Morgunblaðið - 03.07.1977, Side 38

Morgunblaðið - 03.07.1977, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULl 1977 Nýkomin styrktarblöð og augablöð í eftirtaldar bifreiðir Bedford 5 og 7 tonn augablöð aftan Datsun diesel 70—77 augablöð aftan Mercedes Bens 1413 augablöð aftan og framan Mercedes Bens 1413 krókblöð aftan og framan Mercedes Bens 322 og 1113 augablöð aftan og framan Scania Vabis L76 augablöð aftan og framan Volvo 375 augablöð framan 214" og 2V2" styrktarblöð í fólksbíla. Mikið útval af miðfjaðraboltum og fjaðraklemmum. Smíðum einnig fjaðraklemmur eftir máli. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. Bílavörubúðin Fjöðrin h.f. Skeifan 2, sími 82944. Fyrri sendingar seldust upp á nokkrum dögum. Næsta sending á leiðinni. Pantið strax. | | Hámarkshraði 155 km, Q Bensíneyðsla um 10 lítrar per 100 km. Kraftbremsur með diskum á öllum hjólum jV Radial — dekk j Tvöföld framljós með stillingu [j Læst benzinlok Q, Bakkljós [J Rautt Ijós í öllum hurðum [ Teppalagður Q, Loftræsti- kerfi [J Öryggisgler [J 2ja hraða miðstöð jjj 2ja hraða rúðuþurrkur [ Rafmagnsrúðu- sprauta [[ Hanzkahólf og hilla [[ Kveikjari Q Litaður baksýnisspegill [J Verkfærataska Gljábrennt lakk [ Ljós i farangurs- geymslu [_ 2ja hólfa karborator [ , Syn- kromeseraður gírkassi [ Hituð afturrúða Hallanlég sætisbök [J, Höfuðpúðar. Aðeins kr. 1250 þus- Leitið uppiýsinga sem fyrst. FIAT EINKAUMBOÐ A ISLANDI Davíð Sigurðsson hf SIÐUMULA35 sími «5855 — Reikað um Vesturbyggðir Framhald af bls. 16 að Gimli, höfuðstaðar byggðar- innar að fornu og nýju. Sú var tíðin að Gimli mátti heita alíslenskur bær þar sem ís- lensk tunga hljómaði á strætum. Nú eru þeir timar liðnir en landarnir eru þar samt ennþá fjölmennir, þeir munu ráða miklu i bæjarmálum og islensk nöfn eru áberandi á fyrirtækjum. í bænum er nú einkennilegt samband ólíkra atvinnuvega. Þar er snotur höfn þar sem fiskibátar voru áður fyrr einráðir en nú eru skemmti- bátar þar mest áberandi. Veiðar eru þó enn stundaðar á vatninu bæði sumar og vetur. En það eru sumargestirnir sem ráða bæjar- bragnum yfir sumarmánuðina og tvöfalda þá ibúatölu hans. Tölu- verður iðnaður er i bænum og mest áberandi mikið brugghús sem framleiðir viskí og fleiri drykki. Töluverður landbúnaður er í héraðinu út frá bænum, bæði akuryrkja og nautgriparækt, einkanlega holdanaut. Fyrir norðan Gimli strjálast byggðin töluvert en þar eru tvö lítil þorp, Arnes og Hnausar. i því fyrrnefnda fæddist land- könnuðurinn frægi, Vilhjálmur Stefánsson, og þar er minnisvarði hans. Norðurtakmörk hins ís- lenska landnáms voru við íslend- ingafljót og þar er bærinn Riverton. Þarna er Islenska byggðin breiðust til vesturs frá vatninu og eru þetta mjög blóm- leg landbúnaðarsvæði með bæinn Árborg sem miðstöð. Afar víð- lendi eyja, Mikley eða Hekla Is- land, er úti í vatninu austur af Riverton og var á henni alislensk byggð. Nú stendur hún yfirgefin þvi að eyjan var gerð að þjóð- gerði. Fyrir norðan Nýja-ísland er heldur litið um fastar byggðir við Winnipegvatn en sportveiði- menn sækja þangað í stórhópum til fiskiveiða og fugladráps. Hið nýja landnám reyndist síð- ur en svo gósenland því að staðarvalinu réðu ekki- landgæði heldur að þar var skógur til húsa- gerðar og eldiviðar, gott graslendi til heyskapar og beitar og fiski- gengd í vatninu. Því var það að íslendingar fullnýttu aldrei hið úthlutaða landsvæði og um alda- mótin fóru innflytjendur frá Austur-Evrópu að setjast að á hinu ónumda landi, vestan við íslensku byggðina. Flest var þetta fólk frá Úkrainu, dugmikið og vant við kröpp kjör. Samskipti þess við landana urðu strax vin- samleg og árekstralaust en blóð- blöndun frekar lítil. KUNNUGLEG NÖFN. Um 80—100 km vestur af Winnipegvatni er Manitobavatn og jafnast engan veginn á við það að víðáttu, er þó um 200 km á lengd frá