Morgunblaðið - 23.08.1977, Page 34
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977
Þróttur vann Selfoss
EFTIR 2—0 sigur sinn yfir Sel-
fyssingum á Selfossi í gærkvöldi
eru Reykjavíkur-Þróttarar enn
við toppinn í 2. deildar keppninni
og eiga góða möguleika á að
endurheimta sæti sitt í 1. deild.
Sigurinn í gærkvöldi var þó
engan veginn fyrirhafnarlaus
fyrir Þrótt, þar sem Selfyssingar
sýndu þá einn sinn bezta leik í
sumar — börðust vel og voru á
köflum betri aðilinn á vellinum,
sérstaklega í fyrri hálfleik.
Selfyssingar áttu eina góða
tækifærið sem gafst í þeim hálf-
STAÐAN
Staðan I 2. deildarkeppni is-
landsmótsins i knattspyrnu er nú
þessi:
KA 14 11 1 2 44:19 23
ÞrótturR 14 10 2 2 32:14 22
Haukar 14 6 7 1 22:11 19
Ármann 14 7 3 4 23:18 17
ísafjörður 14 55 416:1715
ReynirS 14 5 4 5 21:23 14
Völsungur 14 34 7 14:22 10
ÞrótturN 14 3 3 8 17:26 9
Selfoss 14 2 2 10 11:31 6
ReynirÁ 14 13 10 13:32 5
leik er Sigurður Reynir skallaði
að marki Þróttar á 3. minútu, en
markverði Þróttar tókst þá að
bjarga naumlega. Allan hálfleik-
inn voru Selfyssingar svo öllu
meira i sókn, en jafnan vantaði
punktinn yfir i-ið hjá þeim,
þannig að ekki tókst að skora. Var
staðan i hálfleik 0—0.
í seinni hálfleiknum náðu
Þróttarar sér betur á strik og eftir
að þeir höfðu fengið sannkallað
gjafamark á 30. minútu var varla
vafamál hvor aðilinn myndi hafa
betur. Mark þetta kom þannig að
einn af leikmönnum Selfoss-
liðsins lagði knöttinn fyrir Þrótt-
ara og tókst siðan Páli Ölafssyni
að skora. Páll bætti síðan öðru
marki við á 40. minútu hálfleiks-
ins, og var það mjög fallegt.
Selfyssingar fengu einnig góð
færi í hálfleiknum, eins og þegar
Kári Jónsson skallaði hörkuskalla
rétt framhjá snemma í hálfleikn-
um og er Óskar Marelsson skall-
aði yfir af mjög stuttu færi undir
lok leiksins.
Reynismenn sjá
ekki eftir 2. deild
REYNIR og ísfirðingar mættust á
fostudagskvoldið i 2. deildarleik á
Árskógsstrandarvelli. Jafntefli varð,
hvorugt liðið skoraði mark. Með
Jafnt í
Sandgerði
REYNIR og Völsungur gerðu
jafntefli i Sandgerði á laugardag-
inn 1:1 og þar með þokuðu Hús-
víkingarnir sér enn lengra frá
falli.
Leikurinn var mjög jafn lengst
af, en undir lokin sóttu Reynis-
menn þó öllu meira. í fyrri hálf-
leik skoraði Magnús Kristinsson i
eigið mark og staðan varð 1:0 fyr-
ir Völsung en Magnús bætti fyrir
mistökin i s.h. er hann jafnaði
með fallegu skaliamarki eftir
horn.
Hjá Reyni var Pétur Sveinsson
beztur en unglingalandsliðsmað-
urínn Kristján B. Olgeirsson var
beztur í liði Völsungs.
þessum úrslitum má segja að Reynir
hafi endanlega kvatt alla von um
áframhaldandi veru í 2. deild.
