Morgunblaðið - 13.08.1977, Side 18

Morgunblaðið - 13.08.1977, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. AGÚST 1977 Sterkt skáklið í sexlandakeppni ÁKVEÐIÐ hefur verið hverjir tefla fyrir tslands hönd 1 sex landa keppninni svokölluðu, sem fer nú fram í Glúgsburg í V- Þýzkalandi 8.—16. september n.k. Störmeistararnir Friðrik Ölafs- son og Guðmundur Sigurjónsson verða á fyrsta og öðru borði, Ingi Loðnuaflinn nokkru meiri en á sama tíma í fyrra Sumarloðnuveiðin er nú orðin nokkru meiri en hún var á sama tfma f fyrra. Andrés Finnboga- son, starfsmaður loðnunefndar, sagði Morgunblaðinu f gær, að nú væri búið að landa liðlega 39.000 lestum, en f fyrra hefðu rétt um 38.000 lestir á verið komnar á land. Undanfarna tvo sólarhringa hefur svo til engin loðnuveiði ver- ið, enda bræia á miðunum. Þrett- án skip héldu til hafnar í fyrra- dag með samtals um 2050 lestir. Fóru flest skipanna til Faxa- flóahafna með aflann og var Börkur NK með mestan afla, 300 lestir. R. Jóhannsson, alþjóðlegur meistari, á þriðja og Ingvar Ásmundsson teflir á fjórða borði. Helgi Olafsson teflir á borði þeirra, sem eru undir 24 ára aldri, og Guðlaug Þoreteinsdótt k'eppir á kvennaborðinu. Sex landa keppnin er árleg skákkeppni Norðurlanda og V- Þýzkalands. I fyrra lentu Islend- ingarnir í þriðja sæti, en þá keppti Ingvar Ásmundsson á fyrsta borði. Fararstjóri íslenzka liðsins verður Þorsteinn Þor- steinsson og einnig mun Gfsli Árnason sitja afmælistóf vestur- þýzka skáksambandsins fyrir hönd Skákeambands islands. Á þessum tíma verða íslands- meistarinn og Norðurlanda- meistari unglinga, Jón L. Árna- son að keppa á heimsmeistara- móti unglinga, og veFður Margeir Pétursson væntanlega aðstoðar- maður hans þar. —Fréttiraf ARA-A Framhald af bls.32 Þá spurði Mbl. landlækni, hversu langur timi liði þar til lyf væri almennt komið í notk- un frá uppgötvun þess. Kvaðst landlæknir þá vilja undirstrika, að þessar fréttir nú væru að- eins af fyrstu tilraununum, en - ef framhaldíð yrði jafn jákvætt, þá þyrfti ekki svo langur tími að líða frá frekari staðfestingu þar til lyfið yrði komið í al- menna notkun. Sagði landlækn- ir til dæmis að innan við hálft ár hefði þetta tekið, þegar pens- ilinið kom fram og nú ætti þessi tími að geta orðið enn styttri með fleiri rannsóknastofum og betri samgöngum. „Ef þær vonir, sem nú hafa vaknað, rætast fullkomlega“, sagði landlæknir, „þá má vissu- lega líkja uppgötvun þessa lyfs við það þegar pensilínið kom fram gegn bakteríunum". — Sólarlanda ferðir Framhald af bls. 2 stórum stíl þar sem ekki er unnt að fá viðbótarhúsnæði 1 þeim gæðaflokki sem við viljum," sagði Guðni Þórðarson, forstjóri Sunnu, þegar Mbl. innti í gær frétta af fjölda sólarlandafarþega í sumar. „Við erum með tvær flugvélar alla sunnudaga til Mallorka," hélt Guðni áfram, „og einnig til Costa Brava, alla þriðjudaga til Grikk- lands og alla föstudaga til Costa del Sol, en að auki erum við með nokkur aukaflug i ágúst og september. Um mánaðamótin ágúst—september verðum við með um 800 manns á Mallorka, 450—500 á Costa del Sol, 250 á Costa Brava og um 300 í Grikk- landi, eða alls milli 1800—1900 manns á sama tíma.