Morgunblaðið - 03.07.1977, Page 14

Morgunblaðið - 03.07.1977, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULl 1977 Kínverjar vara við sovézkri skyndiárás EVRÓPUBUAR gera sér ljósa grein fyrir vaxandi strfðshættu þrátt fyrir hávært tal ráða- manna I Kreml um frið I Evrópu, segir I grein frá frétta- stofunni Nýja-KIna. Fréttastofan segir að sama tfma og Rússar tali um slökun spennu I Evrópu hafi þeir stór- aukið hernaðarmátt sinn, styrj- aldarundirbúningur þeirra hafi aukizt um allan helming og nú sé svo komið að þeir séu að umkringja Evrópu á landi, I lofti og á legi. Getur Evrópa forðazt þriðju heimstyrjöldina? spyr frétta- stofan Nýja-Kína I annarri grein. Fréttastofan segir að þessi spurning sé alls ekki út I bláinn heldur I samræmi við óumflýjanlegan og kaldan raunveruleika, sem Evrópa standi andspænis. Haft er eftir sovézka kommúnistaleiðtoganum Leonid Brezhnev: ,,Hús Evrópu er orðið afar lítið og það getur hæglega kviknað í þvl,“ og „Evrópa er orðin púðurtunna eða réttara sagt kjarnorku- tunna.“ En fréttastofan segir að það sé Rússum að kenna. Máli sínu til stuðnings nefnir fréttastofan eftirfarandi: AUKIN ÁRÁSARGETA Á árunum eftir 1960 tefldu Rússar fram rúmlega 600 meðaldrægum og langdrægúm eins-odda eldflaugum gegn Vestur-Evrópu, en nú tefla þeir fram nýjum meðaldrægum og langdrægum marg-odda SS-20 eldflaugum gegn Vestur- Evrópu. Auk þess hafa þeir flutt nýjar sprengjuþotur til stöðva í norðvesturhlutum Sovétríkjanna og þaðan geta þær gert skyndiárásir á Vestur- Evrópu. Rúmlega 86% skriðdreka Rússa er á vesturlandamærum þeirra og í Austur- Evrópulöndunum. Fjölgað hef- ur f landher Rússa í Austur- Evrópu úr rúmlega 500.000 mönnum í 600.000 menn. 19.000 sovézkir skriðdrekar eru f Mið- Evrópu. Mönnum í hverju vél- væddu herfylki Rússa hefur verið fjölgað um 22% og f hverju skriðdrekaherfylki um 19%. Stórskotavopnum her- fylkjanna hefur fjölgað um helming. Hermönnum og hergögnum Varsjárbandalagsins f Mið- Evrópu hefur fjölgað um 25—30% á síðustu fimm árum. Samkvæmt vestrænum heim- ildum ræður Varsjárbandalagið yfir 40% fleiri mönnum og helmingi fleiri flugvélum en NATO. Árásargeta Rússa hefur jafn- framt verið aukin. Rúmlega helmingur um 30 sovézkra her- fylkja, sem eru tilbúin að ráð- ast fram, er skriðdrekaherfylki. Þúsundir skriðdreka, bryn- vagna og fallbyssna hafa verið sendar til Austur-Evrópu til að auka árásargetuna og herfylkin þar hafa verið búin nýjum skriðdrekum af gerðunum T-62 og T-72. Um það bil einn fimmti fram- linuflugvéla Varsjárbandalags- ins er af nýjustu gerð, þar á meöal MIG-23 og Sukhoi-19. Nýir flugvellir hafa verið gerð- ir og hernaðarlega mikilvægir vegir lagðir í Mið-og Suður- Evrópu. Margar loftbrúræf- ingar hafa verið haldnar til að gera Rússum kleift að flytja herlið til framlínusvæða þar sem gífurlegu magni hergagna hefur verið safnað saman. AUKIN FLOTAMÁTTUR Um 70—75% sovézkra kaf- báta og ofansjávarskipa eru á stöðugri siglingu á hafinu um- hverfis Evrópu. Þennan flota- mátt geta Rússar notað til að stöðva lífsnauðsynlega aðdrætti á sjó. Fyrir tíu árum fóru sovézk herskip sjaldan til æf- inga lengra en að Nordkap, nyrzta odda Noregs, eða til Eystrasalts og örfá sovézk her- skip sigidu á Miðjarðarhafi. Nú hafa Rússar fært athafnasvæði sitt vestur til linunnar Græn- land—Is- land—Færeyjar—Skotland. A nýlegum æfingum sigldu skip úr Eystrasaltsflota Rússa alla leið til Grænlandshafs. Sovézkum skipum