Morgunblaðið - 03.07.1977, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.07.1977, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JÚLI1977 ■ Hornvfk, Kollur, Tröllakambur, Rekavfk bak Höfn og Rekavfkurf jall lengst til hægri. — Skarðið til hægri er Atlaskarð. Jón I. Bjarnason: / Utivist á Homströndum HORNSTRANDIR hafa löngutn heillað hugi þeirra, sem komast vilja í kynni við óspillta nátt- úru landsins og hrikalegt Iandslag. Að sjálfsögðu geta menn ferðazt þang- að upp á eigin spýtur, en þangað er erfitt að kom- ast og því hyggilegast, að minnsta kosti fyrir þá, sem ekki eru þar því kunnugri, að fara þangað í hópferð. Við getum hugsað okk- ur ferðina eitthvað á þessa leið: Við fljúgum með Flug- leiðavél til ísafjarðar. Þar bíður okkar póstbát- urinn Fagranes, en hann á að flytja okkur í Horn- vík á Hornströndum, og einnig i Aðalvík. Á báð- um þessum fornfrægu og fögru stöðum verða sett- ar upp höfuðstöðvar ferð- arinnar, því hópurinn skiptist í Hornvíkinga og Aðalvíkinga. Auk þeirra, sem koma frá Reykjavík, bætast ef til vill einhverfir í hóp- inn á ísafirði. Sumir þeirra ætla aðeins fram og til baka með bátnum. Þeir ætla að líta stórbrot- ið landslag Strandanna í sjónhending frá skips- fjöl: Sæbratta núpa í svimandi hæð, salta fjörunnar jörð. Brfkur og Fjalir brimlúða hlein, brothvöss fjallanna skörð. Á milli núpanna hjúfr- ast vogar og víkur með græn tún kringum grón- ar bæjarrústir. Það mannlíf, sem var hér er horfið, en í bjarginu er sem fyrr ys og þys, og iðandi líf, hvert sem litið er — fugl á eggjum og ungum. Við tökum land í Horn- vík, sláum tjöldum og göngum til bæjar í Höfn. Betúel Betúelsson er ekki heima. Heldur ekki Sumarliði sonur hans, er bjó hér síðast. Gamla bæjarrústin, undir hlíð- inni, hvíslar út í rökkrið gleymdum sögum um fólkið, sem fæddist hér og bjó, en íluttist síðar burtu til annarra þægi- legri en svipminni staða. Bær Sumarliða Betúels- sonar stendur ennþá og veitir gestum gott skjól. Upp í fjalli kallar ein- mana refur. Hér er fjölbreytt og fagurt skemmtigöngu- land. Gönguleiðirnar geta verið stuttar eða langar, erfiðar eða auð- veldar, allt eftir því hvers er óskað. Hér er eitthvað við allra hæfi. Það er morgun og sól á Hornbjargi. Við höldum af stað í gönguferð á bjargið, meö nesti til dagsins. Við göngum fjöruna, því lágsjávað er og sandurinn þéttur. Við vöðum oáinn skammt frá Kýrá, og göngum f jöruna undir Standahlíð áleiðis að Horni. Fjallið fyrir ofan heitir Raggir. Á Stöndunum er svart- bakur með unga og heils- ar okkur með hásu gargi. Hæsti standurinn heit- ir Steindórsstandur, og forn munnmæli herma að maður að nafni Steindór hafi klifið standinn til þess að forða sér undan ísbirni sem kom honum í opna skjöldu. Standurinn virðist vera ókleifur, nema með sérstökum út- búnaði, en hvað um það, nafn Steindórs ber hann, og enginn skyldi rengja þjóðsögu. Frá Horni förum við gömlu götuna út á bjarg- ið, út á Hornklett. Hér er svimandi hæð og hengi- flug í sjó. Bjargið er við- ast 300—400 m hátt, en Kálfatindur, sem er hæsti, tindur bjargsins, er 534 m. Það smellur í myndavélum, en orð eiga hér ekki við. í þögulli lotningu njótum við þess að vera til, og vera stödd á Hornbjargi, frægasta og stærsta hornsteini Is- lands. En áfram skal haldið eftir brún bjargs- ins, því ferðinni er heitið á Kálfatind, fyrir þá sem það vilja. Núpur, Yztidal- ur, Miðfell, Miðdalur, Múli, Jörundur og Kálfa- tindur. Við klífum Kálfatind og útsýnið er stórfeng- legt: Hálendi Vestfjarða, Húnaflói, Jöklar mið- landsöræfanna og Eyja- fjarðarfjöll. Til norðurs er Dumbshaf með græn- lenzku fjöllin, sem skuggamynd á þili í 3700 m hæð, bak við slæðu fjarlægðarinnar. Undir Kálfatindi er fagurt blá- tært fjallavatn, Miðdals- vatn. Úr því fellur lækur, sem heitir Á. Við vatnið er mikið fuglalíf, sann- kölluð fuglaparadis. Innstidalur er grösugur, og um hann er leiðin i Almenningaskarð og yfir til Látravikur til Jóhanns, vitavarðar, en þangað förum við annan dag. Ferðinni er heitið í Rekavík bak Höfn og út á Hvannadal. Við förum götuna út á Nes, framhjá Hamrinum og rústunum af útibúi Ásgeirsverzlun- ar og pakkhúsi Betúels Betúelssonar. Hér eru faldar í grasinu merki- legar vatnsveiturennur frá verzluninni og fisk- verkuninni. Sennilega er þessi vatnsveita úr fjallshlíð- inni til fiskverkunar ein- stæð í íslenzkri atvinnu- sögu. Rennurnar eru gerðar úr rekavið og eru eintrjáningar. Við skul- um færa Byggðasafni Vestfjarða á ísafirði eina þeirra til varðveizlu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.