..Það er engin eftirsjá að 2 deildinni
hérna," sagðí Valdimar Kjartansson,
fréttaritari Mbl á Árskógsströnd, þegar
íþróttasiðan ræddi við hann eftir leik-
inn. „Það hefur verið mjög erfitt fyrir
okkur og ákaflega dýrt að taka þátt i
keppni 2. deildar. Það eru svo margir
sjómenn i liðinu að 2—3 bátar hafa
hreinlega orðið að koma að landi til
þess að hægt væri að spila leikina f 3
deildinni er þetta allt viðráðanlegra.
leikirnir i næsta nágrenni við okkur og
hægt að skjótast þetta á bilum."
Um leikínn á föstudagskvöldið er
ekki mikið að segja Hann var jafn og
tækifæri fengust á báða bóga en þau
nýttust ekki Reynismönnum hefur
gengíð afar illa að skora siðan þeir
komust upp i 2. deild. en fyrir hálfum
mánuði voru þeir aftur á skotskónum
er þeir unnu Dalvik 19:2 i Eyjafjarð-
armótinu. I þeim leik skoraði Gylfi
Baldvinsson 9 mörk, hann var áður
fyrr mesti markaskorari Reynismanna
en hefur nú lagt skóna á hilluna að
mestu Vantar Reyni tilfinnanlega
markaskorara á borð við Gylfa —SS.
Armenningar sækja að marki KA en Akureyrarmarkvörðurinn gómar knöttinn orugglega.
KA nú feti frá 1. deild
KA trónar enn ó toppi 2. deildar eftir
5—1 sigur yfir Ármanni i Laugar-
dalsvellinum Eins og markatalan
gefur til kynna voru yfirburðir KA
miklir og hefðu þeir jafnvel getað
unnið leikinn með enn meiri mun.
Gunnar Blöndal, markaskorarinn
mikli hjá KA, var heldur betur i ham i
þessum leik skoraði þrjú mörk, öll i
fyrri hálfleik. og barðist vel allan leik-
inn Frysta markið kom eftir 10 mln
leik, Ármann Sverrisson átti skot á
markið sem Ögmundur markvörður Ár-
manns hélt ekki og Gunnar Blöndal
potaði boltanum i netið S mskonar
atvik kom upp mínútu siðar með sömu
menn i aðalhlutverkum en Gunnar
skaut þá yfir Hinsvegar urðu honum
ekki á nein mistök skömmu siðar þegar
hann fékk boltann eftir hornspyrnu og
þrumuskot hans rataði rétta leið i netið
framhjá varnarmönnum Ármanns. En
Ármenningar náðu að laga stöðuna,
Þ'ráinn Ásmundsson skoraði mark
Gunnar Blöndal var greinilega ekki
ánægður með þetta. því skömmu siðar
skoraði hann fallegt mark eftir góða
fyrirgjöf frá Ármanni Sverrissyni
Staðan var þvi 3—1 i hálfleik.
Strax í byrjun seinni hálfleiks fékk
Sigurbjörn Gunnarsson góðan stungu-
bolta frá Jóhanni Jakobssyni og hann
skoraði örugglega framhjá Ögmundi Á.
Síðasta mark leiksins skoraði Eyjólfur
Ágústsson um miðjan hálfleikinn er
hann skallaði í netið eftir hornspyrnu.
Fleiri urðu mörkin ekki þrátt fyrir
ágæt tækifæri. einkanlega KA-manna,
þó áttu Ármenningar sln færi, það var
helzt Egill Steinþórsson, bezti maður
Ármanns i leiknum sem gerði usla i
vörn KA
KA-liðið sýndi i heild góðan leik og
því erfitt að nefna beztu menn, i fram-
linunni bar mest á Gunnari og Ár-
HAUKAR unnu góðan sigur yfir
Þrótti. Neskaupstað, á Kaplakrika
velli á laugardag. Töluverður vindur
stóð eftir endilöngum vellinum og
setti hann sitt mark á leikinn, sem
var heldur leiðinlegur á a8 horfa
þrátt fyrir sex mörk.
