Morgunblaðið - 25.05.1977, Page 3

Morgunblaðið - 25.05.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 3 Aðalfundur Flugleiða: AÐALFUNDUR Flugleiða hf. fyrir árið 1976 var haldinn I gær í Kristalsal Hótel Loftleiða Formaður stjómar, Kristján Guðlaugsson, setti fundinn. Hann minntist Birgis Kjarans, sem lézt á árinu, og fundarmenn vottuSu hinum látna virSingu sína meS því aS rlsa úr sætum Fundarstjóri var Ragnar Ólafsson hrl. en fundarritari HörSur Sigurgestsson. í ræSum forstjóranna Arnar Ó. Johnson, AlfreSs Elías- sonar og SigurSar Helgasonar, svo og f ræSu stjómarformanns, komu m.a. fram eftirfarandi atriSi: Fjárhagsafkoma 1976 Heildartekjur Flugleiða h.f. árið 1976 urðu 15,701 millj. kr., en voru 12,109 millj kr árið áður. Árið 1976 var hagnaður af rekstri Flugleiða h.f 462 millj. kr. og hefur þá verið tekið tillit til afskrifta og fjármagnskostnaðar. Þetta er annað árið í röð, sem hagnaður verður af rekstri félagsins, en árið 1 974 varð tap á rekstrinum að upphæð 425 millj. kr Afskriftir á s I ári námu 466 millj. kr.. en voru 295 millj. kr. árið á undan Fjármagnskostnaður á árinu nam nettó 41 6 millj kr. en var 377 millj króna árið 1 975 Aðrar tekjur á árinu, einkum af sölu eigna og tjónabætur, námu 224 millj. kr. í þessum lið vegur þyngst sala á eignarhlutum f CL-44 flugvélunum þrem. Afgangur til ráð- veruleg aukning varð þó á leigu- flugstekjum á árinu Tekjuskipting er sem hér greinir: Farþegaflutningar í áætlunarflugi 77.1% Vöru-og póstflutningar 7.8% Leiguflug 7.2% Samtals jukust tekjur félagsins um 29 9% reiknað f ísl kr árið 1976 frá árinu á undan. Rekstrar- gjöld jukust hinsvegar meira, eða um 34%. i framhaldi af ofangreindum upp- lýsingum um fjárhagsafkomu félags- ins 1976 kom fram að enda þótt heildarflutningar hafi vaxið um 11% rá árinu á undan óx framboðið flutn- ingsmagn aðeins um 5.6%. Hleðslunýting var með eindæmum r l ÍÍ ij|j| Mlfti * iíi Frá aðalfundi Flugleiða á Hótel Loftleiðum f gœr. F.I., Loftleiðir og IAB fluttu 665 þúsund farþega á sl. ári Aukningin um 4,5% öm Ó. Johnson, forstjóri Flug- leiða, flytur ræðu sfna um starf- semi Flugleiðe á sl. árí. stöfunar samkv. rekstrarreikningi ársins 1976 er samtals 685 millj. króna. Sambærileg tala fyrir 1975 var 512 millj. kr. Rekstrarreikningurinn sýnir einnig brúttó afkomu fyrirtækisins af eigin- legum rekstri áður en tekið er tillit til fjármagnskostnaðar og tekna af óreglulegri starfsemi. Nemur sú upphæð 1,408 millj. kr., en var 1.374 millj. kr áriðáður. Heildareignir Flugleiða h.f í árs- lok 1976 námu samkvæmt efna- hagsreikningi 1 1,776 millj. króna en skuldir samtals 9,650 millj. kr. Eigið fé félagsins í árslok er því 2,1 26 millj. króna. Af heildartekjum Flugleiða eru tekjur af farþegaflutningum í áætl- unarflugi langstærsti liðurinn, en góð, 75.7% Við fyrstu sýn og að lítt athuguðu máli mætti þetta virð- ast glæsileg afkoma og vissulega er það fagnaðarefni að félagið skilar nú hagnaði annað árið I röð. Ef ofan- greindar tölur eru skoðaðar í réttu samhengi kemur í Ijós að hagnaður- inn er aðeins tæplega 3% af heildar- tekjum Þá er það íhugunarefni að þessum hagnaði er náð með mjög hárri hleðslunýtingu og vafasamt er að lengra verði komist á þeirri braut. Jákvæð fjárhagsafkoma í tramtíð- inni mun því krefjast mikillar hag- sýni og varfærni, einkanlega vegna þess að allur reksturskostnaður fer ört hækkandi og sömuleiðis vegna mjög harðnandi samkeppni flugfé- laga, sérstaklega á flugleiðum yfir Norður Atlantshaf (Ofangreindar tölur ná yfir rekstur Flugleiða h.f. annan en dótturfyrirtækjanna Inter- national Air Bahama, Hekla Hold- ings Ltd. og Hótel Esju. sem eru gerð upp sérstaklega.) Flutningar 1976 Atlantshafsflug: Heildarfarþegafjöldi flugfélaganna þriggja, þ.e. Flugfélags íslands, Loftleiða og International Air Ba- hama, í áætlunarflugi var 665,780 árið 1 976 og hafði