Morgunblaðið - 25.05.1977, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAl 1977
17
Hann fæst ekki til aö segja mér
hvað þetta er. Lyfið sé algerlega
bannað á markaðinum og þetta
geri hann eingöngu til að halda
sér niðri á meðan hann er að
afvenjast allri notkun. „Þetta er
ekki ósvipað methadon," segir
hann. Methadon er kvalastillandi
lyf, skylt ópium og morfíni. Hann
segist fá lyfið hjá apótekara.
„Hann lætur mig fá þetta, þvi
hann veit að ég gæti komið hon-
um á kaldan klaka. Bæði er mér
kunnugt um viðskipti hans, svo og
að hann hefur neytt morfins sið-
astl. 30 ár. Ég veit um tvo apótek-
ara og einn lækni, sem selja lyf
eða láta eins og þetta. Fyrir jól
skrifaði ég landlækni og nefndi
þar níu lækna, sem hafa selt ung-
lingum lyf, eiturlyf út á lyfseðla.
Síðan nefnir hann einn lækni,
sem hann segist vilja drepa!
Af hverju?
„Sá djöfull. Hann var heimilis-
læknirinn okkar. Sem barn var ég
taugaveiklaður og órólegur. Ell-
efu ára gamall fékk ég sár í
skeifugörn. Hann lét mig fá
keðjuverkandi lyf (marplan og
melryn, sem er deyfilyf) sem
verkar örvandi. Leikbróðir minn
þá var sonur Sigurðar Sigurðsson-
ar, þáverandi landlæknis. Það var
Sigurður, sem fyrstur kom auga á
það, að ég var ekki eðlilegur.
Hann spurði mig á hvaða lyfjum
ég væri og bað mömmu að sýna
sér þau. Hann umturnaðist, þegar
hann sá lyfin. Ég kenni þessum
sama djöfli um að hafa drepið
mömmu. Já, þú veizt hvernig þær
eru þessar „kellingar", þær dýrka
lækna. Alltaf sama viðkvæðið:
Pilla fyrir þessu og hinu...
Mamma þjáðist af taugabilun og
heilarýrnun. Endanlega kom
þessi læknir henni á „Strandhót-
elið“, þaðan gat hún svo hringt i
hann og fengið lyfjaskammta,
ótakmarkað magn hvenær sem
hún æskti þess. Hún var orðin
dópisti, þegar hún dó 51 árs göm-
ul. Einn morgun kom ég að henni
látinni í rúmi sínu heima. Hún
hafði tekið inn of mikið af pillum
og sofnað fyrir fullt og allt.
Aumingja mamma! Ég á líka
mína sök á hennar siðustu æviár-
um. Foreldrar mínir skildu, þegar
ég var unglingur. Pabbi var alltaf
mjög afskiptalaus gagnvart mér.
Hann drakk mikið. Mamma hins
vegar dekraði við mig. Ég fór á
sjóinn strax að loknu skyldunámi.
Morfíni sprauta
ég í vöðva“ —
Þegar ég var sautján ára, bað
leigubilstjóri mig um að kaupa
fyrir sig preludintöflur í Þýzka-
landi (preludin er örvandi lyf,
skylt amfetamíni. aths. blm.).
Fyrir 25 mörk var hægt að fá 250
stykki. Þá var markið á þrettán
krónur íslenzkar og eins áuðvelt
að kaupa pillurnar og karamellur.
Ég keypti þúsund stykki. Þegar
ég kom heim fann ég bilstjórann
ekki og át eitthvað af pillunum
sjálfur. Var staddur í sjoppunni
við Hlemm, þegar ég allt í einu
fraus í fyllstu orðsins merkingu.
Foreldrar minir komu og náðu í
mig. Þetta var byrjunin. Að sjálf-
sögðu reyndi ég síðar að haga
neyzlu minni öðruvisi eftir þetta
atvik. En móðir mín vissi allan
timann meðan hún lifði hvað
klukkan sló. Sem dæmi get ég
nefnt að árið 1970 sagðist ég
mundu hætta þessu öllu ef hún
gæfi mér bíl. sem ég hafði auga-
stað á. Það tók mig viku að fá
hana til þess. Hún treysti mér, en
ég brást þvi trausti og hún brotn-
aði niður. Lyf. Ég hef selt þau til
að afla mér fjár til að geta haldið
áfram neyzlunni.
