Morgunblaðið - 24.11.1977, Page 10

Morgunblaðið - 24.11.1977, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1977 Valdimar Kristinsson: Vegakerfið vanþróaðasta svið íslenzks þjóðfélags í nýútkomnu hefti Fjár- málatíðinda (ágúst — desember 1977), sem Seðlabanki íslands gefur út, er grein eftir annan ritstjórann, Valdimar Kristinsson, um íslenzka vegakerfið og hugsanlega endurbyggingu þess. Meginefni þessarar grein- ar var flutt sem erindi á fundi Fél. ísl. bifreiðaeig- enda sl. laugardag. í grein þessari eru mörg efnisat- riði, sem erindi eiga inn í þjóðmálaumræðu dagsins í dag. Greinin er þvf endur- bírt í Mbl. með góðfúslegu leyfi höfundar. Jón Rögnvaldsson, yfirverkfræó- ingur hjá Vegagerðinni, veitti góó- fústega ýmsar upplýsingar varðandi grein þá, sem hér fer á eftir. Vegakerfið er vanþróaðasta svið íslenska þjóðfélagsins. Má fullyrða, að það sé ekki í neinu samræmi við uppbyggingu at- vinnulífs og þjónustustarfsemi í landinu. Afleiðingar þessa mis- munar eru bæði margar og alvar- legar. Verða nokkrar þeirra nefndar hér. Dýr og viðkvæmur bílafloti landsmanna þarfnast miklu meira viðhalds vegna hins slæma ástands veganna. Er nú svo kom- ið, að varla mun hægt að finna arðvænlegri fjárfestingu í land- inu en fullgera hundruð kíló- metra af fjölförnustu þjóðvegum eingöngu miðað við þann sparnað, er af mundi leiða í viðhaldi farar- tækja og vega, auk tímasparnaðar ferðalanga. Einhæfni atvinnulífsins er heil- um landshlutym fjötur um fót, og eiga samgönguerfiðleikar drjúg- an þátt í því, hve erfitt er úr að bæta. Þá er þjónusta í strjálbýl- inu af skornum skammti á sviði heilbrigðis- menningar- og félags- mála. Ur þessu er einnig erfitt að bæta, en er þó víða reynt með ærnum tilkostnaði. Árangurinn er þó misjafn, enda dugir ekki fjármagnið eitt til árangurs. Betra og öruggara vegakerfi myndi gera heilum landshlutum kleift að njóta margvislegrar þjónustu sameiginlega, sem bæði er ódýrara, þjóðhagslega séð, og í mörgum tilvikum einnig árang- ursríkara og skemmtilegra. Þetta leiðir hugann að allri óánægjunni, sem af einangrun- inni leiðir. Rifist er um flestar opinberar framkvæmdir og öfund og jafnvel fjandskapur myndast milli byggðarlaga og landshluta. Gott vegakerfi færði ekki allt til betri vegar, en lægði vissulega öldurnar í þjóðlífinu á ýmsum svipum og skapaði grundvöll undir arðbærari fjárfestingu opinberra aðila og annarra. 1 ofanálag myndi stórbætt vega- kerfi síðan gera fólkinu kleift að njóta landsins miklu betur allt árið um kring, heimsækja vini og kunningja, eyða frium þar sem veðráttan væri skást hverju sinni og kynnast nýju fólki í fjarlægum landshlutum, enda yrði hvergi meira en dagleið frá einu lands- horni til annars. Hægt miðar vegabótunum Þótt almennt væri tekið undir þau sjónarmið sem að ‘framan greinir, virðist fátt til úrbóta. Verkefnið er svo stórt, að mörg- um mun sýnast það illleysanlegt, ef ekki óleysanlegt um langa framtið. Menn segja réttiiega, að landið sé stórt og fólkið fátt með ærinn skuldabagga á herðum. Enda hefur hægt miðað, eftir að „góðvegagerð" komst yfirleitt á dagskrá hér á landi. Aðeins hafa verið endurlagðir með bundnu slitlagi um 190 km þjóðvega. Nýju vegirnir hafa þó miklu breytt á suðvesturhorni landsins. Þessum framkvæmdum var að mestu dreift á 2—3 áfanga, en siðustu árin hefur mjög lítið bæst við af olíumöl á þjóðvegum. A því eru einkum tvær skýringar. Annars vegar hafa tvö stórvirki í vegamálum dregið til sin mikið fé,+.e. leiðin yfir Skeiðarársand og Borgarfjarðarbrúin. Hins veg- ar hefur ekki við mörkuð nein framtíðarstefna varðandi endur- bætur þjóðvegakerfisins. Deilur um spotta hér og spotta þar halda því áfram. Harkan hefur gengið svo langt, að komið hefur verið I veg fyrir, að lögð yrði olíumöl á fjölfarna, fullundirbyggða vegi, svo sem í Húnavatnssýslum, vegna þess að aðrir tilteknir vegir væru ekki komnir upp úr snjón- um, sem