Morgunblaðið - 25.05.1977, Side 18

Morgunblaðið - 25.05.1977, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 Bezta rekstrar- ár Cargolux StÐASTA ár var bezta rekstrarár í sjö ára sögu Cargolux, en félag þetta eiga Flugleiðir að einum þriðja hluta. Flugrekstrartekjur voru 20% hærri en árið 1975 og tekjur af viðgerðum hækkuðu um 212%. Er þessi mikla hækkun rakin til stórbættrar skýlis- og verkstæðisaðstöðu, sem orðið hefur f Luxemborg á sl. 2 árum en þar hefur Cargolux aðalbæki- stöð s(na. — Rekstrarhagn- aðurFlugleiða Framhald af bls. 32 í ræðu sinni og kvað hann vart við því að búast að sömu afköst næðust á þessu ári. í ræðu Sigurðar kom enn- fremur fram, að enda þótt far- þegum félagsins á mikilvægasta markaði þess, /N- Atlantshafsleiðinni, fjöigaði um 4,2%, fjölgaði farþegum allra flugfélaganna á þessari leið um 11,7% á þessari sömu flugleið á árinu, og hlutdeild Flugleiða á markaðnum varð 3,1% á árinu 1976 en varð 3,3% árið áður. Hann kvað mjög harða samkeppni vera á helztu flugleiðum félags- ins, sérstaklega þó á N- Atlantshafsleiðinni og Bahama- leiðinni. Á báðum þessum leiðum hefði samkeppni farið harðnandi á síðasta og þessu ári vegna leigu- flugs á milli Bandaríkjanna og Evrópu, sem að undanförnu hefði náð til æ fleiri staða. Kvað Sig- urður augljóst að gefa þyrfti sér- stakan gaum að auknu leiguflugi á þessum mörkuðum félagsins sem öðrum í náinni framtíð og ef flutningaþróun stefndi almennt í þessa átt væri óhjákvæmilegt að Flugleiðir yrðu að hasla sér frekari völl á þeim vettvangi. Kristján Guðlaugsson, stjórnarformaður, vék einnig að leigufluginu, svo og að fragtflugi og nefndi erlendar athuganir á því sviði sem gerðu ráð fyrir að fragtflutningar í lofti tvöföld- uðust á árinu 1975 og fram til ársins 1981. Sagði Kristján að þessu tvennu, leiguflugi og fragt- flugi, yrði stjórn Flugleiða að gefa gaum ekki sízt af því, að aðrir tekjuliðir gætu brugðizt og væru óvissir svo sem tekjur af þjónustu við AirÆSahama og píla- grímaflugi er ráðið hefðu úr- slitum að þvl er afkomu á síðasta ári varðaði. Kjörinn var ný stjórn á aðal- fundinum í gær og skipa hana: Alferð Elíasson, Örn Ó. Johnson, Einar Helgason, Kristján Guð- laugsson, Kristinn Olsen, Svan- björn Frímannsson, Bergur Gísla- son, Sigurgeir Jónsson, Halldór H. Jónsson, Óttar Möller og Sigurður Helgason. Tíu erlend flugfélög hafa gert samning við Cargolux um við- gerðir og skoðanir. Það kom fram á aðalfundi Fiugleiða að þessi þróun tryggir nýtingu verkstæðis- rekstursins og mannskaps. Samanlagður hagnaður, þar með talinn hagnaður af sölu flugvélar og varahluta, var um 360 þúsund dollarar eða um 69,5 milljónir þegar búið var að afskrifa um 3,3 milljónir dollara. í árslok unnu 380 starfsmenn hjá Cargolux. Leiðrétting ÞAU MISTÖK urðu í frétt Mbl. sl. sunnudag af byggingu tann- lækna- og lækadeildarbyggingar við Hringbrautina, að Garðar Halldórsson var einn sagður arki- tekt hússins. Hið rétta er að em- bætti Húsameistara ríkisins hann- aði bygginguna en þar starfar Garðar og ásamt honum hafa unn- ið að þessu verki húsameistari, Hörður Bjarnason, Sigurður Gíslason, Magnús Sigurjónsson, Svavar Þorvarðsson, Kristinn Sveinbjörnsson og Svala Pálsdótt- ir auk þess sem fjöldi annarra sérfróðra manna hefur þar lagt hönd á plóginn. — Kröfurnar athugaðar... Framhald af bls. 1 var i 12 daga þegar Mólúkkar tóku farþegalestina fyrir