á Miðjarðar- hafi hefur fjölgað um rúmlega 50, sem er alvarleg ógnun við 6. bandaríska flotann. Mennirnir i Kreml hafa beitt Norðmenn pólitiskum og hernaðarlegum þrýstingi til að reyna að koma mestöllu Barentshafi undir sovézk yfirráð. Fjölmargar æf- ingar hafa verið haldnar til að sýna getu Rússa til að ráða hinni hernaðarlega mikilvægu siglingaleið frá Noregshafi til Atlantshafs og frá Eystrasalti til Norðursjávar og Atlants- hafs. í flotaæfingum Rússa 1970 lokuðu sovézkir kafbátar haf- inu milli Noregs og tslands til þess að koma í veg fyrir hugsanlegan óvinaliðssafnað í Evrópu. í æfingunum „Okean- 75“ færðu kafbátarnir viglfn- una suður til íslands, Færeyja og Hjaltlands til að sýna að Rússar gætu sett hafnbann á Vestur-Evrópu. Sovézki flotinn sýndi fádæma óskammfelni á æfingunum nálægt dönsku sundunum og á Norðursjó, greinilega til að reyna að ráða yfir einu siglingaleiðinni frá Eystrasalti til Atlantshafs. ÞÝÐING færeyja Fréttaritari Nýja-Kína fór til Færeyja í haust og segir frá eftirfarandi um aukin umsvif Rússa á því svæði: A ferðalagi mínu til Færeyja frétti ég hjá yfirmanni dönsku flotastöðvarinnar, Raip, og öðr- um embættismönnum að ásókn sovézkra fiskiskipa hefði aukizt svo mikið á undanförnum tveimur árum, að sildarstofn- inn væri á góðri leið með að þurkast út. Til þess að hamla gegn rányrkju Rússa tilkynnti stjórn eyjanna 3. júni f fyrra að færeyska fiskveiðilögsagan yrði færð út i 200 mflur um áramót. Færeyjar voru bitbein i stríð- inu. Nú eru eyjarnar og haf- svæðið umhverfis bitbein risa- veldanna. Eyjarnar eru hernaðarlega mikilvægar vegna þess að frá þeim má halda uppi yfirráðum yfir neðansjávarhryggnum frá Fær- eyjum til íslands og Grænlands. Þessi siglingaleið yrði lífsnauð- synleg Bandaríkjamönnum á stríðstímum svo þeir gætu sent liðsauka til Norðurlanda og meginlands Evrópu og þessi siglingaleið yrði lífsnauðsynleg Rússum svo að þeir gætu sent herskip sín og kafbáta úr norðri inn á Atlantshaf. Siglingaleiðin er miklu mikil- vægari Rússum vegna þess að sovézkir kjarnorkukafbátar verða að sigla langt út á Atlantshaf til þess að geta skot- ið á skotmörk i Bandaríkj- unum. Rúmlega sjötíu af hverj- um hundrað kafbátum Rússa hafa bækistöð á Kola-skaga og þeir eru flestir búnir kjarn- orkueldflaugum sem draga inn- an við 1800 mílur. HERTAKA UNDIRBÚIN Þar að auki hafa Rússar fært sjóvarnir sínar fram til lin- unnar Grænland—ís- land—Færeyjar til þess að koma í veg fyrir að floti NATO sigli inn á hafið milli íslands og Noregs og til þess að tryggja það að kafbátar þeirra eigi greiða leið inn á Atlantshaf. í æfingunum „Okean 75“ tefldu Rússar fram miklum fjölda her- skipa, kafbáta og flugvéla með- fram þessari línu til þess að loka kafbátaleiðinni gegnum neðansjávarhrygginn við Færeyjar og til að geta sótt inn í hana. Rússar hafa þar að auki eflt Norðurflota sinn með land- gönguliði og landgönguskipum til þess að hertaka Noreg, is- land, Grænland og Færeyjar á stríðstímum. Hernaðarumsvif Rússa um- hverfis Færeyjar hafa aukizt á undanförnum árum. Sovézk herskip eru oft á siglingu i grenndinni og halda æfingar. Könnunarflugvélar þeirra sveima yfir eyjunum við og við og kafbátar þeirra eru á sveimi í flóum og sundum. Fiskimenn og bændur á eyjunum hafa oft sagt frá slikum atburðum. Sovézk njósnaskip finnast oft við Færeyjar. Sovézk „fiski- skip“ búin fullkomnum raf- eindatækjum hafa oft sézt á ferli að næturlagi í sundum og