Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 1
36 SÍÐUR 148. tbl. 65. árg. FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. 300 þegar látnir eða dauðvona af völdum eldhafsins Eitt fórnarlambanna í eldhafinu við Tarragona ílutt úr langferðabil á sjúkrahús. Slysið er eitt hið hryllilegasta sem orðið hefur á Spáni í langan tíma. „Höruíid fólksins sat eftir í sætum bílsins míns þegar ég var að koma fólki af slysstaðnum í sjúkrahús." sagði einn sjónarvottanna að slysinu. (Símamynd AP) D------------------------------------D Sjá lýsingar sjónarvotta á slysinu í Tarragona á bls 17 ?--------------------------? San Carlos "de la Rapita, Bonn, Amsterdam, London, 12. júlí. AP-Reuter í KVÖLD var talið víst að a.m.k. 300 manns myndu láta lífið af völdum slyssins sem varð nálægt bænum Tarragona á Spáni í gær er vörubíll hlaðinn gaskútum fór út af veginum og sprakk í loft upp á tjald- og hjólhýsastæði. Aðstoðarheilbrigðisráðherra Spánar dr. Jose de Palacios y Carvajal. sagði í kvöld að a.m.k. 120 þeirra sem lifað hcfðu af í' eldhafinu mundu látast af bruna- sárum á næstu dögum og væri ekkert hægt að gera til að bjarga þessu fólki. „Sannleikurinn í þcssu efni er hræðilcgur, en hann verður að segjast eins og hann cr til þcss að ættingjarnir geri sér ckki upp falskar vonir," sagði ráðherrann. Spánverjar byrjuðu í dag áð greftra hina látnu sem fórust í slysinu en víða í landinu hafa verið uppi mótmæli vegna þess að bíl með gasfarmi skyldi heimilt að aka um á vegum eins og þarna. Víða um heim hafa menn fyllzt hryllingi vegna þessa slyss og samúðarskeyti og hjálparboð hafa borizt víða að til Spánar. Framhald á bls. 20. Kuldalegar SALT- viðræður í Genf Genf, 12. júlí. Reuter, AP. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Sovétríkjanna og Bandarikjanna komu í dag saman til fundar í Genf til að reyna enn að ná samkomulagi ríkjanna um takmörkun framlciðslu kjarn Frakki dæmd- ur fy rir njósnir París, 12. júií. Reutcr — AP. SEXTÍU og fimm ára gamall Frakki scm gat sér gott orð fyrir frammistöðu sína í frönsku and- spyrnuhreyfingunni á stríðsárun- um var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna. Frakkinn, sem hér um ræðir, Georges Beaufils að nafni, var sekur fundinn um að hafa komið leyudarmáliim um bækistöðvar frönsku kjarnorkukafbátanna á Atlantshafsströnd Frakklands í hendur Sovétmanna fyrir milli- göngu 1 veggja rússneskra blaða- manna sem í raun voru njósnar- ar. Beaufils neitaði því að hafa gert neitt það af sér sem skaðað hefði hagsmuni Frakklands heldur hefðu blaðamennirnir tveir blekkt hann og hann síðan slitið sam- bandinu við þá. í réttarhöldunum yfir Beaufils upplýsti einn af starfsmönnum frönsku gagnnjósnaþjónustunnar Framhald á bls. 20. Brennd bílflök á hjólhýsastæðinu við Tarragona á Spáni. þar sem hundruð manna biðu bana í cldhafi scm orsakaðist er bíll hlaðinn gaskútum sprakk í loft upp. (Símamynd AP). „Þetta er grimmi- legur sadismi" — segir módir Shcharanskys — Sjá grein um Ginzburg bls 16 ?