tveimur árum, eru einnig í móttökustöð- inni til að gefa ráð. Um 7 til 800 hermenn og Iögreglumenn eru á svæðinu þar sem lestinni er hald- ið. — Nýrnaveikin staf ar af of háu sýrustigi Framhald af bls. 2 6,5—8,5 ph, en mælingar hefðu sýnt að sýrustigið í vatninu væri allt að 9.5 ph. Hins vegar sagði Skúli auðvelt að leiðrétta þetta með efnafræðilegum að- gerðum gagnvart vatninu. Skúli sagðist hafa fengið tvö bréf frá norska sérfræðingnum Tore Hástein sem svar við beiðnum hans um rann- sóknir á fiski frá Laxalóni. í fyrra bréf- inu, dagsettu 9. júní 1976, segir Hástein, að í sambandi við liffæra- breytingar á fiskirium, séu starfsmenn Veterinærinstituttet í Ósló ósammála um, „hvort þær breytingar, sem sann- aðar hafa verið, stafi af hægfara sýk- ingu, sem við komumst ekki að með þeim aðferðum. sem þekktar eru. Hinn möguleikinn er að hættuleg efni geta hafa myndazt í gamla fóðrinu, sem þú hefir notað ." Og bréfinu lýkur svo: „Undir öllum kringumstæðum er ekki þörf á neinni meðferð annarri en þeirri að fiskurinn má ekki fá þurrfóður sem hefir verið geymt það lengi að það er orðið of gamalt." — „Eftir þessu fór ég auðvitað strax," segir Skúli. Síðara bréf Hásteins er dagsett 22. september og er svohljóðandi: „Fiskurinn virtist vera f góðum holdum, engin merki sáust um ytri áverka, snýkjudýr (ektoparasitter) fundust ekki. Gellur eðlilegar, hjarta eðlilegt, lifur margra fiska var þéttsetin litlum hnúðum, á stærð við títuprjóna- haus, að meira eða minna leyti, magi- þarmur tómur, í miltinu var einnig að finna stærri og minni þykkildi eða hnúða á stærð við títuprjónshaus. Nýrun voru að hluta verulega bólgin, nokkuð litasprengd og að hluta alsett hvítum hnúðum, vöðvalag eðlilegt. Við vefjafræðilega smásjárskoðun í lifur fannst allmikið af dauðum vefja- frumum (nekroser) f lifrinni, nýrum og milti á öllum fiskunum sem rannsak- aðir voru. Við endurteknar rannsóknir fannst mjög mikið af sýklum (gerlum) í þessum dauða vef Þar er sennilega um að ræða sýkil (geril) er nefnist Corynebacterium piscium sem hefir f för með sér hina svonefndu gerla- nýrnaveiki eða Dee disease. Við gerlafræðilegar rannsóknir hefir okkur þó ekki tekist að sanna tilvist gerilsins, en hann er mjög erfiður á ræktun vegna sérstakra vaxtarskilyrða sem þurfa að vera fyrir hendi og langs ræktunartíma. Við höfum nú tekið fram nokkuð af hinu upphaflega rannsóknarefni og ætlum að hefja ræktunartilraunir enn á ný. Gerlanýrnaveiki er best hægt að lýsa sem þrásýki (kronisk sykdom) í fiski. Hún brýst að jafnaði eitthvað út vor eða haust þegar hitastig vatnsins er lágt Ekki er vitað með vissu hvernig gerlanýrnaveiki berst í klakstöðvum og fiskeldisstöðvum, en til eru sannanir fyrir því að hún geti borist á milli á eða inni í hrognum Smit frá sýktum fiskum getur einnig átt sér stað og getur þá t d borist með vatninu. Gerlanýrnaveiki er einn þeirra sjúk- dóma sem hvað erfiðast er að lækna og venjan er sú að sjúkdómurinn gýs upp á ný þegar að meðferð lýkur í bókum segir að erythromycin eigi að lækna sjúkdóminn. Það er einnig nefnt að ef bætt var 1 0.1 g af joði / grammi f fóður hafi dregið úr tíðni gerlanýrna- veiki hjá chinook laxi. Þegar að vats- sýni voru rannsökuð fékkst sá árangur sem sýndurerá meðfylgjandi línuriti. Eins og sjá er pH mjög hátt og einnig magnið af sinki Það er ekki hægt að líta fram hjá því að þessi atriði geta haft sitt að