Morgunblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 23.08.1977, Blaðsíða 33
17 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 2?. ÁGUST 1977 m ISLAMDSMET - hljóp mílu á 4:07,2 „ÞAÐ er sennilega mest sjálfum mér að kenna að metið fauk ekki. £g lá aftan í hópnum mest allan tímann og hljóp nokkuð óákveðið. £g hljóp í hálfgerðum rikkjum, var alltaf að reyna að komast framar í hópinn en það gekk lftið. En ég átti varla von á að nálgast metið þvf mér fannst ég ekki vera í nógu góðu formi.“ Þannig mælti Jón Diðriksson, hlaupari úr UMSB, í spjalli við Morgunblaðið í gær, en á móti í Edinborg um helgina hljóp Jón gott hlaup í enskri milu og hálf- gert ólán að hann skyldi ekki hnekkja íslandsmetinu. Jón hljóp á 4:07,17 mínútum, en íslandsmet Svavars heitins Markússonar er 4:07,1 mínúta. Jón sagði í spjallinu við Mbl. að hefði hraðinn í hlaupinu verið örlítið betri og þátttakendur færri þá hefði hann sennilega gert nokkuð betur. Meðal keppenda voru margir af beztu millivegalengdahlaupurum Evrópu, en hlaupið vann Skotinn Frank Clement á 3:59,5 mínútum. Á mótinu í Edinborg keppti Hreinn Halldórsson KR í kúlu- varpi, og sagði Jón Diðriksson mikla keppni hafa verið í þeirri grein. Hefði Ölympíumeistarinn frá 1972, Pólverjinn Wladyslaw Komar, sigrað, þar sem hans næstbezta kast hefði verið betra en næstbezta kast Hreins, en báðir köstuðu lengst 20,03 metra. Bretinn Geoff Capes varð að gera sér þriðja sætið að góðu, en hann kastaði örfáum sentimetrum styttra en Komar og Hreinn. í keppni í þjóðlegum skozkum greinum setti Hreinn Halldórsson nýtt skozkt „gestamet", er hann bætti fyrra met í því að kasta vigt yfir rá. Þórdís komst í úrslit á Evrópumeistaramótinu HIN kornunga frjálsfþróttakona og hástökkvari úr IR, Þórdfs Gfsladóttir, stóð sig ágætlega á Evrópumeistaramóti unglinga í frjálsfþróttum f Sovétríkjunum um helgina, en þar komst Þórdfs í úrslit í sinni grein, hástökkinu. í undankeppninni stökk Þórdfs 1.70 metra og lét þar við sitja eftir að hafa tryggt sér sæti í úrslitunum. Þar tókst henni þó ekki að stökkva hærra, stökk sömu hæð aftur og varð f 14. sæti. Spretthlauparinn Sigurður Sigurðsson úr Ármanni keppti í 100 og 200 metra hlaupi. Hljóp hann 100 metra á 11.03 sek. og 200 á 22.20 sekúndum en komst ekki áfram úr riðlunum. 1 spjalti við Mbl. sagði Þórdís Gísladóttir, að aðstaða öll í Donetsk í Sovét- ríkjunum hefði verið mjög góð og veður meðan á keppni stóð verið sæmilegt. „Afmælisbörn í eldl ínunni" ÞESSIR tveir kappar áttu blómaleik á laugardaginn. Björn Lárusson (t.h.) lék sinn 300. mfl. leik fyrir Iþróttabandalag Akraness og Jón Alfreðsson sinn 250. leik. Þessir tveir leikmenn verða væntanlega f eldlínunni með 1A gegn ÍBV f Vestmannaeyjum f kvöld. Fyrir síðustu umferðina eru Valur og ÍA jöfn og svo gæti farið að aukaleik þyrfti milli félaganna um Islandsbikarinn. Slfkur leikur er auðvitað efstur á óskalista knattspyrnuáhuga- manna en erfitt verður að koma honum fyrir, þvf á sunnudaginn heldur landsliðið í keppnisferð til Hollands og Belgíu. 11. september mætir Valur Fram f bikarúrslitum, 14. og 28. septem- ber er landsleikur Norður-tra og tslendinga. Leikurinn gæti þvf vart farið fram fyrr en í októberbyrjun nema liðin kysu að leika strax á laugardaginn. En þetta er auðvitað ritað með þeim fyrirvara, að það er aðeins möguleiki að aukaleikur þurfi fram að fara. Sjá nánar um knattspyrnu, innlenda og erlenda, á bls. 2,3,4,5, ^o^^nþróttablaðini^^ag^jósmyndin^ól^S^^^^^^^^^^^ Juantorena setti heimsmet KÚBUMAÐURINN Alberto Juantorena setti nýtt heimsmet f 800 metra hlaupi á heimsleikum stúdenta í Sofia um helgina. Hljóp Juantorena á 1:43,43 mfn., og bætti þvf eldra heimsmetið um 7/100 úr sekúndu, en sjálfur áttu Juantorena það met — setti það á Ólympíuleikunum f Montreal í fyrra. Juantorena hafði lýst því yfir fyrir keppnina í Sofia að hann teldi sig eiga möguleika á að bæta heimsmet sitt þar, svo fremi að byrjunarharðinn yrði nægur. Hann var það líka svo sannarlega, og eftir 400 metra þótti sýnt að Juantorena ætti góða möguleika á að bæta met sitt. Lengi vel fylgdi Júgóslavinn Miklovan Savic Juantorena eftir og var það