Haukar náðu forystu um miðjan fyrri
hálfleik, þá átti Sigurður Aðalsteinsson
gott skot á markið sem markvörður
Þróttar náði að verja í horn og upp úr
horninu skallaði Ólafur Jóhannesson
boltann í netið. 10 mín. síðar náðu
Þróttarar að jafna, Sigurður Friðjóns-
son renndi boltanum i netið eftir að
markmaður Hauka hafði misst frá sér
skot Björgúlfs Halldórssonar En Hauk-
manni, einnig áttí Sigbjörn góðan leik
Þá skal einnig minnzt á „gamla mann-
inn" i KA-liðinu, Þormóð Einarsson,
sem barðist vel allan leikinn og dreif
sina menn áfram.
Dómari í þessum leik var Ólafur
Valgeirsson og átti hann ekki góðan
dag að þessu sinni.
— HVH.
arnir svöruðu fyrir sig með tveimur
mörkum, Ólafur Jóhannesson skoraði
aftur fyrir Haukana, úr þvögu eftir
hornspyrnu. Og á sömu minútunni var
Ólafur aftur á ferð, átti góðan skalla á
markið sem markvörður inn hálfvarði
og Sigurður Aðalsteinsson átti ekki I
erfiðleikum með að pota knettinum
inn. Þannig var staðan í hálfleik.
3— 1.
Um miðjan siðari hálfleik náði Helgi
Benediktsson að minnka muninn fyrir
Þrótt með marki af stuttu færi.
En skömmu siðar gulltryggðu
Haukarnir sigurinn er Guðmundur Sig-
marsson skoraði beint úr aukaspyrnu.
Þannig urðu lokatölur leiksins
4— 2, sanngjarn sigur Hauka i frekar
slökum leik, þar sem markmennirnir
voru Jélegustu menn liðanna. Dómari
leiksins var Baldur Scheving og stóð
hann sig vel ___HVH
islandsmðtlð 2. delld
Oruggur Haukasigur
f þetta sinn lagði Óskar Sæmundsson boltann svo nálægt holunni að andstæðingurinn tók upp boltann,
henti honum til Óskars og gaf honum höggið. Óskar er fyrir miðju. Ljósm. Rax.
Opna íslenzka meistaramótið:
Glæsilegur
sigurÓskars
ÓSKAR Sæmundsson, GR, kom
mjög á óvart með því að sigra
örugglega í opna íslenzka
meistaramótinu f golfi, „Iceland-
ic Open“, sem fram fór á Hval-
eyrarvellinum um helgina í mjög
góðu veðri. Óskar er margreynd-
ur kylfingur en hann hefur lftið
getað stundað golf að undan-
förnu, þar sem hann er loft-
skeytamaður á rannsóknarskip-
inu Arna Friðrikssyni.
Keppni þessi er holukeppni
með útsláttarfyrirkomulagi. 32
kylfingar hófu keppnina, allir
með 7 í forgjöf eða lægra. Þetta
var þvi önnur sterkasta golf-
keppni sumarsins. Það vakti at-
hygli að fslandsmeistarinn Björg-
vin Þorsteinsson var úr leik strax
fyrsta daginn, tapaði fyrir Sigurði
Hafsteinssyni, GR.
Til úrslita léku Óskar og Sveinn
Sigurbergsson, GK, og þegar tvær
holur voru eftir hafði Óskar unn-
ið þremur holum meira og var því
sigurvegari 3:2. í keppninni um
þriðja sætið vann Sigurður
Hafsteinsson Ragnar Ólafsson,
GR. 3:2
Þetta síðasta stórmót sumarsins
gaf 255 stig til landsliðs og þar
hlaut Óskar 63,75 stig og er nú
fjórði á landsliðslista Golfsam-
bandsins í sumar með 92,20 stig.
Efstur er Ragnar Ólafsson, GR,
með 195,75 stig, annar Björgvin
Þorsteinsson, GA, með 175,33 stig
og þriðji Sveinn Sigurbergsson
153,35 stig.