Morgunblaðið - 25.05.1977, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977
23
Maðurinn minn t SIGURÐUR GUÐMUNDSSON
frá Skálholti
er látinn. Anna Biering.
t
Móðir mln,
RAGNA PÉTURSDÓTTIR.
gullsmiBur,
Grenimel 28. Reykjevlk,
andaðistá Borgarspltalanum sunnudaginn 22. mar.
Karl Jóhannsson.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi
KRISTINN GÍSLASON
Herjólfsgötu 7, Vestmannaeyjum,
andaðist 20. maí.
Útförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum föstudaginn 27. maí
kl. 2 e.h.
Ingirfður Friðriksdóttir,
börn, tengdabörn og barnaböm.
t
Bálför föður míns, tengdaföður, afa og frænda
STEINÞÓRS STEINSSONAR,
sem andaðist 9. maí, hefur farið fram I kyrrþey.
HörBur Steinþórsson, Brynja Pétursdóttir
og börn,
Ása Stina Ingólfsdóttir.
Útför
INGIBJARGAR ÓLAFSDÓTTUR
fri ÞórustöBum i Bitru,
verður gerð frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 26. þ.m. kl 1 5.00.
Vandamenn
t
Minningarathöfn um mág minn og föðurbróður okkar,
JÓN JÓNSSON.
fré Svinafelli,
er andaðist að Vífilsstaðahæli 22. mal s.l. fer fram I Fossvogskirkju
fimmtudaginn 26. mal kl. 10.30.
Útför hans fer fram frá Hofskirkju I Öræfum laugardaginn 28. mal kl
2 30
Fyrir hönd vandamanna.
Sólveig Pálsdóttir.
t
Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir,
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR,
MelgerBi 20, R.
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 26. mai kl 1 3 30.
Þeim sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á Sjálfsbjörg. félag
fatlaðra.
Pétur Lárusson
ValgerBur Pétursdóttir Jóhanna Pétursdóttir
GuBmar Pétursson Elsa Ágústsdóttir
Einar Pétursson Edda Hákonardóttir
Guðrlður Pétursdóttir Jón A. Kristinsson
og barnaböm.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
jarðarför
BALDURS ÁRMANNS ÞORVALDSSONAR
Húnabraut 25. Blönduósi.
Sérstakar þakkir færum við Hjálparsveit skáta, Blönduósi, kvenfélaginu
Vökum. Lionsklúbbi Blönduóss og þeim einstaklingum sem veitt hafa
okkur ómetanlega hjálp I erfiðleikum bæði nú og undanfarin ár. Guð
blessi ykkur oll
Hulda Baldursdóttir
og börn.
Séra Hákon Lofts-
son - In memoriam
Fæddur 5. aprfl 1919
Dáinn 30. aprfl 1977
Hinn 30. apríl s.l. bárust hingað
til lands þau sorgartíðindi að séra
Hákon Loftsson, prestur
kaþólskra i Stykkishólmi, hefði
orðið bráðkvaddur í New York
þann dag. Á þessu ári voru liðin
30 ár frá prestvígslu hans og hafði
hann ákveðið að halda upp á það
afmæli með því að heimsækja
háskólann í Baltimore, þar sem
hann bjó sig undir ævistarf sitt.
Og þangað fór hann, en hann átti
ekki afturkvæmt. Skapari okkar
allra kvaddi hann til sin eftir
þrjátiu ára dygga þjónustu í þágu
kristninnar.
Séra Hákon Loftsson fæddist i
Reykjavik 5. apríl 1919 og var þvi
nýorðinn 58 ára er hann lést. For-
eldrar hans voru Loftur
Guðmundsson ljósmyndari og
kona hans, Stefania Elin Gríms-
dóttir.
Veturinn 1935—36 var hann við
nám í Skotlandi og komst þar i
kynni við kaþólskt fólk. Leiddi
það, ásamt öðru, til þess að hann
tók kaþólska trú árið 1937.
Þegar Hákon kom heim aftur
eftir námsdvölina I Skotlandi, hóf
hann nám við Menntaskólann á
Akureyri og tók stúdentspróf
þaðan 1940. Næsta vetur lagði
hann stund á norrænunám við
Háskóla íslands en hafði eftir
þann vetur tekið þá ákvörðun að
gerast prestur í þjónustu
kaþólsku kirkjunnar hér á landi.
