Morgunblaðið - 23.08.1977, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGOST 1977
5
Heimilissýningin í undirbúningi
Undirbúningur fyrir heim-
ilissýninguna í Laugardalshöil-
inni er nú í fullum gangi. Að
sögn Halldórs Guðmundssonar,
blaðafulltrúa sýningarinnar, er
undirbúningur nú lengra kom-
inn en oft áður.
Búið er að setja upp sýninga-
kerfið og sýnendur eru nú af
fullum krafti að setja upp sýn-
ingastúkur sinar. Pallar fyrir
tízkusýningar eru komnir upp
en þær verða nú i áhorfenda-
stæðum en ekki í kaffistofu
eins og áður hefur verið. Á úti-
svæði er þegar risinn sumar-
bústaður og annar á eftir að
rísa þar. Heimilissýningin verð-
ur opnuð almenningi á föstu-
dag n.k. kl. 6 og stendur fram
til 11. september. '
Norskir síldarsaltendur:
11.500 kr. greiddar í
styrk á hver ja tunnu
NORSK stjórnvöld auka sí-
fellt stuðning sinn við
sjávarútveg þar í landi og
samkvæmt þeim upplýs-
ingum, sem Morgunblaðið
hefur aflað sér, eru nú
greiddar kr. 3.05 á kfló af
saltaðri síld eða 305 norsk-
ar krónur á hverja 100
kílóa tunnu, sem samsvar-
ar 11.500 krónum.
Var Morgunblaðinu tjáð, að
með þessu greiddi norska rikið
103 isl. krónur á hvert kiló af
heilsaltaðri sild, en i slíkri tunnu
er gengið út frá 112 kilóa hrá-
efnisþunga.
Fór nokkrar veltur
á Suðurlandsvegi
AÐFARARNÓTT sunnu- veginum. Báðir bílarnir
íslendingar klífa Eiger-
tind ödru sinni í sumar
ÍSLENZKIR fjallgöngumenn
hafa nú í annað sinn á þessu
sumri gengið á Eigertind i Alpa-
fjöllum. I júni s.l. klifu hann tveir
félagar úr Hjálparsveit skáta i
Reykjavik og nú i siðustu viku
endurtóku afrekið sex félagar
þeirra úr Hjálparsveitinni. Þeir
lögðu upp að morgni 16. ágúst og
gekk ferðin mjög vel hjá þeim
félögum og voru þeir komnir nið-
ur aftur innan sólarhrings.
Daginn eftir klifu þeir annan
nafnkunnan tind í Sviss, Möneh,
sem er 4100 m hár. Þessir fjall-
göngumenn hafa verið við æfing-
ar í Austurríki og Sviss undan-
farnar þrjár vikur og hafa í
hyggju að ganga á næstunni á
nokkur önnur fræg fjöll í Alpa-
fjöllum, svo sem Matterhorn og
Mont Blanc, sem er hæsta fjall
Evrópu.
Samkvæmt upplýsingum þeirra
félaga hefur allt gengið mjög vel
að því undanskildu, að einn félagi
þeirra varð fyrir því öláni i upp-
hafi æfingarferðarinnar að fót-
brjóta sig og þurfti því að halda
heim eins og áður hefur verið
skýrt frá i Morgunblaðinu.
dags fór fólksbíll nokkrar
veltur á Suðurlandsvegi á
móts við Geitháls og þegar
hann loks stöðvaðist var
öðrum bíl ekið á hann.
Fimm manns voru flutt á
slysavarðstofuna, þar af
voru tvær stúlkur sem
voru nokkuð illa slasaðar.
Var önnur illa skorin í and-
liti, en hin lærbrotin.
Báðir bílarnir voru á leið
vestur Suðurlandsveg, og
skyndilega virtist bílstjóri
bílsins sem fór á undan
hafa misst stjórn á bílnum
með þeim afleiðingum að
bíllinn fór nokkrar veltur á
veginum. Bílstjóri bílsins
sem á eftir kom náði ekki
að stöðva sinn bíl og hafn-
aði á þeim sem undan fór,
þegar hann stöðvaðist á
eru illa farnir, sérstaklega
sá sem valt á veginum.
