Morgunblaðið - 20.11.1977, Síða 14

Morgunblaðið - 20.11.1977, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. NÖVEMBER 1977 ED3UHI Sáttahugmynd til þings og þjóðar Sverrir Hermannsson (S) mælti nýlega fyrir sáttatillögu til þingsályktunar um íslenzka staf- setningu, sem hann flytur ásamt 10 öðrum þingmönnum úr öllum þingflokkum (utan SFV). Sagði hann mál að linnti illvígrrog lang- drægri þrætu og lífsspursmál, að hans dómi, að menn næðu sáttum og hefðu ein lög allir. Sverrir gat þess að á ráðstefnu, Efnahagsmál hvers konar skipa jafnan öndvegið í dagskrá Alþingis. Þegar menningarmál ber þar á góma, eins og meðferð móðurmálsins, þykir sumum „lítið leggjast fyrir kappana“. Þegar Alþingi ræðir um Sinfóníuhljómsveit, Þjóðleikhús og skyld viðfangsefni heyrast raddir um ,,rjúpumál“. Nær væri þingliði að taka enn eina verðbólguhrinuna. Hér á sunnudagsþingsíðu Mbl. verður engu að síður gefin innsýn í málflutning þingmanna um íslenzka starsetningu, Z-deiluna, i trausti þess, að enn finnist menn og konur hér á landi, er láti sig móðurmálið nokkru skipta, meðferð þess í mæltum og rituðum orðum. Umræðan snerist um sáttatillögu 11 þingmanna úr f jórum þingflokkum, er þeir nefna svo, en aðrir ekki. Ennfremur um breytingartillögur eins þingmanns um fornan framburð og yrkingar að gullaldarsniði — að viðlögðum þungum hegningum, ef út af er brugðið. íslenzk stafsetning: „Sáttatillaga er sameinar menn" Þing-Z-an er mönnum miskær sem menntamálaráðherra hefði beitt sér fyrir um stafsetningar- mál, hefði formaður stafsetning- arnefndar, Halldór Halldórsson prófessor, drepið á þá sáttahug- mynd, að halda Z í stofni orða en hún yrði felld niður í miðmyndar- endingum. Þessi málamiðlunar- leið prófessorsins hafi verið kveikjan að þeirri sáttatillögu, sem þingmenn úr fjórum þing- flokkum hafi nú sameinazt um að flytja — og haldi þá báðir deilu- aðilar sínu að nokkru. Menn hefur lengi greint á um, sagði Sverrir, hvort heldur skuli hallast að réttritun (ritun móður- máls) eftir framburði eða upp- runa orða. Ég legg áherzlu á, að engum hefur dottið í hug um langan aldur (frá upphafi staf- setningardeilu 1836 til þessa dags), að hægt væri eða skynsam- legt að fara eingöngu eftir ann- arri leiðinni. Mér er ljóst, að við myndum lertda í algerum myrk- viði ef við ætluðum að leita að öllum uppruna, sem við myndum ekki rata upp. Það hefur engum dottið í hug nema háttvirtum sjálfskipuðum skemmtikrafti Al- þýðubandalagsins (M.Kj.) Um þetta efni hefur verið tekizt á en farið bil beggja og þótt bezt á því fara. Vitnaði Sverrir í því efni til orða Einars skálds Benediktsson- ar (frá 1898) er hann lýsti yfir fylgi við stafsetningarhugmyndir Konráðs Gíslasonar, eftir að hinn síðarnefndi hvarf frá ritun orða eftir framburði: „Kenning Kon- ráðs Gislasonar um að láta fram- burð ráða nema þar sem hann kemur í bága við upprunann er svo skýr og gagnviturleg, hefur svo hárjafnt fyrir augum eflingu og staðfestingu hins lifandi máls um leið og hún heldur föstum tökum á þeim grundvelli, sem byggja s^al á, fornmálinu, að það sýnist óviti næst af þeim mönn- um, sem gengizt hafa fyrir sam- tökum um að ætla sér að fara að bæta nokkru þar um eða breyta.