í þrettán ár hef ég verið eitur-
lyfjaneytandi".
Eiturlyfjaneytandi fyrir lífstíð?
„Já, en ég get haldið lönguninni
niðri. Ég ætla að hætta. Leonard
Cohen (söngvari, skáld) var her-
óínisti og læknaði sjálfan sig á
þremur árum.
Nei, ég hef aldrei átt í erfiðleik-
um með að útvega mér lyf. Nú er
til dæmis skítur á leiðinni hingað
til lands“. (Skitur: hass).
Umræddur segist ekki hafa
framið nein afbrot siðastliðin tvö
ár. Hann hafi aðallega neytt am-
fetamins á þessu tímabili. . . en.
Hann hætti árið 1967 á sjónum.
Vildi læra að vera þjónn og hóf
nám á Hótel Loftleiðum. Þar var
hann í rúmt ár, en var rekinn,
sökum þess hve „ruglaður“ hann
var að eigin sögn. Hann var
kvæntur í þrjá mánuði og á eina
dóttur. Hann skildi árið 1969 og
kveðst ekki hafa unnið handtak
síðan. Hann segir mér enn fremur
að Kristján Viðar hafi verið einn
sinn bezti vinur einmitt á því
timabili, sem Geirfinnsmálið var
að koma „i dagsljósið." Skömmu
eftir morðið á Geirfinni segist
hann oft hafa lent í yfirheyrslum
hjá lögreglunni i sambandi við
fíkniefni og smygl, og þá ásamt
Kristjáni Viðari. Hann og
Kristján Viðar hafi oft „ruglað
sarnan", þ.e. reykt eða neytt ann-
arra efna saman og þrátt fyrir að
sá siðarnefndi hafi verið undir
áhrifum hafi hann aldrei sagt sér
neitt.
Umræddur fór á hæli í fyrsta
sinn árið 1971. Þá dvaldi hann á
Kleppi i einn mánuð. Hann segist
hafa neytt morfins oft en aldrei
þorað að taka inn heróin. Hins
vegar sé mikið um það að fólk
EITUR-
LYF
A
ÍSLANDI
þefi af heróíni í stað þess að
sprauta sig.
„Morfini sprauta ég í vöðva
(ekki í æð) til að ná mér niður
eftir til að mynda fimm daga ferð
á „speedi“, t.d. mescalíni, STP
eða það sem við köllum „Green
Monster". Þá hef ég blandað mor-
fíni i fljótandi formi saman við
whiskey. Það er hægvirk aðferð.
Manni finnst þetta síast í gegnum
slimhúðina og yfirleytt eru afleið-
ingarnar þær að maður sefur I tvo
daga samfleytt á eftir. Síðast
neytti ég „Green Monster" í des-
ember s.l. Þá endaði ég á deild 10
á Kleppi.
Ég fór mömmu vegna einnig á
Klepp árið 1973, þá í annað sinn.
En þá var ég ekki staðráðinn í því
að hætta. Eftir að ég losnaði það-
an fór ég til Glasgow. Upphaflega
var ferðinni heitið til Lundúna,
en ég komst aldrei lengra en á
brautarstöðina í Glasgow. Til-
gangurinn var að sjálfsögðu að ná
í „efni“ og hitta krakka.
— Peningar?
„Þeir voru að sjálfsögðu illa
fengnir. Ég bjó yfir smáskammti
af sýru og þarna á brautarstöð-
inni gat ég ekki stillt mig um að fá
mér og fór á ferð, með hundrað
pund i vasanum. Þar hef ég svo
verið hirtur. Ég rankaði við mér á
hæli i smáklefa, ólaður niður i
rúm. Þeir hafa eflaust notað
largactil til að ná mér niður af
sýrunni. Þarna dvaldist ég í þrjár
vikur. Við brottförina var mér
afhent armbandsúr mitt og um-
slagið með peningunum minum.
