Morgunblaðið - 23.08.1977, Síða 22
30
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977
Kristín Sveinbjörns-
dóttir Hrafnabjörgum,
Amarfirði — Minning
F. 8. des. 1899
D. 13. ágúst 1977.
í dag verður til moldar borin
frá Fossvogskrikju Kristin Svein-
björnsdóttir, húsfreyja, Hrafna-
björgum í Arnarfirði.
Með henni er kvödd heiðurs-
kona, verðugur og góður fulltrúí
íslenskrar húsmóður og sveita-
konunnar, sem vinnur störf sín
hvern liðlangan dag af hægð og
iítillæti.
Kristin var fædd 8. desember
1899 að Hóli við Bíldudal í Arnar-
firði. Foreldrar hennar voru hjón-
in Sveinbjörn Egilsson og Val-
gerður Jónsdóttir. Hún eyddi
æsku- og unglíngsárum i Arnar-
firði og Önundarfirði iðulega við
kröpp kjör. Þau voru 3 systkinin,
bræðurnir Egill og Rafn. Egill er
látinn, en Rafn er búsettur á
Akranesi. ■
P'immtán ára unglingur kom
Kristín i Lokinhamradal, ysta dal,
byggðan, við Arnarfjörð norðan-
verðan. Þar er fagurt landslag,
stórbrotið og tilkomumikið. All-
vatnsmikil á rennur eftir miðjum
dal, en beggja vegna árinnar eru
bæirnir í dalnum. Á kyrrum sum-
armorgni, áður en hafgoluna legg-
ur inn fjörðinn, er þarna einstak-
lega fallegt; i blámóðu sjást fjöll
og dalir hinum megin fjarðar, en
beint á móti blasir við Selárdalur
með hvítkögraðan sand í for-
grunni.
Þarna er harðbýlt og afskekkt,
en mikið athafnalíf var þarna á
æskudögum Kristinar, því eins og
viðast á Vestfjörðum var mest
byggt á sjósókn og sjávarafla.
Mikill útvegur var frá Lokin-
hamradal og stundum lágu um 30
vermenn við í Grísavík (Vikin),
en þar var aðalútræði og uppsátur
í dalnum. Skammt var til gjöfulla
miða, en frá Lokinhamradal blas-
ir við óravídd hafsins til vesturs
og suðvesturs. Þá munu nær 40
manns hafa haft fasta búsetu í
Lokinhamradal. Kristin kom í
heimilið hjá þeim hjónum Ölafi
Kristjánssyni og konu hans Sig-
ríði Jónsdóttur, sem bjuggu að
Hrafnabjörgum, en Sigríður var
móðir Steingríms Jónssonar raf-
magnsstjóra, sem var landskunn-
ur maður á sinni tíð. Kristín átti
þarna gott atlæti. Hún varð sem
Hjartkær sonur minn, stjúpsonur, bróðir og mágur,
ARINBJÖRN ÞÓR PÁLMASON.
Skúlagötu 70
er látinn
Guðrún Óskarsdóttir
Haraldur Guðmundsson
Kristinn Pálmason
Anna Ingólfsdóttir
Móðir okkar
DÓRA MAGNÚSDÓTTIR
Sólvallagötu 1 7,
andaðist í Landspítalanum 22 ágúst
Jón Magnússon
EHn H. Magnúsdóttir
MagnúsTh. Magnússon
Utför fóstru okkar,
MARGRÉTAR VALDIMARSDÓTTUR,
Guðrúnargotu 7,
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25 ágúst kl 1 3 30
Steinunn Margrét Lárusdóttir
Jón Þór Einarsson
Hilmar Einarsson
Sígríður Helga Einarsdóttir
Útför föður okkar og tengdaföður, B
SIGUROAR MARTEINSSONAR,
bifreiðastjóra,
Gautlandi 1,
fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudag 24 ágúst kl 3 Þeir sem vildu
minnast hans, láti vinsamlega minningarsjóð Vilborgar Jónsdóttur
Ijósmóður njóta þess Minningarbók liggur frammi í Bókaverzlun
Eymundsson
Ágústa Sigurðardóttir Knútur Ragnarsson
Elsie Sigurðardóttir Teitur Jensson
Guðni Sigurðsson Kristjana Kristjónsdóttir
t
Alúðar þakklr fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginkonu minnar. móður, tengdamóður og ömmu
HALLFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR.
Tobbakoti, Þykkvabæ.
Sérstakar þakkir sendum við nágrönnum hinnar látnu fyrir alla hjálpina
í veikindum hennar
Sigurður Björnsson
Guðbjörg Sigurgeirsdóttir Óskar Sigurgeirsson
Sigurbjartur Sigurðsson Guðbjörg Jónsdóttir.
og barnaböm.
Þessi auglýsing er birt aftur, þar sem slæm prentvilla varð f
birtingu hennars.l. sunnudag
fósturdóttir þeirra hjóna, mat þau
sem sína foreldra og skírði börn
sín eftir þeim.
