Morgunblaðið - 13.08.1977, Side 5

Morgunblaðið - 13.08.1977, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. AGUST 1977 5 þeim fjölgaö nokkuð hratt á síð- ustu árum; ’47 voru þeir 71, ’57 160, ’67 293. Þakkaði Jón Gauti það virkjunarframkvæmdum í nágrenni Hellu. Þar væru nálægt 300 Rangæingar i vinnu og ætti eflaust þátt i því að koma í veg fyrir að fólk flyttist þaðan. Þó sagði Jón að þetta hefði einnig vissa erfiðleika i för með sér, at- vinnufyrirtæki heima fyrir gætu varla keppt við virkjunarfram- kvæmdir hvað laun snerti. Af dagskráratriðum, sem verða hinn • 20. ágúst má m.a. nefna hátíðarræðu Ingólfs Jónssonar, minnisvarði verður afhjúpaður, afhentar verða viðurkenningar fyrir snyrtileg hús og lóðir, sýndir verða þjóðdansar og haldnar mál- verka- og ljósmyndasýningar. Á málverkasýningunni munu 12 listamenn eiga verk, m.a. Eyjólf- ur Eyfells og Ölafur Túbals en ljósmyndasýningin samanstendur af teikningum, sem Helga Skúla- dóttir frá Keldum gerði af öllum bæjum i Rangárþingi kringum ár- ið 1930, svo og Ijósmyndum sem teknar hafa verið af bæjunum 1970. Þessum sýningum, svo og iðnsýningunni lýkur fimmtudag- inn 25. ágúst. Stal ávís- unumfyrst MORGUNBLAÐIÐ hefur verið beðið um að koma þvi á framfæri, að maðurinn, sem sveik 30 orlofs- ávisanir út úr Pósti og sima, vann ekki á póstgíróstofunni. Hins veg- ar var maðurinn í þannig stöðu hjá Pósti og síma, að hann hafði mikil lyklavöld. Er talið að hann hafi farið að næturlagi á þann stað, sem ávisanirnar voru geymdar og stolið þeim, en öðru visi hefði hann ekki getað leyst þær út. Merkingar á laxi ogsilungi: 50 ára afmæli byggðar á Hellu LAUGARDAGINN 20. ágúst n.k. mun þess verða minnst á Heilu að 50 ár eru liðin fra því að þar settist að fyrsti „landnámsmaður- inn“ eins og hann er nefndur, Þorsteinn Björnsson. Verður af- mælisins minnst með hátfðardag- skrá og um leið verður iðnsýning á Hellu, en hún mun verða opnuð af iðnaðarráðherra föstudaginn 19. ágúst kl. 13.30. Jón Gauti Jónsson, sveitarstjóri Rangárvallahrepps, kynnti fyrir fréttamönnum dagskrá hátiða- haldanna, sem hann sagði að sér- stök afmælisnefnd, er hreppurinn hefði skipað, sæi um. Hana skipa Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ, Páll G. Björnsson, Hellu, Unnur Þórðardóttir, Hellu, Sjöfn Árna- dóttir, Hellu, og Einar Kristins- son, Hellu. Jón Gauti sagði að leitað hefði verið eftir samstarfi við islenzka iðnkynningu og hefði það orðið að samkomulagi að efna um leið til iðnkynningar á Hellu. Munu milli 25 og 30 iðnfyrirtæki kynna framleiðslu sína á iðnsýn- ingu og verður dagur iðnaðarins haldinn 19. ágúst og fundur um iðnaðarmál verður i Hellubiói kl. 14.30 þann dag. Iðnsýningin mun standa yfir til 25. ágúst. steinn Björnsson, en hann fluttist siðastur manna með alla búslóð sína frá Húnvatnssýslu yfir fjall- vegi suður i Rangárvallasýslu og settist að á Hellu. Sagði Jón Gauti Jónsson að hann væri því eigin- lega fyrsti landnámsmaðurinn á Hellu. Af öðrum frumbyggjum þar nefndi hann Ingólf Jónsson, sem tók eiginlega við af Þorsteini, og sagði Jón Gauti að Ingólfur ætti einna mestan þátt í uppbygg- ingunni á Hellu ef hægt væri að þakka hana nokkrum einum manni. tbúar Hellu eru nú skv. manntali 1. des. 1976 496 og hefur Gert hefur verið merki Rangár- vallahrepps og var efnt til sam- keppni um það. Hlaut fyrstu verð- laun, kr. 50.000, Kristinn Schev- ing, en alls skiluðu 9 aðilar 13 tillögum. Þá hafa verið gerðir veggplattar, þar sem eru tvær teikningar, önnur er sýnir elztu byggðina á Hellu og hin, er sýnir Hellu í dag. Fyrsti íbúi á Hellu var Þor- Verðlaun fyrir upp- lýsingar um merktan fisk Á vegum Veiðimálastofnunar hefur undanfarin ár verið merktur töluverður fjöldi lax og silungs víðsvegar um landið Við merkingar þessar hafa bæði ver- ið notuð sérstök fiskmerki, sem fest eru á fiskinn, eða klipptur er af seiðun- um uggi og á það sérstaklega við um laxamerkingar Þess er sérstaklega vænzt að merktir laxar veiðist í sumar i eftirtöldum vatnasvæðum vegna merkinga á gönguseiðum vorið 1976: Ártúnsá (vinstri kviðaruggi), Andakilsá (veiði- uggi) vatnasvæði Hvitár i Borgarfirði vegna merkinga á laxaseiðum sem sleppt var i Norðlingafljót (hægri kvið- aruggi), Botnsá í Súgandafirði (ugga- klippingar), Hofsá á Skagaströnd (veiðiuggi) og Laxeldisstöð ríkisins í Kollafirði, en þar voru gönguseiði merkt bæði með merkjum og veiðj- uggaklippingu Auðvitað getur merktur fiskur fengizt víðar en i þeim ám, sem fiskur hefur verið merktur i Silungar hafa verið merktir á eftir- töldum stöðum síðustu ár: Djúpavatni á Reykjanesi, Elliðavatnssvæðinu, Lár- ósi, Eystra Friðmundarvatni á Auðkúlu- heiði, Laxá i Þingeyjarsýslu (Efri Laxá), Mývatni og Stóra-Fossvatni á Land- mannaafrétti. Það eru tilmæli Veiðimálastofnunar til veiðimanna að þeir athugi vel hvort að fiskur, sem þeir veiða í sumar, sé merktur, og ef svo er að láta Veiðimála- stofnunina vita um það Slíkum upp- lýsingum þarf að fylgja vitneskja um tegund fisks, kyn, lengd og þyngd og veiðidag og veiðistað Veitt eru verð- laun fyrir upplýsingar um merktan fisk. (Frá Veiðimálastofnuninni) 1 i í .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.