Morgunblaðið - 25.05.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977
/
Slysavamafélag Islands:
Dregið í happdrætti
félagsins eftir viku
Menntaskólinn í Kópavogi
brautskráir 44 stúdenta
Ingólfur A. Þorkelsson skólameistan atnenair nystudent verðlaun.
NÚ er aðeins vika þangað
til dregið verður í Happ-
drætti Slysavarnafélags ís-
Fyrirlestur um
gríska sígauna
ogtungu þeirra
DR. GORDON M. Messing,
prófessor í klassískum málum við
Cornell-háskóla I Bandarlkjun-
um, flytur fyrirlestur I boði heim-
spekideildar fimmtudaginn 26.
mai 1977, kl. 11.15 f.h. í stofu 423 i
Árnagarði.
Fyrirlesturinn fjallar um
gríska sígauna og tungu þeirra.
öllum er heimill aðgangur.
lands. Happdrættinu var
eins og öðrum slíkum hja
félaginu hleypt af stokk-
unum til styrktar
slysavarna- og björgunar-
starfi félagsins og kjörorð
er: „Við þörfnumst þín —
þú okkar“.
Vinningar eru að upphæð rúm-
ar 2,4 milljónir króna og allir
skattfrjálsir. Aðalvinningurinn er
Mazda 818 station-bifreið og auk
þess þrjú 22 tommu litsjónvarps-
tæki. Dregið verður 1. júní og
aðeins úr seldum miðum. Miða má
fá hjá Slysavarnafélaginu,
slysavarnadeildum um allt land
og í happdrættisbílnum i Austur-
stræti.
MENNTASKÖLANUM I Kópa-
vogi var slitið við hátiðlega at-
höfn í Kópavogskirkju laugar-
daginn 21. mal. Athöfnin hófst kl.
14.00. 44 stúdentar brautskráðust
frá skólanum, 32 piltar og 12
stúlkur. Þetta er annar árgangur-
inn, sem skólinn brautskráir.
Fjölmenni var við athöfnina.
Skólameistari, Ingólfur A. Þor-
kelsson, flutti skólaslitaræðuna,
afhenti stúdentum skírteini sfn
og verðlaun fyrir ágætan árangur
I einstökum greinum. Skólakór-
inn söng undir stjórn Guðna Þ.
Guðmundssonar, tónlistakennara.
Einn stúdenta, Þorgeir Ólafsson,
flutti ávarp og árnaði skólanum
ailra heilla.
Hæstu einkunnir, sem gefnar
voru í skólanum hlutu:
Þórunn Guðmundsdóttir 1. bekk B. 9.2
Helga Þorvaldsdóttir 3. bekk E. 9.0
Áslaug Guðmundsdóttir 3. bekk E. 8,8
Sigurður E. H jaltason 3. Bekk E. 8,8
Hæstu einkunn á stúdentsprófi
hlaut Kjartan örvar 4. bekk N.
7.8.
ari m.a. frá þvi, að byggingar-
nefnd skólans hefði unnið að þvi
frá áramótum að gera áætlun um
framtiðarskipan skólans. Hönn-
uður skólans, Benjamín Magnús-
son, vinnur með byggingarnefnd
að þessu verkefni. Áætlunin
verður lögð fyrir menntamála-
ráðuneytið í júní-mánuði. Félags-
líf var öflugt í skólanum og nem-
endur stóðu fyrir leiksýningum i
fyrsta skipti s.l. vetur.
Lokaorð skólameistara, er hann
ávarpaði stúdenta voru þessi:
„1 ræðu minni hef ég lagt
áherzlu á takmarkað gildi tíman-
legra gæða, hinnar svokölluðu
velferðar. Við ykkur sem brátt
verðið ríkjandi kynslóð á Islandi,
eru tengdar miklar vonir um nýtt
og sjálfstætt gildismat. Ef tii vill
gætu þessi fornu orð Páls postula,
skráð í Rómverjabréfinu, verið
leiðarljós í ráðvilltum heimi mun-
aðarhyggju og firringar: Ekki er
guðsriki matur og drykkur heldur
friður og réttlæti."
1 ræðu sinni skýrði skólameist-
Krummi skoðaður
ÚTIVIST verður með tvær kvöldferð-
ir f þessari viku. Sú fyrri verður í
kvöld. miðvikudag, og verður geng-
ið um sunnanvert Álftanes. frá
Hliðsnesi til Hafnarfjarðar. Á morg-
un, fimmtudag, verður farið að
skoða hrafnshreiður f nágrenni
Lækjarbotna (Lögbergs). sem er
með 6 ungum. Að þvt er segir f
fréttatilkynningu frá Útivist þá er
gott að komast að hreiðrinu. sem er
óvanalegt með hrafnshreiður. Þessi
ferð er sérstaklega ætluð börnum og
unglingum, sem finnst gaman að
skoða hrafninn en að sjálfsögðu eru
allir velkomnir f þessar ferðir. segir f
fréttinni.
Farið verður f báðar ferðirnar frá
B.S.Í. vestanverðu kl 20.00.
II
II
Nýi starfskrafturinn í farskrárdeild er sér-
staklega íljótur og öruggur, hann vinnur sitt
verk af stakri nákvæmni yrðir aldrei á neinn,
en svarar á augabragði ef hann er spurður.
Hann er ekki í starfsmannafélaginu og hann
vantar alveg þetta hlýlega viðmót sem einkennir
allt starfsfólk okkar. Þú kynnist honum ekki
”persónulega” þú nýt.ur aðeins afburða hæfi-
leika hans.
Þessi nýi starfskraftur er Gabríel, rafeinda-
heili í tölvumiðstöð í Atlanta í Bandaríkjunum -
sem tengdur er við farskrárdeild og allar
söluskrifstofur okkar jafnt á íslandi, sem annars
staðar í heiminum.
Gabríel tekur við öllum bókunum frá sölu-
skrifstofum og farskrárdeild og geymir þær
upplýsingar, og svarar því samstundis hvort þaó
eru laus sæti í þeirri ferð sem þú hefur hug á.
Þannig finnur Gabríel alla ferðamöguleika
fyrir þig á augabragði - og þegar þú hefur
ákveðið þig þá bókar hann þig.
Gabríel og sú aukna og bætta þjónusta við
farþega sem tilkoma hans hefur haft í för með
sér er einn ávinningur af sameiningu okkar.
flucfélac L0FTLEIBIR
ISLAJVDS