Upp frá þessu dvaldi Kristin i
Lokinhamradal og unni mjög
dalnum sínum og firðinum stór-
brotna. Þarna kynntist hún
manni sinum, Ragnari Guð-
mundssyni frá Meðaldal í Dýra-
firði, sem var þá við sjóróðra i
Víkinni. Þau voru gefin saman i
hjónaband árið 1923 og hófu
skömmu siðar búskap i Lokin-
hömrum.
Bærinn stóð á fegursta stað, fyr-
ir miðjum dal, þaðan sem sést vítt
til allra átta. Að Lokinhömrum
bjuggu þau nokkuð fram yfir
1940, er þau keyptu jörð og hús að
Hrafnabjörgum og fluttu þangað.
Eftir Olaf og Sigriði höfðu búið
þar hjónin Ingvaldur Kristjáns-
son og kona hans Jónfriður Gisla-
dóttir, sem enn lifir. Kristín og
Ragnar sátu siðan þá jörð og hálfa
Lokinhamrajörðina á móti Jónasi
Sigurðssyni og Sigríði Andrés-
dóttur, sem enn býr í dalnum með
Sigurjóni syni sínum.
Ragnar og Kristin eignuðust 9
börn. Oft hefur því þurft að taka
til hendi hjá þeim hjónum. Ragn-
ar var mikill höfðingi i sjón og
raun, umsvifamikill og oddviti
sveitarinnar um tugi ára. í minn-
ingargrein um Kristinu tengda-
móður mina get ég ekki látið hjá
Iíða að minnast um leið Ragnars,
svo samofin eru þau minningu
minni. Ég skildi fyrst Vestfirði
eftir að ég hafði hitt Ragnar. Ég
held, að Ragnar Guðmundsson
hafi verið mynd hins vestfirska
bónda um aldir. Bóndi var starfs-
heiti hans og búskapur aðalstarf,
en þó fannst mér hann ætíð miklu
meiri sjómaður og það fyrst og
fremst. Ég varð þess ævintýris
aðnjótandi að fara eitt sinn í róð-
ur með Ragnari heitnum og sá ég
þá hvað hann naut sín og kunni
vel til sjóverka. Haust og vor
stundaði hann stíft sjóinn og var
alltaf bátur og iðulega fleiri en
einn í nausti Ragnars. Ragnar
Guðmundsson var frammámaður
í slysavarnamálum og starfaði
mikið að þvi hjartans máli sínu.
Hann var stofnandi og formaður
björgunarsveitarinnar Vina-
bandsins þar í sveit í fjölda mörg
ár. Kristín unni mjög manni sin-
um og studdi hann af fremsta
megni í þessu máli. Eftir lát
þriggja barna sinna stofnuðu
Ragnar og Kristín sérstakan
minningarsjóð við Slysavarnafé-
lag íslands til minningar um þau.
A frumbýlingsárum þeirra
Kristinar og Ragnars voru engar
vélar notaðar við búskapinn, enda
er landslagi svo háttað og jarðveg-
ur mjög grýttur, að það var ekki
fyrr en á síðustu búskaparárum
þeirra, sem tún urðu að mestu
véltæk, en Ragnar andaðist árið
1963.
Um Kristínu Sveinbjörnsdóttur
má þvi vist segja hið sama og
Guðmundur Friðjónsson kvað um
aðra sveitakonu:
„En yngsla reifaslrangann sinn
úl f túnió l»ar.
— þau eldri skyldu hans Ka*la, —
er pahlii art slætli var.
I lágra þúfna skorning
í Ijósi sólar hollu
þar iék hann sér að smára
ojí fífli ok hióukollu.
SVAR M/TT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ilvernig viljið þér lýsa góðumsunnudagaskólakennara? Ég
ætla að fara að kenna á næstunni og yrði þakklátur fyrir
leiðbeiningar.
Hann er einlægur. Góð kennsla og góður kennari
eru hliðstæður. Annað er ekki til án hins. Auk þess
veit góður kennari, hvernig djúp sannindi eru út-
skýrð á einfaldan hátt. Jesús var frábær kennari, og
menn hlustuðu á hann, ekki aðeins vegna þess, sem
hann sagði, heldur vegna þess, hver hann var. Hann
var hinn snjalli kennari. Hann gerði eilíf sannindi
lifandi með dæmisögum. Enginn tók honum fram í
að nota líkingar.
Ég tel einnig nauðsynlegt, að viðfangsefnið þurfi
að vera kennaranum hugleikið og að hann láti sér
annt um nemendur sína. Einnig hér skaraði Jesú
fram úr. „Hann kenndi í brjóti um mannfjöldann".
í þriðja lagi þarf kennarinn að hafa vald. Kristur
talaði með valdi. Hann sagði ekki: „Ég held, að þetta
sé svona“, eða: „Ég lít svo á, að þetta sé rétt“. Hann
sagði alltaf: „Ég segi yður;“ Þetta gerist, þegar
menn verða handgengnir því, sem þeir eru að kenna.
