Morgunblaðið - 25.05.1977, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 19771
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
R itstjórna rf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingasjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavlk.
Haraldgr Sveinsson.
Matthlas Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn GuSmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Árni GarBar Kristinsson.
ASalstræti 6. slmi 10100.
Aðalstræti 6. slmi 22480
Áskriftargjald 1300.00 kr. é ménuSi innanlands.
í lausasölu 70.00 kr. eintakið.
Hernaðarmáttur
Sovétríkjanna
u □
Viðtal HERDÍS ÞORGEIRSDÓTTIR
Afundi leiðtoga Atlants-
hafsbandalagsríkjanna,
sem nýlega var haldinn í Lund-
únum var ákveðið að gera
verulegt átak til þess að efla
varnarmátt bandalagsins. Sjálf-
sagt kemur mörgum á óvart,
að leiðtogar aðildarríkja
Atlantshafsbandalagsins skuli
telja nauðsynlegt að auka
varnarmátt herstyrks banda-
lagsþjóðanna og auka raun-
veruleg fjárframlög til varnar-
mála I Ijósi þess, að heldur
hefur batnað sambúðin á
hinum pólitíska vettvangi milli
austurs og vesturs. En þrátt
fyrir batnandi andrúmsloft
hafa Sovétríkin og fylgiríki
þeirra unnið markvisst að því
að efla hernaðarstyrk sinn og
byggja hann upp á þann veg,
að sérfróðum blandast ekki
hugur um, að hann er fremur
hugsaður til sóknar en varnar.
Nú er talið, að fjórar og hálf
milljón manna sé undir
vopnum i Sovétrikjunum og að
auki um hálf milljón manna,
sem skipa sérstakar vopnaðar
öryggissveitir, þannig að í raun
hafa Sovétríkin, undir vopnum
hvorki meira né minna en um
fimm milljónir manna. Fylgiríki
Sovétrikjanna í Austur-Evrópu
hafa rúmlega 1100 þúsund
menn undir vopnum og að
auki 200 þúsund vopnaða
menn í sérstökum öryggis-
sveitum og landamæra-
sveitum, þannig að samtals
hafa Varsjárbandalagsrikin um
sex og hálfa milljón manna
undir vopnum. Þessar tölur um
fjölda vopnaðra hermanna i
Va rsjá rba nda la gsríkj u n um
segja þó ekki alla söguna,
vegna þess að allur vopna-
búnaður og tækjabúnaður
þessara herja hefur verið end-
urnýjaður á undanförnum
árum og gert það að verkum,
að þessar fjölmennu hersveitir
eru í raun mun hættulegri en
þær voru fyrir nokkrum árum.
Sovétríkin verja gífurlegum
fjármunum til hernaðarmála og
er talið, að þeir hafi að undan-
förnu aukið framlög sín til
hernaðarmála um 4% á ári að
raungildi og að framlög þeirra
til hernaðaruppbyggingar nemi
a.m.k. 11 —12% af þjóðar-
framleiðslu Sovétríkjanna og
jafnvel hærri upphæðum. Þessi
miklu framlög til hernaðarmála
skýra þá staðreynd að lífskjör
eru enn á tiltölulega lágu stigi í
Sovétríkjunum, enda teljá ís-
lendirigar, sem þangað koma,
að Sovétríkin séu í lifnaðarhátt-
um nokkrum áratugum og jafn-
vel hálfri öld á eftir Vestur-
löndum. Er augljóst, að megin-
skýringin á því er sú, að hinum
miklu tækniframförum I Sovét-
rikjunum er öllum beint að
hernaðaruppbyggingu og
framleiðslu 1 þágu hernaðar-
vélar þeirra.
Til viðbótar þessu er Ijóst, að
Sovétmenn vinna skipulags-
bundið að þvl að efla hernaðar-
mátt sinn með öðrum hætti.