“ „Ég hugsa að þetta komi út svipað og s.l. ár i heildina þótt álagið hafi verið meira nú á seinna fallinu," sagði Steinn Lár- usson forstjóri Urvals í samtali við Morgunblaðið i gær. Aukning- in er þó nokkur, líklega um 10—15% á sumrinu, en hins veg- ar er aukningin mun meiri á vetr- arferðunum, þar er stórkostleg aukning. Alagið er þó mest á ágúst—september og það má segja að það seljist allt sem sett er á markað. Við erum nú með að staðaldri um 500 farþega á Ibiza og Mallorka." „Um þessar mundir er aðal annatíminn hjá okkur,“ sagði Kristin Aðalsteinsdóttir hjá Ut- sýn í samtali við Mbl. í gær, „í gær fór DC-8 vél, önnur í kvöld og ein fer á sunnudag. Það er aukning á suðurlandafluginu, en þó höfum við ekki aukið sætaframboðið, það er svipað og í fyrra. Nýtingin er hins vegar betri nú. Við erum nú með um 500 manns á Costa del Sol, um 300 á Costa Brava og liðlega 300 á ítalíu." — Búið að veita Framhald af bls. 32 landi, en þessir aðilar ætluðu að veiða 4 háhyrninga, þá hefði Sæ- dýrasafnið í Hafnarfirði fengið leyfi til að fanga 6 háhyrninga í samvinnu við Sea World í Banda- rfkjunum og heollenzkan aðila. Eins og kunnugt er hófust há- hyrningaveiðar við Island um hausjið 1975, en það var fyrst i fyrra sem tókst að ná dýrunum og flytja þau úr landi, en þá voru fluttir út þrír háhyrningar, einn til Frakklands og tveir til Hol- lands. — Sonur Sáms Framhald af bls. 1 gögnum, sem lögreglan telur sig hafa í höndunum. Geðrannsóknin mun taka að minnsta kosti 1 mánuð en flestir lögreglumenn eru sannfærðir um að Berkowitz verði úrskuróaður geðveikur og ekki ábyrgur gerða sinna og komi því aldrei fyrir rétt. —Mánaðarlaunin Framhald af bls. 32 1. mai, er 104 stig frá l.september, en vísitala fram- færslukostnaðar hækkaði um 35.56 stig frá maíbyrjun til ágúst- byrjunar, eða um 4.87%. Var þar um að ræða hækkuna á mörgum vöru- og þjónustuliðum, innlend- um og eriendum segir í frétt Hag- stofu Islands. Samkvæmt samningum ASÍ og VSl eiga mánaðarlaun fyrir fulla dagvinnu að hækka um 880 krón- ur fyrir hvert stig, sem verðbóta- vísitalan hækkar, og eins og að framan segir var sú hækkun 4 stig. — Við munum flytja Framhald af bls. 2 aldrei komið til sumra þeirra staða sem við heimsækjum nú. Við flytjum t.d Sverðdansinn, íslenzk lög og erlend, einsöngslög fyrir einsöngvarana og einnig dúetta, valsa eftir Strauss og í stuttu máli verk sem fólk kannast við og hefur alltaf gaman af að heyra. Það er okkar verkefni að fara út á Iandsbyggðina og halda tón- leika, sinfóníuhljómsveitin er ekki einkabarn Reykjavíkur, heldur þjóðarinnar allrar og það hefur sýnt sig að þar sem hljóm- sveitin kemur lætur fólk sig ekki vanta. Ástæðan fyrir því að við förum nú i eina langa ferð er sú að við teljum það heppilegra á margan hátt, því það er það mikið fyrirtæki að koma sér af stað.“ Fyrstu tónleikar Sinfóníu- hljómsveitar Isiands í þessari ferð verða 7. sept. á Blönduósi, síðan 8. sept. á Sauðárkróki, 9. sept. í Siglufirði 10. verða barna- tónleikar á Akureyri og aðrir tón- leikar um kvöldið. Hinn 11. sept. verða tónleikar síðdegis á Húsa- vik og um kvöldið verða tónleikar í Skjólbrekku. 