Morgunblaðið - 25.05.1977, Page 30

Morgunblaðið - 25.05.1977, Page 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 Einminnagiðiin ÍBV: Páll Pálmason 3, Ólafur Sigurvinsson 2, Einar Friðþjófsson 2, Magnús Þorsteinsson 2, Friðfinnur Finnbogason 3, Snorri Rútsson 2, Valþór Sigþórs- son 2, Óskar Valtýsson 3, Sveinn Sveinsson 2, Tómas Pálsson 3, Karl Sveinsson 3, Ómar Jóhannsson (varam.) 1 VALUR: Sigurður Dagsson 4, Kristján Ásgeirsson 2, Grímur Sæmundsen 2. Hörður Hilmarsson 2, Dýri Guðmundsson 2, Magnús Bergs 3, Ingi Björn Albertsson 3, Atli Eðvaldsson 2, Albert Guðmundsson 3, Guðmundur Þorbjörnsson 3, Óttar Sveinsson 1. Bergsveinn Alfonsson (v) 2, Magni Pétursson (v.) 2 DÓMARI: Arnþór Óskarsson 3. er hægt að treysta litmyndir á 3 dögum. L'irfl'jfflil!! Kodak Guðmundur Þorbjörnsson skorar sigurmark Vals með skalla. BARÁTTA, HRAÐI, SKEMMTILEG KNATTSPYRNA OG GÓÐ STEMMNING „ÞETTA minnir mann á gömlu góðu dagana," sagði Eyjamaður einn við undirritaðan eftir leik ÍBV og Vals í Vestmannaeyjum á mánudagskvöldið. Eflaust er mikið til í þessum orðum, þvf leikurinn var eins og knattspyrnuleikir gerast beztir hér uppi á Fróni, hann bauð upp á gífurlega baráttu, hraða og skemmtilega knattspyrnu, góð marktækifæri, fyrsta flokks markvörzlu og góða stemmningu meðal áhorfenda. Eyjamenn réðu öllu meira gangi leiksins og það var því I hæsta máta ósanngjarnt að Valsmenn skyldu fara á brott með bæði stigin. En þeir gerðu það sem gera þarf til að vinna leiki, skoruðu mark 15 mfnútum fyrir leikslok og það nægði til sigurs. Markið skoraði Guðmundur Þorbjörnsson með skalla. HANS PETERSEN HF BANKASTRÆTI S:20313 GLÆSIBÆR S: 82590 J Hempd’s dpamálning varnar að stál og siór mæti wl S/ippfé/agið íReykjavík hf MálningarverksmiÖjan Dugguvogi Símar 33433og 33414 GANGUR LEIKSINS Eyjamenn léku undan allsnörpum vindi í fyrri hálfleik og áttu Valsmenn snemma í vök að verjast. Vörn þeirra komst hvað eftir annað í hann krappan í viðureign við eldsnögga Eyjamenn en vörnin var þétt fyrir og því komst mark Vals ekki oft í hættu í fyrri hálfleik Karl Sveinsson átti mjög hættulegan skalla að Valsmarkinu snemma í leiknum en bjargað var naumlega í horn. Á 22. mínútu var dæmd óbein aukaspyrna á Val rétt utan markteigs, eftir að Snorri Rútsson og Atli Eðvaldsson höfðu lent í samstuði en þrumuskot Eyjamanna lenti í varnarveggnum. Á 44. minútu sendi Karl Sveinsson góða sendingu inn í vítateiginn til Tómasar Pálssonar, sem skaut þrumuskoti að marki rétt innan vítateigslinunnar Small boltinn i þverslánni og yfir. Valsmenn léku vel saman úti á vellinum í fyrri hálfleik, en tókst aldrei að skapa sér verulega góð marktækifæri. Vildu þeir fá vítaspyrnu í eitt skipti, þegar þeir töldu að brotið hefði verið á Inga Birni innan vítateigs en dómarinn lét leikinn halda áfram. Valsmenn höfðu vindinn í bakið i seinni hálfleik og eins og vænta mátti voru þeir mun aðgangsharðari að marki Eyjamanna en í fyrri hálfleik. Á fyrstu mínútum hálfleiksins átti Guð- mundur Þorbjörnsson góðan skalla