Morgunblaðið - 13.08.1977, Page 4

Morgunblaðið - 13.08.1977, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. AGUST 1977 mwm^ blMAK jO 28810 car rental 24460 bílaleigan GEYSIR BORGARTÚNI 24 TÖftlÉÍdIr -E 2 1190 2 11 38 Augliti til auglitis Norræn myndlistarsýning 1976—77 Norræna myndlistarsýningin „Augliti til auglitis" — á sænsku: Öga mot Öga — er væntanleg hingað til lands i haust. Hún mun standa yfir á Kjarvalsstöóum dag- ana 10.—25. september að báðum dögunum meðtöldum. Sýningin kemur hingað á vegum Norræna myndlistarbandalagsins og Félags islenskra myndlistarmanna, sem er aðili að því. Allt frá árinu 1946 hefur bandalagið gengist fyrir meiriháttar samsýningum mynd- listarmanna frá Danmörku, Finn- landi, Islandi, Noregi og Svíþjóð. Fyrst voru þær haldnar á hverju ári i höfuðborgum landanna en siðan annaðhvort ár t.d. í Bergen, Gautaborg og Öðinsvéum. Slðasta stóra samsýningin var á Kjarvals- stöðum i tengslum við Listahátið i Reykjavik 1972. Að henni lokinni var ákveðið að gera hlé á slíku sýningarhaldi um sinn og freista nýrra leiða. A aðalfundi mynd- listarbandalagsins 1974 var endanlega ákveðið að fela Staffan Cullberg listfræðingi i Stokk- hólmi að setja saman norræna samsýningu myndlistarmanna af nýrri gerð. Þessi sýning Cullbergs — (hann hefur verið algjörlega einráður um skipulagningu henn- ar, val verka og höfunda þeirra) — var lengi í mótun. Hann ferðað- ist milli landanna fimm árin 1975 og 1976, kynnti'sér stefnur og leiðir i myndlist, skoðaði sýningar og heimsótti marga myndlistar- höfunda. Hingað til lands kom hann tvívegis í þessu skyni. Árangurinn af starfi Cullbergs varð sýningin: Augliti til auglitis. Hér verður ekki reynt að gera grein fyrir tilgangi sýningarinnar enda er hann listilega útskýrður í stórri og vandaðri sýningarskrá, sem verður til sölu á sýningunni að Kjarvalsstöðum. Samt skal þess getið, að „leikstjórinn" Cull- berg vill sýna okkur myndlist og formmótun í víðara samhengi en tíðast hefur verið gert, víkja frá hinum sérfræðilegu sjónarmiðum og tekur þá um ieið mið af um- hverfisvandamálum siðustu ára og áratuga. Sýningin: „Augliti til auglitis" var opnuð I Stokkhólmi 19. nóv- ember 1976 og stóð þar til 19. desember í Liljewalhs konsthall. Frá Stokkhólmi for hún til Osló og var þar 20. janúar til 16. febrú- ar 1977, í Bergen var hún fyrri hluta marsmánaðar og í Helsing- fors nær allan apríl. I sumar hef- ur sýningin staðið í Nikulásar- krikjunni i Kaupmannahöfn og er reyndar nýlokið þar í hinu sér- kennilega umhverfi. Áður er sýn- ingin kemur hingað til Reykjavík- ur, verður hún sett upp i nýju Framhald á bls. 29 Útvarp Reykjavik L4UG4RD4GUR 13. ágúst MORGUNNINN 7.00 Morgunútvarp Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10 Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Ilelga Þ. Stephensen endar lestur sögunnar „Hvita selsins“ eftir Rudyard Kipl- ing f þýðingu Ilelga Pjeturss (4). Tilkynningar kl. 9.00. Létt lög milli atriða. Óskalög sjúklinga kl. 9.15: Kristfn Sveinbjörnsdóttir kynnir. Barnatfmi kl. 11.10: Þetta vil ég heyra. Unglingar sem, dvalizt hafa f Vatna- skógi og á landsmóti skáta spjalla við stjórnandann, Guðrúnu Binru Ilannesdótt- ur, og velja efni til flutnings í samráði við hana. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilky nningar. 12.25 '7eðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. SÍÐDEGIÐ 13.30 Laugardagur til lukku Svavar Gests sér um þáttinn. (Fréttir kl. 16.00, veður- fregnir kl. 16.15). 17.00 Létttónlist 17.30 „Fjórtán ár f Kfna“ Helgi Elíasson les kafla úr bók Ölafs Ólafssonar kristin- boða (2). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. KVÖLDIÐ 19.35 Allt f grænum sjó Stolið, stælt og skumskælt af Ilrafni Pálssyni og Jörundi Guðmundssyni. 19.55 „Grand Duo Concertante“ eftir Frédéric Chopin við stef eftir Meyerbeer. André Navarra leikur á selló og Jeanne- Marie Darré á pfanó. 