Enda þótt fjöldi eldflauga I eigu
Sovétrfkjanna hafi ekki aukizt
að ráði á undanförnum árum
hefur eyðingarmáttur þeirra
engu að síður vaxið með auk-
inni tækni. Nýjar og full-
komnari tegundir eldflauga eru
teknar I notkun, nýir eldflauga-
kafbátar knúnir kjarnorku taka
við af eldri gerðum kafbáta.
Stöðugt er unnið að þvl að efla
sovézka flotann og flugherinn,
og þannig mætti lengi telja.
Því er stundum haldið fram,
að það sé til marks um friðsam-
lega stefnu Sovétríkjanna, að
sovézkum hersveitum hafi ekki
verið beitt utan lepprfkja þeirra
með sama hætti og banda-
rískum hersveitum hafi verið
beitt t.d. I Víetnam Hið rétta
er, að Sovétríkin beita
hernaðarmætti sínum með
margvíslegum hætti, þótt sov-
ézkar hersveitir taki ekki bein-
an þátt I bardögum. Þannig
vekur það vaxandi athygli, að
stuðningur Sovétrlkjanna og
fylgiríkja þeirra við hinar fá-
tæku þjóðir þriðja heimsins er I
raun I algeru lágmarki og að
svo miklu leyti, sem um slíkan
stuðning er að ræða, er hann
fyrst og fremst I formi
hernaðarstuðnings, þe.a.s.
Sovétmenn búa skjólstæðinga
sína, sérstaklega í Asíu og Af-
ríku, vopnum og standa með
þeim hætti að baki margvís-
legum hernaðaraðgerðum.
Gleggsta dæmið urh það er t.d.
innrásin I Zaire frá Angóla fyrir
skömmu. Annað dæmi um
það, hvernig Sovétmenn beita
hernaðarmætti sínum er
notkun kúbanskra hersveita I
Afríku. Það er auðvitað alveg
Ijóst, að beiting kúbanskra her-
sveita, sem búnar hafa verið
sovézkum vopnum I Angóla,
sem réð úrslitum I borgarastyr-
jöldinni þar, var undan rótum
Sovétmanna runnin. Nú er
talið, að kúbanskar hersveitir
starfi með einum eða öðrum
hætti I fleiri Afríkuríkjum, og er
hér auðvitað um að ræða íhlut-
un erlendra aðila og þá fyrst og
fremst Sovétríkjana um innan-
ríkismál Afríkuþjóða.
Þegar á allt þetta er litið þarf
engan að undra, þótt leiðtogar
aðildarríkja Atlantshafsbanda-
lagsins hafi talið nauðsynlegt
að efla varnarmátt Atlantshafs-
bandalagsríkjanna.
AÐ FINNA staó á handleggnum á
mér fyrir sprautunálina er oröið
hreint helvíti. Handleggir mínir
eru svo sundurgrafnir af sprautu-
förum, að ég verð að finna auðan
blett á fætinum fyrir nálina.
Þetta sagði sænskur heróínneyt-
andi. Þýzkur eiturlyfjaneytandi
var orðinn hræddur um að lög-
reglan kæmist auðveldlega að því
að hann sprautaði heróíni í hand-
legginn á sér, svo hann opnaði
æðar á ristinni með rakvélablaði
og nuddaði eiturduftinu inn i sár-
ið. Mörgum kann að þykja þetta
hrollvekjandi sem það og óneitan-
lega er. Skyldi þetta eiga sér stað
hér, kynni iika margur að spyrja.
Það er alla vega vitað mál að
eiturlyfjaneyzla í öllum hinum
vestræna heimi hefur stóraukizt
síðastliðinn áratug. Sér rætt um
heróín eingöngu, sem er hvað
skaðlegast, eru neytendur þess
um alla Evrópu, allt frá Róma-
borg norður til Stokkhólms, aust-
ur frá Vinarborg til Lundúna. Um
Bandaríkin þarf vart að tala, því
þar er vandamálið að vaxa fíkni-
efnalögreglunni yfir höfuð. En
hvar stöndum við á íslandi? Það
gæti einnig verið efni í margar
greinar og forvitnilegt er að
heyra álit þeirra, sem bezt til
þessara mála þekkja, eða ættu að
gera það, s.s. rannsóknarlögreglu-
manna, lækna og annarra. En
hvað með neytendurna sjálfa.
