Alþýðublaðið - 26.10.1958, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 26.10.1958, Qupperneq 3
Sunnudagur 26. október 1958 A 1 þ ý ð u b 1 a ð i 8 ’ -'•> Alþýöublaöiö Útgefandi: Alþýðuflokkurlnn. Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson Auglýsingast j óri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: 14901 og 14902. Auglýsingasími: 1 4 9 0 6 Afgreiðslusími: 1 4 9 0 0 Aðsetur: Aiþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgötu 8—10 V_— ■ d „List um tandið66 FYRIK SKÖMMU hafa menntamálaráð og rík sútvarpið stofnað til samvinnu um listk.ynningu víðs vegar um land, og er sú starfsemi nú að komast í fast horf. Er megintilgangur. inn sá að gefa fólkinu í dreifbýlinu kost á listfræðslu og koma á framfæri við það skáldskap, mvndlist og tónlist. — Hefur Gylfi Þ. Gíslason mfenntarnálaráðherra átt góðan þátt í framgangi þessa máls, enda lengi haft áhuga á glíkri starf- semi. Nýju lögin um menningasjóð frá í fyrra gera mennta- 'málaráði kleift að verja nokkrum fjármunum í þessu skyni. Og samstarfið við ríkisstútvarpið er sjálfsögð og eðlileg ráð- stöfun. Ríkisútvarpið hefur áður haft ýmsa listkynningu á hendi, og nú taka nefndir aðilar höndum sanyan til að efla þessa starfsemi, sem er í verkahring beggja, en verður rneiri og betri í samvinnu. Islendingar meta listamenn sína mikils, og þess vegna ætti að vera fagnaðarefni, að þeim gefist kostur þess að ferðast um landið, kynna íslenzka og erlenda llst og stofna til persónulegra kynna við landsfólkið. Sá er líka tilgangur. mn með því samstarfi menntam,álaráðs og ríkisútvarpsins, sem. nefnist ,,L;st um landið“. Fólk.ð úti um land sannfærist þá um, að myndirnar í listasafni ríkisins eru eign þess eins og Reykvíkinga og þeirra, sem byggja nágrenni höfuðstaðar ins. Tónlist verður flutt í heyranda hljóði, og skáld og rit- höfundar lesa upp. Jafnframt munu sérfróðir menn flytja íræðsluerindi um liststefnur og listamenn. Byrjun þessarar starfsemi hefur tekizt svo vel, að; miklar vonir eru bundn- ar við framhald hennar. Félagsheimilin, sem risið. hafa upp í bæjum og sveitum undanfarin ár, gera þessa starfsemi mögulega í dreifbýlinu. Og hér er einnig um að ræða þann stuðning við íslenzka listamenn, sem farsælastur mun og ahrifaríkasturi Góð starfsskilyrði og náin kynni af þjóðinni eru þeim fyrir öllu. Starfsemin, sem kölluð hefur verið ,,List um landið“, er spor í þá átt. Hér á landi er um margar skemmtan'r að velja nú á dögum. Sumar þeirra me?a sín of miikils í samkeppni við bókm.enntir okkar og aðrar fagrar listir. Heilladrýgsta ráð- stöfunin gegn þeirri öfgaþróun mun sú að efla bókmennt- irnar og aðrar listir cj gera Þær að sem snörustum þætti í lífi þjóðarinnar. Skiptir miklu í þessu sambandi, að unga kynslóðin njéti í senn íortíðararfsins og þeirra verðmæta, sem bezt og stærst verða til í nútímanum'. Oo framtíðinni. Starfsemin ..List um. landið“ er einmitt þvílík viðleitni. Gg tak st hún eins og vonir standa til er vissulega vel farið. Boris Pasternak RÚSSNES'KA SKÁLDIÐ Boris Pasternak hefur fengið bókmenntaverðlaun Nóbels í ár. Sérfróðir menn telja hann vel að þeirri viðurkenningu kominn. Pasternak mun í hópi snjöllustu og listrænustu ljóðskálda Rússa fyrr og síðar. Jafn- framt er hann frábær þýðandi, sem komið hefur ýmsum, af meisturum heimsbókm.enntanna á framfæri við þjóð sina. Einnig hefur Pasternak vakið mikla athygli sem sagna skáld, og um þessar mundir er sérstæð en unldeild skáld- saga eftir hann á allra vörum. Boris Pasternak hefur verið einangraður í heimalandi sínu um áraskeið og frumsamdar bækur hans legið þar í þagnargildi. Geldur hann í Þessu efni deilna rússneskra skálda og rithöfunda um efnisval og litsttúlkun, en