Þess vegna hélt hann til Banda-
ríkjanna 1941 og gekk i presta-
skóla i Baltimore. Þaðan lauk
hann námi 1947 og meðtók prest-
vígslu i Dómkirkju Krists
konungs í Landakoti 24. mai sama
ár. Það var fyrsta kaþólska prest-
vigslan hér álandi eftir siðaskipti
þvi að Jóhannes Gunnarsson,
síðar biskup, og Jón Sveinsson
(Nonni) voru báðir vígðir til
prests erlendis.
Séra Hákon þjónaði við Dóm-
kirkju Krists konungs i Landakoti
til ársins 1952, en þá fluttist hann
til Akureyrar og þjónaði kaþólsk-
um mönnum þar til ársins 1966.
Auk þess kenndi hann tungumál
við Menntaskólann á Akureyri.
Árið 1972 fór hann til Stykkis-
hólms, rétt fyrir jólin, til þess að
hlaupa i skarðið fyrir kaþólska
prestinn þar, séra Gerard Boots,
sem þá var veikur. En svo fór að
séra Hákon ilentist i Stykkishólmi
og var þjónandi prestur við
kapellu St. Franciskussystra til
æviloka. Var þjónusta hans þar af
hendi leyst með miklum ágætum
og hef ég orð St. Franciskussystra
fyrir því að hann hafi verið þeim
frábær fræðari og sálusorgari.
Sömuleiðis naut hann virðingar
og vinsælda meðal Stykkishólms-
búa, hvort sem þeir tilheyrðu
kirkju hans eða ekki, enda voru
margir þeirra tiðir kirkjugestir
hjá honum.
Séra Hákon var með afbrigðum
ljúfur maður í umgengni, kurteis
og prúður, gamansamur og vel að
sér svo að mönnum leið vel í
návist hann. Hann var mjög list-
hneigður, svo sem hann átti ætt
til, og samdi hann m.a. messutón-
list, byggða á gregoríanskri og
islenskri tónlistarhefð, og voru
þau lög sungin við hámessur í
kapellu systranna.
Hann var trúr þjónn heims-
kirkjunnar en átti jafnframt þvi
fastar rætur i Islenskri menningu
og sögu. Þetta tvennt, rómverska
kristni og íslenska menningararf-
leifð, leitaðist hann við að sam-
eina og vildi þannig stuðla að
mótun sterkrar, þjóðlegrar og um
leið kristilegrar menningar. Saga
hinnar fornu kirkju þjóðarinnar
var honum mjög kær. Hann hafði
tekið BA-próf i kirkjusögu
Islands árin 1000—1550, og til
kirkju þeirra tíma vildi hann m.a.
sækja heiti hluta og hugtaka og
gera þau á ný að lifandi þáttum
islensks máls, einkum hvað snerti
kirkjulegar bókmenntir og helga
þjónustu.
Hann skrifaði margt og þýddi
fyrir kirkjuna; t.d. er messubók
sú, sem nú er notuð, að verulegu
leyti þýdd af honum; hann samdi
texta við myndir hinna vinsælu
barnabóka sem kirkjan hefur
gefið út hér á undanförnum árum
og hann bæði skrifaði í tímarit
kaþólsku kirkjunnar, „Merki
krossins“, og vann að gerð þess.
Það var einkum hin siðari ár,
eftir að séra Hákon tök við prest-
þjónustu í Stykkishólmi, sem
fundum okkar bar saman, og þær
samverustundir verða mér
ógleymanlegar, er við sátum i
stofunni hans og ræddumst við,
þessari stofu sem ekki átti sinn
líka. Þar bar allt vott um hina
einstöku snyrtimennsku, list-
hneigð og hina einlægu trú séra
Hákonar. Honum lá lágt rómur og
allt andrúmsloft stofu hans var
slíkt að engum hefði dottið í hug
að vera þar hávær. Ljósum var
stillt í hóf, ilm af reykelsi bar að
vitum manns og það logaði á keri
frammi fyrir mynd Guðs-
móðurinnar, og séra Hákon bauð
kaffi og ræddi af næmleika um
kenningar heilagrar kirkju og
íslenska þjóðtrú jöfnum höndum,
grannvaxinn maður og ekki sterk-
legur að sjá en styrkur hans fólst i
einlægri trú og kærleika til allra
manna. Hann sagði mér að ís-
lendingar stæðu yfirleitt nær
kaþólskri kristni en þeir gerðu
sér sjálfir grein fyrir.