Grunur leikur á að bílstjóri
þessa bíls hafi verið
ölvaður.
r
Olsarar eru
harðir í get-
raunum
Ólafsvfk. 22. áKÚsl.
ÓLSARAR eru góðir viðskiptavin-
ir Getrauna að því er umboðsmað-
urinn tjáir mér og hefur ung-
mennafélagið Víkingur drjúgar
tekjur af sölu getraun^seðla, þær
mestu á Vesturlandi. Vinningar
hafa einnig náðst hingað, m.a.
einn er nam um 340 þúsund krón-
um. Forráðamenn ungmennafé-
lagsins Víkings munu ætla sér að
halda þeim sessi að selja meira en
nágrannar þeirra. Helgi
Ólaf svík hef ur
breytt um svip
Olafsvik, 22. ágúst.
BÚIÐ er að leggja olíumöl
á stóran hluta gatna í
Hjálmar W.
Hannesson
til Brtissel
ÞÆR breytingar hafa orð-
ið innan utanríkisþjónust-
unnar, að Hjálmar W.
Hannesson, sendiráðsritari
í almennri deild utanríksi-
ráðuneytisins, hefur verið
fluttur til sendiráðs ís-
lands í Briissel sem sendi-
ráðsritari.
Ólafsvík og hefur þorpið
skipt mjög um svip við
þessar framkvæmdir.
Verkið unnu Miðfell hf. og
Véltækni hf. og þykir vel
hafa verið staðið að verki
af þeirra hálfu.
Þá eiga Ólafsvíkurbúar
eftir annars vegar að
greiða hin háu gjöld sem
þessu eríi samfara og hins
vegar að sjá hvernig olíu-
mölin stenzt hina úrkomu-
sömu vetrarveðráttu hér,
en segja verður að hér sé
„stórisunnan" mun algeng-
ari þáttur í vetrarveðráttu
en skinnklæðaþerririnn.
- Hclsi
Fámenn mótmælastaða
A SUNNUDAG efndu Samtök
herstöðvarandstæðinga til úti-
fundar við sendiráð Sovétríkj-
anna á tslandi, en þá voru liðin 9
ár frá því er herir Varsjárbanda-
lagsins gerðu innrás I Tékkó-
slóvakíu og brutu á bak aftur þá
forystumenn Tékkóslóvaka, sem
beitt hofðu sér fyrir breyttri
stjórnarstefnu í landinu.
Utifundurinn við sovézka sendi-
ráðið var boðaður klukkan 14. Að
sögn lögreglunnar tóku þátt f hon-
um 20 til 30 manns, ræður voru
haldnar og fór fundurinn frið-
samlega fram. Vésteinn Ólason
knúði dyra í sendiráðinu til þess
að afhenda mótmælaávarp
fundarins, en þeim var eigi lokið
upp.
Þá efndi svokölluð „21. ágúst-
nefnd“ til stuðningsfundar við
tékkneska alþýðu f kjallara Hall-
veigarstaða klukkan 17 undir
kjörorðunum: „Heri Sovétríkj-
anna burt úr Tékkóslóvakíu!,
Samstaða með baráttu alþýðu
Tékkóslóvakíu! og Til baráttu
gegn allri heimsvaldastefnu —
gegn báðum risaveldunum —
Bandaríkjunum og Sovétrfkjun-
um!“
Karlakórinn
FÓSTBRÆÐUR
Karlakór KFUM -1916-1976
A síðasta ári átti Karlakórinn Fóstbræður 60 ára afmæli. í tilefni þessara
tímamóta hafa nú verið gefnar út 2 hljómplötur sem innihalda sýnishorn
af söng kórsins allt frá árinu 1930 til ársins 1975. Eftirtaldir stjórnendur
kórsins koma við sögu á hljómplötunum: Jónas Halldórsson, Ragnar
Björnsson, Jón Þórarinsson, Garðar Cortes, Jón Ásgeirsson og Jónas
Ingimundarson. Þessar hljómplötur þurfa allir unnendur karlakórssöngs
að eignast, enda hefur verði þeirra verið stillt mjög í hóf. Kosta þær báðar
kr. 3900.-
FALKIN N