and- stæðingar hans ráða samtökum rússneskra skálda og rithöf. unda og eru í náðinni hjá valdhöfunum. Vafalaust hefur þessi staðreynd ráðið einhverju um þá ákvörðun, að hann fékk nóbelsverðlaunin í ár. Hún mun þó ekki stjórnmála- legs eðlis fyrst og fremst. Rök hennar eru þau, að skáldin og rithöfundarnir eigi að njóta frelsis til að hugsa og yrkja eins og þeim býr í brjósti. Sænska akademían hefur áður látið þann vilja.sinn í ljósi á áhrifaríkan hátt. Og nú bíður heimurinn þess, hvort Bor.'s Pasternak njóti þess frelsis að taka sjálfur við nóbelsverðlaununum í Stokk. 'hólmi. ,Að lifa s f friði' r r r Avarp Asgeirs Asgeirssonar, íorsete r Islands, á degi Sameinuðu þjóðanna. ENN minnumst við dags'V hinna Sameinuðu þjóða, og að þessu sinni eftir þrettán ára starf. Þó ég hafi oft áður orðið til þess að mimmst afmælis- dagsins, þá er mér ekki óljúft að halda því áfram, enda þótt ýmsum kunni að finnast lítið um nýmælin. Saga þessara tólf ára var rakin í gær, lýst hinum marg- víslegu starfsgreinum, og sér- staklega gerð grein fyrir skipt- 1 um íslendinga og hinna Sam- einuðu þjóða í landhelgismál- um. Eg mun í þessu stutta á- varpi gera mér far um að forð- ast endurtekningar. Samt vil ég taka undir það, að hinum Sameinuðu þjóðum hefur tli þessa auðnast að sefa deilur, takmarka og stöðva styrjaldir, og þannig forða því, að hin þriðja heimsstyrjöld brytist út. Þó eru hinar Sameinuðu þjóðir ekkert alþjóðaþing, með löggjafar- og framkvæmda- valdi. Til þess stóðu máske vonir í upphafi, en reynslan hefur orðið hugsjóninni yfir- sterkari. Það er gömul mann- kynssaga. Öryggisráðið sjálft reynist óstarfhæft, þegar mest á ríður og hin stærri mál fá ekki afgreiðslu á Allsherjar- þingi nema með tveim þriðju hlutum atkvæða. Umræður eru miklar, og stundum engin á- kvörðun, og þó ákvörðun sé tekin, þá er stundum engin framkvæmd. Hinar Sameinuðu þjóðir gera ályktanir, sem eru áskoranir, og við þeim tekur framkvæmdastjórinn, Dag Hammarskjöld og hans liðs- menn. Hann er dugandi mað- ur, 0g nýtur alménns trausts, en hefur engar herdeildir að baki. Hann er hvorki Alexand- er mikli né Napóleon. Yfir þessu starfi er enginn glampi af gömlum keisarasög- um. Það er allt annars eðlis, I umræður, ályktanir, óskir og 1 ódrepandi von um árangur. í umræðum standa fulltrúar þjóðanna augliti til auglitis og flytja sitt mál. Ég var þar nokkrum sinnum á þingi til viðkynningar, 0g fannst oft ræðurnar vera heimagerðir fyrirlestrar, áróður fyrir al- heimi, en ekki til þess fluttar, að hlíta réttum rökum til sátta. En þetta þekkjum við víðar í smærri stíl. Við skulum ekki í- mynda okkur, að heimsmálin verði leyst tif fullnustu meðan nágrannar og samlandar herja hver á annan án sáttfýsi. En þó eru þessar umræður mikilvægar, og orka meiru en sést á yfirborðinu. Á þingi hinna Sameinuðu þjóða hittast áttatíu þjóðir, sem að öðrum kosti myndu ekki talast við, margar hverjar. Umræður og ályktanir hafa ekkert fram- kvæmdarvald að baki, en þær skapa oft almenningsálit, al- 'þjóðaálit, sem jafnvel voldug- ar þjóðir skirrast við að ganga í gegn. Þó aflið skorti, þá valda hyggindi meiri árangri en verður skrásettur, Við skulum ar, ályktanir og viðleitni fram-' þetta mál svo, að minnast ekki kvæmdastjórnárinnar, aðalrit- hins eina viðfangsefnis, sem arans og hans fólks er ekki úr-1 íslendingar hafa sótt á þingi slitaafl, en þó starf, sem ekki hinna Sameinuðu þjóða af má án vera. Viðræðum og sátta . kappi. Þar fluttu þeir tillögu umleitunum er aldrei ofaukið. • sína um alþjóðaathugun á fisk Við skulum þar fyrir ekki j veiðalandhelgi gegn nokknrri gera lítið úr erfiðleikunum. : mótspyrnu. En fyrir tilstilli Tvær heimsstyrjaldir 0g mikl- hinna Sameinuðu þjóða er ar byltingar