Morgunblaðið - 23.08.1977, Síða 32

Morgunblaðið - 23.08.1977, Síða 32
A n;iA SIN<;ASIMINN EH: 22480 JH#T0iinbInlitt> AUÍÍLYSINCÍASIMINN ER: 22480 JR«r0unbI«t>it> ÞRIÐJUDAGUR 23. AgUST 1977 Frá 50 ára afmæli Hellu s.l. laugardag, myndin er tekin austur yfir Rangá, en á árbakkanum fóru hátíðarhöldin fram. Sjá miðsíðu blaðsins og bls. 12, 13 og 27. Ljósmynd Mbl. Friðþjófur. Klak þorsksins og ýs- unnar misheppnaðist iwmr i— _ á i ■ | — segir Hjálmar Vilhjálmsson ÉG HELD að það sé nú að verða ljóst, að þorskárgangur- inn frá 1977 verði að teljast mjög lélegur og það sama má segja um ýsuna, þótt ástandið þar sé kannski ekki alveg eins slæmt,“ sagði Hjálmar Vilhjálmsson fisk- fræðingur og leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni, sem nú er í árlegum seiðarannsóknaleiðangri ásamt Bjarna Sæmundssyni. Þegar Morgunblaðið ræddi við Hjálmar í gær, var Árni Friðriks- son staddur við austanvert Norðurland og kvað Hjálmar þá myndu ljúka rannsóknum við Norðurland í gær, og þá væru aðeins Austfirðir eftir. „Það, sem i við höfum fundið af þorskseiðum frá í vetur, er ákaflega lítið og við fyrstu sýn virðist klakið alls ekki hafa heppnazt og árgangurinn verður því langt fyrir neðan meðalárgang. Þetta er slæmt, þar sem okkur veitir ekki af sem bezt heppnuðu klaki til að byggja upp Framhaid á bls. 26 Sjö frystihús á Reykjanesi loka „ÞAÐ eru sjö frystihús bú- in að loka á Reykjanesi auk Sjöstjörnunnar og ég á alveg eins von á því að Mikil óvissa um 4400 millj. skreiðarsamning Árangurslausar viðræður við nígerísk stjórnvöld í 6 vikur Undanfarnar sex vikur hafa þrír Islendingar verið í Nígeríu í þeim tilgangi að fá nígerísk stjórnvöld til að staðfesta skreiðarsamninga sem gengið var frá á síðasta ári vegna skreiðarframleiðslu þessa árs á íslandi. Er hér um að ræða 115 þúsund balla af skreið að verðmæti um 4400 milljónir króna. Lítið hefur frétzt af för íslending- anna annað en það, að lítið hafi miðað áfram. Það eru þeir Bjarni Magnússon, framkvæmdastjóri íslenzku um- boðssölunnar, Bragi Eiríksson, framkvæmdastjóri Samlags skreiðarframleiðenda, og Magnús Friðgeirsson frá sjávarafurða- deild Sambandsins sem eru i Nígeríu fyrir hönd íslenzku selj- endanna, en þangað fóru þeir hinn 6. júli s.l. Margir skreiðar- framleiðendur eru nú farnir að óttast að Nígeríumenn muni ekki standa við samninginn og þeir sitji því uppi með skreið fyrir tugi og hundruð miltjóna króna, en alls er verðmæti samningsins um 4400 milljónir kr. eins og áður segir. Nú er sá timi kominn, sem flytja hefði átt skreiðina út og ef það verður ekki hægt á næstunni, mun þessi afurð íþyngja vafalaust mörgum fyrirtækjum, t.d. vegna vaxta og afurðalána o.fl. Skömmu áður en þremenning- arnir héldu til Nigeríu sagði Bjarni Magnússon, framkvæmda- stjóri íslenzku umboðssölunnar, í samtali við Morgunblaðið, að Framhald á bls. 26 fleiri komi á eftir ádur en að mánaóamótum kemur,“ sagði Ólafur B. Ólafsson, talsmaður fiskframleið- enda á Suðurnesjum í sam- tali við Mbl. í gær. „Þessi sjö hús, sem nú hafa lokað, eru: Arnarvík, Grindavík, Saltver, Ytri-Njarðvík, Vogar h.f., Vogum, Berg h.f., Ásgeir h.f. og ísstöðin, Garðinum, og hjá Hrað- frystihúsi Keflavíkur settu þeir sitt fólk í frí.“ Ölafur sagði, að auk þessara húsa væru fjögur hús til viðbótar, sem stæðu það tæpt, að vafamál væri hvort þau gætu haldið út vikuna. Varðandi uppsagnir á starfs- fólki, sagði Ólafur, að þær væru til uppsagnar á kauptryggingar- samningi, en fæst af starfsfólki Suðurnesjahúsanna væri á slík- um samningi, t.d. væri enginn hjá hans fyrirtæki, Miðnesi í Sand- gerði, á kauptryggingarsamningi og þegar svo háttaði þyrfti ekki til uppsagnir með löngum fyrirvara. Harðnandi samkeppni um físk- inn er orsök yfirborgananna - segir Olafur B. Olafsson, framkvœmdastjóri Miðness „YFIRBORGANIR á netafiski eiga rætur sínar að rekja til vertíðarinnar 1974, en þá minnkaði aflinn um 37—8% milli áranna,“ sagði Ólafur B. Ólafsson, tals- maður fiskframleiðenda á Suðurnesjum, í samtali við Mbl. í gær. „Yfirborganirnar komu til af því að margar saltfiskstöðvar áttu ekki báta og þá gripu menn til yfirborgana til að laða háta til sín.“ Ekki kvaðst Ólafur geta sagt til um, hversu mikil yfirborgun hefði tíðkazt á netafiski, en sagði að með minnkandi afla hefði sam- keppnin um fiskinn harðnað. Þegar Mbl. spurði Ólaf, hvort þarna lægi einhver rót að vanda fiskvinnslunnar nú, kvaðst hann ekki vera þeirrar skoðunar. „Þetta er miklu fremur bara eitt einkenni þess vanda, sem við er að glíma, sem er stöðugt minní afli og óhagstæð aflasamsetning. Fram til 1973 var svo gífurlegur fiskafli á vertiðinni að það veitti ekkert af öllum þeim stöðvum, sem í landi voru, til að anna þvi að koma fiskinum i útflutningsfram- leiðslu. En svo komu auðvitað ró- legri tímar í milii, sern^ menn reyndu að bæta sér upp með hum- ar og rækju til dæmis, en segja má, að fiskvinnslustöðvarnar hafi aðra stundina verið of margar, en of fáar hina.“ Um yfirborganir á humri sagði Ólafur, að þær væru gamalt mál. „Humarinn gaf mjög vel af sér hér áður fyrr og þá komst þetta á. Og svo hafa menn verið að berjast við að halda sínu sem mest gang- andi og þannig hafa yfirborgan- irnar festst í sessi." LJósm. Frióþjófur. GUÐLAUG VANN — Fyrstu einvígisskák þeirra Guðlaugar Þorsteinsdóttur og Ólafar Þráinsdóttur lauk með sigri Guðlaugar eftir miðnætti i nótt. Guðlaug hafði svart í skákinni, sem varð 59 leikir. Önnur skákin i einvíginu verður tefld í kvöid en alls verða skákirnar fjórar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.