Morgunblaðið - 25.05.1977, Side 32

Morgunblaðið - 25.05.1977, Side 32
(ÍLYSINÍÍASIMINN EK: 22480 AUííLYSINíiASIMINN EK: 22480 JHsrflimliInbib MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ 1977 Hlutafé Flugleiða aukið um 373 millj. Á AÐALFUNDI Flugleiða í gær var samþykkt að auka hlutafé félagsins um 373 milljónir tæpar og einnig að gefa út jöfnunarhlutabréf og tvö- falda þannig hlutaféð í tæpa 2 6 milljarða króna. Samþykkt var að greiða hluthöfum 2.95% arð af hlutafé. j ársbyrjun 19 75 var hlutafé félags- ins 143.2 milljónir króna Það ár voru gefin út jöfnunarhlutabréf að upphæð 11404 milljónir. þannig að hlutafé fyrir samþykkt aðalfundarins í gær var 1 283,6 milljónir króna Sem fyrr segir verður það nú tvöfaldað í stjórn félagsins voru kjörnir; í aðal- stjórn Alfreð Elíasson, Örn Ó John- son, Einar Árnason, Kristján Guðlaugs- son, E K Olsen. Svanbjörn Frímánns- son, Bergur G Gíslason, Sigurgeir Jónsson, Halldór H Jónsson, Óttarr Möller og Sigurður Helgason Og I varastjórn Dagfinnur Stefánsson, Grét- ar Br Kristánsson. Ólafur Ó Johnson og Thor R Thors Samþykkt var tillaga um fjölda stjórnarmanna, sem verða ellefu aðal- menn og fjórir varamenn til aðalfundar 1 979, en síðan verða níu aðalmenn og þrír varamenn Nýir tóm- atar í verzlanir FYRSTU (slenzku tómatarnir á þessu vori eru um þessar mundir að koma f verzlanir. Að sögn Þorvalds Þorsteins- sonar, framkvæmdastjóra Sölufélags garðyrkjumanna, koma tómmatarnir nú á mark- aðinn um svipað leyti og á und- anförnum árum. Um verð á tómötunum sagði Þorvaldur að það væri nú 25% hærra en það hefði verið er tómatar komu Jyrst á markað í fyrrasumar. Verð á einu kílói af tómötum í heildsölu er nú 675 krónur en álagning verzlana á tómötum sem öðru íslenzku grænmeti er frjáls. í þeim verzlunum, sem Morgunblaðið hafði tal af var verð á hverju kilói af 1. verð- flokki tómata út úr verzlun að meðaltali um 950 k,rónur. UMFERÐARDEILD lögreglunnar I Reykjavlk og Bif reiSaeftirlitið stóðu I gær fyrir herferS gegn óskoðuSum bllum og bllum I slæmu ásigkomulagi. 15 lög- reglumenn á mótorhjólum og bll- um voru á fleygiferS um bæinn og tóku alla grunsamlega bfla. Ber mönnum saman um aS ástandið I umferðinni hafi batnaS eftir aS fyrrnefndir aðilar byrjuSu að standa fyrir vikulegum aðgerS- um af þessu tagi. Nánar segir frá þessu I Mbl. á morgun. Ljósm. Mbl RAX Aðalfundur Flugleiða: Um 462 millj. kr. rekstrar- hagnaður varð á síðasta ári IIEILDARTEKJUR Flugleiða hf. á sl. ári urðu 15,701 miiljón króna en voru 12,109 milljónir kr. árið áður. Hagnaður af rekstri Flug- leiða á sfðasta ári varð 462 mill- jónir kr. en afskriftir á sl. ári námu 466 milljónum króna en árið á undan námu afskriftir 295 milljónum króna. Þetta er annað árið í röð sem hagnaður verður af rekstri férafsins en árið 1974 varð tap á rekstrinum að upphæð 425 milljónir króna. Fjafrmagns- kostnaður á árinu nam nettó 416 milljónum króna en var 377 mill- jónir króna árið 1975. Þessar upplýsingar komu fram á aðalfundi Flugleiða sem hald- inn var í gær og vikið er nánar að á bls. 3. Þar kom einnig fram að Skipulagið um eins dags verkföll samþykkt í SKIPULAG dagsverkfalla, sem Morgunblaðið skýrði frá í gær, var samþykkt af formannafundi reykvfskra og hafnfirzkra verka- lýðsfélaga, sem haldinn var f Iðn- aðarmannahúsinu við Ilallveigar- stfg í gær klukkan 17. Þar var samþykkt að fyrsta verkfallið yrði föstudaginn 3. júnf og verður það boðað með lögboðnum fyrir- vara eftir að trúnaðarmannaráð verkalýðsfélaganna hafa tekið endanlega ákvörðun um verkfall- ið, en fundir verða almennt haldnir f félögunum f dag. Sfðan er ætlunin að f öðrum hlutum landsins verði verkföll dagana 6. til 9. júní að báðum meðtöldum og rekur hvert verkfallið annað. Björn Jónsson, forseti ASÍ, kvað verkalýðshreyfinguna grípa til þessara aðgerða til þess að þoka samningunum eitthvað áfram án þess að gripið sé til allsherjarverkfalls, a.m.k. kvað hann