13. sept. verða tón- leikar á Egilsstöðum, þann 14. sept. á Seyðisfirði, barnatónleikar síðdegis á Eskifirði hinn 15. sept. og kvöldtónleikar á Neskaupstað sama dag. Hinn 16. sept. verður hljómsveitin með tónleika á Höfn I Hornafirði og siðustu tónleik- arnir í þessari ferð verða á Kirkjubæjarklaustri 17. sept. — Þjóðhags- stofnun Framhald af bls. 32 konar fiskvinnsla sem ætti að standa allvel að vígi og ekki mætti aðeins tala um neikvæðu hliðarn- ar. Loðnubræðslum I þessum fjórðungum hefði vegnað vel á s.l. vetrarloðnuvertið og stæðu þær nú betur en I langan tíma. Síld- veiðar hæfust innan skamms tíma og mestum hluta síldarinnar væri landað á svæðinu og þá mætti ekki gleyma því að langmestur humaraflinn kæmi á land á þess- um stöðum. — Bretland og verðbólgan Framhald af bls. 1 er betra en 81 milljón punda hall- inn I júní, en menn höfðu átt von á hagstæðum jöfnuði fyrir júli. Einnig kom fram að framleiðni iðnaðar I Bretlandi minnkaði nokkuð á öðrum ársfjórðungi eft- ir að hafa haldist stöðug um margra mánaða skeið. Roy Hattersley, verðlagsmála- ráðherra Bretlands, sagði á fundi með fréttamönnum I dag, að eng- inn vafi léki á að verðbólgan myndí haida áfram að lækka það sem eftir væri ársins, en hvað gerðist eftir það, byggðist ein- göngu á þróuninni I launamálum. Brezkir ráðherrar hafa undanfar- ið sifellt hamrað á því í ræðum og fréttaviðtölum að mikilvægast fyrir þróun brezkra efnahagsmála nú sé hófsemi I kröfugerð verka- lýðsfélaganna i kjarasamningum fyrir næsta ár og hafa þeir bent á að allt bendi nú til að markmið ríkisstjórnarinnar um 12% verð- bólgu í árslok náist. — Þór f allinn Framhald af bls. 31 aði Þór. Hár bolti var gefinn inn i vítateig KR og hugðist Magnús markvörður s)á boltann frá en mistókst og Sigþór Ömarsson skoraði léttilega með skalla. Menn voru nú farnir að búast við jafntefli og þar með falli beggja liða en tuttugu mínútum fyrir leikslok gaf Sverrir Herbertsson varamaður KR sér og félögum nokkurn gálgafrest, þegar hann skoraði sigurmark KR-inga. Langt innkast var tekið nálægt enda- mörkum og sló Ragnar markvörð- ur boltann frá markinu fyrir fæt- ur Sverris, sem skoraði með við- stöðulausu skoti. Hætt er við að Þór missi nú nokkra af sínum elztu mönnum og eru því líkur á því að liðið dvelji einhvern tíma í 2. deild á meðan endurnýjun á sér stað i liðinu. Hins vegar verða að teljast likur á þvi að dvöl KR I 2. deild verði stutt, ef liðið þá fellur, sem mikl- ar líkur eru á. Hjá KR átti Vil- helm einna beztan leik að þessu sinni en hjá Þór var Sigurður Lárusson bezti maðurinn eins og svo oft áður. 1 stttu máli: Ákureyrarvöllur 12. ágúst, Is- landsmótið 1. deild, Þór — KR 2:3 (1:2). Mörk Þórs: Arni Gunnarsson á 36. mfnútu og Sigþór Omarsson á 59. mfnútu, Mörk KR: Vilhelm Frederiksen á 10. og 25. mfnútu og Sverrir Herbertsson á 70 mfnútu. Aminning: engin. — Sprengingar rússanna Framhald af bls. 2 er það að segja að okkur var sérstaklega vísað á þá tjörn af talsmönnum Ljósavatnshrepps og það er ekkert gat á botni þeirrar tjarnar eftir sprenging- una, en hins vegar hefur yfir- borðið lækkað um eina 50 sm vegna gusugangsins sem kom í sprengingunni. Hitt er svo að við vissum ekki að Veiðifélag væri i Fnjóská, ella hefðum við talað við þá að sjálfsögðu, því við viljum fyrst og fremst frið og engin náttúrusþjöll. Rúss- arnir eru hér með tæki upp á 100 millj. kr. og Orkustofnun fær að nota þau gögn sem rann- sóknirnar skila af sér, en þessi tæki eru ekki til i eigu inn- lendra. Hér er um að ræða landreks- mælingar á svipuðu stigi og fjölþjóðamælingarnar hér við land fyrir skömmu. Það er ver- ið að finn út hvers vegna ísland er hér á hryggnum og hvaða efni er undir landinu, hvort það flýtur á púða eða er reist á bjargi. Niðurstöður af þessum mælingum verða