Morgunblaðið - 24.11.1977, Side 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. NÖVEMBER 1977
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar*
R itstjómarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Áskriftargjald 1500.00
í lausasölu 80.<
hf. Árvakur. Reykjavik.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Bjöm Jóhannsson.
Ámi Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6. simi 22480.
;r. á mánuði innanlands.
00 kr. eintakið.
Ferð^ Sadats
til Israels
Það þarf meira en stjórnmálamann, það þarf stjórnmála-
skörung til þess að taka ákvörðun á borð við þá, sem
Anwat Sadat, forseti Egyptalands, tók þegar hann ákvað að
sækja ísraelsmenn heim. Deilur ísraels og Arabaríkja hafa
verið í hnút i þrjá áratugi. ítrekaðar tilraunir til þess að leysa
þær hafa farið út um þúfur, enda þótt ofurlitil hreyfing hafi
komizt á þau mál hin seinni ár. Hvað eftir annað hefur komið
til styrjaldarátaka milli deiluaðila. Stórveldin tvö, Bandaríkin
og Sovétrikin. hafa blandazt inn í þessar deilur og þar með er
alltaf fyrir hendi sú hætta, að púðurtunnan fyrir botni
Miðjarðarhafs springi i loft upp og leiði til alheimsstyrjaldar.
Það er líka skýringin á því, hve mikla áherzlu, bæði Bandarik-
in og Sovétrikin leggja á að setja niður þessar deilur, jafnhliða
því, sem oliuveldi Araba hefur orðið til þess að auka þrýsting á
Bandaríkin og V-Evrópuriki að stuðla að friðsamlegri lausn,
sem báðir aðilar. gætu sætt sig við.
í áranna rás hefur afstaða annarra þjóða til þessarar deilu
tekið talsverðum breytingum. Framan af áttu ísraelsmenn
stuðning vestrænna þjóða svo til óskiptan, en hin síðari ár
hafa fleiri og fleiri gert sér Ijóst, að Arabar eiga lika sinn
málstað i þessari deilu, sem taka verður tillit til. Þar er fyrst
og fremst um að ræða hlutskipti Palestinuaraba, sem eru i
raun landlausir og heimilislausir og þau átök, sem orðið hafa
milli ísraels og Arabarikja á undangengnum árum hafa leitt til
þess, að þetta fólk hefur dreifzt viða um Arabalönd og einnig
til annarra heimshluta og er í raun heimilislaust eins og
Gyðingar voru i eina tið.
Talsvert jafnvægi er nú komið á almenningsálitið, a.m.k. i
hinum vestræna heimi að þvi leyti til, að menn meta nú af
meiri sanngirni en áður málstað beggja aðila og gera sér grein
fyrir þvi, að þessar deilur verða ekki settar niður nema leið
verði fundin til þess að tryggja Palestinuaröbum land og með
einhverjum hætti sjálfstjórn sinna mála. Sú aukna sanngirni,
sem þannig mótar viðhorf almennings utan Miðjarðarhafs-
landanna er til góðs og stuðlar að sínum hætti að lausn
þessarar deilu vegna þess, að þeir forystumenn vestrænna
ríkja, sem hér koma mest við sögu, hafa þá frjálsari hendur
um það, hvernig þeir reyna að miðla málum.
Þegar hafðar eru i huga áratuga deilur milli ísraels og
Arabarikja, hernaðarátök og styrjaldir og sú heift og jafnvel
það hatur, sem rikt hefur á báða bóga verður mönnum Ijóst.
hvílíkt blað Sadat Egyptalandsforseti hefur brotið með ferð
sinni til ísraels. Kjarkur Egyptalandsforseta að stiga þetta
skref verður einnig auljós, þegar höfð eru i huga viðbrögð í
öðrum Arabarikjum. sem hafa verið mjög hatrömm, allt frá
hörðum mótmælum Sýrlendinga til yfirlýsinga arabiskra
skæruliðasamtaka um að Sadat væri réttdræpur vegna þess-
arar ferðar. Þrátt fyrir þessi viðbrögð tókst Sadat þessa ferð á
hendur og fer ekki milli mála, að hann hefur stuðning
egypsku þjóðarinnar i þeirri ákvörðun, enda þótt einstakir
samstarfsmenn hans hafi sagt af sér háum embættum i
mótmælaskyni. En viðbrögð almennings i Egyptalandi benda
til þess, að þetta striðshrjáða fólk eigi enga ósk heitari en þá.
að friður komist á i Miðjarðarhafslöndum og svo er áreiðan-
lega i raun um mikinn meirihluta fólks i Arabalöndum og i
ísrael, þrátt fyrir háværar og ögrandi yfirlýsingar margra
leiðtoga
Á þessu stigi getur auðvitað enginn spáð um það, hvort ferð
Sadats hefur orðið til þess að auðvelda lausn deilumála
ísraela og Araba, en Egyptalandsforseti hefur brotið isinn. Virt
brezkt timarit komst svo að orði fyrir nokkrum dögum, að
vandamálin i samskiptum þessara ríkja væru 70% sálræns
eðlis og 30% efnislegs. Ef þetta er rétt, hefur ferð Sadats til
Israels orðið til þess að leysa að verulegu leyti þann sálræna
vanda, sem hér er á ferðinni og er þá miklum áfanga náð.
Friður við botn Miðjarðarhafs, viðurkenning á tilveru ísraels-
ríkis og rétti Gyðinga til að lifa í landi sínu og um leíð
viðurkenning á rétti Palestinuaraba til þess að eiga sér sitt
land mun verða friði i heiminum til mikils framdráttar og
vonandi eiga elztu kynsióðir ísraela og Araba, sem hafa varið
meginhluta lifsins til þessarar baráttu, eftir að lifa slíka stund.
