Morgunblaðið - 25.05.1977, Page 14

Morgunblaðið - 25.05.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 Edda—nýtt flutningaskip FYRIR skömmu kom nýtt flutninga skip til landsins, heitir það Edda og er í eigu ísafoldar h.f. Edda er 1379 brúttólesta kæliskip, smíðað á Spáni 1964. Það var afhent íslenzkum eig endum í Valencia f október á s.l. ári en hefur fram til þessa verið f ávaxtaflutningum. Lestarrými Eddu er samtals 75 þús- und rúmfet og lestar skipið því um 1500 lestir. Það er knúið 2200 hest- afla MWM-aðalvél og er meðalgang- hraði 13—13.5 sjómílur á klukku- stund Skipstjóri á Eddu er Skafti Skúlason og 1 vélstjóri Finnur Kjartansson Edda heldur frá íslandi næstu daga með saltfiskfarm til Portúgals Meðfylgjandi mynd var tekin fyrir skömmu af Eddu á siglingu Brotthvarf Kýpurskips úr Akraneshöfn: Halda aftur tíl Eþíópíu til kristnibodsstarfa SKÚLI Svavarsson kristniboði, sem undanfarna mánuði hefur dvalizt hérlendis f leyfi frá störfum sfnum f Eþfópfu, fer f dag ásamt fjölskyldu sinni áleiðis til Addis Ababa. Skúli, hefur ásamt konu sinni Kjellrúnu og fimm börnum þeirra dvalið á Eþfópfu við kristni- boðsstörf á vegum Sambands fsl. kristniboðsfélaga frá árinu 1967, nema árið 1971 — '72 er þau voru hérlendis f leyfi. Mbl. spurði Skúla um ástæðu þess að þau hyrfu nú til Eþfópfu: — Það kom beiðni um það frá kirkjunni í Eþíópíu að við kæmum út vegna þess að starfsfólk vantar og nóg er að gera Það er ekki ákveðið hvar við verðum, við munum annað- hvort vera f Konsó þar sem íslenzka kristniboðsstöðin er eða í Arba Minch. — Þær breytingar voru gerðar á kristniboðsstarfinu f Eþíópiu árið 1972 að innlenda kirkjan tók við öllum eignum kristniboðsins og inn- lendir starfsmenn hafa smám saman verið að taka við okkar störfum og. það kemur í Ijós núna þegar umrót er f landbnu að nú eru þeir betur undir það búnir að halda starfinu áfram án okkar Þetta hefur það i för með sér að mitt starf verður fremur í því fólgið núna að fara og vitja þeirra þjóðflokka sunnar í landinu, sem við höfum ekki enn verið með neitt starf á meðal. Hvernig leggst þessi för í ykkur miðað við þær aðstæður sem þarna eru núna? — Ekkert vel, en við finnum að Yfirhafsögumaður óskar rannsóknar vegna ásakana á sig Morgunblaðinu barst í gær eftir- farandi athugasemd frá Birni H. Björnssyni, yfirhafnsögumanni á Akranesi: VEGNA fréttar í Ríkisútvarpinu hinn 17 maf s.l og Morgunblaðinu 18 maí um ólöglega brottför erlends flutn- ingaskips frá Akranesi, og þar sem í veigamiklum atriðum er farið rangt með staðreyndir, óska ég að eftirfar- andi verði birt í Morgunblaðinu Þau störf, sem ég er ráðinn til hjá Akraneshöfn vinn ég eftir beztu getu og í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Önnur störf hef ég ekki unnið hér við höfnina í samræmi við það hóf ég þau verk, sem um var beðið að aðstoða skipið Alchimist Bremen við brottför úr Akra- neshöfn hinn 16 maí s I Einnig með hliðsjón af spá um vaxandi veðurhæð og stöðu skipsins í höfninni. taldi ég áhættu af að fresta brottför of mikla enda hafði skipið án afskipta minna fengið hér fulla afgreiðslu og gengið hafði verið frá öllum skjölum þar að lútandi Til starfsmanna Akraneshafnar hafa engin tilmæli borizt frá Verkalýðs félagi Akraness né nokkrum öðrum hvorki fyrr né síðar'um að þeir breyttu f neinu starfsháttum sínum við höfnina né umferð skipa til eða frá henni væri nokkrum óeðlilegum takmörkunum háð enda hefur svo ekki verið Því geri ég þá sjálfsögðu kröfu í nafni lýðræðis og réttlætis