“ Sverrir rekur síðan í ítarlegu máli hvern veg framkomin sátta- tillaga, eða sú ritun móðurmáls, er hún stefnir að, bregður út af þeirri stafsetningu, sem kennd er til ártalsins 1929, þ.e. að aðeins skuli rita z í stofni orða, og vék að ýmsum fræðilegum atriðum, er ekki verða rakin hér. Þá vék hann einnig að þeim ógöngum, sem að yrði stefnt í móðurmálsritun, ef eingöngu yrði ritað eftir fram- burði, eins og stöku maður hefði ýjað að. Hann sagði að lokum. ,,Hér er gerð tilraun til sátta af einiægum huga til þess að við komumst út úr þeim ógöngum, sem við höfum ratað i... Það er farið bil beggja eins og alltaf hef- ur þurft að gera í þessum efnum. Það er tekið tillit til höfuðsjónar- miða beggja. Ég vil skora á alla háttvirta þingmenn að kynna sér þessa tillögu nákvæmlega, áður en þeir taka afstöðu, því grunur minn er sá, að ýmsir séu orðnir nokkuð daufheyrðir fyrir þessu, svo sem verða vill oft um mál, sem lengi er þrætt um.“ Ritmál og talmál sem líkast Magnús Kjartansson (Abl.) sagði m.a. að sin afstaða til ís- lenzkrar stafsetningar væri sú, að ritmál og talmál eigi að vera sem líkast, svo það verði sem allra auðveldast fyrir íslendinga að rita íslenzku. Flóknar ritreglur eigi ekki að gilda. Með því „erum við að búa til menningarlega stéttaskiptingu, sem er mjög hættulegt fyrirbæri. ..“ Ég tel að við eigum að láta framburð og stafsetningu haldast í hendur og vera ákaflega umburðarlyndir hvað þetta snertir. Ég hef t.a.m. ekki vitundarögn við það að at- huga, þó að Norðlendingar skrifa gata með t en við Sunnlendingar með d. Min skoðun er sú, sagði Magnús, að það eigi að breyta stafsetningu til þess að gera hana sem auðlærðasta. Það á ekki að skipta máli ,,þó menn leyfi sér að skrifa skv. sínum eigin fram- burði“. Þessu marki er hægt að ná eftir tveimur leiðum. Að rita eins og talað er í dag. Eða færa fram- burð okkar að ritmálinu, jafnvel aftur til landnámsaldar. Þá getum við skrifað z af því við höfum þann framburð í málinu. Þá get- um við skrifað y af því að sá framburður verður til staðar á ný. Og þá getum við skrifað tvenns konar ö tvenns konar æ, eins og tíðkaðist til forna. Ég hefi flutt tillögu um þetta efni (fornan framburð). Sverrir Hermanhsson sagði tillögu mína ekki umræðu- hæfa. Hú,n er þó innan þess ramma sem lagður er með tillögu 11-menninganna og hæfir henni. Síðan gerði Magnús harða hríð að Z-unni. Bar hann m.a. fyrir sig grein Halldórs Laxness, sem ný- lega birtist í dagblaðinu Vísi. Það sé að vísu ekki rétt hjá H.L. að z hafi aldrei verið til í íslenzkum framburði, þó það hafi verið álit málfræðinga fyrir hálfri öld. En sá framburður, sem z heyrðist í, féll niður á 16. öld sagði Magnús. Raunar einnig framburður á y. Tvenns konar æ og tvenns konar ö var fyrir bí í framburði á 13. öld. Rakti M. Kj. hugirtyndir sínar um þetta efni i löngu máli og með tilvitnunum í menn og fornar heimildir. Einnig fjallaði hann um móðurmálskennslu i skólum landsins. Þá vék hann að breytingartil- lögum sínum við tillögu 11- menninganna. Fyrst aðtillögu um skyldunotkun forns framburðar og refsingu, ef út af er brugðið, m.a. sviptingu þingmennsku. Síðan að viðaukatillögu „að skáldum sé skyldugt, að yrkja skv. þeim undirstöðureglum norrænnar bragfræði, sem héld- ust fram á daga Jóns biskups Arasonar (d. 1550). Viðurlög gegn skáldaglöpum skal vera „þrælkunarvinna“, sem felst i að „sprengja í loft upp og brenna að köldum kolum vighreiður þau, er Vesturvígsmenn hafa komið upp á Rosmhvalanesi. Tillagan villir á sér heimildir. Magnús Torfi Olafsson (SFV) Sverrir Hermannsson Magnús Kjartansson Magnús Torfi Ölafsson Sigurlaug Bjarnadóttir Stefán Jónsson Jónas Arnason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.