Alþýðublaðið - 28.10.1958, Síða 3

Alþýðublaðið - 28.10.1958, Síða 3
Þriðjudagur 28. október 1958 Alþýðublaðið 3 — A \ (þýöubíaöiö Útgefandi: A 1 þ ý ð u f 1 o k k u r i n n . Ritstjóri: Helgi Sæmundsson. ?; Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emilía Samúelsdóttir. Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: 1 49 0 1 og 1 49 02. -1 4 9 0 6 , mm Afgreiðslusími: 1 4 9 0 0 Aðsetur: Alþýðuhúsi'ð Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Hverfisgötu 8—10. Endurskoðunarstefnan MYNDIN af hinum danska kommúnistaleiðtoga- Axel Larsen, með höfuð í snöru, hefur vakið athygli. Hún er á yfirborðinu spaugilegt sjónarspil, en undir niðri táknræn fvrir mikla og alvarlega viðburði. Hún er, eins og útskúfun Larsens undir urnísjá rússneskra eftirlitsmanna í sjálfri Kaupmannahöfn, dæmi um alvarlegá erfiðleika, sem komm únismmn á við að stríða. Þessir erfiðleikar hafa á síðustu ár- um komið fram í fylgistapi, ekki sízt.'í Frakklandi og á ítal- íu, sem virðist ætla að verða upphaf að hruni kommúnista- fylgis utan járntjalds. Allt Þetta má að verulegu leyti þakka hreyfingu.í röð- urrí kommúnista sjálfra, sem kölluð er _endurskoðunar- stefna. Er þetta bein afleiðing af hinu viðburðaríka 20. þingi rússneska kommúnistaflokksins, þegar Krustjov flutti hma frægu ræðu um Stalin ,svo og af byltingunni f Ung- verjalandi. Hefur þúsundum kommúnista víða um lönd þótt nóg um þessa viðburði, og þeir hafa byrjað .áð endur- skoða stefnu sína í nýju ljósi. Endurskoðunarstefnan hófst að marki á Ítalíu fyrir tæpum tveim árum. Fjórir fulltrúar á þingi ítalska komm) | únistaflokksins risu upp og gerðu kröfu uni „ítalska leið til sósíalisma“ (en ekki ússneska), neituðu blindri trú á flokkinn og réðust á flokksforustuna fyrir að troða á lýðræði, frelsi og mannréttindum. Meðal þessara nianna A þingpöllum rr r '•’i xieuss 1 Fdrseti Vostur-Þýzkalands, Ti-eodör íl euss vai- nýlega í opinberri heimsókn í Englandi. Bretlandi. Hann hlaut auðvitað þær mti ttökur, sem hæfa hykir þjóðhöfðingjum og venja cr til. Myiidin sýnir morgiinve rð b.já yfirborgarstióra Lundúnaborgar. Fyrir miðju er „Lord Mayor” sjálfur og vinsír a megin við hann er Heuss forseti. var til dæmis Eugenio Reale, fyrrverandi öldungadeild- arþingmaður og miðstjórnarmaður flokksins, — sem, var auðvitað gerður flokksrækur fyrir Þessa uppreisn. Aðrir voru til dæmis Fabrizio Onofri og Æntonio Giolitti og var gagnrýni þeirra svipaðs eðlis. Þeir voru einnig reknir. Frá þessum rótum hefur endurskoðunarstefnan breiðzt eins og eldur í sinu, unz hún er orðin svo hættuleg mþskvu. kómmúnistum, að þeir telja eitt nauðsynlegasta hlutverk sitt að berjast gegn henni. Um öll Iönd hafa kommúnistar risið upp, sem neita að halda áfram að þjóna heimsveldis- stefnu Rússa, neita að fótum troða frelsi og mannréttindi, neita að sósíalismanum verði ekki komið á eftir öðrum leiðum en hinum rússnesku og neita að beygja sig undir skilyrðislausan flokksaga. Þessi nýja stefna hefur borizt hingað til lands. Hennar hefur gætt hiá ýmsum, sem áður voru tryggir fylgismenn Moskvukommjúnismans, en eru það ekki lengur. Þetta er eðlilegt, raunar óhjákvæmilegt. Ekkert er eins fjarri íslend ingseðlinu