Morgunblaðið - 03.07.1977, Síða 12

Morgunblaðið - 03.07.1977, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULÍ 1977 Um leið og ungir og áhugasamir bíleigendur sækjast af kappi eftir hestaflafjöldaiOg mæla spyrnur sínar hver við annan af sannri íþrótt, hefur annar hópur bíleigenda;tekið sig saman um sína bílaeign. Hjá síðarnefnda hópnum eru hestöflin og spyrnaniekki aðalatriðið, heldur aldurinn og útlitið. Síðustu ár hafa gamlir bílar verið fast sýningaratriði álýðveldis- deginum á Akureyri og siðastliðinn 17. júní mætti Fornbílaklúbbur íslands með bílaeign % sína og sýndi í Reykjavík. Bílaeign er ekki skilyrði til inngöngu í fornbílaklúbbinn, heldur nægir að hafajáhuga á gömlum bílum óg viðgangi þeirra. Nú eru milli 70—8Q félagar í klúbbnum, en fornb'ílamarkið er sett við bíla, sem eru 20 ára og eldri. Akstur Fornbílaklúbbsinsiá 17. júní og sýning á bílunum á eftir vakti talsverða athygli, enda margur bíllinn glæstur á að líta, eins og meðfyljandi myndir Ol.K.M. bera með sér. Og fyrirsögn á er sótt í orð ungrar konu, sem við heyrðum segja við vin sinn að loknum akstri gömlu bílanna á 17. júní. „Þetta er nú eitthvað annað en þessir nýju straumlínukaggar, sem þú ert alltaf að tala um. Hérna sérðu bíla, sem hafa bæði sál og sjarrna." Gamlirbílar með sálogsjarma Chrysler 1929. Elztu bflarnir voru frá árinu 1927. Þetta er Studebaker Erskine. Á eftir Essexnum kemur kanadfskur Ford 1937. Næstelzta árgerðin á sýningunni var 1928. Þetta er Graham Page frá þvf herrans ári. Annar af elztu sortinni. Ford 1927, sfðasta T-m6delið. Hér fer Ford 1930, sem hefur verið f stöðugri notkun undanfarin ár. Á eftir honum kemur Essex 1928. Ef til vill dreymir flesta um stóra og aflmikla bfla f afmælisgjöf, en hitt er líka skemmtilegt að fá Essex 1931, eins og þennan f afmælisgjöf og það á sjálfan 17. júnf. Þessi Ford-vörubfll 1947 er allt annað en ellilegur að sjá, enda heilsan slfk, að hann er f fullri vinnu upp á hvern dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.