að dómsvald og dóms- málaráðherra íslands sjái svo um að saklausir borgarar verði ekki með of- beldi hindraðir við nauðsynleg störf sín Sama réttar krefst ég fyrir hönd farmanna og fiskimanna, innlendra sem erlendra Þeir atburðir, sem áttu sér stað í Akraneshöfn við brottför flutningaskipsins A B mánudaginn 1 6 maí s.l er reynt var að hindra mig við opinber störf eru að mínu mati svo alvarlegir að á það verður að reyna hvort fólki á íslandi geti haldist uppi að fremja lögbrot eftir geðþótta sínum átölulaust Opinberlega hefur útgerð skipsins verið látin biðjast afsökunar en á bak við tjöldin hef ég og annar starfsmaður Akraneshafnar verið ákærðir fyrir að gegna skyldustörfum okkar Kærur Verkalýðsfélags Akraness til BSRB og Starfsmannafélags Akra- ness á hendur mér og þær hótanir og hefndaraðgerðir, sem Guðmundur J. Guðmundsson og Bjarnfríður Leós- dóttir f.h Verkalýðsfélags Akraness hafa beitt útgerð Akraborgar vegna aðildar minnar að stjórn hennar en Akraborg hefur nú verið stöðvuð ólög- lega um helgar vegna aðgerða þeirra, bitnar að sjálfsöqðu á Akurnesingum Framhald á bls. 19 Flytur fyrir- lestur um umönnun van- gefinna N.E. Bank — Mikkelsen, fram- kvæmdastjóri i danska félagsmála ráðuneytinu, flytur í dag fyrirlestur f hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Nefnist fyrirlesturinn Markmið og leiðir í umönnum vangefinna en fyrir- lesarinn hefur í meir en tvo áratugi verið framkvæmdastjóri deildar danska félagsmálaráðuneytisins. sem fer með mál vangefinna Þá hefur hann enn- fremur verið formaður Nordiska för- bundet psykisk utvecklingsháning frá stofnun þess 1963, en að þeim sam- tökum standa Norðurlöndin sex. Þessi samtök halda hér um þessar mundir Margrét, Edda Björk, Amar, Egill við getum ekki brugðizt Eþíópum með að fara. Við vitum að starfs- möguleikarnir eru fyrir hendi, það er beðið um biblfufræðslu og við vilj- um ekki skorast undan þvi. En þetta er engin ævintýramennska, sem að baki þessu býr hjá okkur. Stjórnvöld hafa enn ekki gert neitt til þess að hindra starf kristniboðsins, því þó að þeir hafi tekið útvarpsstöðina þá hafa þeir ekki fett fingur út í starf kristniboðsins. Það skýra þeir út á þann veg að öll trúarbrögð eigi að vera jafnrétthá og því skuli ekki leyft að kristin trú búi yfir slíku tæki sem útvarpið er Það sem þau hjónin sögðu að væri þeim erfiðast væri það að þurfa ef til vill að senda þrjú börn sín frá og KristFn. Ljósm. Kristinn sér i skóla i Addis, en þar er rekinn skóli fyrir börn kristniboðanna En þau tóku fram að ef áframhaldandi róstur yrðu i Addis þá yrði skólinn án efa færður Eins og fyrr segir halda þau héðan i dág og munu dveljast i Noregi um nokkurra daga skeið og siðan halda þau áfram um miðjan júnímánuð til Eþíópiu. Jónas Þ Þórisson, sem dvalið hefur s.l. 5 ár í Eþíópíu á vegum Samb. ísl. kristniboðsfélaga, mun ásamt fjölskyldu sinni fara af stað frá Addis í dag áleiðis til íslands og eru þau væntanleg hingað eftir miðjan mánuðinn og verða hérlendis i eitt ár og fara utan aftur að öllu óbreyttu. árlegan stjórnarfund sinn í fyrsta skipti á Islandi og áformað er að næsta Norðurlandaþing samtakanna verði haldið hérlendis í ágúst 1 979 Fyrirlestur Bank Mikkelsens verður túlkaður á íslenzku en Styrktarfélag vangefanna í Reykjavik stendur að fyrir- lestrinum. Leidrétting frá húsameist- ara ríkisins MORGUNBLAÐINU hefur borizt eft- irfarandi frá húsameistara rikisins: Sunnudaginn 22 þ m birtist frétt í Morgunblaðinu um byggingu lækna- og tannlæknadeildar á lóð Landspítal- ans neðan Hringbrautar sem nú er hafin, en þar gætir nokkurs misskiln- ing um einstök atriði 1. Flutningur Hringbrautar á umræddu svæði er að sjálfsögðu til suðurs en ekki til norðurs. 