En upphæðin hafði meira en fjór-
faldazt, því í umslaginu v(fru í
stað 100 punda, 485 pund. Þessu
hef ég stolið meðan á sýruferð-
inni stóð.
öll mín afbrot hef ég framið
undir áhrifum, Nei, ég hef aldrei
ráðizt á mann. Þetta hafa aðallega
verið innbrot í fyrirtæki og
skjalafalsanir. Síðast árið 1975
átti ég að fá fjórtán mánaða dóm
fyrir slíkt. Ég var í þrjá mánuði i
Síðumúlanum og 45 daga á Litla-
Hrauni, þá var mér hleypt út.
Losna úr
þessu helvíti
Þegar ég var á hælinu i Glasgow
sögðu þeir mér að næsti stökkpall-
ur minn yrði i heróínneyzlu. Til
að hræða mig sýndu þeir mér
nokkrar manneskjur, sem biðu
eftir dauðanum sökum heróín-
neyzlu. Hræðilegast var að sjá
þrjár konur, skorpnar, gamlar
fyrir aldur fram. Þær litu út eins
og múmíur, sem reifarnar hafa
verið teknar af. Ég minnist þess
að hafa öskrað: Guð almáttugur,
hleypið mér héðan út!
En samt sem áður, ekkert af
þessu hefur orðið mér víti til
varnaðar. Kunningjar mínir hafa
látið lífið — ég held áfram. Það er
eins og ekkert af þessu geti haft
áhrif á mig“.
Og hann verður allt í einu
hræðilega sorgmæddur á svipinn
og andlit hans hefur tekið á sig
ásjónu gamals manns. Hann er
einnig einlægur í röddinni, þótt
hann drafi svolitið um leið og
hann segir:
„Samt, mig hefur alltaf langað
til að hætta. Losna úr þessu hel-
víti“. Hann litur upp og horfir
beint fram fyrir sig:
„Stundum leggst ég i þung-
lyndi. Þá ligg ég uppi í rúmi i
nokkra daga og hugsa til baka.
Hugsa um fimm til sjö ár af ævi
minni, sem ég veit ekkert um.“
Þýzkir eiturlyf janeytendur sprauta sig f æð.
ntaliviðMbl.:
irnanna
lum...”
ritgerð um mótmælaaðgerðir gegn
stríðinu í Víetnam 1 969 og annað
er eftir því. Þetta er óþolandi
ástand og gegn því viljum við
vinna. Síðustu vikur og mánuði
hef ég farið út um allt land og
haldið fundi með foreldrum barna
og áhugamönnum og hef ég orðið
þess áþreifanlega var að þessu
máli hefuraukizt mjög stuðningur.
Fólki er farið að blöskra hvernig
tímanum er sóað og hvernig
kennslan er gerð að innantómu
blaðri í stað þess að nemendur fái
þá undirstöðumenntun sem þeir
þurfa á að halda. Mér hefur sömu-
leiðis borizt mikið af bréfum frá
foreldrum sem sýna stuðning við
þessa baráttu okkar miðdemó-
krata, af öllu þykist ég geta með
réttu dregið þá ályktun að málið fái
almennan hljómgrunn. Við þurfum
að snúa þróuninni i skólamálunum
við. Það getur tekið okkur tíu ár —
því að það sem er að gerast nú
hefur ekki komið fyrirvaralaust að
heldur, þetta hefur verið að gerast
síðustu fimmtán árin."
„Hefur þetta mál verið rætt
innan danska þingsins?"
„Við höfum lagt fram tillögu
ásamt með Framfaraflokknum þar
sem ráðist er gegn þessu svo og
kveðið á um breytingar og úr-
bætur. Við höfum stuðning
nokkurra íhaldsþingmanna, og úr
Kristilega þjóðarflokknum, en
samt ekki nægan til að þetta
komist gegnum þingið að svo
stöddu. Hins vegar verður málinu
nú vísað til mennta- og kennslu-
málanefndar þingsins og þar vona
ég að það verði rætt ítarlega. Bezt
væri auðvitað að fá fram verulega
almennar umræður um þetta efni,
enda getur ekkert foreldri sem ber
hag barna sinna fyrir brjósti látið
þetta sem vind um eyru þjóta.
