Alþýðublaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.10.1958, Blaðsíða 8
A ! |> ý » u b 1 a 3 Í 8 Sunnudagur 26. október 1958 | Leiðir allra, sem ætla að kaupa eða selja { BÍL liggja til okkar ! BíiasaSan Klapparstíg 37. Sími 19032. SKiNFAXI hf. [ Klapparstíg 30 I Sími 1-6484. f Tökum raflagnir og breytingar á lögnum. [ Mótorviðgerðir og við- I gerðir á öllum heimilis- tækjum. iHMsnætoiðlunin [ Bíla og fasteigiiasalan 1 Vitastíg 8A. Sími 16205. Minnitigarspjöid DA5 fást hjá Happdrætti DAS, Vest- urveri, sími 17757 — Veiðafæra- vérzl. Verðanda, sími 13786 — Sjómannafélagi Reykjavíkur sínii 11915 —1 Jónasi Bergmann. Hátéigsyegi 52, sími 14784 — Bókávérzl. Fróða, Leifsgötu 4. sími 12037 — Qlafi Jóhannss. Rauðagcrði 15, sími 33096 — Nesbúð, Nesvegi 29 — Guðm. Andréssyní, gullsmið, Laugavegi 50, sími 13769 — í Hafnarfirði £ Pósthúsinu, sími 50267. Áks Jakobsson Og Krístján Eiríksson hæstaréttar- og héraðs- dómslögmenn. Málflutningur, innheimta, samningagerðir, fasteigna- og skipasala. Laugaveg 27. Sími 1-14-53. KAUPUM Prjónatuskur og vaðmálstuskur hæsta vgrði. Álafoss, Þingholtsstræti 2. Samúðarkort Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysavarnadeild- um um land allt. í Reykjavík í Hannyrðaverzl. Bankastræti 6, Verzl. Gunnþórunnar Halldórs- dóttur og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreid í síma 14897. Heitið á Slysavarnafélagið. — Það bregst ekki. Vasadagbókin Fæst í öllum bókaverzlunum. Verð kr. 30.00. Húseigendliir. Önnumst aílskonar vatns- og hitalagnir. Hiíalagnir s.f. Símar: 33712 og 12399. Kefívíkingar! Suðumesjamenn! Innlánsdeild Kaupfélags Suðurnesja greiðir yður liæstu fáanlega vexti af innistæðú yðar. Þér getið verið örugg um sparifé yðar hjá’ oss. Suó&irnesia, Faxabraut 27. Bifreiðasalan og ieigan Sími 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra út’ val sem við höfum af alls konar bifreiðum stórt og rúmgott sýningar- svæði. Bifreíðasalan og Ieigan Sími 19092 og 18966 Þorvaidur Ari Arason, hdi. LÖGMANNSSKKIFSTOFA Skóiavörðnstíg S8 c/o PéU fóh. Þorleifsson h.f - Pósth. €31 H416 og 1*417 - Slmnefni: AU Sigurður Ólason hæstaréttarlögmaður, Porvafdur Lúöviksson héraðsdómslögmaður Austurstræti 14. Sími 1 5.5 35. LEIGUBÍLAR Bifreiðastöð Steindórs Sími 1-15-80 Bifreiðastnð Keykjavíkur Sími 1-17-20 Frarnhald af 7. siðu. fengu þeir eitthvað annað? Þau gögn hafa aldrei birzt og verð- ur því ekki um það dæmt né neitt fullyrt. í greinargerð Hans Ander- sens er þsss getið, að fyrrver- andi dómari í alþjóðamálum teldi jafnvel, að íslendingar gætu gert tilkall til 10 sjómílna landhelgi, en Risenfeld prófess- or benti á þá Ieið að setja frið- unarsvæði umhverfis land, og var greinilega farið að hans ráðum. Með reglugerðinni var verið að bendla Íandhelgi íslands á varhugaverðan hátt við skand- inavisku regluua svokölluðu um 4 sjómílna landhelgi. En f ís- lenzkri löggjöf hafa aldrei ver- ið til ákvæði um fjögurra sjó- mílna fiskveiðilandhelgi, og er fjarstæða. að halda því fram. Við setningu reglugerðarinnar mátti ekki minnast á orðið land helgi — og var óljóst hvort reglugerðin átti við