Morgunblaðið - 23.08.1977, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977
37
iry ^7
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
I0100KL 10— 11
FRÁ MÁNUDEGI
■ ir
styrkja afreksmenn íþrótta, ein-
ungis tel ég nauðsyn á að komið
verði á einhverju „kerfi“ sem
geri beztu mönnum kleift að
helga sig íþróttunum. Það verður
alltaf álitamál hvert skipulagið
skal vera, en það hlýtur að vera
hlutverk iþróttaforystunnar
(sambandanna) að koma á og
vinna að einhverju skipulagi
þessara mála. Ekki ætti það að
vera forystunni neinn vandi að
athuga þessi mál og komast niður
á eitthvert kerfi, því mjög víða
erlendis er iþróttastarfsemin
mjög vel skipulögð og eru „kerf-
in“ mörg, og hvergi er það neitt
leyndarmál .hvernig unnið er að
málinu, ekki einu sinni i löndum
Austur-Evrópu. Dæmin eru mý-
mörg hvernig málum er háttað, og
koma þar við sögu bæði og hið
opinbera, iðnaður, efnaðir ein-
staklingar, og aðrar stofnanir.
Aðalatriðið er að koma verður á
einhverju kerfi hérlendis, því
engum dylst hið jákvæða sem góð-
ur árangur fþróttamanna hefur i
för með sér. Góður árangur hefur
mikið uppeldislegt gildi, hann
hvetur og aðra íþróttamenn til
frekari afreka, og á erlendum
vettvangi er góður iþróttaárangur
ein bezta landkynning sem völ er
á. Undirritaður hefur dvalið lang-
dvölum erlendis og þar eru menn
allir miklu meira fþróttalega sinn-
aðir. Þar vekur þvi góður árangur
I Iþróttum verulega athygli. Oft
hefur verið þörf, en einmitt í dag
er meiri nauðsyn en nokkru sinni
fyrr, að komið sé á einhverju
kerfi til styrktar afreksmönnum f
íþróttum.
0121—3997
% Falleg
höfuðborg
prýði þjóðar.
Einar Ingvi Magnússon
skrifar:
Ég man eftir því að hafa
lesið fyrir skömmu í einhverju
dagblaðanna, lfklega Morgun-
blaðinu, grein úr ferðabók ensks
landkönnuðar, sem kom til lands-
ins okkar, íslands, fyrir aldamót-
in. Eftir minni þori ég ekki að
herma eftir orðalagi hans á
lýsingu Reykjavíkur og ibúum
hennar þvi hún var öll feikna
óhrein bókstaflega.
Á nútfma hræðumst við ekki að
afkomendur okkar þurfi að
skammast sfn fyrir þessa sömu
SKÁK
Umsjón:
Margeir Pótursson
A skákmóti i Paris i ár kom
þessi staða upp i skák þeirra Reé
Clairgeaut og David Gedult, sem
hafði svart og átti leik.
11... Rf3+!, 12. gxf3 — Bxf3,
(Þessi staða er að þvi leyti athygl-
isverð að bæði kóngur og drottn-
ing hvíts eru patt!)
13. Rc3
(13. d4 — Df5, kom i sama stað
niður)
Df5, 14. Rc2 — Dg4 + , 15. Rg3 —
Dh3.
Hvítur gafst upp. Hann á ekki völ
á öðru en 16. Rf5+ — Kd7, og þá
verður hann mát eftir bæði 17.
Re3 — Bxe3 og 17. Rf4 — Dg4+.
borg þvi hún hefur breytzt svo
geysilega til hins betra, að landar
þessa áðurnefna landkönnuðar
hafa varla litið fegurri borg. Það
er þessi borg sem ég hef gert að
umræðu hér — Reykjavik, höfuð-
borg okkar tslendinga og stolt —.