segja um gang sjúkdómsins. Við nefndum sem hugsanlegan möguleika að ástæðan til breytinga þeirra er sáust í fiskinum er hann var hér, gæti verið gerlanýrnaveiki eða fiskberklar, en þegar engir gerlar fund- ust í upphafi, varð einnig að leiða hugann að öðrum orsökum " „Af þessu má sjá, að allt tal um smit og sýkingu í fiskinum hjá mér er einber rógur og ekkert annað," sagði Skúli. Hann kvaðst vilja geta þess að í síðustu viku hefði hann selt regnboga- silungshrogn til Frakklands fyrir tæpar 600 þúsund krónur og hefðu kaupend- urnir ekki hræðzt það, þó á heilbrigðis- vottorði væri skýrt frá nýrnaveiki f laxaseiðum í stöðinni. „Og þeir vilja fá meira Hafa talað um magn sem er að verðmæti allt að tíu milljónir króna," sagði Skúli. Þakkir til vina SNÆBJÖRN Jónsson hefur beðiö Morgunblaðið að tjá þeim vinum innilegar þakkir, sem í einu eða öðru formi vottuðu honum vinar- hug á níræðisafmæli hans og gerðu honum daginn með öllu ógleymanlegan. Þeir eru miklu fleiri en svo, að hann treysti sér til að hafa beint samband við þá einn og sérhvern, eins og komið er um þrek hans, og mundi hann þó helzt hafa kosið þá leiðina. En hann vill að þeir viti, að fyrir þeirra atbeina varð þessi sólbjarti maídagur honum beinlínis undur- samlegur og slær birtu fram á veginn. — Fátæktfólk ogMánasigð Framhald af bls. 2 Helga er það ekki einsdæmi og nefndi hann til að bók eftir norska skáldið Johan Borgen var lögð fram tvisvar ! röð og hlaut hann bókmenntaverðlaun- in f seinna skiptið Auk Borgens man nefna Danann Thorkild Hansen. sænska skáldið Sven del Blanc og finnska skáldið Vaino Linnðá sem höf- unda. er átt hafa bækur ! samkeppn- inni oftar en einu sinni og eru sá fyrst- og slðastnefndi báðir verðlaunahafar — Pílagríma- flug í athugun Framhald af bls. 2 sem kynni að verða félaginu mikilsverð i framtiðinni og gat þess að nú færi fram athugun á pilagrimaflugi frá Indónesiu en það væri þó fremur i þvi tilfelli að Nigeriusamningar tækjust ekki 46.270,679 A.G. af eldsneyti og greiddu fyrir það samtals U.SS 1 9,606.896 Meðaltalsverð ársins hafði hækkað um 2.8% frá árinu á undan Árið 1976 var elds- neyti það sem afgreitt er á Keflavik- urflugvelli vegna Norður- Atlantshafsflugsins keypt beint af framleiðanda, en sú tilhögun var fyrst tekin upp 1975 Viðskipti þessi hafa reynst félaginu hag- kvæm. Launahækkanir urðu allverulegar hér á landi árið 1976 Flugleiðir greiddu þá 2,408 millj kr sem er 37.7% hækkun frá árinu á undan Starfslið Starfsfólki Flugleiða h f , Loftleiða h.f. og Flugfélags íslands h.f. fjölg- aði um 57 árið 1976. Mest var fjölgun i flugáhöfnum, 41. og er það vegna pilagrimaflutninga i lok ársins. í árslok 1976 störfuðu 1.607 hjá félögunum. þar af 467 erlendis. Til viðbótar þessum starfs- mannafjölda koma starfsmenn Inter- national Air Bahama, sem i árslok voru 67 og hafði fjölgað um einn á árinu. Starfsfólk Hótel Esju h.f. var 69. Þess má geta að yfir sumarið fjölgar starfsfólki félaganna veru- lega. Á aðalfundinum var gefið yfir- lit yfir flugflotann og nýtingu Flug- leiðir áttu við árslok 19 76 eftirtaldar flugvélar: Þrjár þotur DC-8-6-3CF; tvær þotur Boeing 727-100C; fimm skrúfuþotur Fokker Firendship Þá var gerð grein fyrir dótturfyrirtækj- um Flugleiða og hlutdeildarfyrir- tækjum Fjárfestingar Á árinu 1976 keyptu Flugleiðir þriðju þotuna af gerðinni DC- 8-63CF. Er hún sömu gerðar og þær tvær sem fyrir