og andleg kúgun, ófrelsi og dýrkun á fjarlæg- um mönnum og flokkum. Spurningin er aðeins sú, hvort hinum eiginlegu umboðsmönnum Moskvuvaldsins hér á iandi, sem hingað tip virðast hafa orðið ofan á í öllum átök- um innan Sósíalistaflokksins, tekst það til lengdar. Áminning frá Njarðvíkum VEGARSPOTTINN í Njarðvíkum; er áminning til ís- lendinga. Við eyðum 80—90 milljónum króna árlega til vegamþla, en dreifum því í smáskömmtum um allar jarðir í stað þess að gera veruleg átök á þeim höfuðbrautum, þar sem umiferð er mest. Ðytti nokkrum manni. í hug í raf- magnsmálum að kaupa vindrafstöð á hvert hús í stað þess að virkja Sogið? Það er sjálfsagt að reyna að koma vegum til sem flestra landsmánna sem fyrst. En það má ekki gerast svo hrapalega á kostnað.þjóðbrautanna, sem verið hefur. Á þeim byggjast vöru- og fólksflutningar, sem jafnvel hinar afskekktustu byggðir geta ekki án verið. Alþingi verður að taka þessi mái nýjum tökurn og tryggja myndarlega upphæð árlega til að *era þjóðbrautixnar greiðfærari, helzt malbikaðar eða steyptar, og öruggari á allan hátt. hmm óskast. Trygglngaslolfiun ríkisfns. LAUGAVEGI 114. MJÖG hefur verið friðsamt á alþingi enn sem komið er á þessari vertíð og undanskil ég þá ekki kvöldstund útvarpsum- ræðnanna um fjárlögin. Hér verða þvi eng.ar stríðsfréttir sagðar. H'ns vegar langar mig að fara nokkrum orðum um frumvarp og þingsályktunartil. lögu, sem fjallar raunverulega um eitt og asma málið. Þetta er frumvarp Eggerts G. Þorsteins- sonar um lífeyrissjóð sjómanna og þingsályktunarfillaga sex Framsóknarmanna um skipun nefndar til að gera athugun á stofnun lífeyrissjóðs fyrir báta- sjómenn, verkamenn, bændur, útvegsmenn og aðra þá, sem ekki nj ótá lífeyristrygginga hjá sérstökum lífeyrissjóðum. Frumvarp Eggerts hefur áður verið rakið hér i blaðinu, svo að lesendur kunna skil á tilgangi þess og tilefni. Hér skal engu við bætt, en minnt sérstaklega á tvö atriði. Bátasjómenn hljóta að eiga kröfurétt á lífeyrissjóði eins og togarasjómenn og áhafn ir strandlerðaskipanna og far- skipaflotans. Og þetta samræm • ingaratriði þolir enga bið. •— Bátasjómennimir faera nú í þjóðarbúið helming sjávarafl- ans, sem íslendingar lifa á beint eða óbeint. Skilyrði bátaflot- ans til aukinna afiabragöa auk- ast aö mun vi'ð stækkun land- helginnar. Hins vegar er m:kl- um erfíðleikur háö gÖ fá menn á bátaflotann. Verður þ'ess ærið vart nú á haustvertíðinni. -— Þess vegna hlýtur alþingi að gera sérstakar ráðstafanir til að bæta-skilyrði bátasjómanna. •— . Slíkt v.erður áreiðanlega bezt . gert meö því að afgreiða frum - ; varp Egerts G. Þorsteinssonar fyrir vetar.vertíðina. Hér er í senn uro að æða sanngirmsmál og mikið þjóðhagslegt atriði. —- Afli bátaflötans hefur kannski aldrei verið mikilvægari en ein mitt nú. En hann berst ekki á land nema:menn fáist til að róa og fiska. - Þingsályktunartillaga Fram- sóknarmannanna sex er ágæt, svo langt sem hún nær. Hins vegaf liggur í augurn uppi, að athugun sú, sem þar er ráðgerð, taki nokkurn tíma, enda gera flutningsmenn þingsályktunar. tillögunnar sé það Ijóst. Þess vegna má ekki fresta afgreiðslu á frumvarpi Eggerts G. Þor- •steinssonar fram yfir þá at- hugun. Hitt