Hvaða sögu hafa þeir að segja?
Blaðamaður Morgunblaðsins átti
tal við tvo í vikunni. Ekki svo að
skilja að þeir séu jafn fúsir til
viðræðna og hinir fyrrnefndu.
Áður en talið hófst, gaf blm. lof-
orð um að viðmælenda yrði ekki
getið með nöfnum. En þeim skal
báðum þakkað fyrir viðleitnina
með von um að hún megi verða
einhverjum víti til varnaðar, ef
ekki unglingum þá alveg eins full-
orðnum, því þeirra er sökin ekki
síður, þ.e. ef um sök er að ræða.
Því hvern á að sakfella í þessu
efni?
Viðmælendur mínir voru tveir,
annar þrítugur maður sem hefur
neytt fikniefna á annan áratug og
ung stúlka, nítján ára gömul, sem
byrjaði í áfenginu og fór út i
pillurnar með þeim afleiðingum,
að síðustu fimm ár, hefur hún
hætt í skóla, verið atvinnulaus og
m.a.s. verið rekin af hæli þvi, sem
hún átti að hljóta endurhæfingu
á.
„Hann veit að
ég gæti komið
honum á kaldan
klaka...“
HANN byrjar á því að sýna mér
handlegginn á sér, sem er illa
farinn af sprautuförum. „Það var
árið 1972, að Joe vinur minn, sem
nú er dáinn (vegna misnotkun-
ar/ofnotkunar eiturlyfja), gaf
mér fyrsta skotið. Það var á Litla-
Hrauni. Við leystum meprobamat
(róandi) upp með valium, en
þessi tvö efni hituðum við i mat-
skeið með þvi að bera eld undir,
þannig að þau hitna snögglega og
sugum upp i sprautuna. Joe
sprautaði sig fyrst, síðan sótt-
hreinsaði hann nálina með eldi og
sprautaði mig. Þess vegna eru
sprautuförin blá enn þann dag í
dag.“
Hann segist geta hætt eitur-
lyfjanotkun strax á morgun, eftir
margra ára eiturlyfjaneyzlu og
hælisdvöl hér heima og erlendis.
Ég kemst fljótt að þvi, af hverju
hann segist geta hætt á morgun
en ekki I dag. Ástæðan er sú að
þegar ég ræði við hann er hann
undir áhrifum. Ekki i vimu en
undir áhrifum. Meðan við tölum
saman tekur hann af og til lítinn
bauk með loki álimdu upp úr
jakkavasanum. Dreypir á og læt-
ur vökvann skolast lengi í munn-
inum áður en hann kyngir. „Hvað
er þetta?“ Hann lofar mér að
lykta og kemst að því sér til mik-
illar ánægju að ég er engu nær.
Erhard Jacobsen í síi
„Tíma bj
er sóað
í skólan
Erhard Jacobsen
„ÞAÐ sem skiptir meginmáli er
að tíma barnanna er eytt til
einskis. Þau læra ekki nóg. Það
álit ég vera alvarlegast, ekki
kannski beinlínis hinn pólitíska
áróður, sem uppi er hafður,"
sagði Erhard Jacobsen, for-
maður Miðdemókrataflokksins í
Danmörku. Fyrir síðustu
kosningar þar setti Jacobsen það
mál mjög á oddinn að pólitfskur
áróður fengi ekki að vaða uppi í
skólum landsins. Mbl. ræddi við
Jacobsen og spurði hann um
framvindu þessa máls nú síðustu
mánuði.
„Við ráðumst aðallega gegn
tímasóuninni I skólunum," sagði
Jacobsen. „Við viljum að I dönsku-
tímum sé kennd danska og I sögu-
timum saga. Sögutimarnir nú eru
til að mynda notaðir til að skrifa