Morgunblaðið - 25.05.1977, Qupperneq 7
GOOD
YCARj
YCAR
GOOD
Oryggi -
HJOLBARÐAR
★ GÆÐI
★ STYRKLEIKI
★ ENDING
good/ycar
GOODpYEAR
FYRIR ALLAR VÖRUBIFREIÐAR
Hjólbarðaþjónustan, Laugavegi 172, Simi 21245
GOODfYCAR HEKLA HF.
^ Laugavegi170—172 — Simi 21240
VANTAR ÞIG VINMJ
VANTAR ÞIG FÓLK
ÞU AIGLYSIR LM ALLT
LAND ÞEGAR ÞL' ALG-
LÝSIR Í MORGLMILAÐINL
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977
Saman skroppin
Straumsvíkur-
ganga
Ljóst er aS svonefndir
„herstöðvarand-
stæSingar" hafa orSiSfyr-
ir verulegu áfalti bæSi
pólitfsku og sálrænu.
vegna lítilla þátttöku I
Straumsvlkurgöngu og
útifundi á Lækjartorgi.
Ganga þessi hefur veriS
I undirbúningi I marga
mánuSi, á mörgum vlg-
stöSvum, og mikil fyrir-
höfn og mikill kostnaSur
liggur aS baki allra þeirra
áróSursbragSa, sem nýtt
hafa veriS til aS vekja á
henni áhuga og athygli. i
miSju kjarastrlSi hvarf
launabaráttan af slSum
ÞjóSviljans. eSa allt aS
þvl, dögum og vikum sam-
an. til aS koma aS her-
hvötum Straumsvlkur-
göngu, bæSi á forsISu og
baksISu. meS „margra
hæSa" fyrirsögnum og
„heimsstyrjaldarletri".
FjölritaSir og prentaSir
áróSursbæklingar voru
bornir I hvert hús I
Reykjavfk og öSrum kaup-
stöSum á ReykjanessvæS-
inu — og slmahringingar
skipulagSar. Þrátt fyrir
umfangsmeiri undirbún-
ing og áróSur en dæmi
eru um áSur varS árangur-
inn „samanskroppin
ganga", enda verSur „oft
lltiS úr þvl högginu sem
hátt er reitt".
Tölur Þjóð-
viljans ýktar
og ósannar
Stytting Keflavfkur-
göngu I Straumsvlkur-
göngu átti aS laSa fleiri I
gönguna. Árangurinn var
sem fyrr segir öfugur viS
tilganginn, enda hafa
færri og færri áhuga á
baráttu gegn aSild íslands
aS Atlantshafsbandalag-
inu. Jafnvel fjölmennustu
kommúnistaflokkar V-
Evrópu hafa söSlaS yfir I
afstöSu sinni til Atlants-
hafsbandalagsins, og telja
aSild landa sinna aS þvl
sjálfsagSa og eSlilega Al-
þýSubandalagiS er eitt
fárra kommúnistaflokka,
sem enn heldur I Moskvu-
llnuna varSandi þetta mál.
Og þótt reynt sé aS halda
þvl fram. aS „herstöSvar-
andstæSingar" starfi
óflokkspólitlskt. til aS
villa um fyrir fólki, segir
þaS slna sögu, aS hinir
rauSu fánar yfirskyggja
þjóSfánann I göngum
þessum, og I Straums-
vlkurgöngu var borinn
fáni meS „hamri og sigS",
sem minnti á þjóSfána
Sovétrfkjanna.
ÞjóSviljinn segir 3000
manns hafa gengiS I
göngunni og 7000 manns
hafa veriS á útifundinum
á Lækjartorgi. Þetta eru
barnsleg ósannindi. Dag-
blaSiS Tlminn segir, aS
1000 manns hafi gengiS
alla leiS frá Straumi, og
milli 3—4 þúsund manns
hafi veriS saman komin á
utifundinum á Lækjar-
torgi. Nær lægi mun vera
aS fundarmenn hafi veriS
innan viS þrjú þúsund. Er
þaS margfallt minni þátt-
taka en á sl. ári.
Óánægjan
drýpur úr
hverju orði
Þeir sem lásu forsíðu-
frásögn Þjóðviljans af
Straumsvfkurgöngu f gær
komust ekki hjá þvf að
greina vonbrigðistóninn f
fréttinni, enda draup
óánægjan úr hverju orði.