er rétt, sem Páll Zóphóníasson tók fram í efri deild á dögunum, að lífeyrissjóð ina þarf að fella í heildarkerfi — og því fyrr því betra. Annars skyldu Islendingar varast að fara vegferð eftir- launanna í áföngum lífeyris- sjóðanna, þó að þeir séu góðir og blessað.r út af fyrir sig. — Framtíðarskipulag þesasra mála er tvíihælalaust full eftir- laun handa öllum á ákveðnu aldursskeiði. Sú þróun kemur annaðhvort í selflutningum líf. eyrissjóðanna eða einni áætl- unarferð eftirlaunanna. Og fýrri kosturinn verður í senn kostnaðarsamari og erfiðari. Þá kemur ein stéttin í spor ann- arrar að tyggja.sé öryggi elli- áranna. Slíkt er óþörf eyðsla á tíma og fjármunum. Hi'tt er miklu ráðlegra að undirbúa nú- þegar þá frarrítíðarskipun, að affir íslendingar hljóti eftir- laun, þegar líður á ævidaginn. Hjá þessu verður ekki komizt. Þróunin hnígur í áttina 'til auk- innar samhjálpar og sameigin- legs öryggis. Embættismenn eiga engan rétt til eitirlauna umfram aðra þjóðfélagsþegna. Hins vegar dettur engum í hug að svipta embættismennina þessum sjálfsagða rétti, En aðr- ir þjóðfélagsþegnar bíða þess að njóta hans. Sú bið má ekki verða of löng. íslendingar eiga að hafa fbrustu í félagsmálum, V,ð höfum ekkert vopnað mála lið -á okkar framfæri, en eft- irlaunin eiga að vera íslenzku herútgjöldin. Stjórnmálaflokk. unum mun hollt að átta sig á þessu í tíma. Eftirlaun handa öllum landsins þörnum eru krafa nútíðar og framtíðar hér eins og annars staðar. Meginverkefnil menningar ■ þjóðfélags eru að búa vel a>' æskunni, hjálpa sjúkum, greioa mannbætur, ef slys eða örorku ber að höndum, og revna að tryggja öllum fagra og harn- ingjusama elli á ævikvöidinv.i. íslendingar hafa þokazt í þessa átt, þó að enn sé löng ieið fyrir höndum. Æskan þarf raunar ekki að kvarta, því að aáœgt hefur yerið gert henni til -hagtt og heilla, þó að sumt stancit mjög til bóta. — Mannbæ.f. urnar vegna sjúkdóma og slysa eru líka þakkarverðar, enda þótt oft sé lágt metið. Hins veg ar skortir mjög á það, að þjoö- félagið miuni eftir einstæðing- unura og gamla fólkinu aö liðnum starfsdegi. Ellilaurún. eru aðeins til málamynda. Eng- inn fleytir sér til afkómu á þvi - líkum fjölum. Og úr þessu vef.ö ur að bæta á næstu árum. Ör- yggi í ellinni er satt að segja lágmarkskrafa. Þeir, sem rro eru ungir eða miðaldra á ls- landi, ættu að minnast þesá, — hver ju ganríla fólkið kom í verk. ísland he’fur gerbreytzt síðustit hálfa öld. Allt er það árangur af vinnu þeirra, sem nú r.ertv gamlir. Verk þeirra blasa ,við, hvert sem liíið er - mannvit’kixtt. atvinnutækin og menntastofn- anirnar. Og þeir, sem í ciag eru ungir eða miðaldra, verða gaml ir fyrr en. varir á öld hraðans og tækninnar, því að tímans fugl dregur arnsúg á fluginu. Þeir vinna einnig' til ellilauna. Sérhver liðtækur íslendingui- afkastar á við tvo eða þrjú þegna annarra þjóða. Á sá auð.. ur að hverfa í botnlausa hít verðbólgu og dýrtíðar eða á- vaxtast til afkomu og öryggis? Þessu verða stjórnmálaflokkam ir að svara. Þjóðin kýs alþing- ismeírniná^til að leysa þennan vanda. Óg hann verður að leysa, ef íslendingar eiga að halda á~ Framhald á 2. síðu, ,

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.