgeirsson. skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, sagði þegar Morgunblaðið ræddi við hann, að rikissjóður hefði keypt Baldur á slnum tlma frá Dalvik. og hefði hann þá verið ætlaður til haf- rannsókna fyrst og fremst Enn ætti eftir að taka ákvörðun um hvort skipið yrði fært yfir á nafn Hafrann- sóknastofnunarinnar eins og hin hafrannsóknaskipin, að undan- skildum Hafþór eða yrði áfram skráður á nafn rikissjóðs Hafrann- sóknastofnunin hefði engu að siður borið fram óskir um breytingar á skipinu og áður en skipið gæti talizt fullgilt hafrannsóknaskip þyrfti að breyta því á ýmsan hátt, en til þess- ara breytinga ætti enn eftir að afla fjár. Um 8500ferða- menn koma með skemmtiferða- skipum í sumar TALIÐ er að um 8500 erlendir ferðamenn komi hingað til lands með þeim tðlf skemmtiferða- skipum, sem vitað er um að koma i sumar, en nokkur koma tvisvar og eitt þrisvar sinnum þannig að alls er vitað um 17 ferðir. Aukið við Hótel Es ju GESTAFJÖLDI og nýting herbergja Hótel Loftleiða var betri en árið á undan. Hagnaður af hótelrekstrin- um var rétt um 30 mill- jónir króna eftir afskriftir og vexti. Tap varð hins vegar á rekstri Hótel Esju á sl. ári en af hálfu forráða- manna Flugleiða er þess vænzt að tilkoma Esju- bergs, matstofunnar og Skálafells á 9. hæð hótels- ins muni bæta afkomuna þegar á þessu ári auk þess sem til munu koma aðrar f járhagslegar aðgerðir. I ræðu á aðalfundi Flugleiða i gær ræddi Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða, m.a. um þörf- ina á að auka ferðamannastraum- inn til islands en benti á að verulegt átak til að auka ferðamannastrauminn yrir há- sumartímann gæti ekki orðið nema hótelrými hér yrði auk- ið. Kvað hann nærtækast af hálfu Flugleiða að byggja upp austurhluta Hótel Esju og með þvi mætti tvöfalda afkastagetu þess hótels. Væri frumundirbún- ingur að því verki hafinn en eng- ar ákvarðanir teknar um fram- kvæmdir. Verðmætum bat- ikmyndum stolið FYRIR Skömmu var stolið fimm batikmyndum frá Sigrúnu Jóns- dóttur listakonu. Tvö þessara verka eru stór en hin eru nokkru minni. Allt eru þetta verðmæt verk. Þeir, sem geta gefið upplýs- ingar um það hvar batikmynd- irnar eru niðurkomnar, eru beðnir að hafa sarnband við rann- sóknarlögregluna i Reykjavík. Nýrnaveikin stafar af of háu sýrustigi vatns - segir Skúli Pálsson á Laxalóni „MERGURINN málsins er sá. a8 til- vist sýkils I minum fiski hefur ekki sannazt og meðan svo er tel ég mig standa f fullum rétti." sagði Skúli Pálsson á Laxalóni i samtali vi8 Mbl. I gær. „Hitt er rétt a8 þaS hefur or8i8 vart vi8 króníska nýmaveiki, sem ég tel stafa af of háu sýrustigi i vatninu. Ég var nú fyrst a8 uppgötva þetta núna um daginn, þegar ég lét mæla vatniS og kom i Ijós, a8 sýru- stigiS er fyrir ofan þau mörk a8 fiskurinn geti veriS heilbrigSur, en hann smitar ekkl neitt. Vi8 sjáum strax þau sei8i, sem veik eru, og vinzum þau úr. Þannig eru þa8 heilber ósannindi a8 ég hafi selt sjúkan fisk, hvaS þé smitbera." Þegar Mbl. spurði Skúla, hvað hann vildi segja um álit skozka sérfræðings- ins R.H. Richards, sem frá var greint I blaðinu I gær, sagði Skúli, að hann tæki ekkert mark á orðum einhvers manns. sem hann hvorki þekkti haus né sporð á. „Ég vil að sérfræðingarnir komi hingað og rannsaki mlna stöð Ég hef farið fram á það, að hingað verði fenginn danskur sérfræðingur, sem ég þekki og ber traust - til. Á hans orð mundi ég hlusta " Þegar Mbl spurði Skúla. hve mikinn fisk hann hefði þurft að vinza úr vegna óheilbrigðis, kvaðst hann ekki vilja svara þeirri spurningu Um orsakirnar fyrir óheilbrigðinu sagði Skúli, að sýrustig vatns fyrir heilbrigðan fisk væri á bilinu Framhald á bls. 18 Islenzku kolmunnaskipin; Heildaraflinn ÍSLENZKU skipin þrjú. sem stundað hafa kolmunna- veiðar é Færeyjamiðum i vor. munu nú vera búin að fá samtals um 4200—4300 lestir af kolmunna, en sam- tals hafa þau leyfi til að veiSa 25.000 lestir. Morgunblaðið fékk þær upplýsingar um borð I bræðslu- skipmu Norglobal I gær að Sigurður væri búinn að landa þar 980 lestum, en skipið var búið að landa 350 lestum áður I Færeyjum. Vikingur var búinn að landa 910lestum, og var áður búinn að landa 450 lestum I Neskaupstað. og 4300 lestir Börkur var búinn að landa 1 70 lestum í Norglobal en áður var skipið búið að landa 3 50 lestum i Neskaupstað og var að landa þar i 900 lestum I gær Eftir þessu að dæma er Sigurður búinn að fá samtals 1330 lestir, Vfkingur 1340 lestir og Börkur 1 420 lestir. Ekki er enn vitað hve islenzku skipin halda kolmunna- veiðunum lengi áfram, en gert er ráð fyrir að kolmunna- veiðin við Færeyjar geti staðið til loka mai Úr því má búast við að kolmunninn farí að ganga f átt að austurströnd íslands. Ráðinn útibússtjóri A FUNDI bankaráðs Landsbanka íslands hinn 20. maf s.l. var sam- þykkt að ráða Þór Guðmundsson viðskiptafræðing. útibússtjóra við útibú bankans á ísafirði, frá 1. júlf n.k. Þór Guðmundsson er 4 1 árs gam- all Hann lauk prófi í viðskiptafræði frá Háskóla íslands árið 1963, starf- aði um skeið í Framkvæmdabanka íslands, en réðst til Landsbanka ís- lands árið 1 966 og var þá jafnframt framkvæmdastjóri Atvinnujöfnunar- sjóðs Sfðastliðin 5 ár hefur Þór starfað sem aðstoðarmaður banka- stjórnar. Þór Guðmundsson tekur við starfi af Helga Jónssyni, en Helgi tekur við starfi útibússtjóra á Akranesi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.