voru Sú vél var smíðuð 1969 og er í flugi fyrir International Air Bahama Kaupverð vélarinnar ásamt vara hreyfli og frakthleðslukerfi var um 1 1 millj. dollara Þotan greiðist á sjö árum Engrar ábyrgðar var krafist fyrir þessi kaup Slðan 1975 hafa staðið yfir fram- kvæmdir við byggingu skrifstofu- húss félagsins á Reykjavlkurflug- velli Um þetta leyti er lokið við að flytja í húsið. Húsið er þrjár hæðir, grunnflötur 701 fm Nú eru allar skrifstofur aðaldeilda á einum stað, en húsnæðið sem félagið hafði á leigu í Bændahöllinni við Hagatorg var losað I október s.l Hefur hin nýjá skipan mikla hagræðingu I för með sér. Þá var á árinu að mestu lokið byggingu húsnæðis fyrir við- haldsdeild og viðgerðardeild félags- ins á Reykjavikurflugvelli. Sú bygg- ing er rúmir 1000 fm á einni hæð og er byggð við flugskýlið nr. 4 á Reykjavíkurflugvelli. Flutt var í bygginguna i ársbyrjun 1977 Þá var byggð tækjageymsla á Keflavlk- urflugvelli fyrir tæki þau sem notuð eru við afgreiðslu flugvéla, en þau höfðu áður staðið úti hvernig sem viðraði Framkvæmdum við þessa byggingu er að mestu lokið. Þá var á árinu unnið að og. að mestu lokið breytingum á flugstjórnarklefum og loftsiglingartækjum i Fokker Friend- ship flugvélum félagsins. Settur var i skrúfuþoturnar margvíslegur við- bótarútbúnaður og fyrirkomulag samræmt. Þessar breytingar voru hannaðar i verkfræðideild félagsins á Reykjavíkurflugvelli og þykir Fokfc- er Friendship floti félagsins nú mjög vel búinn tækjum, sem öll voru fengin ný og af nýjustu gerð — Aðalfundur Flugleiða Framhald af bls. 3 rekstrarliða Á Norður- Atlantshafsflugleiðum hækkuðu sér- fargjöld 1 mai 1976 um 6.5%. í nóvember s.l. var ákveðið að haust- fargjöld skyldu gilda áfram og jafn- gilti það um 5% fargjaldahækkun að meðaltali Á Evrópuleiðum hækk- uðu fargjöld um 5% hinn 1. april 1976 Öll fargjöld í millilandaflugi, sem seld eru á íslandi hækkuðu um 20% i október 1976 og var hér um að ræða leiðréttingu vegna gengis- sigs islensku krónunnar í innanlandsflugi hækkuðu far- gjöld um 150 kr 1 mars þegar flugvallarskattur var lækkaður úr 3 50 kr i 200 Þessi hækkun hefur verið metin á 4.7%. í april hækkuðu fargjöld slðan um 14% og þann 6. október um 1 5% Er þetta alls 37% á árinu Verðlag á íslandi hækkaði um 32 2% árið 1 976 sem var nokk- uð minni verðbólga en 1974 og 1 975, er hún var 43% og 49%. Fargjöld innanlands hafa aldrei haldið í við verðbólguna vegna þess að beiðnir um leiðréttingar hafa yfir- leitt legið lengi hjá yfirvöldum og er þær hafa fengist hefu vrðólgan verið komin langt fram úr umbeðnum hækkunum. Árið 1976 keyptu félögin — Heróín flæðir yfir Norðurlönd Framhald af bls. 32 , heróíni inn yfir Norðurlöndin. Hass og amfetamínduft, sem voru lang algengustu fíkniefn- in fyrir nokkrum árum, hafa vikið fyrir heróíni. Og fæstir þeirra, sem ánetjast heróíni, geta aftur snúið. Þeir verða háðir efninu og deyja langt fyrir aldur fram. 1000 HERÓÍNNEYTENDUR í STOKKIIÓLMI — I Stokkhólmi er ástandið þannig, að talið er að um 1000 ungmenni neyti heróíns. Af þeim fjölda eru 900 ungmenni undir tvítugu. Reiknað er með þvi að hver heróínneytandi noti eitt gramm á degi hverjum þannig að dagsneyzla þessa hóps er eitt kíló af heróíni. Kilóið er að jafnaði seit á eina milljón sænskra króna, eða 45 milljónir íslenzkra króna. Eins og þessar tölur bendá til þurfa heróínneytendur á miklum peningum að