Morgunblaðið - 23.08.1977, Side 4
I
mwwm^ biMAK
jO 28810
car rental 24460
GEYSIR
BORGARTÚNI 24
LOFTLEIBIR
Z 2 1190 2 11 38
22-022
RAUDARÁRSTÍG 31
V_____1—-------/
Hópferðabílar
8—50 farþega.
Kjartan Ingimarsson
Sími 86155, 32716
Hópferðabílar
Allar stærðir
Snæland Grímsson h/f
Símar: 75300, 83351 og
B.S.Í.
FERÐABÍLAR hf.
Bilaleiga, simi 81260.
Fólksbílar, stationbílar, sendibíl-
ar, hópferðabílar og jeppar.
AUGLÝSIIMGATEIKIMISTOFA
MYIMDAMÓTA
Aðalstræti 6 simi 25810
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977
Útvarp Reykjavík
ÞRIÐiUDKGUR
23. ágúst
MORGUIMNINIM
7.00 Morgunútvarp
Veðurfregnir kl. 8.00, 8.15 og
10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00.
Morgunbæn kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.00: Sigrún Sigurðardóttir
les þýðingu sina á sögunni
„Komdu aftur, Jenný litla“
eftir Margaretu Strömstedt
(7)
Tilkynningar kl. 9.30. Létt
lög milli atriða.
Morgunpopp kl. 10.25.
Morguntónleikar kl. 11.00:
Tékknesk kammersveit leik-
ur Serenöðu fyrir strengja-
sveit í E-dúr op. 22 eftir
Antonín Dvorák; Josef Vlaeh
stj. / Hallehljómsveitin leik-
ur norska dansa op. 35 eftir
Edvard Grieg; Sir John
Barbirolli stj. / Hljómsveitin
Fílharmonía leikur „Stjö-
slæðudansinn" úr óperunni
„Salome“ eftir Richard
Strauss; Erich Leinsdorf stj.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Veðurfregnir og fréttir.
Tilkynningar.
Við vinnuna: Tónleikar.
SIÐDEGIÐ
14.30 Miðdegissagan:
„Föndrararnir" eftir Leif
Panduro Örn Ólafsson ies
þýðingu sína (12).
15.00 Miðdegistónleikar
Katia og Marielle Labéque
leika Svítu nr. 2 op. 17 fyrir
tvö píanó eftir Rakmaninoff.
/ Bernadette Greevy syngur
þjóðlög í útsetningu Benja-
mins Brittens; Paul Ham-
burger leikur með á píanó. /
David Oistrakh og Vladimír
Jampolský leika Sónötu nr. 2
fyrir fiðlu og píanó op. 94
eftir Prokofjeff.
16.00 Fréttir Tilkynningar.
(16.15 Veðurfregnir).
16.20 Popp
17.30 Sagan: „Alpaskyttan"
eftir H.C. Andersen. Stein-
grímur Thorsteinsson byrjar
Iesturinn.
18.00 Tónleikar. Tilkynning-
ar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLDIÐ
19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til-
kynningar.
19.35 Þegar steinarnir tala.
Þórarinn Þórarinsson fyrr-
um skólastjóri flytur siðara
erindi sitt um járngerð á
liðnum öldum.
20.00 Islandsmótið í knatt-
spyrnu, — fyrsta deild.
Hermann Gunnarsson lýsir
frá Vestmannaeyjum síðari
hálfleik mflli heimamanna
og Akurnesinga.
20.45 Lög unga fólksins.
Sverrir Sverrisson kynnir.
21.45 Ljóð eftir Birgi Svan
Símonarson. Höfundur les.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir.
Kvöldsagan: „Sagan af San
Michele“ eftir Axel Munthe.
Haraldur Sigurðsson og Karl
Isfeld þýddu. Þórarinn
Guðnason les (33).
22.40 Harmonikulög. Nils
Flácke leikur.