ekki fyrr en undir lok hlaupsins að hann varð að gefa aðeins eftir. VtLMUNDUR Vithjálmsson, sprett- hlaupari úr KR. sannaði svo ekki verður um villzt að hann er nú kom- inn I hóp beztu spretthlaupara I heimi, er hann komst I undanúrslitin I 200 metra hlaupi á heimsleikum stúdenta sem fram fara ! Sofla um þessar mundir. Meðal keppenda i móti þessu eru flestir beztu frjáls- iþróttamenn heims. og þá ekki sizt i spretthlaupunum. Undankeppni 200 metra hlaupsins fór fram á sunnudaginn og var Vil- mundur óheppinn að þvi leyti að hann lenti i sterkasta riðlinum. Sigurvegari i riðli þessum arð Osvaldo Lara frá Kúbu sem hljóp á Það gerði Juantorena hins vegar ekki, hann hélt fullri ferð í mark, og virtist lítið þreyttur. A.m.k. var enga þreytu á honum að sjá er hann hljóp heiðurshring eftir að heimsmetið hafði verið tilkynnt, ákaft hylltur af áhorfendum. Juantorena var ekki einn um að setja heimsmet á Ieikunum. í 110 metra grindahlaupinu bætti landi hans, Aljendro Casanas, heims- metið er hann hljóp á 13,20 sek., 21,06 sek., Pietro Farina. ítaliu, varð annar á 21,07 sek., Vilmundur þriðji á 21.23 sek.. Anorzey Swierczynski, Póllandi. fjórði á 21,35 sek. og fimmti varð Didier Brel, Frakklandi. á 21,47 sek. Segir það sina sögu að bæði Pólverjinn og Frakkinn eru landsliðsmenn i heima- löndum sinum. Tveir fyrstu menn úr hverjum riðli komust áfram i undan- úrslitin, svo og þeir þrir sem beztum tima höfðu náð án þess að verða i fyrsta eða öðru sæti i riðlunum og voru bæði þeir Vilmundur og Swierczynski i þeirra hópi. Timi Vilmundar, 21,23 sek., er bezti timi sem Islendingur hefur náð en gamla heimsmetið í þeirri grein var 13,24 sek., og hafði stað- ið frá Ölympiuleikunum i Munchen 1972, er Bandarikja- maðurinn Rod Milburn hljóp á þessum tíma. í methlaupi sínu náði Casanas mjög góðu viðbragði og hljóp stórkostlega vel. Kom hann í markið tveimur metrum á undan næsta manni, Jan Pusy frá Póllandi, sem fékk tímann 13,53 sek. i 200 metra hlaupi þegar timataka er sjálfvirk, en nokkru munar á sliku og venjulegri timatöku, sennilega allt að 3 sekúndubrotum. Var afrek Vil- mundar þeim mun glæsilegra að hann gekk ekki fullkomlega heill til skógar i hlaupinu. Mun Vilmundur ekki hafa tekið þátt i undanúrslita- keppninni vegna meiðsla, en þessi timi hans hefði nægt til fjórða sætis i úrslitahlaupinu sem fram fór i gær- kvöldi. Vann hlaupið Bandarikja- maðurinn Clancy Edwards á 20.46 sek.. en Kúbumaðurinn Silvio Leon- ard varð annar á 20.64 sek. og þriðji varð Snoddy. Bandarikjunum. á 21,17 sek. 21,23 SEK. HJÁ VILMUNDI Karl Benediktsson Hörður Hilmarsson KARL Benediktsson hefur byrjað þjálfun meistaraflokks Vlkings < handknattleik, en eins og fram hefur komið I Mbl. varð ekkert úr því að pólskur þjálfari kæmi til Vik- ings. Karl sagði ( samtali við Mbl. 1 gær, að ekki væri búið að ganga formlega frá ráðn- ingu hans sem þjálfara Vík- ings og taldi hann mjög sterk- ar Ifkur á þvi að hann þjáifaði meistaraflokkinn. Óvfst er að hann þjálfi Þrótt eíns og heyrst hafði. Karl hefur áður þjálfað Vfkinga nokkra vetur og undir hans stjórn varð liðið tslandsmeistari 1975. NU hefur verið afráðið að Ilörður Hilmarsson, hinn kunni knattspyrnumaður úr Val og handknattieiksmaður með KA á Akureyri, þjálfi lið Stjörnunnar ( handknattleik í vetur og mun Hörður jafn- framt Jeika með liðinu. Er ekki að efa að Stjörnunni verð- ur mikill styrkur að þvf að fá Hörð til liðs við sig, þar sem hann hefur verið einn bezti leikmaður KA-liðsins f 2. deildarkeppninni undanfarin ár, — er bæði harður vernar- leikmaður og eins mjög drjúg- ur sóknarleikmaður og skorar jafnan mörg mörk. Stjarnan, sem var nýliði í 2. deildar keppninni í fyrra, stóð sig þar með ágætum undir stjórn Sigurðar Einarssonar þjálfara, og má ætla að svo verði eínnig hjá liðinu í vetur, jafnvel þótt það hafi misst aðalmarkvörð sinn, Brynjar Kvaran, yfir f Val. Heyrst hef- ur einnig að annar leikmaður úr KA, Armann Sverrisson, ætli sér að leika með Stjörn- unni f vetur, en hann mun stunda nám i Reykjavfk í vet- ur. Ármann var einn af mark- hæstu leikmönnum ( 2. deild í fyrra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.