Morgunblaðið - 23.08.1977, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 23.08.1977, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGÚST 1977 31 Margrét Bjarna- dóttir—Minning Fædd 17. september 1918. Dáin 12. ágúst 1977. Meö ýmsu verður sá að gjalda, sem lífið er örlátt á ævidaga, ma.a með því að verða að sjá á bak þvi fleiri samferðamönnum sem ofar kemur í árin. Hver af öðrum með æ skemmra bili hverfa þeir hon- um af leiksviði lifsins bak við tjaldið mikla, sem :'n afláts er dregið fyrir „senur“ þess. Auðvitað fer svo að sá að segja mætti hversdagslegi atburður verður okkur ekki alltaf jafn minnisstæður. En öðru hvoru hverfur einn og einn innfyrir, sem einhverra hluta vegna hverf- ur ekki jafnskjótt af tjaldi minn- inganna. Og til þeirra telst min gamla vin- og frændkona Margrét Bjarnadóttir. Um 25 ár eru liðin síðan fund- um okkar fyrst bar saman á hin- um þekkta stað Reykjalundi, sem þá fyrir nokkrum árum var tek- inn til starfa sem dvalar- og vinnuheimili þeim, er hinn al- ræmdasti vágestur þess tíma — berklaveikin — hafði merkt sér. Þar lentum við fyrst í stað saman sem herbergisfélagar. Tókust því þegar allnáin kynni með okkur jafnframt traustri vináttu, sem aldrei rofnaði en lýsti og yljaði æ síðan jafn fersk og lifandi við hvern endurfund. Þannig vann þessi unga, fallega kona fljótlega hug minn og hylli eins og margra annarra svo rik sem hún var hvorttveggja af skarpri greind og skaphita og opinskárri hrein- skilni og reisn og þó enn ríkari af persónulegum þokka og samúðar- fullri hlýju, sem gerði öllum gott að vera í návist hennar, ekki sizt einstæðingnum og lítilmagnan- um. Að gleðjast með öðrum og gleðja var henni rík þörf og kom best i ijós, er hún sat við hljóðfær- ið og lék og söng sinni fullu, fögru rödd hvort heldur var islenzk alþýðulög eða sönglagaperlur eft- Hrafn Halldórs- son—Minning Menn hittast og skilja alia tið, og varla höfum við skólaféiagarn- ir úr enskunni búizt við að hittast mikið eftir að náminu lauk i vor. Þó var allt opið — lífið framund- an með öllum sfnum möguleikum, og »11 reiknuðum við með að hitt- ast seinna i lifinu.'En úr þessu verður Hrafn ekki með. Hrafn sem tók lifinu með ró og anaði ekki að neinu en vann yfirvegað og af einbeitni að takmarki sínu, einmitt hann deyr á vofeiflegan hátt. Við minnumst þess þegar hann fór að nefna mótorhjól snemma í vetur. Seinna kom hann með bæklinga og var ákveðinn í að láta slag standa. Það óraði vist engan fyrir afleiðingunum. Hrafn var hjálpsamur félagi. Hann var blátt áfram, einlægur og sjálfum sér samkvæmur. Eng- inn hikaði við að segja honum skoðanir sínar; Hrafn tók öllu með skilningi og jafnaðargeði. Við vottum fjölskyldu hans samúð okkar og minnumst hans með þakklæti fyrir góðar sam- verustundir. Skólafélagar. ir Sigfús, Kaldalóns, Inga Lárus- j son og Eyþór. Hversu jós hún þá I ekki út til annarra af örlátu hjarta sinni eigin söngvagleði og samhug. Þeirra stunda munu áreiðanlega fleiri en ég minnast sem sannra sólskinsstunda. Margrét var þeirri gáfu gædd að gefa — ósjálfrátt og óafvitandi — öðrum af auðlegt sinni. Það fylgdi henni ekki aðeins á vina- fundum og gleðimótum heldur einnig í önn hversdagsins alla leið inn fyrir afgreiðsluborðið. Og fyr- ír mér er hún einn iitríkasti og elskulegasti persónuleikinn, sem á vegi mínum hefur orðið. Ég gat þess í upphafi, að vágest- urinn mikli — berklarnir — hefðu allsnemma snortið hana fingri sínum. Þó .reyndist annar vágestur henni miklu stærri böl- valdur. En það var sú furðulega eiturslanga, sem gjarnan hefur þann háttinn á að fela sig í gylli- skreyttum glerfleygum og höggva þaðan fórnarlömbin eiturtönnum sínum. Undarleg