Greinilegt er, að Þjóðvilj-
inn finnur að þessi
bægslagangur á engan
hljómgrunn hjá þjóðinni.
Það, sem Þjóðviljanum
þykir einna frásagnar-
verðast er, að „göngu-
mönnum hafi hvarvetna
verið vel tekið" og ekkert
„skftkast" hafi mætt
þeim á leiðinni!
Litlu verður vöggur feg-
inn. Umrædd Straums-
vfkurganga er eitt mest
auglýsta vindhögg f sam-
anlagðri axarskaftasmfði
róttæklinga f landi okkar.
V orsýning
MILLI stóru stríðanna gerðist
sá atburður í Vínarborg, að góð-
kunnur Islendingur brá sér i
óperuna til að heyra og sjá
Töfraflautuna eftir Mozart.
Þetta var mikil stund í hans
fyrstu utanferð og hrifning
hans einlæg, enda sparaði hann
ekki kraftana, þegar klappað
var milli atriða. Óperan er full
af ljúfum söngvum og þegar
nokkuð var liðið á leikinn var
sungið lag, sem íslendingar
þekkja undir nafninu I dag er
glatt í döprum hjörtum. Um
leið og lagið endaði spratt Is-
lendingurinn upp og hrópaði
yfir sig hrifinn: „Bravó, bravó,
íslenzkt lag.“ Sagt er að menn
þar syðra hafi um stund ruglazt
i ríminu, en hann, að fengnum
skýringum haft hægt um sig
það sem eftir var kvöldsins. Því
miður var þessi mæti maður
ekki einn um að vita litið um
islenzka tónlist, því lítið var
fjallað um tónmennt í þá daga.
Nú er aðstaða manna önnur og
því var einkennilegt að vera
viðstaddur og endurlifa þessa
,,bravó“-sögu á vorsýningu
Þjóðdansafélags Reykjavíkur
1977. Skemmtunin hófst á
íslenzkum dönsum. Kynnir,
sem aðstoðaði gesti við lestur
efnisskrár, bætti þó um og
kallaði þá íslenzka söngdansa.
Þjóðdansafélagið ætti að
skreppa t.d. til Sviþjóðar með
þessa íslenzku söngdansa og
væri aldrei að vita nema ein-
hver Svíinn hrópaði ,,bravó“.
Dansarnir munu flestir vera
teknir saman af Helga Valtýs-
syni, en hann vann merkilegt
brautryðjendastarf á sviði
þjóðdansa um og eftir aldamót-
in hér á landi. Helga sást yfir
þann möguleika, að í íslenzkum
þjóðlögum, sem eru frum-
stæðustu og elztu lifandi þjóð-
lög sem til eru í notkun um
allan heim, ásamt hluta af ung-
verskum þjóðlögum, væri
mögulegt að finna leifar mjög
gamalla dansa. I dag er þessu
ekki svo farið, þvi nú hafa verið
gerðar tilraunir til að endur-
lífga þennan forna menningar-
arf. Nauðsynlegt er að rann-
saka það efni, sem til er í hand-
ritum og gömlum bókum, og er
það verðugt verkefni fyrir
þjóðdansafélag Reykjavíkur,
því ekki verður spurt um það
hvernig félagarnir hafi dansað
rússneskan eða ítalskan dans,
heldur hverja islenzka dansa
þeir kunni. Um allan heim, allt
frá Grænlandi niður til Afríku
og jörðina i kring eru starfandi
félög, sem bæði vinna að
björgun og endursköpun
gamalla dansa. Endursköpun
gamalla og gleymdra dansa er
einn merkilegasti þáttur þessa
starfs og má í þvi sambandi
benda á, að erlendir dans-
höfundar, sem hefðu yfir jafn
nákvæmum heimildum að ráða
og íslendingar, þættust aldeilis
góðir. Heimildir um dans og
leiki, sem ritaðir voru um sama
leyti og dansbann var á döfinni,
eru ekki aðeins nægilega
skýrar til að dansmenntað fólk
geti byggt upp úr þeim aansa,
heldur og merkilegar heimild-
ir, sem gætu orðið gagnlegar
við rannsóknir á alþýðudans-
mennt i Norður-Evröpu á
miðöldum.
Svo vikið sé aftur til Vor-
sýningar Þjóðdansafélags
Reykjavikur er rétt að telja upp
islenzku söngdansanna.