halda og þeirra er oftast aflað á ólöglegan hátt. Stúlkurnar leggjast í vændi og piltarnir fremja innbrot og önnur afbrot. HERÓINIÐ: EITT FÓRNAR- LAMB A DEGI HVERJUM — í Svíþjóð deyr einn heróín- neytandi á degi hverjum að meðaltali. Þetta getur stafað af langvarandi notkun og einnig hinu, að neytandinn veit aldrei fyrirfram hversu sterkt efnið er, sem hann kaupir hverju sinni. Stundum er það 15% heróín en næsta dag kannski 99% heróín og þá er voðinn vís og margir deyja af of stórum skammti. Glæpahringirnir beita ýmsum brögðum til þess að gera unga fólkið háð heróín- inu. Til dæmis var fyrir ekki alls löngu mikið af morfínpiií- um á Norðuriandamarkaðnum, svokallaðar Pakistanpillur. Mjög mörg ungmenni neyttu þeirra að staðaldri, ungmenni sem áður höfðu verið í hassi og amfetamíni. En svo gerðist það einn góðan veðurdag að morfín- pillurnar hurfu alveg af mark- aðnum og heróinið flæddi inn og ungmennin voru orðin þurf- andi fyrir sterkari lyf og byrj- uðu að neyta heróíns. EITT SINN EITURLYFJA- SJÚKLINGUR, ALLTAF EITURLYFJASJÚKLINGUR — Eins og ég sagði áðan, kost- ar það samfélagið gífurlegar fjárhæðir að fást við þennan vanda. Á sjúkrahúsum í Svi- þjóð hefur verið komið upp sér- stökum deildum, sem eingöngu sinna eiturlyfjasjúklingum. Sumum tekst að bjarga en öðr- um ekki. Við, sem fáumst við þessi mál, höldum þvi fram að hafi einhver ánetjazt eiturlyfj- um verði hann alltaf eiturlyfja- sjúklingur. Ég get nefnt nýlegt dæmi um mann, sem ég hafði til meðferðar. Hann hafði ekki snert á fíkniefnum í 10 ár, en um daginn byrjaði hann skyndilega að fást við þetta aftur eftir allan þennan tíma_ NUNA eru HASSMÁLIN AFGREIDD Á FÆRIBANDI — Yfirleitt eru það ekki nema smáskammtar, sem lög- reglan á Norðurlöndunum gerir upptæka af eiturlyfjum. Stærsta sendingin sem náðst hefur voru 13,5 kg. af heróíni, sem náðust í Norköping I Sví- þjóð. Við teljum að við náum kannski hálfu grammi af hverju kilói, sem berst til Sví- þjóðar og þar sem við tökum meira og meira á hverju ári, má segja að vandamálið verði alltaf stærra og stærra. Þung viður- lög eru við heróínsmygli í Svi- þjóð. Til dæmist var stúlka ein dæmd í eins árs fangelsi nýlega fyrir að hafa undir höndum rúm þrjú grömm af heróíni. En þrátt fyrir þessi þungu viðurlög halda glæpahringirnir sinu striki við dreifinguna, hagn- aðurinn er svo gífurlegur ef smyglið tekst. Það voru reynd- ar líka ströng viðurlög við hass- smygli fyrir nokkrum árum, en nú eru hassmálin afgreidd á færibandi frá dómstólunum, slík mál eru orðin svo mörg. LÆRIÐAFMIS- TÖKUM OKKAR — ísland á þegar við nokkurn vanda að stríða i fíkniefnamál- um en enn sem komið er a.m.k. er vandamál ykkar aðeins brotabrot af þvi sem við fáumst við. Enda þótt ísland sé eyja úti í miðju hafi eru samgöngur góðar við önnur lönd og margir námsmenn stunda nám sitt i skólum erlendis. Það fer því ekki hjá þvi að ísendingar kom- ist í kynni við eiturlyfin. Þetta fólk kemur til íslands og „smitar út frá sér“ ef má orða það á þann veg. Þannig getur vandamáiið magnazt. Ég tel rétt fyrir ykkur Isiendinga aó þið leggið strax peninga í fyrir- byggjandi aógerðir á þessu sviði og umfram allt eigið þið að læra af okkar mistökum og senda menn utan til þess að kynna sér þessi mál, sagði sænski fíkniefnalögreglu- maðurinn Bent Söndergaard i lok samtalsins við Mbl. -SS.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.