Morgunblaðið - 03.07.1977, Page 3

Morgunblaðið - 03.07.1977, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULl 1977 3 Ráðherrafundur OECD í París: Stef nt skal að 5% hag- vexti á árinu 1978 Ólafur Jóhannesson sat fundinn fyrir Island ÁRLEGUR ráðherrafundur Efna- hags- og framfarastofnunarinnar, OECD, var haldinn ( Parls dagana 23. og 24. júní sfðastliðinn, en þar var rætt um alþjððleg efnahags- leg tengsl með sérstöku tilliti til þróunarlandanna. Af tslands hálfu sat fundinn Ólafur Jóhann- esson, viðskiptaráðherra, og með honum voru Þórhallur Ásgeirs- son, ráðuneytisstjóri, Einar Bene- diktsson, sendiherra, og Helgi Gislason, sendiráðsritari. I fréttatilkynningu, sem Morg- unblaðinu hefur borizt frá við- skiptaráðuneytinu, er fjallað um þennan fund. Á fundinum var rætt um þróunarlöndin eins og áður segir, en einnig fóru fram umræður um efnahagsmál og tók Ólafur Jóhannesson þátt í þeim. I umræðum um efnahagsmál voru Þjóðverjar og Japanir sérstaklega hvattir til þess að grípa til örvun- araðgerða á efnahagssviðinu. Þá kom fram að atvinnuleysi, sér- staklega meðal ungs fólks, er mönnum víða áhyggjuefni, sem og greiðslujafnaðarerfiðleikar einstakra smærri OECD-landa. I fréttatilkynningu fundarins er m.a. tekið fram að stefnt skuli að 5% hagvexti á árinu 1978. Er það í fyrsta skipti, sem OECD gerir skammtíma samþykkt um efna- hagsmarkmið. Ætlunin er að að- ildarriki leggi siðar á árinu fram áætlanir sinar um þróunina á næsta ári og var sú hugmynd m.a. rædd að ef til vill væri þörf á sérstökum ráðherrafundi til að ræða þau mál um eða eftir næstu Línubrengl í leiðara LÍNUBRENGL urðu i lokakafla forystugreinar Morgunblaðsins i gær. Réttur átti kaflinn að vera svohljóðandi: „Þjóðin ber mikið traust til fiskifræðinga Haf- rannsóknastofnunar. Þeir hafa hvað eftir annað sýnt, að þeir eru starfi slnu vaxnir. En Hafrann- sóknastofnun hefur með þessari ákvörðun farið út fyrir eðlileg mörk. Með þessu er engan veginn sagt, að ákvörðunin sé efnislega röng, heldur hitt, að ákvarðanir, sem hafa svo viðtækar afleið- ingar, hljóta pólitískir aðilar að taka.“ áramót. Fram kom að þess væri brýn þörf í mörgum löndum að ráða bót á verðbólguvandanum. Talið er að ekki verði nægilegur hagvöxtur og minna atvinnuleysi nema dregið verði úr verðlags- hækkunum. Lögðu ýmsit ráðherr- anna áherzlu á nauðsyn betra samstarfs við aðilana á vinnu- markaðinum. Ráðherrafundurinn framlengdi til eins árs samþykkt þá, sem fyrst var gerð árið 1974 og gengur undir nafninu „Trade Pledge". Er samþykktin sú, að ekki skuli gripið til hafta- eða verndunarað- gerða I viðskip.tum til að leysa efnahagsvanda einstakra landa. Talið er að frjálst og marghliða viðskiptakerfi sé undirstaða þess, að leysa megi efnahagsleg vanda- mál og þvi beri að reyna að koma skriði á yfirstandandi viðskipta- viðræður í GATT. Ráðherrarnir áttu svo sem venja er ýmsar viðræður utan funda. Var m.a. haldinn fundur ráðherra Norðurlandanna og embættismanna þeirra áður en fundur hófst 23. júni, þar sem viðfangsefni ráðherrafundarins voru rædd. Það eru ekki allir sem kunna að standa á haus og þvf ekki að nota hjálpartækið fyrst það er fyrir hendi? Grípið tækifær:ið og pantið Simapantanir: 20100-27232 Skrifstofutimi kl. 09.00—17.30. AUSTUfíSTRÆT/ 17, //. HÆÐ sólarlanda Aðeins kr í útborgun eftirstöðvar greiðist á 5 mánuðum Þetta sértilboð Útsýnar gildir aðeins 1 eftirtaldar ferðir: Costa Brava 15. júll örfá sasti laus. Hinir vinsœlu gististaSir Útsýnar. íbúðir Zodiac, Hótel Athene, Hótel Gloria. Verðfrá kr. 59.100 Lignano 13. júlí örfi sæti laus. 3 vikur 20. júll. Laus sæti I 2 og 3 vikur. Glæsilegar Ibúðir Luna alveg vi8 ströndina. VerS frá kr. 69.400 Costa del Sol 1 7. júll örfi sæti laus I 3 víkur — 24. júll. Laus sæti. GististaSir I sirflokki alveg i ströndinni. El Remo. Santa Clara, Tamarindos, Perlas. Verðfrá kr. 75.500,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.