Morgunblaðið - 25.05.1977, Síða 28

Morgunblaðið - 25.05.1977, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 WOM0ÚH-ÍWÍ mtfino ii r ((I T\Fít €-dBbn GRANI göslari 1640 ©/?77 -£A&LE F&*TVfZ£^ <■* ~t,8f£- Hættu að naga á þér neglurnar. Ég fæ annars krampa I hand- legginn! Má ég spyrja: Sýnist yður humarinn hafa verið soðinn nðgu lengi? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson LÍKINDAREIKNINGUR I bridge er erfiður og dæmi, sem koma fyrir við spilaborðið, eru þá oft illleysanleg en eftir að spilið er búið liggur lausnin stundum I augum uppi. Spilið I dag er dæmi um þetta og er frá nýloknu Is- landsmóti í sveitum. Vestur gaf, austur og vestur á hættu. Sundstaðir opnir fyrr? Hér er fyrst bréf frá konu sem stundar sundið-á hverjum degi en hefur ósk um að þeir opni fyrr á morgnana, svo þeir, sem mæta snemma, geti hafið daginn með sundinu: „Kæri Velvakandi. Við hjónin erum ein af þeim, sem helst viljum byrja daginn á því að fá okkur sundsprett. En sá er hængur á, að sundstaðirnir opna ekki fyrr en kl. 7.20 og við þurfum að mæta í vinnu kl. 8. Við höfum samt gert þetta undanfarið, en kapphlaupið er svo mikið við klukkuna, því stimpilklukkur eru auðvitað á vinnustað, að ég er hrædd um að stressið beri okkur ofurliði. Ég veit að svona er ástatt með marga aðra, enda sést það á þeim fjölda, sem bíður fyrir utan sund- staðina, þegar opnað er. Auk þess myndu ábyggilega margfalt fleiri stunda sund á morgnana, ef opn- að væri fyrr. Þess vegna langar mig að skora á einhvern af þessum athafna- sömu borgarfulltrúum okka að beita sér fyrir að sundstaðir verði opnaðir kl. 7 á morgnana. Þó greiða þyrfti 20 minútna eftir- vinnu myndi þjóðfélagið fá það marg endurgreitt i minnkandi sjúkrakostnaði og auknum afköst- um, þvi sundið er sú heilsulind, sem hressir menn ótrúiega mikið á líkama og sál. M.T.“ Það er án efa rétt að sundið er mikil heilsulind fyrir þá sem það stunda, og sjálfsagt rétt að ýta undir það á allan hátt að sem flestir fái notið þess. Hér er líka ekki um neitt gífurlega mikið Norður S. Á7 H. D85 T. KG106 L. G1095 Suður S. K10 H. ÁG43 T. ÁD8 L. K742 Á báðum borðum varð suður sagnhafi i þrem gröndum. Og út- spiiið var einnig það sama, spaða- drottning. Tekið með ás og lauf- gosa spilað, sem austur tók með ás en vestur lét áttuna. Austur spil- aði aftur spaða og nú voru spilar- arnir á krossgötum. t opna her- berginu fór suður inn á blindan, spilaði lauftiunni og svínaði. Austur átti drottninguna og suður vann þannig spilið. Eru lesendur ánægðir með þessa vinningsleið spilarans? Á hinu borðinu reyndi suður aðra betri, sem ekki tókst. Hann ákvað réttilega, að tveir mögu- leikar væru betri en einn. Tók á laufkóng en þegar drottningin kom ekki svínaði hann seinna hjarta og tapaði spilinu. Allt spilið var þannig. Norður S. Á7 H. D85 T. KG106 L. G1095 Vestur Austur S. DG9843 S. 652 H. K109 H. 762 T. 53 T. 9742 L. 86 L. ÁD3 Suður S. K10 H. ÁG43 T. ÁD8 L. K742 Beint prósentulega reiknað hef- ur vinningsleiðin um það bil 16% minni líkur en aðferðin, sem leiddi til taps. Svona er spilið — gæfa er ekki sama og gjörvuleiki. Af mörgum hraðriturum fyrr