Morgunblaðið - 03.07.1977, Side 47

Morgunblaðið - 03.07.1977, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. JULl 1977 47 Norrænir lyfjafrædingar í Reykjavík NORRÆNA lyfjafræðisambandið heldur ráðstefnu á Hótel Sögu um helgina. Stendur hún yfir frá 1.—4. júli. Um 20 lyfjafræðingar frá öðrum Norðurlöndum sækja ráðstefnuna og hún fjallar um ýmis mál sem eru efst á baugi í hverju landi fyrir sig. Rannsóknir á samsetningu jardskorpunnar INNAN skamms hefjast um- fangsmiklar rannsóknir á sam- setningu jarðskorpunnar undir Suðurlandi og út Reykjanes- hrygginn. Af hálfu islands munu vísindamenn frá Orkustofnun og Raunvisindastofnun taka þátt I rannsóknunum, en vestur-þýzkir vísindamenn hafa þar forystu, auk þess sem rússneskir og brezk- ir visindamenn taka þátt f rann- sóknunum. Að sögn Guðmundar Pálmason- ar hjá Orkustofnun verða fram- kvæmdar sprengingar fyrir Suðuriandi og Norðausturlandi og síðan mælt yfir landið; frá norðaustri og suður á miðhálend- ið og þaðan vestur um út á Reykjaneshrygg. Gulli sýnir á Selfossi LAUGARDAGINN 2. júlí opnar Guðlaugur Jón Bjarnason — Gulli — myndlistarsýningu í Safna- húsinu á Selfossi. Gulli er Selfyss- ingur að uppruna. Hann stundaði nám í Myndlistar- og handiða- skóla íslands I tvo vetur (1968—70). Þetta er önnur mynd- listarsýning Gulla, en þá fyrstu hélt hann í Galleri SÚM haustið 1974. Á sýningunni i Safnahúsinu á Selfossi eru 52 myndir, málaðar með olfu- og vatnslitum. Myndirn- ar eru allar til sölu nema tvær, og syningin verður opin frá 14 til 22 um helgar og frá 16 til 22 virka daga. Sýningunni lýkur sunnu- dagskvöldið 17. júlí. — Tívolí Framhald af bls. 2 starfsemi af þessu tagi væri lengst komin. Hugmyndirnar hefðu litillega verið reifaðar bæði við Davið Oddsson, borgarfull- trúa, og Ellert Schram, alþingis- mann, sem báðir hefðu sýnt mál- inu áhuga. Það væri ljóst að mik- ill áhugi væri á þvi meðal borgar- búa að lifgað væri upp á borgar- lífið og skapaðir fleiri möguleikar til afþreyingar á borgarsvæðinu sjálfu. Aðsókn fólks bæði að því að skoða DAS-hús í Garðahreppi og að vörusýningum í Laugardal sýndi augljóslega að fólk vildi að boðið yrði upp á einhverja til- breytingu. — Hvalveiðar Framhald af bls. 1 húsi því er þeir dvöldust í í Canberra. Voru friðunarmenn komnir upp á áttundu hæð með geysimikinn plasthval, sem blásinn var upp með löfti. Síðar var plasthveli þetta aðal- atriðið í táknrænni útför, sem sviðsett var í minningu þeirra 2 7 þúsund hvala, sem reknir eru fyrir ætternis- stapa á ári hverju. Algjör friðun hvala er markmið flestra friðunarhópanna, sem gerðu árangurslaust kröfu um að fá aðgang að fundum ráðstefnunnar, en þeir voru haldnir fyrir luktum dyr- um. Til er folk, sem heldur að þvi meir, sem hljómtæki kosta þeim mun betri séu þau. Að vissu leyti er þetta rétt, ef orðið „betra" þýðir að þér getið spilað fyrir allt nágrennið, án bjögunar. Crown framleiðir einnig þannig hljómtæki. En við höfum einnig á boðstólum hljómtæki, sem uppfylla allar kröfur yðar um tæknileg gæði CROWN> 3150 SHC ALLT I EINU TÆKI Magnari fjögurra vídda stereo magnari 12.5 W + 12 5 wött gerir yður kleift að njóta beztu hljómgæða með fjögurravídda kerfinu. LAUSNIN ER SHC 3150 sambyggðu hljómtækin Þér fáið sambyggt mjög vandað tæki, sem hefur að geyma allar kröfur yðar. Crown sambyggðu tækin eru mest seldu stereotæki lands- ins. Ef það eru ekki meðmæli, þá eru þau ekki til. Ársábyrgðoq fullkomnasta viðgerðaþjónusta landsins. Einnig fást Crown SHC 3330 Ver8 131.179.- SHC 3220. Verð 157.420. - Plötuspilari fullkominn plötuspilari, allir hraðar, vökva- lyfta, handstýranlegur eða sjálfvirkur, tryggir góða upptöku af plötu. Segulband Hægt er að taka upp á segulbandið af plötuspil- atanum, útvarpinu og gegnum hljóðnema, beint milliliðalaust og sjálfvirkt. Segulbandið er gert fyrir allar tegundir af cassettum, venjulegar og Krómdioxið Stereoútvarp með FM- lang- og miðbylgju Akaf lega næmt og skemmtilegt tæki. Utvarp CROWN RADIO CORP. japan Verð: 109.860. NÓATÚNI, SÍMI 23800,vBUOIRNAR KLAPPARSTÍG 28, SÍMI 19800/^’''^^—/ CROWN Chaine Stereo Stereo-Musikanlage

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.