Morgunblaðið - 23.08.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. AGUST 1977
39
2,7 torai afhassi
í grísku skipi
Heraklion. Krtl. 22. ágúst — Reuter
HAFNARYFIRVÖLD hafa fund-
iö 2,7 tonn af hassi um borð f
grfsku flutningaskipi, að því er
skýrt var frá Krft í dag. Aætlað
verðmæti farmsins er um 30
milljónir Bandarfkjadala.
Skipið var á leið til Hollands frá
Libanon. Það var á siglingu út úr
höfninni i Heraklion þegar toll-
gæzlumenn fóru um borð. Skip-
inu var snúið til hafnar tafarlaust
og átta manna áhöfn þess hand-
tekin.
NAÐAÐIR á
Filipseyjum
M : nila — 22. ágúst — Reuter
FERDINAND Marcos for-
seti Filipseyja lýsti því yfir
i dag að fangar, sem hlotið
hafa dóm fyrir undir-
róðursstarfsemi, yrðu náð-
aðir og að sleppt yrði úr
haldi þeim, sem hafa beðið
þess að koma fyrir herrétt.
Banvœnt
bit eftir
býflugu
Chalkis, Grikklandi —
22. ágúst. — AP.
LÖGREGLAN í bænum Chalk-
is skýrði frá því í dag, að 42
ára gömul kona hefði látizt um
fimm mfnútum eftir að
býfluga stakk hana í höfuðið.
Konan var að borða hádegis-
matinn í garðinum fyrir utan
hús sitt ásamt fjölskyldu sinni.
Bólgnaði hún þegar þannig að
höfuðið var orðið helmingi
stærra en áður þegar hún lézt.
Um leið aflýsti forsetinn
útgöngubanni að nætur-
þeli, en það hefur verið í
gildi undanfarin fimm ár,
auk þess sem hann hét því
að efna til byggðakosninga
innan árs. Kvað hann hér
um að ræða skref í þá átt
að afnema herlög, sem eru
í gildi í landinu.
Þessi yfirlýsing forsetans kom
fram í ræðu, sem hann flutti við
upphaf áttunda alheimsþings lög-
fræðinga. Forsetinn gerði ekki
nákvæma grein fyrir fyrirætlun-
um stjórnar sinnar varðandi
aukið frelsi í landinu og náðanir
fanganna. Ekki er ljóst hversu
margir fangar það eru, sem náð-
aðir verða eða sleppt verður úr
haldi, en áreiðanlegir heiipildar-
menn túlka ummæli forsetans á
þann veg, að þessar ívilnanir
komi þvi aðeins til framkvæmda
að sótt verði um náðun i hverju
einstöku tiifelli. I siðasta mánuði
tilkynnti forsetinn að þúsund
gæzluföngum sem ekki hefðu
verið ákærðir formlega, yrði
sleppt. Samkvæmt tölum, sem yf-
irvöld hafa birt, eru þá eftir um
þrjú þúsund fangar i vörzlu
hersins.
Bretland:
London. 19. ágúst — Reuter
HÖPUR brezkra hagfræðinga hef-
ur spáð þvf að utanrfkisviðskipti
Bretlands verði hagstæð um 3,6
milljarða sterlingspunda á næsta
ári en að fjöldi atvinnulausra
muni nálgast 2,5 milljóna markið.
Hagfræðingarnir sem höfðu að-
gang að tölvulikani því af þjóðar-
búskapnum, sem rikisstjórnin
notar, spáðu þvi að laun myndu
hækka um 14% á næstu 12
mánuðum og að verðbólgan færi
niður i eins stafs tölu en hún er
nú um 17%.
Haft er eftir pólitiskum
heimildum, að ef þessar spár hag-
fræðinganna standist muni rikis-
stjórnin eiga i erfiðleikum að
verja þennan gifurlega tekju-
hagnað á sama tíma og atvinnu-
leysi fer vaxandi og fjöldi at-
vinnuleysingja nálgist hámark
kreppuáranna.
Nýlega bár-
ust þær
fregnir, að
fyrsta skipið
hefði nú rutt
sér braut að
Norðurpóln-
um. Væri hér
um að ræða
sovézka fs-
brjótinn Ark-
tika. Isbrjót-
urinn er
kjarnurku-
- knúinn. Aður
hafa sæfarar
komizt á pól-
inn en þá
hefur verið
um að ræða
kafbáta, sem
sigldu undir
isnum.
Myndin hér
að ofan er af
Arktika.
23 höfuðlaus lík í
skógi við Kampala
— segja úgandískir andófsmenn
Spáð batnandi efnahag
en vaxandi atvinnuleysi
Nairobi — 22. áfiúst — AP
23 höfuðlaus lík, sem
talin eru vera af
stúdentum við háskólann í
Úganda, hafa fundizt í
skógi í útjaðri Kampala,
höfuðborgar Úganda, að
því er úgandfskir
andófsmenn f Nairobi
skýrðu frá í dag. Líkin
voru af 14 körlum og 9
konurn, sem öryggisverðir
Idi Amins réðu af dögum,
að því er heimildir þessar
herma. Hafði fólkið verið
handtekið eftir
mótmælaaðgerðir gegn því
að nafni Makerere-háskóla
yrði breytt og skólinn
nefndur Idi Amin-háskóli
eftirleiðis.