Þessi almenna „frelsun" sem fór
um Danmörku eins og eldur í sinu
og hefur verið allsráðandi síðustu
10—20 árin er að syngja sitt
síðasta vegna þess að menn gera
sér grein fyrir þeim hættum sem
því eru samfara að hafa frelsi i
höndunum án þess að kunna að
nota það sér og öðrum til góðs.
Akureyringar sigursælir
á sjóstangamóti í Keflavík
Sjóstangaveiðimót var haldið á
vegum Sjóstangar I Keflavík s.l.'
laugardag. Þátttakendur voru um
40, frá Akureyri, Reykjavík, Vest-
mannaeyjum og Keflavik. Lagt
var af stað f róðurinn kl. 7 og róið
f Garðsjó og komið að landi kl. 16,
en veður var ekki sem bezt.
Heildaraflinn varð 2.3 tonn.
Mestan afla fékk Andri Páll
Sveinsson frá Akureyri, 127 kfló,
þá kom Ásgeir Nikulásson, Akur-
eyri, og fékk hann einnig flesta
fiska eða 103. Keppt var um
sveitabikar, sem Hfbýlaval f
Keflavfk gaf en það er farandbik-
ar sem vinnst til eignar þeirri
sveit, sem vinnur þrisvar í röð.
Vestmannaeyingar voru búnir
að vinna hann tvisvar í röð, en
Akureyringar unnu hann nú og
fengu 365 kiló. Sveitina skipa þeir
Andri Páll Sveinsson, Þorvaldur
Nikulásson, Ásgeir Nikullásson
og Einar Einarsson. Vestmanna-
eyingar voru i ööru sæti, þeir
fengu 345 kiló, þá sveit skipa þeir
sömu og búnir voru að vinna bik-
arinn tvisvar, þeir Sveinn Jóns-
son, Bogi Sigurðsson, Sigurður
Sigurðsson og Halidór Pálsson.
Sveit Keflavíkur varð siðan í
þriðja sæti, en sjö fjögurra manna
sveitir kepptu um bikarinn.
Skipstjórabikarinn fékk Bene-
dikt Guðmundsson, skipstjóri á
Fram, en það var aflasælasti bát-
urinn. Kvennabikarinn hlaut
Margrét Helgadóttir, Keflavík.
Stærsta fiskinn veiddi Gréta Ulfs-
dóttir, Keflavik, og var það þorsk-
ur sem vó 12,8 kiló. Stærsta ufs-
ann og stærstu ýsuna veiddi Arn-
þór Sigurðsson, Vestmannaeyj-
um, stærsta karfann Sveinn Viðar
Jónsson, Reykjavík, og stærstu
lúóuna Kristinn H. Jóhannsson,
Akureyri.
Um kvöldið afhenti formaður
Sjóstangar í Keflavík, Jóhann
Lindal, verðlaunin í hófi, sem
haldið var í félagsheimilinu
Stapa.
Tilbúin skóladagheim-
iliseining frá Danmörku
sett niður við Völvufellið
-Við höfðum það í bakhöndinni aðfá tilboðfrá Danmörku um tilbúna
skóladagheimiliseiningu til að setja í Breiðholtið, ef ekkert yrði af
kaupum á húsnæðinu í Krummahólum 6", sagði Markús Örn Antons-
son, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur, I samtali við Mbl. í gær.
Það er nú Ijóst, að Reykjavíkurborg mun ekki kaupa húsnæðið að
Krummahólum 6 og sagði Markús Örn, að danska tilboðið væri komið og
myndi félagsmálaráð taka það til athugunar og afgreiðslu á fimmtudag.
„Þessa einingu ætlum við að setja sem viðbótarbyggingu við heimilið við
Völvufell og ég reikna fastlega með þvf, að henni verði komið upp fyrir
haustið.”