svo er kallað. Sumum kann að finnast slík af- greiðsla vera jafnréttismál eða í versta falli meinlaus, en svo er því miður ekki. Kaflarnir, sem endurbyggðir hafa verið á fjölförnum þjóðveg- um á síðari árum án oliumalar, hafa ekki að öllu leyti komið að gagni, sem ætlunin hefur þó verið að sjálfsögðu. Við beinni og breið- ari vegi hefur umferðarhraðinn aukist mikið og um Ieið grjótaust- urinn og framrúðubrotin, auk annarra skemmda á bílum. Fólk og farartæki eru því að sumu leyti i meiri hættu en áður. Þá er erfitt að hefla breiða mal- arvegi sem skyldi, og mikið vatn vill liggja á þeim. Dýrar fram- kvæmdir endast því illa, og nýju vegirnir vaðast út. Fróðlegt dæmi um þetta er Þrenglsavegurinn, sem var vel lagður á sínum tima. í sumar voru settar 25 milljónir í að mjókka véginn, en samt á ekki að leggja hann olíumöl til þæg- Valdimar Kristinsson ■ inda og öryggis fyrir ibúa Þor- lákshafnar og Vestmannaeyja. Eftir nokkurn tíma þarf vænt- anlega að mjókka veginn enn á ný, og þá munu þúsundir tonna af ofaniburði hafa rokið úr honum út í veður og vind. Síðan mun þessi saga endurtaka sig, allt þar til olíumöl hefur bundið yfirborð vegarins, og annarra góðra vega víða um land. Hversu stórt er verkefnið? Eins og áður segir getur endur- bygging vegakerfisins virst nær óleysanlegt verkefni, en málið kann að horfa öðruvisi við, ef betur er að gáð. Þjóðvegirnir eru samtals um 8.600 km langir, en engum dettur í hug að endurskapa þá alla í einum áfanga. Lagning aðalvega í hverjum landsfjórðungi mun leiða til þess, að nær allir lands- menn verða í nágrenni góðveg- anna og geta því notið þeirra meira og minna. Heildarlengd þessara aðalvega má segja að sé um 2300 km (sjá kort). Með því að gera áætlun um endurbygging- una og láta hana ná til nær allra landsmanna, ætti aó vera hægt að ná viðtækari samstöðu um málið, en það er einmitt forsenda þess, að ekki koðni allt niður í héraða- ríg. Endurbygging fyri 2.000 km þjóðvega er mun stærra verkefni en malbikun innan við 100 km gatna í Reykjavík á sinum tíma, (sjá þó síðar) en hvoru tveggja er það sameiginlegt að virðast vart gerlegt áður en af stað er farið. Á einum áratug tók höfuóborgin al- gerum stakkaskiptum, og í dag er varla til svo lítið þorp í iandiuu, að það hafi ekki reynt að feta í fótspor Reykjavíkur varðandi gatnagerð. Nú vona margir, að sama sagan endurtaki sig í vega- kerfinu. Ef miðað er við áóurnefnda 2.300 km, þá eru 190 km nú full- gerðir, eins og áður segir. Mis- munurinn er þá rúmlega 2.100 km. Þeim vegum virðist skynsam- legt að skipta i grófum dráttum í tvo flokka, vegna íbúafjölda og umferðarþunga, sem kalla mætti A og B flokk (sjá kort). 1 A flokki væri stefnt að vegum, sem að gæð- um liktust Suðurlandsvegi í Flóa og veginum yfir Hellisheiði. Allt m ............. eftir aðstæðum hverju sinni og þar af leiðandi með einhverjum undantekningum, þar sem lands- lag væri sérlega erfitt til vega- gerðar. í B flokki væri svo stefnt að vegum, sem að gæðum líktust ný- endurbætta kaflanum um Mos- fellsdal. Þeir vegir yrðu yfirleitt eitthvað mjórri ^en vegir í A flokki, þótt allir væru þeir tvi- breiðir. Blindhæðir gætu orðið hér og þar á sumum leiðum, en auðvitað vel merktar, og á þeim mætti auka breidd veganna nokk- uð og nota skiptiskilti til enn frek- ari öryggis. Þá yrðu sumar beygj- ur í B flokki krappari en yfirleitt i A flokki. Á öllu þessu gætu orðið undantekningar, og í B flokki yrðu þær frekar upp á við, það er að sumir kaflar nálguðust gæði A flokksins. Ætti það fyrst og fremst við, þar sem nýlega hafa verið lagðir góðir vegir á þessum leiðum, svo sem við Sauðárkrók. Aðalreglan er sú, samkvæmt þessum hugmyndum, að vegir í A flokki yrðu endurbyggðir, en lag- færðir í B flokki. Vegirnir, sem yrðu lagfærðir, mundu víða verða breikkaðir og réttir af i beygjum eftir aðstæðum, en auk þess yrði ’viða að styrkja þá með malarlagi undir