friðunar- línu, útfærslu landhelginnar eða fiskveiðitakmörk. En svo skeði það, að sjálfur aðalráðunauturinn sagði á ráð- stefnu í Lundúnum, að við hefð um tekið upp 4 sjómílna land- helgi í stað 3 sjómílna, og þann ig urðu mörg fleiri mistök í þessu máli. Það hefði verið nær að halda því fram, að hér hefði eingöngu verið um friðun að ræða. Eitt er víst, að þarna var ekki stigið rétt spor. Að minnsta kosti hefði ríkisstjórnin átt að gera grein fyrir því, að hún teldí sig eiga sögulegan rétt til meiri landhelgi en fjögurra sjó- mílna. Við setningu reglugerð- arinnar var enginn fyrirvari gerður um þetta, en þó vildi svo til, að í leiðara í stjórnar- blaðinu ,,Tímanum“ var þess getlð um leið og fiskveiðireglu- gerðin var sett, að þetta væri ekki lokasporið, þetta væri spor í rétta átt, og ekki mætti líta á það sem endanlega lausn á þessu máli. Síðan gerðist það, að löndun- arbann skall á, eins og ykkur e,r kunnugt. Það voru gefnar út „hvítar bækur“ af því tilefni, að málið koma fyrir Evrópuráð ið. Þessar „hvítu bækur“ gagn- rýndi ég í tímaritsgreinum, t. d. í tímariti lögfræðinga, og hef ur þeirri gagnrýni ekki verið andmælt né hnekkt. Þess skal getið í sambandi við gagnrýni mína á þessu máli, að þar hefur verið leitazt við að halda hlutlægt á málinu, koma með þær aðfinnslur, sem verið hafa tímabærar hverju sinni, en siík- gagnrýní hefur ekki fundið náð fyrir augum vissra manna. TOLF SJÓMÍLNA LANDHELGI Löndunarbannið héit áfram. Ný ríkisstjórn settist að völd- um, og í tíð hennar leystist lönd unarbannið, og þessi ríkisstjórn hafð'i að markmlði að færa land heigina út, en í fyrstu þótti rétf að fresta þeim aðgerðum að sinni. Landhelgismál voru á dagskrá hjá Sameinuðu þjóð- unum, og það var jafnvel búizt við því, að Sameinuðu þjóðirn- ar settu einhverjar reglur um landhelgi, en þær vísuðu mál- inu frá og lögðu það fyrir sér- staka ráðstefnu. Sú ráðstéfna var sem kunnugt er haldin í Genf á sl. vori, og var árangur af henni lítill. Hún staðfesti það, sem kom fram 1936, og leiddi það í Ijós enn betur en áður, að 3 mílna kenningin átti sér færri formælendur en áður. Nú var 12 sjómílna landhelgis- víðátta talin jafnvel geta kom- ið.til mála sem alþjóðaregla. — Því miður gerðum við ekki nægilega grein fyrir því þar, að við teldurn okkur eiga söguleg- an rétt til meiri iandhelgi en 12 sjómílna, ef út í það yrði farið að setja slík ákvæði. — íslenzka þjóðin hefur frá aldaöðli átt lífsafkomu sína undir víðáttu- mikilli landhelgi og því að geta búið ein að fiskimiðum sínum, og þess vegna hefði verið rétt að halda því fram af íslands hálfu, að jafnvel þótt settar yrðu einhverjar alþjóðaregiur, þá bæri fslandi sérstaða. .En af ráðstefnunni leiddi, að landhelgin var færð út, og sett var reglugerð um hana. Á sín- um tíma benti ég á að eðlilegra væri að láta löggjafarsamkomu þjóðarinnar og forseta landsins hafa veg og vanda af því máli, að setja löggjöf um landhelg- ina, heldur en gefin yrði út reglugerð um landhelgi, sem bvggð er á löggjöf um friðun. Eg verð að segja það, að þetta ef •: aálítið andkannalegt, on samt var Þannig á þessu haldið. „ Þá var