Við getum ekki kennt um Guð, ef við þekkjum Guð
ekki. Við getum ekki kennt Biblíuna, ef við þekkjum
ekki Biblíuna. Við getum ekki kennt, að menn þurfi
að endurfæðast, ef við þekkjum það ekki sjálf.
Þér hafið fengið eitthvert mikilvægasta verkefni,
sem til er, og það mun veita yður mikla umbun. Guð
blessi yður.
Og hrífu sinni hrá hún og hart
að Ijánni gekk,
sem harla skjólt gekk saman og varð
að dreifðum flekk.
En það var henni leikur
f þokunni að smala
og þumalinn að prjóna. — Um hvfld
var ekki að tala“.
En þeim búnaðist vel og við
andlát Ragnars var bú þeirra að
Hrafnabjörgum orðið eitt af
stærstu fjárbúum Vestfjarða með
yfir 500 fjár af kostakyni, sem var
eftirsótt í fjárskiptunum miklu.
Þau Ragnar og Kristín máttu þó
þola saman súrt og sætt eins og
oft verður lífsins saga. Mest áfall
varð það þeim, er þau með stuttu
millibili misstu þrjú barna sinna:
Ólaf, mikinn efnispilt, sem tvítug-
an að aldri tók út af togaranum
Kára árið 1948, Höllu, sem dó af
slysförum aðeins 5—6 ára gömul,
rúmlega tveimur árum siðar, er
hún hrapaði úr hömrum skammt
frá bænum, og Grétar, sem andað-
ist í Reykjavík árið 1952, en hann
var þá í 4. bekk Menntaskólans;
mikill og góður námsmaður.
Kristin bar þessa miklu raun
með hugprýði og rósemi, en mikil
huggun var henni einlæg og stað-
föst trú á annað lif að loknu
þessu.
Börn þeirra hjóna, sem enn lifa,
eru: Sigriður og Guðmundur, sem
bæði búa að Hrafnabjörgum og
bjuggu þar félagsbúi með móður
sinni eftir lát Ragnars; þau eru
bæði ógift; Gunnar, skólastjóri i
Bolungarvík, kvæntur Önnu
Skarphéðinsdóttur; Höskuldur,
sjómaður, Þingeyri, kvænturGuð-
mundu Guðmundsdóttur; Berg-
þóra, læknir í Reykjavík, gift
Guðjóni Jónssyni, og Anika, hús-
móðir f Reykjavík, gift undirrit-
uðum.
Kristín Sveinbjörnsdóttir var
fríð kona sýnum, nett og kvenleg.
Hún var vel gefin og ritaði
skemmtileg og hlý sendibréf, fróð
og las mikið góðra böka, en á
Hrafnabjörgum var óvenjulega
gott heimilisbókasafn. A kyrrlát-
um stundum fékkst hún fyrr meir
við ljóðagerð, en i föðurætt henn-
ar er listefni og hagleikur. En það
sem fyrst og fremst einkenndi
Kristínu var sérstakt hæglæti og
rólyndi; hún var vinnusöm og
skipti aldrei skapi, góð börnum
sínum og öðrum, sem henni var
trúað fyrir.
Kristín átti við mikið heilsu-
leysi að stríða síðustu æviárin og
frá því á maí 1976 lá hún á Borg-
arspítalanum og þurfti mikla
hjúkrun og umönnun; áður hatði
hún legið rúmföst heima við erf-
iðar aðstæður.
Dauðinn var henni því lausn og
líkn frá þrautum eins og komið
var. Hún andaðist á Borgarspital-
anum hinn 13. þessa mánaðar, en
stundu áður en hún skildi við
lífið, sem hafði veitt henni sorg og
sælu-, horfði hún róleg, eins og
henni var eiginlegast, i gegnum
slæðu sótthitans í augu mér. Þau
lýstu af mildi og hlýju og hún
andaðist eins og hún hafði lifað í
friði og í sátt við allt og alla.
Við andlát Kristinar Svein-
björnsdóttur viljum við vanda-
menn og ástvinir hennar þakka
læknum og starfsfólki Borgarspít-
alans fyrir frábæra umönnun og
hjúkrun i langri og erfiðri sjúk-
sómslegu Kristínar.
Ég þakka tengdamóður minni
allt gott í gegnum árin; hljóðláta
alúð og umönnun okkar og barn-
anna hvert sumar, sem við kom-
um í heimsókn.
Nú er lokið kafla i sögu dalsins
hennar
Blessuð sé minning Kristinar
Sveinbjörnsdóttur frá Hrafna-
björgum i Arnarfirði.
Guðjón Ármann Eyjölfsson.
Birting
afmælis-
og minning-
argreina
ATHVGLI skal vakin á þvf, U1
afmælis- og m'inningargreir.a;
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í sið-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera í sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
Ifnubili.