olíumölina. Við það myndu þeir hækka og þar með batna fyr- ir vetrarumferð, auk þess sem „snjómokstur” yrði auðveldari, enda yrði stefnt að því, að umferð yrði greið nær allt árið. í A flokki yrðu um 500 km vega auk þeirra 190 km, sem þegar hafa verið fullgerðir. Af þessum 500 km hefur verið áætlað, að um 150 km væru tilbúnir til að leggja þá olíumöl. Miðað við áætlað verð- lag 1978 er reiknað með, að kostnaður við olíumalarslitlag og undirlag undir olíumölina verði 12 m.kr. á hvern km. Þessi kostn- aður yrði því 150 km x 12 m.kr. = 1.800 millj. kr. Endurbygging vega í A flokki, miðað við sama verðlag er áætluð með olíumöl að meóaltali 40 millj.kr. á hvern km. Er þá átt við venjulegan veg, en einstakar stór- framkvæmdir ekki taldar með (sjá siðar). Þessi kostnaður yrði því 350 km x 40 m.kr. = 14.000 millj.kr. Samtals yrði þá kostnaðurinn við A flokk 15.800 millj.kr. Ef litið er á B flokk á sama hátt, þá er hann rúmlega 1.600 km á lengd. Þar af hefur verið áætlað, að um 680 km væru tilbúnir til að leggja þá oliumöl. Verður þar miðað við 10 m.kr. á hvern km, en meira en helmingi meira, eða 23 m.kr., á km á þeim vegum í B flokki, sem þurfa allverulegrar lagfæringar við. Kostnaðurinn yrði þá þessi: 680 km x 10 m.kr. = 6.800 millj.kr. 930 km x 23 m.kr. = 21.390 millj.kr. Samtals yrði þá kostnaðurinn við B flokk 28.190 millj.kr. Heildarkost«naðurinn við A og B flokk yrði því 43.990 millj.kr., þ.e. um 44 milljarðar. Einstakar stórframkvæmdir Til viðbótar því, sem hér hefur verið rætt um, væri ýmist nauðsynlegt eða æskilegt að ráð- ast í ýmsar stórframkvæmdir til frekari endurbóta á vegakerfinu. Verða þær nú nefndar um leið og áðurnefndum leiðum verður lýst nokkuð. Ef farið er frá Reykjavik hring- leiðina réttsælis um landið, gæti fyrsta meiriháttarframkvæmdin orðið við ósa Laxár i Kjós. Komið hafa fram mismunandi hugmynd- ir um, hve langt skal færa veginn út á leirurnar. Því lengra sem farið er því styttri verður vegur- inn, en kostnaður jafnframt meiri. Næst er það Botnsvogur; þar verður kostnaður verulegur. Ákveðið er að fara yfir voginn og þá væntanlega fremst frá Kattar- höfða um Þyrilsey að Þyrilsnesi ofanverðu. Til vara hefur verið nefnd leið um miðjan voginn frá Viðförulsnesi að Fjárhústanga. Sú leið hefur þann galla að liggja eins og núverandi vegur, undir Votabergi, þar sem er töluverð skrióuhætta. Þá er komið að Borgarfjarðar- brúnni, sem er mesta einstaka vegagerðarframkvæmd, sem unn- ið hefur verið að hér á landi. En þar sem mannvirkið er þegar komið alllangt á veg, verður það ekki rætt frekar hér. 1 Norðurárdal eru langir vega- kaflar svo gott sem ónýtir, en þeir falla ekki undir upptalninguna um einstakar stórframkvæmdir. Hið næsta af þvi tagi yrði lík- lega ný brú á Héraðsvötn í Skaga- firði, sem leysa mun aðra gamla af hólmi. Giljareitirnir á Öxnadalsheiði verða erfiðir viðfangs, eins og áð- ur, en falla þó væntanlega undir almenna vegagerð. Þar mun hafa komið til orða að færa veginn neðar til þess að losna við brekk- ur beggja megin. Er þá komið að vegi yfir Eyja- fjöró norðan flugvallar, sem stytt- ir nokkuð leiðina austur og kem- ur i stað niðurniddra brúa á Eyjafjarðará. Þar verður alllöng vegfylling, en fremur stuttar brýr. Næst kemur leiðin um Vikur- skaró, en þar er þegar hafin vega- gerð, er leysa mun Vaðlaheiðar- veg af hólmi. Þegar komið er austur fyrir Ljósavatn, iiggur aðalvegurinn til Húsavíkur um Köldukinn. Freist- andi er að nota þá leið i næstu framtið sem aðalleið austur á land, þar sem hvort er eð þarf aó leggja hana olíumöl. Þyrfti þá að tengja veginn sunnan Aðaldals- hrauns við Kisilveginn, þótt yfir Hvammsheiði sé að fara. Á Austurlandi hlýtur höfuðleið í nútíð og framtið að verða milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar. Sjálfsagt er því að miða vegagerð- ina i Fagradal strax við A flokk,

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.