staðreynd og raunar rannsóknarefni, hversu óvinur sá sýnist sækjast hvað fast- ast eftir að ráðast þar að, sem glæsileiki og atgerfi er fyrir. Rétt eins og þessum illvætti sé í mun að hermdarverkið geti þá orðið. þeim mun stærra og blóðugra. En þess er ég fullviss, að sá skugga- baldur hefur þó aldrei siðasta orð- ið. Fyrr eða síðar kemur sá, sem honum er sterkari, og svo hefur nú orðið hjá Margréti vinkonu minni. Þessvegna gleðst ég nú og sam- fagna um leið og ég minnist henn- ar með þökk. Ingibjörg Þorgeirsdóttir. Kristín Péturs- dóttir—Minning Kristín Pétursdóttir er fædd 30. ágúst 1905 í Dufansdal í Suður- fjarðahreppi, Arnarfirði. Foreldr- ar hennar voru Pétur Bjarnason, skipstjóri, og kona hans, Valgerð- ur Kristjánsdóttir. Kristín fluttist ásamt foreldrum sínum tæplega ársgömul til Bíldu- dals og ólst þar upp sin bernsku- og æskuár ásamt systkinum sin- um. Var hún elzt sjö systkina og eru nú aðeins tvær systur á lífi, Ólina á Daðastöðum í Núpasveit og Friða, búsett hér í borg. Kristín var vel gefin kona, hljóðlát og prúð svo að af bar, hagmælt vel, en mun lítt hafa flikað þvi, söngvin og spilaði vel á orgel, enda organisti i Bíldudals- kirkju i mörg ár. Hún var víðlesin og fróð, en skólaganga hennar var aðeins einn vetur í 3. bekk Kvennaskólans i Reykjavik. Hún fékkst við barnakennslu i mörg ár og saknaði þess ávallt að Köttur í óskilum hjá lög- reglunni í Keflavík hafa ekki átt þess kost að taka kennarapróf, en efnin voru lítil heima og þess var ekki kostur að fara lengra i námi. En hún virtist alls staðar heima og ber spurning eins nemenda hennar vott um þetta, er hann sagði: „Um hvað er hægt að spyrja þig, Kristín, svo að þú vitir það ekki?“. Að alast upp á Bildudal á upp- vaxtarárum Kristinar var eins og að alast upp i stórum systkina- hópi. Hugur barnanna og ungling- anna var samstilltur við leik og störf. Aldrei vantaði verkefni, enda var lifsfyllingin ósvikin. Það var mikil hamingja. A kyrrum haustkvöldum komu hópar barna og unglinga saman á sunnudagskvöldum og fóru i leiki eða dönsuðu á grænum, sléttum grundum og kom þá oft einn með harmoniku og spilaði undir eða farið var heim í Svalborg til syst- kinanna sjö og sungið saman og spilaði þá Kristin undir á orgelið. KÖTTUR er i óskilum hjá lög- reglunni í Keflavfk. Þetta er kol- svartur, stór högni, með hvítt band um hálsinn og bjöllu. Fyrir nokkrum dögum siðan komu tvö börn á stöðina og spurðust fyrir um týndan kött en vegna mis- skilnings var þeim ekki vísað á þennan kött. Eru börnin beðin að gefa sig fram á stöðina eða þeir aðrir, sem telja sig þekkja til högnans, en börnin sögðust hafa verið að gæta hans fyrir fólk í Reykjavik en hanrrtýnst. Æskuárin liðu. Vegir skildust en vináttan hélzt alla tið. Kristín var lengst af búsett á Btldudal og gegndi þar marghátt- uðum störfum. Vann v.ið Kaupfé- lag Arnf., var í hreppsnefnd, skólanefnd, kirkjuorganleikari, formaður kvennadeildar slysa- varnafélagsins, ritari kvenfélags- ins Framsóknar I nokkur ár og einnig formaður þar. Son eignaðist Kristín 17. ágúst 1935, Pétur Valgerð Jóhannsson. Hann er búsettur á Bildudal, kvæntur Sigríði Pálsdóttur. Hún giftist 28. okt. 1940, Kristni Guðfinni Péturssyni, sjómanni, á Bíldudal. Hann andaðist 1968. Þau hjón eignuðust þrjár dætur, Jóhönnu, gifta Herði V. Arnasyni, Valgerði, gifta Sigursteini Stein- dórssyni og Birnu, gifta Eggert Þorsteinssyni. Allt er þetta mynd- ar- og efnisfólk. Eg votta aðstandendum dýpstu samúð. Hafi Kristin þökk fyrir allt og allt. Hallfrfður Þorkelsdóttir. — Rölt um Raufarhöfn Framhald af bls. 15 mikil umbrot. Þegar síldin hvarf 1967 blasti við atvinnuleysi. Síðan fóru menn að hugsa