--------------------------? Moskvu, 12. júlí. Reuter, AP. SOVÉZKUR saksóknari krafðist þess í dag að Alexander Ginzburg Herða ákvæði um 200 mílur Washington 12. júlí - AP. FULLTRÚADEILD bandaríska þingsins samþykkti samhljóða í gærkvöldi frumvarp um að bandarísk fyrirtæki njóti íor- gangs við vinnslu fiskafurða úr 200 mílna fiskveiðilögsb'gu Bandaríkjanna. Þar með er lokað glufu sem var á lögunum um útfærslu banda- rísku fiskveiðilögsögunnar fyrir tveimur árum. Hún hefði getað leitt til þess að útlcndingar fengju tii vinnslu töluverðan hluta aflamagns Bandaríkja- Framhald á bls. 20. yrði dæmdur í átta ára dvöl f þrælkunarbúðum og þriggja ára útlegð fyrir andsovézka starfsemi sína. Fréttamönnum var meinaður aðgangur að réttar- salnum, en starfsmenn réttarins sögðu frá þvf að saksóknarinn hefði sett fram þessa kröfu er hann dró saman mál sitt í lokin. Hámarksrcfsing hefði verið 10 ára þrælkunarvinna og 5 ára útlegð. Eiginkonu Ginzburg var meinað að vera við réttarhöldin í dag er hún neitaði að lofa því að kalla ekki fram í við vitna- leiðslurnar. Réttarhöldin yfir Anatoly Shcharansky, en hann á yfir höfði sér líflátsdóm fyrir landráð, fóru í dag fram fyrir luktum dyrum og hlýddi rétturinn á vitnisburð erlends fréttamanns er lesinn var upp. Fréttamðurinn var ekki nafn- greindur en talið er víst að hann sé Robert Toth fyrrum fréttaritari Los Angeles Times í Moskvu, en Sovétmenn hafa sakað hann um að hafa verið handþendi bandarísku Framhald á bls. 20. orkuvopna og binda enda á viðræður um það efni, SALT-viðræðurnar. sem staðið hafa yfir árum saman. Fundur- inn í dag var í tvennu lagi og að sö'gn viðstaddra hafa viðræður fulltrúa stórveldanna tveggja ekki verið jafnkuldalegar frá því á tímum kalda stríðsins. I upphafi fundarins í morgun lagði Vanee utanríkisráðherra Bandaríkjanna fram nýjar tillögur stjórnar sinnar og var síðan gert hlé á viðræðunum eftir stuttan fund. Gromyko utanríkisráðherra Sovétríkjanna kom síðan með fyrirspurnir og gagntillögur á fundi eftir hádegið og fóru þá fram nokkru ýtarlegri viðræður. Er talið að Vance hafi við það tækifæri fært Gromyko skilaboð Framhald á bls. 20. SAS- afeláttur til Bretlands London. 12. júlí — Reutcr. SKANDINAVÍSKA ílugfélagið SAS hyggst taka upp svokölluð „mini"-fargjöld á flugleiðum sín- um milli Skandinavíu og Bret- lands 1. október og þau vcrða um 70% lægri en venjuleg fargjöld í vissum tilfellum samkvæmt frétt- um frá Stokkhólmi. „Mini-íargjöldin" verða fáan- leg daglega og gilda fram og til baka á að minnsta kosti einni flugleið án viðkomu milli London og höfuðborga Skandinavíu í samvinnu við brczka flugfclagið British Airways. Fargjöldin verður að panta með eins mánaðar fyrirvara og farþeg- ar verða að fara ferðina til baka eigi fyrr en sjö dögum og eigi síðar en þremur mánuðum eftir brott- för. Nýju fargjöldin eiga eftir að - Framhald á bls. 20. Bandaríkin: Réttarhöldin fordæmd Washington, 12. júlí. AP, Reuter. CARTER Bandaríkjaforseti for- dæmdi í dag opinberlega réttar- höldin yfir sovézku andófsmönn- unum Shcharansky og Ginzburg og öðrum Sovétmiinnum sem sætt hafa ofsóknum í heimalandi sínu. Sagði forsetinn að aðförin að andófsmönnunum jafngildi árás á alla þá sem þráðu frelsi og vihlu berjast fyrir því. Þetta er í fyrsta sinn sem Carter lætur hafa eitthvað eftir sér opinberlega um réttarhöldin sem hófust á múnu dag. Öldungadeild bandaríska þings- ins samþykkti í dag ályktun þar sem lýst er yfir miklum áhyggjum vegna réttarhaldanna og sovézk stjórnvðld vöruð við afleiðingun- um jafnframt því sem skorað er á þau að koma mildilega fram við Shcharansky og Ginzburg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.