Reykjavík er frábrugðin mörgum
borgum f útliti. Hún er vistleg,
litrík af skemmtilegum hýbýlum,
rúmgóð, og, það sem eftirtektar-
verðast er, iklædd grænu skarti
náttúrunnar. Græna byltingin
svonefnda hefur loksins uppskor-
ið þá fegurð sem hYIfur út-
lendinga mest.
Auk alls þessa væri litil prýði
að borgarsvipnum ef allt væri út-
atað i rusli, en því hefur borgin
einnig séð fyrir að mestu leyti.
Reykjavfk er að verða með hrein-
legustu borgum heims og auk
þess sem hún er augnayndi og
súrefnisrfk útlendingum og ferða-
fólki, njóta íbúar hennar ekki sið-
ur fallegrar borgar. Við
tslendingar megum vera hreyknir
af slfkri höfuðborg sem Reykjav-
ík er, og þeir, sem að hafa unnið,
eiga hrós skilið, þvi falleg höfuð-
borg er prýði þjóðarinnar.
% Skrftin stefna
örn Ásmundsson skrifar:
— Það er skritin stefna
sem verið hefur f landbúnaðar-
málum gegnum árin. Land-
búnaðarpólitfkin vill útrýma sem
flestum neytendum, en þar á ég
við þetta eilífa mjólkurþamb
landsmanna. Það er krabbameins-
valdur i mjólk, en erlendis ræða
menn nú f alvöru þær hættur sem
mjólkurneyzla getur haft f för
með sér. Ekki fjölgar stuðnings-
mönnum landbúnaðarins með
þeirri stefnu sem verið hefur I
landbúnaðarmálum til þessa, en
batnandi mönnum er bezt að lifa
samanber það að búa til 96%
spira úr mysu. Auðvitað eigum
við að búa til vfn okkar sjálfir,
eins og t.d. Þjóðverjar o.fl. þjóðir.
Verið er að tala um sveita-
búskap á tslandi, þegar erlendis
eru heilu hveiti- og rúgakrar, þús-
undir nautgripa til manneldis
o.fl. o.fl. Hér á landi hokra menn
á smábýlum sem hvergi þekkist I
alvöru landbúnaðarstefnu. Hér á
landi borgum við þessum kotkörl-
um, lagðir eru vegir og brýr inn
að býlum til þess eins að fólkið
geti síðan flutt á brott. Sjálfsagt
er að brúa og gera vegi, en það
verður að vera á skynsamlegan
hátt.
Sagt er að Borgarfjarðarbúar
jarmi um leið og Halldór E. birtist
upp við brú. En það skal þvó sagt
þeim til afsökunar að gamla brúin
og sýkisbrýrnar eru óþolandi, og
slysahætta við þær mikil. Land-
búnaðarstefnan ætti að dubba sig
upp með Halldór f fararbroddi og
skoða alvörubrýr og alvöru-
bændabýli f Þýzkalandi og Dan-
mörku. Landbúnaðarstefnan I
dag er til háborinnar skammar.
HÖGNI HREKKVÍSI
Hreyfðu þig ekki — hann gengur i svefni!
Utsala
‘(Olti
Glæsilegu hertogahúsgögnin
WOOOBROS
SKAPASAMSTÆÐUR
Sérkennilegar skápasamstæður það
gamla er endurvakið. Gleðjið augað.
50 möguleikar á uppsetningu. Fáan-
legt I einingum
DÚNA
Qí*umúla 23 - Sími 84200
Enn einu sinni kemur CANON
á óvart með frábæra reiknivél.
+ Pappírsprentun og Ijósaborð
+ Allar venjulegar reikniaðferðir
+ Sérstaklega auðveld í notkun
+ ELDHRÖÐ PAPPÍRSFÆRSLA
(SJALFVIRK EFTIR TOTAL OG ENGIN BIÐ)
+ Otrúlega hagstætt verð.
Það hrífast allir sem sjá og reyna þessa vél.
Skrifvélin hf
SuSurlandsbraut 12 Pósth. 1232.
Sími 85277