og sfðar ber hún af þeim öllum f hraðvirkni! ÞAÐ VERÐUR EKKI FENGIÐ, SEM FARIÐ ER =~7 22 f Marka. Átti hann að fara aft- ur? Hvað gerði það til þótt Katja fengi að hrósa sigri? Var það einhver sigur? Ilann vildi vera laus úr þessu hjónabandi. Þvl fyrr því betra. Hún skipti hann engu máli lengur. Skipti hann engu máli? Getur manneskja sem maður hefur búið með f nokkur ár nokkurn tfma hætt að skipta mann máli? Nei, hún skipti hann vissu- iega máli lengur. Én hann þráði hana ekki lengur. Það hafði eitthvað verið að gerast innra með honum, eitthvað í honum var dautt. En hann mundi enn þeirra fyrsta fund og samvístir þeirra 1 upphafi. Og þá hlýnaði honum um hjartarætur. Peter sneri bflnum og ók aft- ur til baka. Þegar hann ætlaði að smeygja lyklinum f lásinn upp- götvaði hann að Iykillinn passaði ekki. Það fauk ákaflega f hann þegar hann skildi að skipt hafði verið um lás f fbúð- inni. Hann var útilokaður frá sfnu eigin heimili og það meira að segja áður en gengíð hafði verið frá skilnaði að borði og sæng. Þetta var einum of ruddalegt. Hann hringdi dyrabjöllunni mörgum sinnum. Nokkrar mín- útur iiðu, sfðan heyrði hann rödd Ellenar. — Hver er það? — Peter. — Æ. ég er svo þreytt, get- urðu ekki komið seinna. — Hvað f fjáranum ertu að fmynda þér að ég sé að koma til að gera? Og hvað á að þýða að hafa skipt um lás? IIún svaraði ekki. — Þú ættir að vita þetta er ólöglegt f hæsta máta. Og nú skaltu opna og það umsvifa- laust. Annars geri ég alit vit- laust. Hann hafði hækkað róminn ótæpilega nú. Og í þögninní á eftir heyrði hann að dyr voru opnaðar á næstu hæð fyrir neð- an. Einhver var að hlusta. — Jæja ætlarðu að opna, hrópaði hann. Skyndilega svipti hún upp dyrunum. — Þú getur komið og skrifað undir skjöiin. Svo geturðu farið aftur. Ég er þreytt. — Þú skalt leggja af þennan skipunartón. Annars skrifa ég ekki undir eitt né neitt, hvorki nú né sfðar. Og ég hef ekki hugsað mér að þú takir við fbúðinni eins og ekkert sé sjálf- sagðara. Þú skalt athuga að ég er líka aðili að málinu. Og nú skaltu láta mig fá l.vkil að nýja lásnum. — Nei. — Þú gerir þér væntanlega grein fyrir að ég get krafizt þess með lögin að hakhjarli. — Þú færð hann ekkí. — Komdu með hann, öskraði hann. — Gerðu það fyrir mig að æpa ekki svona, sagði hún. — Nágrannarnir heyra til þfn. Þú hefur plagað þá nóg upp á sfðkastió með þessum öskrum þfnum. Það endar alltaf með þvf að lenda á mér, þar sem ég bý hér. — Nei, hugsa sér, býrð þú hér? Og ætlar að halda því áfram? Og með leyfi, hvar á ég að búa? Á ég að tjalda úti á götu. Kannski þú gætir greitt mér út minn hlut f fbúðinni. Mig vantar peninga um þessar mundir. —■ Ég er búin að fá lán. Ég er með ávfsun handa þér. Peter horfði á hana, kom ekki upp orði. Þarna stóð hún og sagði hon- um það, köld og róieg að hún hefði keypt hann út úr fbúð- inni. Án þess svo mikið sem að bera það undir hann. Rósemi hannar æsti hann upp. — En ef ég vil nú fá fbúð- ina? Ef ég gef nú skft í þessa ffnu ávfsun þfna? Hún svaraði ekki. Hann gekk inn f stofuna. Hvergi voru merki um hans vist þarna, persónulegir munir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.