23.00 Á hljóðbergi. „Ást á
pappír". Bréfaskipti George
Bernard Shaw og leikkon-
unnar Ellen Terry. Peggy
Ashcroft og Cyrli Cusack
flytja.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
ÞRIÐJUDAGUR
23. ágúst
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Ellery Quenn
Bandarfskur sakamála-
myndaflokkur. Þýðandi Ingi
Karl Jóhannesson.
21.20 Leitin að upptökum
Nílar
Leikin, bresk heimilda-
mynd.
4. þáttur. Deilan mikla
Efni þriðja þáttar;
Konunglega landfræðifélag-
ið gefur Speke kost á að fara
til Afrfku til þess að sanna
þá kenningu, að Níl renni úr
Viktoríuvatni. Aðstoðar-
maður hans I förinni er
James Grant höfuðsmaður.
Eftir mikla hrakninga
komast þeir að norðurströnd
vatnsins. Speke vill sitja
einn að uppgötvun sinni og
heldur án félaga síns þangað
sem mikið fljót rennur úr
vatninu.
Speke og Grant þræða nú
leið fljótsins í norður og
mæta NHarkönnuðinum
Samuel Baker og eiginkonu
hans.
Þýðandi Dóra Hafsteins-
dóttir.
22.15 Sjónhending
Erlendar myndir og
málefni. Umsjónarmaður
Sonja Diego.
22.23 Dagskrárlok.
KI. 22,15:
„..smotteríum
Presley..”
Mörgum er kunnugt
andlit Sonju Diego
fréttamanns, en í kvöld
kl. 22.15 birtist Sonja ein-
mitt á skjánum, því hún
mun þá sjá um Sjónhend-
ing, þátt um erlend mál-
efni. Við spjölluðum við
Sonju í gær og spurðum
um þátt kvöldsins:
„Það liggur ekki enn
fyrir hvað ég tek endan-
lega fyrir, og er raunar
ekki hægt að segja hvað
verður í þætti sem þess-
um fyrr en stuttu áður en
hann er sendur út. Þessu
ræður efnið sem maður
hefur yfir að ráða, en
reynt er að hafa þáttinn
alveg splunkunýjan. Ég
klippi og skoða efni í dag
og á morgun og tala þátt-
inn svo inn síðdegis. Það
er því upp úr kaffinu á
morgun sem ég get sagt
nákvæmlega hvað verð-
ur. Þó geri ég ráð fyrir að
tala um þing kommún-
istaflokks Kína, og
kannski verð ég með eitt-
hvað um Voyager ef efni
verður komið. Þá geri ég
ráð fyrir að taka kjarn-
orkumál fyrir, sérstak-
lega með tilliti til hvort
Ástralíumenn Ieyfa úr-
vinnslu á úranium. Verið
getur að ég taki fyrir
málefni Indónesíu og Sri
Lanka, en þetta ræðst
ekki fyrr en á morgun.
Þá er ég að kíkja á efni
um Panamaskurðsmálið,
en veit ekki hvort það er
nóg sem ég hef. Nú ég er
með eitthvert smotterí
um Prestley og það nota
ég sennilega í lok þáttar-
ins,“ sagði Sonja Diego
um þátt sinn í kvöld.
Spenna
út í gegn
„ÉG held að megi segja
að spenna haldist
myndina í gegn,“ sagði
Ingi Kari Jóhannesson
þýðandi Ellery Queen er
við spjölluðum við hann í
gær, en enn einn þáttur
þessa bandaríska saka-
málamyndaflokks er á
dagskrá sjónvarpsins kl.
20.30 í kvöld. Ingi Karl
sagði ennfremur:„Þetta
byrjar líkt og venjulega á
því að framið er morð.
Grunur er látinn falla á
sem flesta en hinum
grunuðu fækkar er á líð-
ur. Uppistaðan í mynd-
inni er að notuð er kín-
versk stytta af hundi,
gerð úr skíragulli og al-
sett eðalsteinum, til að
fremja morðið. Segja má
að það sé stærsta spurn-
ing myndarinnar hvers
vegna þessi sérstaka
stytta var notuð sem
morðvopn, og veldur það
viðkomandi talsverðum
heilabrotum. Myndin
endar svo á einn veg, og
bezt er að segja sem
minnst um það núna.“