það, að nokkur ágrein ingur kom upp í ríkisstjórninni um þetta mál, — ekki um það, hver víðátta landhelginnar skyldi vera, það verðið þið að hafa hugfast. Það yar einróma álit stjórnarflokkanna, að það væri lágmarskrafa, að landhelg in yrði 12 sjómílur. Hins vegar hafði Alþýðuíl. þá sérstöðu í málinu, að hann taldi að rétt væri að láta ekki þessa reglu- gerð ganga í gildi samstundis, eins og annar stjórnarflokkur lagði til, heldur skyldi fresta því nokkra mánuði að láta reglugsrðina ganga í gildi. Síð- ar náðist einróma samstaða um þetta, — en þá byrjaði stjórnar- andstaðan að klifa á því, að það væri sundrung innan stjórnar- innar um þetta mál, og var það ódrengileg framkom.a og ámæl- isverð af hálfu stjórnarandstöð unnar Þerf hafa síðan haldið uppi svona nuddi Og nagi, en rétt er að geta þess, að þegar til þeirra var leitað. — þá höfðu þeir eiginlega sáraiítið til mál- anna að leggja ÞeV vildu ekki kveða upp úr um það, hvað landhelgin ætti að vera víðáttu mikil. Þeir gertíu óljósar á- bendingar um grunnlínur, sem Þeir höfðu þó sjálfir sett á sín- um tíma og gagnrýndu þar með sín eigin vinnubrögð. Þannig var nú framkoma þeirra í þessu máli. Síðan var sett þessi reglu- gerð um 12 sjómílna landhelgi, og hún gekk í gildi 1. septem- ber. Áður hafði verið unnið að því, að máiið yrði kynnt og leltað eftir vinsamlegum skiln- ingi annarra þjóða og árangur- inn af því varð þó nokkur, því að svo virðist sem allar þjóðir nema Bretar hafi að nokkru leyti viðurkennt hina nýju land helgi í reynd. N ðurstaðar. varð sú, að Þeir stóðu einir uppi í baráttu sinni — þóttust vera að verja alþjóðalög, en voru að br.jóta rétt,á smáþjóð. Að sjáifsögðu er nauðsynlegt að gera víðtæka áætlun um nýt ingu fiskimiðanna umhverfis landið, og það getur komið á daginn, að rétt þyki jafnvel að veiða innan Faxaflóa. Þær radd ir hef ég.heyrt hjá fiskifræðmg- um. — Og fyrsti vísir áð slíkri áætlun er regiugerð, þar sem ís- lenzkum^ togveiðiskipum er meinað að stunda veiðar á viss- um svæðum á tilteknum tíma árs eða jafnvel algerlega. Málið horfir þannig við í dag, að Sameinuðu þjóðirnar hafa landhelgismálin til með- ferðar. Þar hafur utanríkisráð- herra getio þess, að hann muni beita sér fyrir því, að settar yrðu alþjóðareglur umlandhelg ina. Það getur ver ð gott og blessað en þá ber okkur enn að halda fram sérstöðu okkar. Við eigum svo mikið undi.r land- helginni og fiskimiðunum, að vera má, að sú landhelgi sem. í dag er 12 sjómílur, verði alls ekki fullnægjandi eftir örfá ár. Svo ört fleigir veiðitækninni fram. I lok ræðu sinnar fagnaði ræðumaður því að stúdentar skulí loksins hafa haff einurð til þess að láta landhelgismálið til sín taka. Rifjaði hann upp rnistök, seni urðu hjá háskóla- stúdentum um málið á sínum tíma og kvað það ekki einleikið að nú skuli enn hafa átt sér stað mistök hjá íhaldsstúdentum, þegar aiiir séu sammála um nauðsyn þjóðareiningar um rnálið, tíni þeir einan formann stjórnarandstöðunnar út úr hópnum til þess að flytja ræðu um málið. Loks hvatti ræðumaður til einhuga-samstöðu um málið. .....

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.