hafa ekki bætt j þeim málum nú svo langt kom- mannkynið. Kenningin um. ið, að vísast verður innan hina sjálfgengu framþróun, i skamms boðað, í annað sinn, sem við vorum uppalin í fram 1 til ráðstefnu, eftir tillögu fram- að hinni fyrri styrjöld, er ekki kvæmdastjórans, um lausn lengur nefnd á nafn. Grimmd landhelgismálanna á alþjóða- og hörmungar, sem við héld- j vísu. Sú ein leið er til fram- um að tilheyrði eldra og lægra | búðar. Er þetta eitt af þeim þroskastigi, hafa gengið yfir ' miklu viðfangsefnum, sem ætla mannkynið. Mannslífið er víða lítils virt. Áróður er harður, og hættulegur því lýðræði, sem Ásgeir Ásgeirsson fo'rseti við trúum á. Hnefanum er beitt í stað vitsmuna. Kalt stríð nálgast stundúm frost- markið, og spennan háspennu. Ótti, óvild og þótti heyja ein- vígi við mannúð og friðarvon í huganum og þjóða á milli. Það eru umbrotatímar, og ekki sjáanlegt hvenær linnir. Vett- vangur hinna Saeminuðu þjóða gefur helzt von á slíkum tím- um. Tilvera og' starf þessa alls- herjar- og alþjóðaþings er við- urkenning á þeim hugsjónum friðar og bræðralags, sem hjart að jþráir. Hin mikla nauðsyn alþjóða- samstarfs liggur í augum uppi. Jörðin er orðin lítil. Allar fjar- lægar álfur eru nú einn sam- felldur heimur, 0g þjóðirnar í kallfæri og skotfæri hver við aðra. Þotur 0g skeyti fara hrað ar en jörðin snýst, og kjarnork- an, leyst úr læðingi, getur vald ið Ragnarökum. Heimsendir hefur víst aldrei áður verið svo nálægur. Afvopnun er hið mikla viðfangsefni hinna Sam einuðu þjóða, og þó hefur víg- búnaður aldrei verið meiri en nú. Það vinnst vonandi eitt- hvað á vegna sameiginlegrar hættu. En eiiia ráðið, sem dug- ar, er að leysa þann ágreining, sem veldur hervæðingunni. Ef það er unnt, að leysa ágrein- ingsmálin á alþjóðaþingi, þá má, að hinar Sameinuðu þjóð- ir séu umkomnar að leysa, og virðist sá undirbúningur, sem þegar er orðinn gefa góðar von- ir. Án alþjóðasamstarfs væri fiskveiðamálum okkar ekki komið í það horf, sem nú er. Megum við vissulega minnast þess á þessum minningadegi. Það getur enginn staðið einn eins og nú er komið 1 þessum heimi, jafnvel ekki hinar öfl- ugustu þjóðir. Öllu lífi fylgir áhætta, en sá vísir til alþjóða- samstarfs og friðar, sem við nefnum hinar Sameinuðu þjóð- ir, er líklegastur af þeim leið- um, sem nú eru sjáanlegar til að fullnægja þeirri þrá og von, sem lifir í mannsins hjarta, um frið, frelsi og farsæld. Það er vandalaust að segja og sanna, að hinar Sameinuðu þjóðir full nægja ekki þeirri hugsjón, sem stefnt var að á síðasta ári áður en heimsstyrjöld lauk. Aðhald ið fór minnkandi, þegar sam- eiginlegur óvinur var sigrað- ur. En vonin lifir og leitar í sama farveg. Raunveruleikinn er sjaldnast samur við hugsjón- ina. Því ættu mannanna börn að vera farin að venjast. Hin- ar Sameinuðu þjóðir eru engini undantekning. En bær eru samt einn skírasti votturinn um það, að hin innri rödd. sem kallar á frið og bræðralag, þagnar aldrei, þó vopnagnýr stundum yfirgnæfi. Kjörorðið í dag í minninga- ræðum meðal áttatíu þjóða er þetta: Gerum okkur far um ,,að lifa saman í friði, sem góð- um nágrönnum sæmir.“ Þessi ummæ'i standa í stofnskránni, og Guð gefi þeim sigur. hverfur hervæðingin, jafnvel ekki vanmeta hin óbeinu áhrif j af sjálfu sér. þessa alþjóðaþings. Umræðurn Ég vil ekki láta skilið við Æskuiýðsblaðið UNDANFARIN ár hefur Æskulýðsfélag Akureyrar gef- ið út blað, „Æskulýðsblaðið“. En nú hefur verið ákveðið, að blað þetta komi framvcgis út á vegum æskulýðsnefndar þjóð- kirkjunnar. I Ritstjórn blaðsins skipa sr. Kristján Róbertsson, Akureyri, sr. Pétur Siurgeirsson, Akur- eyr:, og sr. Sigurður Haukur Guðjónsson, Hálsi, Fnjóskadal.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.