Verði svo hefur Sadat Egyptalandsforseti með ferð sinni til
ísraels skráð nafn sitt á spjöld sögunnar.
k.-u
HALLDOR
LAXIMESS:
Annríki veldur í bili að
ekki gefst tóm til að
sinna skemtiþætti Sverr-
is Hermannssonar, þess-
arar alþíngismömmu
okkar númer eitt, sem af
móðurlegri umhyggju
hefur nú snúið baki við-
fiskslubbi um stund til að
kenna okkur að skrifa
rétt. Er þó mart ósagt,
ekki síst eftir að þetta
stórfróða kennivald hef-
ur dregið fram séra Árna
heitinn í Görðum til vitn-
is um stafsetníngarhug-
myndir á átjándu öld. Ég
verð að láta mér duga til
bráðabirgða að minna
málfræðínginn á tanna-
gnjóstinn Abracadabra,
sem uppi var á öldinni
fyrir Krists burð og var
afskaplega seigur í rétt-
ritun, sumir segja enn
seigari en Árni heitinn í
Görðum. Það er bót í máli
að þessi sjálfkjörna eins
manns akademía ís-
lenskrar túngu hefur
akademískan selskap af
þíngfrúnni sem sagði í
Morgunblaðinu á sunnu-
daginn var eitthvað á þá
leið að hún gæti ekki
hugsað sér að lifa án z í
Ný stráka-
læti á
almannafæri
orðinu ,,best“, því annars
héldi hún að verið væri
að tala um bæst á dönsku,
þeas „svínabest". Svona
fólk hlýtur að hafa ment-
ast í Tívolí. Það sem mér
þætti fróðlegt að vita er
hver sé sá sem bannar
þessu aumíngja fólki að
skrifa setu? Ekki ég. Ég
fæ ekki betur séð en þau
háttvirtu setuhjú sem
hér eru í umræðu séu
frjáls að því að skrifa
eins mikla setu og þau
komast yfir. Það þarf
meira ímyndunarafl en
mér er léð að láta sér
detta í hug að kúga fólk
með refsilöggjöf til að
skrifa sérstaka bókstafi
en banna því aðra. Hins-
vegar mikil mildi forsjón-
arinnar að fólk með akk-
úrat svona gáfnafari
skuli ná saman á Alþíngi.
Þó finst mér að fólk, sem
að bæn minni treystir sér
ekki til að útskýra fyrir
mér uppruna orðanna
hundur og köttur, skuli
berjast fyrir því að sett
sé löggjöf þar sem úng-
um börnum á íslandi er
gert að skyldu að skrifa
„upprunaréttritun“, þeas
stafsetníngu samkvæmt
orðsifjafræði, og er há-
skólafag, í þeim orðum
sem Sverri Hermanns-
syni þóknast að prýða
með ts-hljóðtákni. Ef
lagasetníng í þessa veru
nær fram að gánga á Al-
þíngi mæli ég eindregið
með því að sú löggjöf
verði nefnd „lög um
hversu framkvæma skuli
sadisma í barnaskólum á
íslandi".
Mætti ég í leiðinni
minna hið háa Alþíngi á,
að það er af og frá að sú
stofnun hafi heimild til
að fyrirskipa rithöfund-
um stafsetningu á bókum
þeirra. Hið háa Alþíngi
hefur ekki meira kenni-
vald sem akademía ís-
lenskrar túngu en tila-
munda Búnaðarbankinn
eða Sláturfélag Suður-
lands; sem betur fer. ís-
lendíngar hafa sam-
kvæmt Stjórnarskránni
rétt til að prenta bækur
með hvaða bókstöfum
sem þeir kjósa, svo og í
hvaða röð sem þeir kjósa
að láta þá standa. Á árun-
um þegar hinu háa Al-
þíngi var snúið uppí
strákalæti á almannafæri
meðan verið var að bisa
við að koma tukthúslög-
um yfir Kiljan útaf staf-
setníngu (og reyndist
vera löguð eftir stafsetn-
íngu Jóns Sigurðssonar
og „endurskoðuðu staf-
setníngunni á Fjölni“)
þá fleygði Hæstiréttur
plagginu með lögunum í
pappírskörfuna af því
þetta pródúkt var minna
virði en pappírinn sem
það var prentað á. (NB
mér þótti einkennileg at-
hugasemd utanríkisráð-
herra í prentuðu ræðu-
broti Mgbl á sunnudag-
inn var, þar sem mér
skildist á ráðherranum
að stafsetníng Jóns Sig-
urðssonar og f jölnis-
manna væri eitthvað
ekki nógu góð handa ís-
lendíngum; vonandi hef
ég misskilið orð ráð-
herra).
Alþíngi gæti hvergi
notað sína sérstöku staf-
setníngu, ef hún væri til,
nema á sendibréfum sín-
um og Stjórnartíðind-
um, svo og ýmiskonar
eyðublöðum og kanski
einstöku skólabók sem
prentuð er á ríkis-
kostnað, en þó því aðeins
höfundar bókanna leyfi.
Hvorki hið háa Alþíngi
né nokkur dómari á ís-
landi, nema prentvillu-
púkinn, hefur samkvæmt
Stjórnarskránni leyfi til
að breyta stafkrók í
prentuðum texta íslensks
höfundar. Umræður um
þetta tóma mál á löggjaf-
arsamkundu okkar eru
því ekki annað en vísvit-
andi tilraunir til að gera
Alþíngi hlægilegt. „Rit-
skoðun óg tálmanir fyrir
prentfrelsi má aldrei í
lög leiða“, segir Stjórnar-
skrá íslands um þetta
mál.