flóum. Sovézk ,,kaupskip“ laumaðist inn i flóa í maí í fyrra og hélt þar kyrru fyrir í nokkra daga unz til þess sást og dönsk flotayfirvöld hröktu það burtu. Raip flotastöðvarðstjóri sagði mér, að sovézk skip væru að staðaldri undan ströndum eyj- anna allan ársins hring undir því yfirskyni að þau væru við rannsóknastörf. Þau varpa oft akkerum við ströndina undir þvi yfirskyni að þau þurfi að taka eldsneyti. Mörg sovézk skip hafa komið i „heimsóknir“ til færeyskra hafna. Tvö 9.000 lesta herskip komu í „óopinberar" heimsókn- ir í fyrra. Áhafnirnar sögðu að þær fengjust við hernaðarleg og visindaleg verkefni á hafinu frá Grænlandi til íslands og Færeyja. 1 landi fóru áhafn- irnar um allt með ljósmynda- vélar búnar aðdráttarlinsum. „Hvað eru Rússarnir að gera?“ spurðu eyjaskeggjar reiðir. Færeyingar láta ekki friðartal villa sér sýn, þeir hafa kynnzt útþenslustefna Rússa af eigin raun, segir fréttaritari Nýja- Kina. EVRÓPA UMKRINGD Á suðurvæng NATO segir Nýja-Kína enn fremur, hafa Rússar hvað eftir annað reynt að hagnýta sér skörð sem hafa myndazt í varnargerð NATO. Þeir hafa reynt að ná tangar- haldi á nokkrum hernaðarlega mikilvægum stöðum austan Atlantshafs og á Miðjarðarhafi með því að ýta undir ólgu og misklíð og fiska síðan í grugg- ugu vatni. öll þessi umsvif sovézka flot- ans eru samræmd umsvifum sovézka hersins á landi til þess að umlykja Evrópu. Æ fleirri hermenn, blaðamenn og stjórn- málamenn á Vesturiöndum hafa vakið athygli á þeim möguleika að Rússar geri skyndiárás á Vestur-Evrópu. Þeir telja að yfirburðir sovézka heraflans og viðbúnaður Rússa á framsvæðunum andspænis Vestur-Evrópu séu komnir á það stig að Rússar geti gert venjulega leifturárás á Vestur- Evrópu áður en Vesturlönd geti gert hefndarárás með kjarn- orkuvopnum. Að sögn vestrænna sérfræð- inga hefur kjarnorkuvigbúnað- ur Rússa aukizt svo gífurlega síðan fyrsti samningurinn um takmörkun kjarnorkuvigbúnað- ur (Salt-1) var undirritaður I maí 1972 að það á sér enga hliðstæðu. Rússar vörðu 100% meira fé en Bandaríkjamenn til smiði eldflauga sem draga milli heimsálfa 1975. Kjarnorkueld- flaugum Rússa hefur fjölgað um helming á undanförnum fimm árum. Herlið þeirra í Evrópu sjálfri, þar með talinni Austur-Evrópu, er skipað 3.1 milljón manna búnum um 33.000 skriðdrekum og 7.500 flugvélum. „SKYNDIÁRÁS LYKILLINN“ Siðan Helsinki-sáttmálinn var undirritaður hafa Rússar bætt við kjarnorkuvopnabirgð- ir sfnar nýjum gerðum marg- odda eldflauga, sem draga milli heimsálfa, og teflt fram meðal- drægum og langdrægum marg- odda kjarnorkueldflaugum, sem er miðað á Vestur-Evrópu þrátt fyrir „andann frá Hels- inki“. Af um 600 meðaldrægum eldflaugum Rússa eru 90% í Austur- og Mið-Evrópu. Þeir hafa endurskipulagt herafla sinn i Evrópu, bætt birgðaþjón- ustu hans, búið hann nýjum vopnum á siðustu mánuðum og haldið tiðar heræfingar með Evrópu fyrir skotmark. Meira að segja málpípur Sovétstjórnarinnar gefa til kynna að Rússar geti gert skyndiárás á Evrópu í krafti stóraukins hernaðarmáttar segir Nýja-Kína aó lokum. Grein i ágústhefti sovézka mánaðarritsins „Hertíðindi“ bar yfirskriftina „Skyndiárás — Lykillinn að sigri“. Þar var lögó áherzla á nauðsyn þess að gera skyndiárás á óvininn og sagt: „Tilgangur skyndiárásar er að koma óvininum að óvör- um þegar hann er ekki í að- stöðu til að gera árangursríkar gagnráðstafanir og hrinda að- gerðum okkar.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.