Morgunblaðið - 23.08.1977, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGOST 1977
Hvatarkonur í Suðurlandsreisu
A annað hundrað manna hópur kvenna úr Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt í Reykjavfk fór í dagsferð
um Suðurland s.l. laugardag og skoðuðu konurnar m.a. Mjólkurbú Flóamanna á Selfossi. Ekki voru
konurnar alveg karlmannslausar, því makar nokkurra voru með í förinni, en myndirnar tók
Ijósmyndari Mbl„ Friðþjófur þegar ferðafólkið áði á Kambabrún. Efri myndin er tekin af þorra
ferðalanganna á mosagrónum hól í Kömbun, en hin við rúturnar á Kambabrún.
Þurfum ekki ann-
an fisk meðan
við höfum kolann
r
— segir Olafur Björnsson, útgerðarmaður
„MÉR þætti í sannleika sagt helvíti hart að þurfa að loka á meðan
við höfum kolann,“ sagði Olafur Björnsson útgerðarmaður í
Keflavík, í samtali við Mbl. f gær, en frystihúsið Baldur f
Keflavík auglýsti í gær eftir starfsfólki.
„Ætli við höfum ekki bætt við það
okkur 6—8 raanns," sagði Ólafur.
„Báturinn okkar, Baldur, kom f
gær úr Garðsjónum, þar sem
þeir fengu sex tonn í sex höl-
um, allt klára rauðsprettu. Þeir
eru í Hafnarsjónum í dag. Ég
hef reyndar ekki fengið fréttir
frá þeim þar, en sennilega er
sama uppi á teningnum,
þannig að við þurfum ekki
annan fisk á meðan.“
Ólafur sagði, að Baldur hefði
veitt 30—40 manns atvinnu og
yrði vonandi ekki lát á því. „Ég
er að vona að við slömpumst f
gegnum þessa erfiðleikatima á
þennan máta.“
Engar viðræður við verkfræðinga
Forseti skáksambands Thailands:
Krefst ógildingar
á brottrekstri S-
Afríku úr FIDE
— sakar dr. Euwe um fölsun á tilkynningu
„FORSETI skáksambands
Thailands er mjög harðorður í
þessu bréfi sfnu. Hann krefst
þess að samþykkt aukaþingsins í
Luzern um brottrekstur S-Afríku
úr FIDE verði dæmd ógild og
sakar dr. Euwe um það, að FIDE
hafi sent út falsaða tilkynningu
um lyktir málsins," sagði Einar S.
Einarsson, forseti Skáksambands
Islands, f samtali við Mbl. f gær.
Forseti skáksambands
Thailands, dr. Rak Oanyarchun,
hefur sent S.I. afrit af bréfi, sem
hann hefur sent dr. Euwe, forseta
FIDE. Dr. Panyarchun sat auka-
þingið i Luzern og fylgdi þar
Vestur-Evrópuríkjunum að máli.
Hins vegar sat hann eftir, þegar
20 fulltrúar gengu út.
Segir hann f bréfinu að hann
hafi beðið eftir atkvæðagreiðslu
um málið, en samþykkt hafði ver-
ið að nafnakall skyldi viðhaft við
atkvæðagreiðslur. Segir dr.
Panyarchun að hann hafi ætlað að
greiða atkvæði gegn brottrekstri
S-Afríku úr FIDE, en hins vegar
hafi hann aldrei orðið þess var að
atkvæðagreiðsla færi fram, held-
ur kveðst hann aðeins hafa heyrt
lófaklapp og siðan ekki vitað meir
fyrr en búið var að slíta fundi. 1
tilkynningu FIDE um úrslti mála
segir að þeir 28 fulltrúar, sem
eftir sátu, hafi samþykkt brott-
rekstur S-Afrfku samhljóða. Þetta
segir dr. Panyarchun að sé fölsun
og krefst hann þess að samþykkt-
in sé ógilt, þar sem ekki hafi verið
farið að réttum fundarsköpum.
Loðnuveiðin yfir 70 þús. tonn:
Afurðaverðið hef-
ur f arið lækkandi
kaupendur sögðu upp verði
HEILDARLOÐNUVEIÐIN á sumarvertíðinni eru nú komin yfir 70
þús. tonn, en á allri sumar- og haustvertfðinni f fyrra veiddust um 110
þús. tonn. Loðnan, sem veiðzt hefur að undanförnu er stór og feit og
hefur fituinnihaldið mælzt 16—17% og þurrofni er tæp 15%. Fyrir
þessa loðnu er greitt hátt verð eða um 14 kr. á kíló, eins og er.
Eins og Morgunblaðið skýrði
frá á sinum tima ákváðu loðnu-
kaupendur að segja upp loðnu-
verðinu og hafa þeir þegar gert
það en núverandi verðákvörðun
er í gildi til 1. september. Astæð-
an fyrir uppsögn verðsins af
hálfu kaupenda er lækkandi verð
í markaðslöndunum og mikil
óvissa um framvindu mála þar.
