Morgunblaðið - 23.08.1977, Síða 13

Morgunblaðið - 23.08.1977, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23^4GÚST 1977 13 Gyðrfður Þorsteinsdóttir afhjúpar minnisvarðann um landnema Hellu, Þorstein Björnsson. I ró og næði á hátfðinni Rudolf Stolzenwald við nokkur málverka sinna á sýningunni f skóla- húsinu. Jóndi f Lambey hjá nokkrum mynda sinna, en hann er með nokkra tugi af þeim á sýningunni. Hátíðasvæðið á árbakkanum beið fólks síns, fánastangir, prýddur völlur og lúðrasveit staðarins hóf hátíðarhöldin á sjálfan afmælisdaginn. Daginn áður hafði verið opnum iðnsýn- ing á Hellu þar sem kynntur var fjölþættur iðnaður á ekki stærri stað, byggingariðnaður og margs konar iðnaður sem kem- ur sér bæði vel fyrir þjóðina í heild og ekki sízt fyrir hinar blómlegu byggðir Suðurlands þar sem mestu ræktunar- og búsvæði landsins eru. Á Hellu búa nú um 500 manns í um það bil 110 húsum og það sem vekur skjótt athygli gesta er hin snyrtilegi frágang- ur húsa og lóða og á síðustu áium hefur verið unnið stór- átak í varanlegri gatnagerð og þegar þvi verki verður lokið á næstu árum liggur Ijóst fyrir að Hella verður í hópi snyrtileg- ustu bæja á íslandi. Landnemi Hellu, Þorsteinn Björnsson, Eysteinssonar, er af meiði bragðmikils fólks þar sem hvergi er djúpt á sterkum báttum hins norræna stofns. Það hefur sannazt á Hellu að engi býr að fyrstu gerð og :raustir menn fylgdu í kjölfarið. í fararbroddi lengst af í sögu Hellu er Ingólfur Jónsson jlþingismaður og fyrrverandi ráðherra, sem með atorku sinni, framsýni og sanngirni hefur ekki aðeins verið bakhjarl Hellu, heldur einnig hins ís- lenzka þjóðlífs í heild. Hvar- vetna á landinu er Ingólfur kunnur fyrir einurð, dugnað og traustleik vegna þátttöku sinn- ar í stjórnmálum þjóðarinnar og setu á Alþingi í 36 ár og hvar- vetna er hann þekktur sem Ingólfur á Hellu. Hellu verður þvi ekki minnzt án þess að geta Ingólfs sérstaklega, mannsins em hefur átt meiri þátt í mótun og þróun Hellu en nokkur ann- ar. Eins og byggð á Hellu speglaðist í lygnu fljótinu af- mælismorguninn á sagan eftir að sýna að um ókomin ár á þessi vaxandi byggð eftir að bera merki þess manns sem lengst hefur verið við hana kenndur og fastast hefur staðið fótum til stuðnings á bernsku- sporum hennar. Sigurður Haraldsson á Kirkjubæ, formaður afmælis- nefndar, sagði m.a. í setningar- ávarpi sínu: „Það er ósk mín á þessari hátíðarstundu að Hella vaxi af vaxandi verkefnum, að það fólk sem hér býr megi lifa góðu lífi. friðsælu, og menn- ingarlífi Ég bið þess og heiti á það fólk sem hér býr nú og síðar að það verði þeirri köllun sinni trútt að fegra, snyrta og prýða umhverfi sitt, þessa byggð sem stendur á einu feg- ursta bæjarstæði sem um get- ur. Að það vinni af trúmennsku og samvizkusemi að uppfyll- ingu héraðsins alls og standi sem einn maður trúan vörð um sunnlenzkar sveitir. Það er ósk mín og staðföst trú að á Hellu fái að þróast og dafna þróttmik- ið og heilbrigt menningarsam- félag, að hér búi ávallt og ætíð lífsglatt og gott fólk." Séra Stefán Lárusson annað- ist helgistund á árbakkanum og síðan flutti Ingólfur Jónas- son hátíðarræðuna undir sól- brotum úr skýjum og gjólu um hlöð. Talaði Ingólfur blaðalaust að vanda og er ræða hans birt hér á bls. Þá flutti Jón Þorgils- son pistil um landnámsmann- inn, Þorstein Björnsson, og var síðan afhjúpaður minnisvarði Sigurður Haraidsson á Kirkjubæ setúr hátfðina. Séra Stefán Lárusson á helgistund Björn Þorsteinsson flutti tölu um Þorstein föður sinn þegar minnis- merkið hafði verið afhjúpað. Jón Þorgilsson flytur ræðu. um Þorstein, koparskjöldur á bjargi úr Þjórsárhrauni. Á dagskrá var einnig afhend- ing viðurkenninga fyrir snyrti- leg hús og lóðir, þjóðdansasýn- ing ungs fólks úr hópi heima- manna og síðar um daginn var dansleikur fyrir yngstu kynslóð- ina, annar fyrir þá eldri um kvöldið, en einnig voru opnað- ar málverka- og Ijósmyndasýn- ingar. Sérstök afmælisdagskrá var gefin út á 50 ára afmælinu og eru í henni greinar um ýmis- legt forvitnilegt í sögu Hellu, bæði um menn og málefni Á málverkasýningunni sem sett var upp í tilefni afmælisins eru listaverk eftir ýmsa Rangæ- inga og má þar nefna Eyjólf Eyfells, Helgu Skúladóttur, Ottó Eyfjörð, Magnús Guð- mundsson, Rudolf Stolzen- wald, Helmut Stolzenwald, Atla Páls, Ólaf Túbals, Maríu Jónsdóttur frá Kirkjulæk, séra Stefán Lárusson, Magnús Jóhannsson í Akurhóli og Jón Kristinsson, Jónda, i Lambey. Þá eru einnig teikningar Helgu Skúladóttur frá Keldum af öll- um bæjum í Rangárvallahreppi árið 1930 og til samanburðar eru Ijósmyndir af sömu bæjum frá 1970 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.