sitt ráð. Þá var keyptur síðutogarinn Jökull, en hann var seldur vorið 1972 og árið eftir var Rauðinúpur keyptur frá Japan. Hann hefur reynzt mætavel. En örðugleika er við að glíma á þessum litlu stöðum. Það vantar algerlega ákveðnar þjón- ustugreinar sem við getum ekki án verið og því verður margt miklu dýrara. Það er til dæmis dýrara að gera út togara úti á landi. Vegna viðgerðanna, flutningskostnaðar á veiðarfær- um og svo mætti lengi telja. Aftur á móti er líka búið að festa svo mikið fé í atvinnufyrirtækjum og uppbyggingu að það sem háir okk- ur nú er að okkur vantar í raun- inni annan togara til að tryggja nýtingu tækjanna og stuðla að jöfnuði og stöðugleika atvinnu- lífsins. Og ef allt ætti að nýtast hundrað prósent þyrftum við siðan að fá þriðja togarann, sem við myndum reka í samvinnu við Þórshöfn og myndi hann þjóna báðum plássunum með hráefni. Með slíkum rekstri kæmi engin ládeyða í atvinnulifið og nýting yrði eins og bezt væri á kosið. Vestfjarðaplássin hafa sum reynt þetta og virðist það geta gengið. — Vinnuafl kvenfólksins er ómetanlegt hér eins og annars staðar. Svo erum við með skreiðarverkun og saltfiskverk- un. 1976 var lélegt ár i saltfiski en það, sem fleira, lítur betur út nú. Þegar á heildina er litið virðist mér margt benda til aukinnar fiskgengdar hér á miðunum í kring og fiskurinn fer lika stækk- andi. Ég held að þrátt fyrir erfið- leika sem við glímum við og að- stöðumun sem er okkur ekki í vil samanborið við höfuðborgarsvæð- ið sé ástæða til að vera nokkuð bjartsýnn, sagði Ölafur Kjartans- son framkvæmdastjóri. AtKÍI.ÝSINCASIMINN BK: 22480 J |H«r0unbIatiib ÞJÖOHÁTHIARBLAfl TÝS1977 ff\ 4 \ Þjóðhátíðar- blað Vestmanna- eyja 1977 Þjóðhátiðarblað Týs 1977 kom út í tilefni Þjóðhátíðar Vest- mannaeyja, en efni blaðsins er fjölþætt og allur frágangur vand- aður. Lesmál blaðsins er 50 blað- sfður, en forsfða er með litprent- aðri mynd Guðmundar Sigfússon- ar af lunda með sfli. Ritstjóri blaðsins er Sigurður Guðmunds- son frá Háeyri, en blaðið er prent- að í Prentsmiðjunni Eyrún í Vest- mannaeyjum. Þjóðhátfðarblaðið er til sölu f Keykjavfk í Bókahús- inu Laugavegi 178. í blaðinu eru m.a. grein Arna Johnsen um stil Þjóóhátíðar Vest- mannaeyja, Skotasaga eftir Arna úr Eyjum, grein um Ásgeir Sigur- vinsson, sem heitir Úr „Lautinni“ til Liege. Tvö Ijóð eftir Pál H. Árnason í Þórlaugargerði, saga Árna úr Eyjum, Hótel Nord, með teikningum Guðjóns Ölafssonar, viðtal við Hreggvið Jónsson sem var um nokkra áratugi með Lúðrasveit Vestmannaeyja, viðtal við Július Snorrason, fyrrverandi ísiandsmeistara i kringlukasti, og Kalla Fjalla, fyrrverandi íslands- meistara í sleggjukasti, nokkur ljóð eftir ungt skáld, Guðmund H. Tegeder, Þjóðhátíðarlag Sigurðar Óskarssonar 1977 og ljóð Snorra Jónssonar, ljóð og lag Ása i Bæ tileinkað Herjólfsdal 1977, kveðja til Stefáns Árnasonar, fyrrver- andi yfirlögregluþjóns og þular á Þjóðhátið i liðlega 50 ár, ljóð eftir Sveinbjörn Agúst Benónýsson. Karatefélag Reykjavíkur SEIWAKAI Innritun í nýja byrjendaflokka á haustnámskeið félagsins verður dagana 23/8 til 27/8 kl. 19—21. Innritað verður í flokka karla og kvenna á öllum aldri og unglingaflokka 1 3 — 1 5 ára. Kennt verður eftir reglum GOJU KAI og ALL JAPAN KARATE FEDERATION. Áherzla verður lögð á alhliða líkamsþjálfun og öndunar- æfingar auk Karatekennslunnar. Aðalkennari félagsins verður Kenichi Takefusa 3. Dan í Goju-Ryu Karate Do. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins að Ármúla 28 2. hæð og í síma 35025 á ofan- greindum tímum, Karatefélag Reykjavíkur Seiwakai. félagi í all Japan Karate Federation.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.