Þú vorgyðjan svífur, eftir
L.M. Ibsen; Stóð ég úti i tungs-
ljósi, þýzkt þjóðlag; Ég elska
yður, norskt þjóðlag; Táp og
fjör, sænskt þjóðlag; I Heiðar-
dalnum, eftir Hermann
Kirchner; Fyrr var oft í koti
kátt, eftir Friðrik Bjarnason;
Hoffinn, Islenzkt þjóðlag;
Laugardagskvöldið á Gili,
sænskt lag, og Sjómannaskottis,
eftir Inga T. Lárusson.
Öll lögin, að undanteknum
Sjómannaskottis eftir Inga T.
eru að allri gerð hin ódans-
legustu, enda voru dansarnir
eins og fáránlegt labb, með
handapati og stöku hoppi til að
undirstrika vitleysuna. Allt
eins hefði mátt nota hvaða
sálmalag sem er til að dansa
eftir án þess að munað hefði
nokkru. Fyrr var oft i koti kátt
er frábært sönglag og mögulegt
að nota það fyrir barnadans.
Eini dansinn sem með réttu
heitir fslenskur söngdans var
Hoffinskvæði og er ástæða til
að vekja athygli á því, að til er
dans sem varðveizt hefur fram
á okkar daga og liklega gamall,
því söngtextinn er svipaður og
elztu ritaðar gerðir hans.
Ekki er ástæða til að fjölyrða
um þessa sýningu frekar, en
með henni hefur Þjóðdansa-
félag Reykjavíkur vikið sér
aftur í þá stöðu, sem ein-
kennandi var fyrir aldamóta-
kynslóðina, þrátt fyrir gjör-
ólíkar aðstæður. Að frádregnu
íslenska ,,slysinu“ var
skemmtunin i heild ánægjuleg,
svo og þátttaka barnanna.
Jón Ásgeirssson
Sinfóníutónleikar
Efnisskrá;
Beethoven: Leonore nr. 3
Mozart: Tvær konsertarlur
Britten: Ljómanir
Ravel: Valsinn
Stjórnandi:
Karsten Andersen
Einsöngvari:
Peter Pears
Með þessum tónleikum kveð-
ur Karsten Andersen sem aðal-
stjórnandi Sinfóniuhljómsveit-
ar íslands en þvi starfi hefur
hann gegnt frá því haustið
1973. Karsten Andersen er
mætur tónlistarmaður og hefur
unnið islenzkri tónlist mikið
gagn. Það er svo í starfi manna
eins og hans, að oft er krafizt af
þeim meira en í þeirra valdi er
að gefa og þeim um kennt, sem
er annars sök. Sinfóniuhljóm-
sveit íslands er sennilega bæði
óþæg og ekki sem bezt undir
starf sitt búin og því sem illa
fer oftar kennt stjórnanda en
þeim sem til sakar hefur unnið.
Tónleikarnir hófust á Leonore
nr. 3, eftir Beethoven og vel að
merkja, það voru hljóðfæraleik-
arar i Sínfóníuhljómsveit
íslands, sem bæði gerðu vel og
illa, i samspili og einleik,
hverjar svo sem tiltektir stjórn-
andans voru. Mikil og góð
Túnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
æfingastjórn er ekki algjör
trygging fyrir slysalausum kon-
sert og gæði hljómsveitar hljóta
að miklu leyti að liggja við
getumörk þeirra hljóðfæraleik-
ara sem eru lakastir. Það sem
sérstaklega gerði þessa tónleika
eftirsóknarverða var þátttaka
Peter Pears, sem tvimælalaust
er meðal frægustu ' söngvara
okkar tima. Hann. hóf söng sinn
með tveim Konsertaríum eftir
Mozart, sem hann flutti fallega
og af feikilegri tækni. Það verð-
ur að segjast eins og er að rödd-
in býr ekki lengur yfir þeim
glampa og skýrleik sem áður,
þó flutningurinn og öll túlkun
sé ekki með minni glæsibrag.
Hápunktur tónleikanna var
flutningur Peter Pears á Ljóm-
unum eftir Benjamin Britten.
Verkið er mjög fallegt og ekki
spillti að i efnisskrá fylgdi þýð-
ing Þorsteins Valdimarssonar á
Framhald á bls. 19