Sömu heimildarmenn
segja, að yfirvöld í Úganda
haldi þvi fram að lögregla
hefði fundið líkin, og séu
þau af ræningjum, sem
myrtir hafi verið. Þá
kemur fram að foreldrar
þeirra stúdenta sem
saknað hefur verið frá því
að ofangreindar handtökur
áttu sér stað í byrjun þessa
mánaðar, hafi snúið sér til
yfirvalda og beðið um að
líkin yrðu afhent en fengið
synjun.
Haft er eftir
flóttamönnum, sem nýlega
komu til Kenya frá
Úganda, að nýlega hafi
fundizt á víðavangi lík
nokkurra þekktra manna í
Úganda, en nánari fregnir
hafa enn ekki borizt af því
hverja þar var um aö ræða
né hversu margir þeir
voru.
Útgáfu The Daily
American hætt
Róm — 22. á«úst — AP
BLAÐIÐ The Dayly American,
sem gefið er út á ensku f Róm,
Carter forseti skipaði nýlega nýj-
an yfirmann Alrfkislögreglunnar
(FBI) f Bandarikjunum. Þegar
Frank M. Johnson, sem á að baki
sér langan dómaraferil, kom fram
á fréttamannafundi í Washington
nýlega, lél hann meðal annars svo
um mælt, að hann vonaðist til að
standa sig jafnvel f embættinu og
J. Edgar Hoover, fyrirrennari
sinn, hefði gert.
Vildi ekki særa
— aðeins drepa
New York — 22. ágúst — AP
DAVID Berkowitz, sam talið er
að sé „Sonur Sáms“, lagði bif-
reið sinni við brunahana kvöld-
ið, sem hann framdi síðasta
morðið, í þeirri von að hann
yrði handtekinn, að þvi er blað-
ið The Daily News segir koma
fram af hljóðritunum af fram-
burði hans. „Ég vissi að fengi
ég miða fyrir að leggja bílnum
ólöglega þá kæmust þeir á spor-
ið,“ segir blaðið „Son Sáms“
hafa sagt við yfirheyrslur í geð-
sjúkrahúsinu þar sem hann
dvelst nú.
Blaðið getur þess að rann-
sókn á því hvort hér sé um að
ræða raunverulega upptöku á
framburði „Sonar Sáms“ sé um
það bil að hefjast af hálfu
stjórnvalda. í frásögn blaðsíns
kemur fram, að Berkowitz hafi
látið svo ummælt, að honum
hafi þótt miður hversu margir
hefðu særzt af sinum völdum.
„Ég vildi að þau dæju öll —
mitt hlutverk var að drepa,“
sagði hann að því er The Daily
News hermir.
mun senn hætta að koma út, að
þvf er útgefandinn skýrði frá f
dag. Blaðið hefur komið út um 32
ára skeið og var þar til fyrir
þremur árum i eigu bandarískra
aðila. Stofnendur voru þrfr blað-
menn, sem starfað höfðu við dag-
blað á vegum Bandarikjahcrs.
Útgáfan hefur að undanförnu
verið í höndum italsks fyrirtækis
og sagði fulltúi þess í dag, að
vegna margra mánaða deilna við
prentara og erfiðleika við útgáf-
una hefði nú verið ákveðið á
hætta henni. Upplagið er um
þessar mundir 8 þúsund eintök,
en var þegar bezt lét 20 þúsund.
VEÐRIÐ í
nokkrum borg-
um veraldar
Veður Hitastig
Amsterdam Skýjað 23
Aþena Heiðskfrt 34
Berlín Skýjað 19
Briissel Skýjað 18
Helsinki Heiðskfrt 17
Jóhannesarborg Heíðskfrt 25
Kaupmannahöfn Heiðskfrt 20
Lissabon Heiðskfrt 24
Madrid Skýjað 21
Moskva Heiðskfrt 15
New York Skýjað 24
Oslú Heiðskfrt 17
Parfs Heiðskfrt 20
Róm Skýjað 23
SanFrancisco Skýjað 19
Stokkhólmur Skýjað 10
Tók<ó Skýjað 22
ERLENT
200 mílur við Fiji og vest-
ur Samoaeyjar á næstunni
Suva, Fiji — 22. ágltst — AP
ÞING Vestur-Samoaeyja hefur
tekið akvörðun um að færa efna-
hagslögsögu eyjanna út í 200 míl-
ur, en enn hefur ekki verið tekin
ákvörðun um ákveðna dagsetn-
ingu í þvi sambandi. Þá hef
þing Fiji-eyja til meðferðar fru
varp um útfærslu í 200 mílur, e
þeim eyjaklasa eru alls 350 eyj,
og er búizt við að það verði sa
þykkt á næstunni.