siðan ræddar hér á fundi vísindamanna næsta vor. Um þessar mundir erum við að sprengja og mæla í Mývatns- sveit i Sandvatni. Við erum þar i einum smáenda vatnsins og einnig austur af Námafjalli þar sem við tökum eitt og eitt skot. Alls eru 14 Rússar í þessum leiðangri og íslenzkur sprengi- sérfræðingur, en i hverri sprengingu notum við 5—200 kg af dynamiti, en líklega er meðalstærðin um 25 kg. Mála- vafstrið í kring um þetta tel ég hins vegar vera 99% tilfinn- ingamál en ekki dynamit." — Eftirhantöku sonar Sáms Framhald af bls. 15 arins Jimmy Breslin sýnir þetta er hann segir þar með nokkrum þótta: „Vinsamlegast skilið til lögreglunnar að ég óski henni gæfu og gengis t leit sinni" Fjöldi manns gaf sig fram við lögregluna og sagðist vera sonur Sáms. Eins og áður hefur verið vikið að fékk lögreglan einntg þúsundir ábendinga frá fólki Allar slíkar voru athugaðar vel og vandlega, enda þótt árangurinn léti á sér standa Hvað sem öðru líður draga New York búar nú andann léttar. Þeim finnst sem tilveran hafi — auk þessa nagandi ótta við blóðþyrstan morðingja, — verið þeim óblíð upp á siðkastið og margir leiðindaat- burðir, sem valdið hafa vandræðum og erfiðleikum, hafa vissulega orðið i borginni Sem stendur er það nú allt gleymt í gleði yfir þvi að morð- óður sjúklingur hefur verið hand- samaður SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÉG á fjórtán ára son, sem varð fyrir slysi fyrir hálfu ári. Ég bað þess f marga mánuði, að honum batnaði, en læknarnir segja mér, að honum muni aldrei fara neitt fram. Ég vildi, að ég gæti sagt yður, hve ég hata þessa ógeðslegu ókind, sem er kölluð Guð. Segið honum, þegar þér biðjið hann, hversu ég fyrirlft hann. Skelfilegt er að heyra, hvernig þér snúizt við þessu. En ég bið yður að skoða hjarta yðar og samvizku! Er hugsanlegt, að sú trú, sem þér áttuð á Guði, hafi verið háð því, hvað hann gæti gert fyrir yður? Er hugsanlegt, að þér hafið þjónð honum, eins og margir aðrir, fyrir það, sem hann gæfi yður, er hann losaði yður við sársauka og þján- ingu? Er hugsanlegt, aó þér hafið alls ekki elskað Guð, heldur aðeins elskað bænheyrslur hans og þá huggun, sem hann veitti yður — en þér hafið svo brotnað, þegar á reyndi, og svokölluð trú yðar snúizt í beiskju? Er hugsanlegt, að þér hafi snúið við honum bakinu, jafnskjótt og hann virtist í fyrsta sinn láta sér á sama standa um bænir yðar og óskir? Ég ætla að svarið við öllum spurningum sé „já“, og ég skal segja yður, hvers vegna. Ég á góðan vin, sem er prestur. Hann missti nýlega konu sína. Hún hafði ólæknandi krabba- mein. Konan hafði verið stoð hans og stytta. Börn- in urðu móðurlaus. Hann stóð einn uppi með þau. Missti hann trú sína á Guð og kærleikann til hans? Nei, því fer víðsfjarri. Hjá honum fann hann kraft, sem nægði dag hvern, og ljós til að lýsa fram á veginn. Sjáið þér til: Kærleiki hans til Guðs var óumbreytanlegur, og aðstæður breyta ekki kær- leikanum. Þessa sögu gæti ég endurtekið mörgum sinnum, ef rúm væri til þess. Ótölulegur fjöldi manna hefur fundið styrk og hugsvölun í erfiðleikum með því að hvílast í hinum eilífu örmum. En þér hafið kosið að kenna Guði um hvert slys, þegar eitthvað gerist þvert ofan í óskir yðar og hann skundar ekki á vettvang til að hjálpa yður. Það er ekki að furða, þó að þér eigið bágt.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.