suðri til norðurs. Hin mikla landspilda á milli vatn- anna, oft nefnd Millivatnasvæðið, er yfirleitt rýrt land til búskapar. Allt þetta land var undir jökli á ísöld, jarðvegurinn að mestu ís- aldarleir hlaðinn kastgrjóti og skógurinn, eftir fyrstu nytjar, einungis til eldiviðar og mest til trafala því í honum var jarðvegur skástur en enginn leikur að fjar- lægja hann. En svo komu öflugar vélar til sögunnar sem rifu hann upp með rótum og aðrar til að tina upp grjótið og akuryrkja óx mik- ið, einkanlega er tilbúinn áburður var fáanlegur. Þetta land reyndist þó hentugt til eldis holdanauta þvi að beitilandið var gott og það varð arðbær atvinnugrein, ekki síst er bændur gátu ræktað eigið kjarnfóður. En fiskurinn í vötn- unum laðaði landnemana á þessar slóðir og hann varð mikil búbót, einkanlega er samgöngur urðu greiðari. Meðfram Manitobavatni að austan myndaðist dreifð, ís- lensk byggð á alllöngu svæði og varð miðstöð hennar bærinn Lundar. Töluvert norðar voru svo byggðir kenndar við Voga, Siglu- nes og Heyland, frekar fámennar en alíslenskar lengi vel. Vestan við vatnið og nokkru norðar var svo fámenn, alíslensk byggð kennd við Rykjavik. Vestan við Manitobavatn og nær suðurenda þess er einnig islensk byggð kennd við bæinn Langruth. Þar eru landgæði meiri og byggðin blómgaðist á kornrækt. Vestur og norður af Manitobavatni er þriðja stórvatn- ið, Winnepegosisvatn. Við suður- enda þess er bærinn Winni- pegosis og töluverð íslensk byggð. Þá er ótalin byggð enn norðar og vestar kennd við Swan River (Álftá) en þar er mikill myndar búskapur, bæði nautgripa- og kornrækt. Munu nú upptaldar all- ar íslenskar byggðir sem nokkuð kveður að í norðurhluta Manitoba en vist er um það að hvar sem maður fer um þessar slóðir á mað- ur von á landa. HÖFUÐBORGIN Winnipeg hefur frá fyrstu tíð verið höfuðborg vestur-islendinga í Kanada og islenska byggðin þar raunar jafngömul Nýja-íslandi því að þar urðu eftir 40—50 manns úr fyrsta hópnum. Þeim vegnaði þar allvel og árið 1900 er talið að þar hafi verið búsettir 4000 íslendingar. Siðar er talið að fjöldi þeirra hafi komist upp í 10.000 og voru á þeim árum tölu- vert áberandi aðili í borgarlífinu. Fram undir miðja þessa öld var íslenskur byggðakjarni i vestur- hluta borgarinnar, á báða vegu út frá götunni Sargent Avenue, sem var verslunargatan með islensk nöfn á flestum fyrirtækjum. Nú hefur þessi kjarni liðast í sundur að mestu, allmargir af eldri kyn- slóðinni búa enn á þessum slóðum en annars eru landarnir dreifðir út um alla borgina. Og það munu engar ýkjur að þeir standa í farar- broddi afar víða, langt fram yfir það sem fjöldi þeirra gæfi ástæðu til. Þessi staða þeirra í litríku og framsæknu þjóðlifi í mótun er fyrst og fremst að þakka þvi ofur- kappi sem landnemakynslóðin lagði á að mennta hina uppvax- andi kynslóð og skapa henni sem best tækifæri til þroska og gengis. BYGGÐIRNAR DREIFAST. Eins og ég hefi þegar minnst á biðu landmenamanna í Nýja- islandi miklir erfiðleikar og þrengingar og bar margt til. Landgæði voru rýr, vetrarriki mikið, vatnið flæddi yfir byggð- ina og þó að það væri fullt af góðfiski skorti tæki til að afla hans og aðstæður til að koma hon- um á markað því að byggðin var svo fjarri öðrum mannabyggðum, einangruð af vegleysum nema á vetrum er vatnið var isilagt. Svo barst bólusótt i nýlenduna og varð henni veruleg blóðtaka. Það fóru einnig að berast fréttir um frjósöm og ónumin landsvæði sem hópurinn hafði farið framhjá á leiðinni norður á þennan hjara og svo komu til sögunnar ákafar trú- máladeilur sem klufu ibúa byggðarinnar I tvær stríðandi fylkingar. Utkoman varð sú að Nýkomin einlit handklæði tvær stærðir Terlin blúndudúkar og sængurfatadamask. Póstsendum um a/lt /and. Vefnaðarvörubúð V.B.JC. h.f. Vesturgötu 4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.