20.10 Sagan af Söru Leander Sveinn Asgeirsson tekur saman þátt um ævi hennar og listferil og kynnir lög sem hún syngur. Síðari hluti. !1.05 Kvæði eftir Þórarin Eld- járn Höfundur les. 51.15 „Svört tónlist" Umsjónarmaður: Gérard Chinotti. Kynnir: Ásmundur Jónsson. Þriðji þáttur. 2.00 Fréttir. 2.15 Veðurfregnir. Danslög c23.55 Fréttir. Dagskrárlok. SKJÁNUM _____LAUCAKDAGUK 13. ágúst 1977 18.00 Iþróttir Umsjónarmaður Bjarni Felixson. II lé 20.00 Fréttir og veður 20.25 Augiýsingar og dagskrá 20.30 Albert og Ilerbert (L) Nýr, sænskur gamanmynda- flokkur f sex þáttum. 2. þátt- ur. Viltu dansa við mig? Þýðandi Dóra Ilafsteins- dóttir. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 20.55 Alþingishátíðin 1930 Kvikmynd þessa gerði franskur leiðangur. Stutt er sfðan vitað var með vissu, að enn er til kvikmynd. sem tekin var hina ævintýralegu daga Alþingishátfðarinnar 1930. Textahöfundur og þulur Eiður Guðnason. Mynd þessi var áður á dag- skrá 29. júnf 1976. 21.25 Auúttir og óhyggðir___ Náttúrufræðingurinn Anth- ony Smith kynnir fenja- svæði Suður-Súdans. Þýðandi og þurlur Ingi Karl Jóhannesson. 21.55 Dauðinn f gróandanum (La mort en ce jardin) Frönsk-mexíkösk bfómynd frá árinu 1956, byggð á sögu eftir José André Lacour. Leikstjóri Lusis Bunuel. Aðalhlutverk Simone Signoret, Charles vanel og Georges Marchal. Ævintýramaðurinn Chark kemur f þorp nokkurt f frumskógum Amasónsvæð- isins. Þar er fyrir fjöldi manna.sem leitað hafa dem- anta f grendinni, en hafa nú verið hraktir af leitarskik- um sfnum með stjórnar- ákvörðun. Er mikill kurr f þeim, og kcmur til uppreisn- ar gegn herstjórn svæðisins. Þýðandi Sonja Diego. 23.35 Dagskrárlok. Dauðinn í gróandanum kl. 21.55: I kvöld er á dagskrá sjónvarpsins sakamála- mynd frá árinu 1956. Myndinni leikstýrir Luis Bunuel en hann er mörg- um að góðu kunnur fyrir myndir sínar. Myndin er byggð á sögu eftir José André Lacour. Myndin greinir frá því að ævintýramaður nokk- ur, Chark að nafni, kem- ur til þorps eins í frum- skógum Amason- svæðisins, en þar er fyrir fjöldi fólks sem hefur stundað demantsleit þar í grennd en hefur nú verið hrakið í burt af stjórn- völdum. Er fólkið að von- um lítt hrifið af þessum aðgerðum stjórnvalda. Chark lendir brátt í ævintýrum og er hand- tekinn, grunaður um þjófnað. Þegar uppreisn brýzt út á svæðinu tekst honum þó að flýja og leggur af stað ásamt nokkrum öðrum í gegn- um frumskóginn. Seinni hluti myndar- innar fjallar um flóttann í gegnum frumskóginn. Auk Charks taka þátt í flóttanum hin mjög svo vafasama kona, Djin, Castin nokkur demanta- leitari og hin mállausa dóttir hans, María, og Lizzardi, trúboðsprestur sem vill ólmur komast í tæri við mannætur og annan ókristinn lýð. I fyrstu tekur einn annar skuggalegur náungi þátt í flóttanum, en stingur af mason við fyrsta tækifæri með mikinn hluta birgða þeirra og aukast þar með vandræði hinna að mun. Með helztu hlutverk í myndinni fara Simone Signoret, sem leikur Djin, Charles Vanel, Georges Marchal og Michel Piccoli. Myndin er á dagskrá i kl. 21.55. Sagan af Söru Leander kl. 20.10: Dýrkeypt samband 1 kvöld er á dagskrá útvarps- ins sfðari þáttur Sveins Ás- geirssonar um Söru Leander. Sara Leander er sænsk og varð mjög þekkt sem söngkona og leikkona á fjórða áratugn- um. Þýzka kvikmyndaheiminn skorti tilfinnanlega sína Garbo, eins og þeir í Hollywood, og þar eð Marlene Dietrich var glötuð þýzka kvikmyndafélaginu UFA var Söru Leander gert tilboð, sem hún tók. Varð hún brátt yndi manna í Þýzkalandi og meira að segja æðstu manna ríkisins og það átti eftir að verða henni dýr- keypt. Þetta var á stjórnartima nazista og einn af fjölmörgum aðdáendum Söru Leander var enginn annar en Jósef Göbbels. Hann reyndi margt til að ná ástum hennar, en varð ekkert ágengt. Samband hennar við Göbbels nægði þó til þess að eftir að hún kom til Svíþjóðar að nýju árið 1943 var nafn hennar ætíð bendlað við stjórn nazista í Þýzkalandi. Hún kom þó fram fyrir nokkrum árum þar í landi og var þá vel tekið. I þættinum i kvöld hyggst Sveinn Ásgeirsson einkum fjalla um líf hennar og störf í Þýzkalandi. Þátturinn hefst kl. 20.10.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.