að marki ÍBV en hárnákvæmt framhjá. Á 58. mínútu komst Guðmundur upp að endamörkum vinstra megin og sendi góðan bolta fyrir markið til Inga Björns, sem stóð fyrir opnu marki en aldrei þessu vant brást Inga bogalistin og hann hitti ekki boltann. Boltinn barst til Berseksins en gamla kempan í marki ÍBV, Páll Pálmason, varði glæsi- lega Á 75 mínútu leiksins missti Friðfinnur miðvörður Eyjamanna yfir sig bolta, sem hann átti að geta skallað frá og náði hann með naumindum að bjarga boltanum í horn. Albert Guð- mundsson tók hornspyrnuna frá hægri, beint á höfuð Harðar Hilmars- sonar. Hörður skallaði þvert fyrir mark- ið aftur inn í markteiginn til Guðmund- ar Þorbjörnssonar, sem einn og óvald- aður skallaði boltann í netið. Eftir markið tvíefldust Eyjamenn og sóttu án afláts. Tvívegis var bjargað á síðustu stundu, Sigurður Dagsson sló í fyrra skiptið á ótrúlegan hátt boltann frá markinu eftir skalla Tómasar Páls- sonar og vildu Eyjamenn meina að boltinn hefði þá farið inn fyrir mark- línu. Svo gerðist það á 79. mínútu að vítaspyrna var dæmd á Kristján Ás- geirsson fyrir að hranda Karli Sveins- syni og var það harður dómur. Ólafur Sigurvinsson tók vítaspyrnuna og Sigurlás miðherji hefði getað verið með. Beztu menn ÍB voru Páll Pálma- son, sem sýnir engin ellimörk í mark- inu, Friðfinnur Finnbogason, sem var mjög sterkur í vörninni, Óskar Valtýs- son, sem barðist grimmilega á miðju vallarins, og Tómas Pálsson og Karl Sveinsson, en þeir voru frískastir í framlínunni. Er Karl geysilega vaxandi leikmaður, sem Eyjamenn hefðu mátt nota meira. í liði Vals var Sigurður hetja dags- ins, enginn blómaleikur þetta hjá kapp- anum. Einnig áttu ágætan leik þeir Magnús Bergs, Ingi Björn, Guðmund- ur Þorbjörnsson og Albert Guðmunds- son. Og ef litið er á leikinn í heild verður að segja, að nær allir leikmenn liðanna hafi staðið sig vel. í STUTTU MÁLI: íslandsmótið 1 deild, grasvöllurinn við Hástein í Vestmannaeyjum, mánu- daginn 23. maí. ÍBV — Valur 0:1 (00). MARK VALS: Guðmundur Þorbjörns- son á 75. mínútu. ÁMINNING: Engin. ÁHORFENDUR: 691. Þetta var f eina skiptið, sem Sigurður Dagsson kom ekki vörnum við og| boltinn small f þverslá eftir skot Tómasar Pálssonar ÍBV - Valur 0:1 Texti: Sigtryggur Sigtryggsson Myndir: Sigtryggur Sigtryggsson og Sigurgeir Jónasson. skaut fremur lausu skoti hægra megin á markið Sigurður Dagsson, sem lék sinn 250. meistaraflokksleik með Val, henti sér flötum og varði auðveldlega Þar með fór slðasta von Eyjamanna og undir lokin sóttu Valsmenn af kappi Munaði litlu að Albert Guð- mundssyni tækist að skora eftir góðan undirbúning Guðmundar Þorbjörns- sonar en Ráll varði stórglæsilega fast skot Alberts. LIÐIN Þetta var jafn leikur og jafntefli hefði verið sanngjörn úrslit Lið Eyjamanna barðist af miklum krafti og enda þótt byrjunin I mótinu hafi ekki verið upp á það bezta hjá liðinu þarf það engu að kvíða ef það leikur áfram jafn vel. Kannski hefðu úrslitin orðið önnur, ef

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.