Hin siðari ár átti séra Hákon við
nokkra vanheilsu að striða og því
hafði hann skjalfest ýmsar óskir
sínar um hvernig að skyldi farið
ef hann yrði skyndilega af
þessum heimi kvaddur. Þeir sem
þekktu auðmýkt hans undruðust
það því ekki mjög að hann skyldi
óska þess að jarðarför sín færi
fram í kyrrþey. Hann hdfði lifað
af hógværð og þannig vildi hann
einnig kveðja. Starfsbræður hans
hér urðu að sjálfsögðu við þessari
ósk hans og því hefur líkami hans
nú fyrir nokkru verið falinn
jörðinni sem hann fæddist af, að
Munkaþverá i Eyjafirði. Sálu-
messa var lesin yfir jarðneskum
leifum hans áður en þær voru
sendar heim frá New York og
sömuleiðis var lesin messa fyrir
sál hans I kapellu St. Franciskus-
systra í Stykkishólmi 14. þ.m. Þá
var messa uppstigningardags í
Dómkirkju Krists konungs i
Landakoti helguð minningu hans.
I erfðaskrá hans standa m.a.
þessi orð: „Megi almáttugur Guð
fyrirgefa mér allar syndir minar
og veita mér eilíft líf í sér. Ég
fyrirgef öllum sem ef til vill hafa
gert á minn hlut og bið að þeir,
sem ég hefi sært og syndgað á
móti, fyrirgefi mér. Guð blessi
biskup minn, presta, systur og
söfnuð allan og kirkju sina hér.“
Biskup okkar kaþólskra var
staddur í Róm þegar andlát séra
Hákonar bar að. Hann átti einka-
viðtal við hinn heilaga föður
páfann rétt eftir að honum barst
dánarfregnin og sagði hann páfa
hin dapurlegu tiðindi. Páfinn
sagði að þessi frétt ylli sér mikl-
um sársauka, hann tæki einlægan
þátt í sorg okkar og mundi ekki
gleyma okkur. Hann bað fyrir sér-
stakar kveðjur sinar til fjölskyldu
séra Hákonar, með þakklæti fyrir
hina dyggu þjónustu hans og lét i
ljósi djúpa samúð með syrgjandi
systkinum hans. Einnig bað hann
fyrir sérstakar kveðjur til safn-
aðarins á íslandi.
Vegna þess, hvar og hvernig
andlát séra Hákonar bar að,
þurftu starfsbræður hans að leita
fyrirgreiðslu og aðstoðar hjá ýms-
um aðilum og mátti segja að hver
hönd væri útrétt til hjálpar. Sér-
staklega vilja þeir þakka ívari
Guðmundssyni, ræðismanni
íslands i New York, og Herði
Helgasyni, skrifstofustjóra i utan-
rikisráðuneytinu, fyrir þá
ómetanlegu aðstoð sem þeir
veittu. Einnig þakka þeir Hauki
Guðlaugssyni, söngmálastjóra
Þjóðkirkjunnar og organista á
Akranesi, sem var svo vinsam-
legur að annast organleik i Dóm-
kirkju Krists konungs á
uppstigningardag, er séra
Hákonar var minnst, þvi að
kirkjuna vantar organista eins og
sakir standa. Þá ber sérstaklega
að þakka séra Birni Jónssyni,
sóknarpresti á Akranesi, sem
sýndi þá einstöku velvild að færa
til messutima sinn þann dag, svo
að Haukur gæti leikið á orgel
Kristskirkju. Slikur bróðurhugur
er einmitt í anda hins látna.
Hinn hugljúfi vinur okkar, séra
Hákon Loftsson, er nú skilinn við
okkur i biii og fluttur inn á það
tilverusvið þar sem við eigum
eftir að hitta hann á ný ef okkur
tekst að lifa lífinu af trúmennsku
við Skapara okkar. Við þökkum
Guði að hann skyldi leyfa okkur
að njóta samfylgdar hans og
leiðsagnar þann tima sem hans
naut við.
Eftirlifandi systkinum hans og
öðrum ástvinum flyt ég einlægar
samúðarkveðjur fyrir hönd okkar
allra, bræðra hans og systra i
kirkjunni sem hann þjónaði svo
vel.
Torfi Ólafsson
t
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og úrtör
SIGURRÓSAR GUÐMUNDSDÓTTUR
Kárastíg 7, Hofsósi.
Sérstakar þakkir til lækna. hjúkrunar- og starfsfólks á sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki, fyrir frábæra umönnun
Börn, barnabörn og
tengdabörn
t
Þökkum samúð og hlýhug viðfráfall og útför móður okkar, tengdamóð-
ir og ömmu
DAGBJARTAR EIRÍKSDÓTTUR,
Hverfisgötu 83,
Jón Magnússon. Páll Magnússon
Eðvald Magnússon, Erla Magnúsdóttir.
Magnea Magnúsdóttir. Margrét Magnúsdóttir,
Kristján Einarsson, og barnaböm.