aukist um 4.5% frá árinu áður Heildarfarþegafjöld- inn skiptist þannig Norður- Atlantshafsfluq 254.199, Evrópu- flug 127,749, Innanlandsflug 205.756; Bahamaflug 78,031 og leiguflug 48.614 Fluttir farþegar í áætlunarflugi og leiguflugi voru því á árinu 714,394. Það kom fram að árið 1976 var hið fyrsta sem aukn- ingar gætti í flutningum yfir Norður- Atlantshaf, eftir samdrátt sem varð í kjölfar olíuverðhækkana. Farþegum fjölgaði um 4.2% og voru sem fyrr segir 254,199. Sætanýting var mjög góð, eða 77.4%. Fraktflutn- ingar jukust einnig verulega á þess- ari leið, eða um 33% miðað við árið áður. Evrópuflug: Flutningar í Evrópuflugi 1976 gengu einnig vel á árinu og jukust farþegaflutningar verulega eða um 11%. Fluttir voru 127,794 farþegar og var sætanýting 63.9% Fraktflutningar stóðu næstum í stað, en póstflutningar jukust um rúm 12%. í flugi til Evrópu bættist við ný flugleið. Reykjavík / Dusseldorf Sú breyting varð hins vegar að leiguflugi fyrir SAS malli Kaup- mannahafnar og Reykjavíkur var hætt, þar sem það fálag tók eigin flugkost í notkun á þessum leiðum. Innanlandsflug: í innanlandsflugi hafa ekki orðið miklar breytingar síðastliðin þrjú ár og hafa flutningar og framboðið flutningamagn verið svo til óbreytt á þessu tímabili. Á innanlandsleiðum voru á s.l. ári fluttir 205,756 far- þegar, en voru 205,1 76 árið áður. Sætanýting var 64%. Vöruflutning- ar námu 4,387 lestum og póstflutn- ingar 67.7 lestum Fjölförnustu leið- ir innanlands voru sem áður milli Reykjavíkur annars vegar og Akur- eyrar/ Vestmannaeyja/ ísafjarðar/ Egilsstaða og Hornafjarðar hins veg- ar. Náið samstarf var við Flugfélag Norðurlands um framhaldsflug frá Akureyri til staða á Norður- og Norð- austurlandi. Bahamaflug: Aukning varð í flutningum Inter- national Air Bahama eftir töluverðan samdrátt árið áður Flutningar á þessari flugleið eru ekki eins árstíða- bundnar eins og á öðrum leiðum félagsins og eru flognar fjórar ferðir í viku á sumrin en þrjár á vetrum. Leiguflug International Air Bahama óx verulega en þar er um að ræða leiguflug milli Nassau annars vegar og Zúrich og Vínarborgar hins veg- ar. Farþegar í áætlunarflugi Inter- national Air Bahama urðu 78.031 og var sætanýting 74 3%. Leiguflug: Mikil aukning var f almennu leigu- flugi árið 1976 Er þar aðallega um að ræða flug frá Þýskalandi, Austur- ríki og Sviss með erlenda ferðamenn að vori og hausti, ennfremur aukn- ing á sólarlandaflugi fyrir innlendar ferðaskrifstofur. Hins vegar hætti, svo sem fyrr segir, leiguflug fyrir SAS milli Kaupmannahafnar og Grænlands sem staðið hafði í nokk ur ár. Nýr þáttur leiguflugsins var pílagrímaflug milli Kano f Nígéu og Jedda í Saudi Arabíu þar sem fluttir voru Múhameðstrúarmenn frá Nígeríu á trúarhátfð þeirra f Mekka Flutningarnir fóru fram á tveim tíma- bilum; fyrri hlutinn frá því í desem- ber 1975 fram í janúar 1 976 en þá var eingöngu fluttur farangur pfla- gríma í nóvember og desember 1976 tók félagið að sér flutninga pflagrfma og voru fluttir 15,474 milli Jeddah og Kano. Tvær þotur af gerðinni DC-8-63 voru notaðar til ferðanna. Á annað hundrað starfs- menn unnu að þessum flutningum. Hótel Loftleiðir — Hótel Esja — Bflaleiga Loftleiða Rekstur hótelanna var með líku sniði og árið áður og herbergjanýt- ing var sem hér segir: Hótel Loftleið- ir 63.4%. en var 59.9% árið áður; Hótel Esja 62 3%. en var 63% árið áður. Bílaleiga Loftleiða hafði 93 bíla sumarið 1 976, 1 9 fleiri en árið áður. Nýting var 72.5% Fargjöld og kostnaður Á aðalfundinum var hluthöfum gefið yfirlit um þróun fargjalda. svo og kostnaðar ýmissa veigamikilla Framhald á bls. 18 Yfir 20 gerðir stereo og sjónvarpsborða VERÐ 6.130,- 33.200,- MMdMttrlw.tt.Mi.Uii.i3U9 BUÐIRNAR Skipholti 19 við Nöatún, sími 23800 og 23500. Klapparetlg 26, stmi 19800. Pöntunarsimi 23500

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.