Talið er að nú fáist 6.50 dollarar
fyrir hverja proteineiningu af
mjöli, en hæst komst verðið í 8
dollara. Þá hefur hvert tonn af
lýsi lækkað úr tæpum 600 dollur-
um niður í röska 400. Lítið sem
ekkert hefur verið selt af afurð-
um frá Íslandi á þessu verði, þar
sem seljendur vonast eftir að
verðið hækki á ný og ennfremur
hefur eftirspurn á mörkuðunum
verið ákaflega lítil i sumar.
Eins og fyrr segir er loðnuafl-
inn nú kominn yfir 70 þús. tonn
og hefur langmestu verið landað í
0
INNLENT
„VERKFRÆÐINGAR hafa ekki
óskað eftir viðræðum, en við í
launamálanefndinni erum áfram
opnir fyrir þeim, ef verkfræðing-
ar óska eftir þeim,“ sagði Albert
Guðmundsson, formaður launa-
málanefndar Reykjavíkurborgar,
í samtali við Mbl. í gær.
„Við höfum ekkert rætt það að
leita eftir þvi að sáttasemjari taki
málið að sér nema síður sé,“ sagði
Albert. „Hins vegar er það auðvit-
að opin leið fyrir verkfræðingana
að fá sáttasemjara í málið. Og svo
getur hann sjálfur átt frumkvæð-
ið.
En við sjáum ekki ástæðu til að
kalla á fund með verkfræðingun-
um.“
Siglufirði, annars hefur loðnunni
verið landað vítt og breitt um
landið. Sigurður RE er aflahæsta
loðnuskipið með 5200 tonn, þá
kemur Súlan EA með 4600 tonn
og Gullberg VE með tæp 4000
tonn.
Frá því á laugardag fram til kl.
14 í gær tilkynntu 19 loðnuskip
um afla, samtals 9500 lestir, en
vitað er um 30 skip við loðnuveið-
ar núna. Skipin, sem tilkynntu
um afla, eru þessi: Svanur RE 320
tonn, Rauðsey AK 420, Jón
Finnsson GK 360, Helga 2 RE 270,
Hilmir SU 540, Gisli Árni RE 520,
Huginn VE 550, Fifill GK 600,
Guðmundur Kristinn SU 280,
Bjarni Ólafsson AK 500, Vörður
ÞH 250, ísleifur VE 430, Sigurður
RE 1350, Stapavík SI 550, Árni
Sigurður AK 400, Harpa RE 550,
Gullberg VE 470, Sæberg SU 240
ogVíkingur AK800.
Vörusýitingar
International
Frankfurt Fair
272.-3.3.1977
Alhliöa vörusýning, sem haldin er vor og haust. Meðal
annars verða sýndar glervörur, keramik, postulin, járn-
vörur, borðbúnaður, skrautmunir, ljósastæði, körfur, hús-
gögn, úr, klukkur hljóðfæri, snyrtivörur og gjafavörur.
LEIPZIG
TRADE FAIR
4.-9. 9. 1977
M
BÍLASÝNING
í FRANKFURT
15.-25. 9.
1977
SPORTVÖRU-
SÝNING
KÖLN
25.-27.9
1977
SP0CA
^KOLM
ALÞJÓÐLEG
MATVÆLASÝNING.
SEM SKIPTIST I ÞjA HLUTA
KÖLN
io. —15.9 onugo
1977
Alhliða vörusýning, sem haldin er vor og haust. Meðal
annars verða sýndar efnavörur, plastvörur, vefnaðar-
vörur, skór, pappir, læknavörur o.fl.
Næstum allir framteiðendur vélknúinna ökutækja, sem
hlotið hafa alþjóölega viðurkenningu munu sýna fram-
leiðslu sina á IAA. Auk þess munu framleiðendur
húsvagna, verkfæra, varahluta o.ft. taka þátt i þessarí
frábæru sýningu.
Alþjóðleg sýning á iþróttavörum og viðleguútbúnaði.
Samtimis er sýning sem nefnist „GARTEN ’77“ þar
sem sýnd verða garðhúsgögn og garðáhöld.
b!
systema
technic
f fyrsta hluta ANUGA eru sýndar neysluvörur
á svæði, sem er 137.000 m og er fjölbreytnin i
samræmi við það.
í öðrum hluta eru kynntar helstu nýjungar i
tækjabúnaði mötuneyta og veitingahúsa.
í þríðja hluta eru kynntar aðferðir við fram-
leiðslu, geymslu og frágang matvæla.
Sérhæfð vörusýningaþjónusta Ferðamið-
stöðvarinnar býður þér:
I. Ókeypis aðgöngumiða að þeim sýningum,
sem við erum umboðsmenn fyrir, ef
ferðast er á okkar vegum.
2 Leiðbeiningar um hagkvæmasta ferða-
mátann með tilliti til kostnaðar.
3 Alla fyrirgreiðslu erlendis t.d. útvegun
gistingar, bilaleigubila o.ft.
4. Reynstu i skipulagningu viðskiptaferða
og tillit til sérþarfa þinna.
VIÐSKIPTAFERÐIR ERU I EÐLI SINU ERFIÐAR,
EN OKKAR MARKMIÐ ER AÐ GERA ÞÆR ÞÆGILEGRI.
1
Ferðamiðstöðin hf.
Aðalstræti9 sími 11255