þetta vera tilraun til þess að forðast slikt verkfall, sem ætti því að verða ekki eins þungbært bæði fyrir þá, sem í þvi standa svo og fyrir þjóðfélagið i heild. Alls verða verkfallsdagarnir fimm, föstudagurinn 3. júní í Reykjavík, en endanlega hefur enn ekki ver- ið ákveðið hver röð verður á dags- verkföllunum á hinum svæðunum fjórum. Svæðin eru: Reykjavik, Vesturland, Vestfirðir og Austur- land, Norðurland, Suðurland og Reykjanes. Formannafundurinn i gær var haldinn í húsnæði Trésmiðafélags Reykjavíkur og var þessi tilhögun verkfallsmálanna, sem var tillaga frá 10-manna nefnd ASl, þar sam-i Framhald á bls. 19 afgangur til ráðstöfunar sam- kvæmt rekstrarreikningi siðasta árs er samtais 685 milljónir króna á móti 512 milljónum króna árið áður. Heildareignir Flugleiða i árslok 1976 námu 11.776 mill- jónum króna en skuldir 9.650 milljónum króna og eigið fé félagsins í árslok er því rösklega 2 milljarðar króna. Flugfélögin þrjú innan Flug- leiða fluttu á siðasta ári rúmlega 665 þúsund farþega og er það um 4,5% aukning frá árinu áður. Starfsfólk hjá Flugleiðum, Loft- leiðum og Flugfélagi íslands í árs- lok var 1.607 auk 67 starfsmanna Air Bahama og 69 starfsmanna Hótel Esju. í ræðu Arnar Ó Johnson, for- stjóra, á aðalfundinum kom fram, að enda þótt fjárhagsafkoma fél- agsins yrði að teljast sæmilegeftir atvikum hlyti það að vekja að- standendur þess til umhugsunar um, að sá hagnaður, sem varð af reglulegri starfsemi, fékkst með því sem telja yrði í námunda við 75,7% hleðslunýt- ing forsenda hag- stæðrar fjárhags- afkomu félagsins hámarksnýtingu á flugvélakosti og framleiðslu. Væri 75,7% hleðslunýting vafalaust með því hæsta sem þekktist í áætlunar- flugi. Sagði örn að með óbreyttu framleiðslumagni en hleðslunýt- ingu eins og hún var 1975, þ.e. 71,9%, hefði orðið tap á rekstrin- um. Hlyti þetta að valda áhyggj- um, svo og hitt að heildarfram- leiðsla félagsins og flutningar í áætlunarflugi hefðu dregizt saman undanfarin ár. Tekizt hefði sl. tvö ár að skila hagnaði með því að auka hleðslunýt- inguna eina. SigurðurHelgason, forstjóri, vék einnig að þessu atriði Framhald á bls. 18 Auglýsend- ur athugið! AS venju kemur Morgunblaðið ekki út á Hvftasunnudag. SfSasta blað fyrir helgi kemur út laugar- daginn 28. maf. Auglýsingar sem birtast eiga í þvf blaSi þurfa aS hafa borist auglýsingadeildinni fyrir kl. 18 á morgun fimmtudag. Auglýsingar sem birtast eiga f miSvikudagsblaSi 1. júnf þurfa aS hafa borist auglýsingadeildinni fyrir kl. 10.00 f.h. þriðjudaginn 31. maf. Herói'n flæðir X 1 J •______ J. J_ _ yfir Norðurlönd: , ,Islendlllg8.r 801111 80 læra af mistökum okkar” — segir sænskur fíkniefnalögreglumaður í samtali við Morgunblaðið — ÞAÐ ER mín von, aö þið íslendingar lærið af mistökum okkar Svía í fíkniefnamálum. Við vorum of seinir að átta okkur á vandanum og of sparir á peninga til fyrir- byggjandi aðgerða. í dag er fíkniefnavandamáiið orðið svo ískyggilegt I Svíþjóð að það kostar sænska ríkið margfalt meira að eiga við afleið- ingar þess en fyrirbyggj- andi aðgerðir hefðu kost- að, sagði sænski fíkni- efnalögreglumaðurinn Bent Söndergaard í sam- tali við Morgunblaðið. Söndérgaard var hér á ferð fyrir skömmu vegna starfs síns, en hann starfar við eiturlyfja- deild lögreglunnar I Gautaborg. NORÐURLÖND KJÖRINN VETTVANGURFYRIR EITURLYFJASM YG LARA — Á allra síðustu árum hefur ástandið í þessum málum gjör- breytzt á Norðurlöndum, sagði Bent Söndergaard. Alþjóðlegir eityrlyfjasalar, hafa komið auga á Norðurlönd sem ákjósanlegan markað. Þar er ungt fólk, sem hefur mikla pen- inga undir höndum og þetta hefur því reynzt kjörinn vett- vangur fyrir alþjóðlega eitur- lyfjasala. Þetta eru samvizku- lausir menn og þeirra boðorð er aðeins eitt, að græða sem mesta peninga. í þeirra augum skipta mannslif engu máli. Mestur gróði fæst með heróínsölu og þessir menn hafa nú dembt Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.