2". Stækkun Landspitalalóðar er einnig til suðurs svo sem augljóst má vera. 3. Ekki er að öllu leyti fullráðið hver hlutfallaskipting rýmis verður í húsinu, milli þeirra deilda sem þar verða 4. Embætti húsameistara ríkisins vinn- ur að hönnun þessa verkefnis, og hefir verið falið það ásamt arinarri mann- virkjagerð á lóðum Landspítalans Það er þvi með öllu misskilningur að ein- hver einn starfsmaður embættisins. svo sem nefnt var i fréttinni. beri ábyrgð á því, eða hafi sérstaklega verið falið það. Þessar byggingar Landspital- ans eru unnar af allfjölmennum sam- starfshópi arkitekta. verkfræðinga og annarra sérfræðinga. er að hönnun vinna frá fyrstu áætlunargerð til útboðs og úttektar, og á slik verkaskipting sér stað við öll meiri háttar verkefni á vegum embættisins Trudeau Prófsteinn Trudeaus Montreal, 24 mai Reuter AUKAKOSNINGAR um fimm sæti á sambandsþinginu í Ottawa fara fram f Quebec í dag og eru prófsteinn á vinsældir Pierre Trudeaus forsætis ráðherra og þá stefnu hans að varð- veita einingu Kanada. Skilnaðarstefna stjórnarflokksins i Quebec, Parti Quebecois, hefur ekki komið við sögu í kosningabaráttunni en Trudeau hefur sagt að ef Frjálslyndi flokkurinn standi sig illa í kosn- ingunum verði úrslitin túlkuð sem van- traust á forsætisráðherrann, stefnu | hans og hugsjónina um einingu Kanada. Frjálslyndi flokkurinn hefur haft fjög- ur þingsæti af þeim fimm sem kosið er um og Trudeau hefur hjálpað öllum frambjóðendum flokksins í kosningabaráttunni til að hamla gegn áhrifum Parti Quebecois Stjórnmálasérfræðingar telja að Trudeau kunni að efna til almennra þingkosninga i haust ef frjálslyndir standa sig vel En þrjú þeirra kjör- dæma, sem kosið er í, eru á svæði sem, er talið sterkt vígi Parti Quebecois og frambjóðendur frjálslyndra gætu því tapað 3 Hulltogarar á Ástralíuveiðar Þrlr stórir frystitogarar frá Hull verða gerðir út á veiðar t suður- höfum. Þeir bætast við flota fyrirtækis f hafnarbænum Albany í Vestur-Astralíu er brezka togarasambandið (BUT) hefur keypt helming hlutabréfa f. Áhafnir verða valdir í Hull til að sigla með togarana til Ástralíu og BUT mun einnig senda menn til að stjórna útgerðinni og starf- rækslu nýrrar fiskvinnslustöðvar sem verður reist í Albany. Forsætisráðherra Vestur- Ástralíu, Sir Charles Court, segir í yfirlýsingu að þeta samstarf marki tímamót í áströlskum sjávarútvegi þar sem fiskveiðar- nar færist hér með frá ströndinni til úthafsmiða. Þar með segir hann að Ástralíumenn verði í góðri aðstöðu til að hagnýta auð- lindir innan nýrrar 200 milna lög- sögu ef hún verði að veruleika. Togararnir, sem verða sendir frá Hull, eru systurskipin Othello, Orsino og Carsino. Þeir verða allir endurnýjaðir og gert er ráð fyrir þvi að fyrsti togarinnc fari frá Hull seint í sumar eða í haust. Othello er hið fræga aðstoðar- skip brezku togaranna á íslands- miðum i þorskastriðinu. Skipið er um þessar mundir i fyrstu veiði- ferð sinni síðan því var breytt i frystiskip. Samningaviðræður hafa staðið i marga mánuði um samstarfið. Þvi er spáð að mörg önnur brezk út- gerðarfyrirtæki fari að dæmi BUT þar sem Bretar hafa hrakizt af mörgum miðum og veiði hefur verið takmörkuð á þeim miðum sem eftir eru. bara spred latlantisl Sigtún 3 - simi 86255

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.