Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.07.1978, Blaðsíða 24
r Ungir Sjálf- stæðismenn álykta BLAÐINU hofur horist svohljóð- andi fréttatilkynning frá FélaKÍ un^ra sjálfstæðismanna í Mýra- sýslui Fundur í Félagi ungra sjálf- stæðismanna í Mýrasýslu, haldinn í Borgarnesi 5. júlí 1978, áiyktar eftirfarandi: 1. í Ijósi nýafstaðinna alþingis- kosninga telur fundurinn ástæðu til að Sjálfstæðisflokkurinn endur- meti stöðu sína í íslenskum stjórnmálum. Þá telur fundurinn brýnt að mörkuð verði skýrari stefna í þjóðmálum sem byggi á grund- vallarhugsjónum frjálshyggjunn- ar, einstakling&frelsi og valda- dreifingu í þjóðfélaginu. Slíkt telur fundurinn meginforsendu þess, að Sjálfstæðisflokkurinn megi halda áfram að vera það ábyrga afl, sem hann hefur ætíð verið í íslenskum stjórnmálum hingað til. 2. Fundurinn telur það Ijósa staðreynd, að flokksforystan hefur gleymt vaxtarbroddi flokksins, unga fólkinu. Þar sem skoðana- kannanir sýndu að fylgi ungs fólks við stjórnarandstöðuflokkana var yfir 30% meðan fylgi unga fólksins við Sjálfstæðisflokkinn var aðeins um 5%. Þessari þróun verður að snúa við og slíkt verður aðeins gert með því að auka áhrif unga fólksins á stefnu og starf flokksins. 3. Til að ná fyrrgreindum mark- miðum telur fundurinn eðliiegt að miðstjórn og þingflokkur boði til landsfundar í september n.k. Sá fundur fjalli m.a. um leiðir til að efla Sjálfstæðisflokkinn svo og þær leiðir sem flokkurinn ætlar að fara til lausnar efnahagsvanda íslensku þjóðarinnar. 4. Þá vill fundurinn eindregið vara flokksforystuna við að stíga skref í átt til stjórnarmyndunar í einhverri mynd án samráðs við hin ýmsu félagasamtök flokksins stór eða smá. Sigurjón Jónsson formaður Helgi Aðalsteinsson ritari MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 13. JÚLÍ 1978 hersins Á þessu ári eru liðin 350 ár frá formlegri stofnun norska hersins, en fyrir þann tíma var sjaldan um skipulagðar land- varnir og herþjónustu að ræða. Á þessum tíma voru Svíar sterkt herveldi, sem lagði undir sig landsvæði í austurvegi, en háði jafnframt st.vrjaldir við Noreg og Danmörk, sem þá voru sambandsríki. Stofnun norska hersins kom því sem afleiðing af yfirgangi Svía, en Norðmenn og Danir vildu heldur snúast til varnar, en gefast upp í barátt- unni við Svía. í Norðurlandaófriðinum 1700—1718, var barist hart og óvægilega, en Svíar höfðu þá m.a. áætlanir um að hertaka Þrændalög og lima Noreg sund- ur í tvennt. Herflokkar Þrænda reyndust sænska hernum harðir í horn að taka og vistir og vopn, sem send voru frá Svíþjóð, lentu oft í höndum norskra herflokka. Svo fór að Svíar gáfust upp á að hertaka Þrændalög og snéru til baka yfir sænsku landamærin, veturinn 1718—19. Jafnhliða innrásinni í Þrændalög, réðust Svíar á A-Noreg og hugöust hertaka Osló og Akurshússvirki. Var herlið Svía þá um 48 þús. manns, en Norömanna tæp 24 þús. Gerðu Svíar tilraun til að hertaka Akurshússvirki en urðu frá að hverfa. Fóru svo leikar að þeir biðu hvern ósigurinn á fætur öðrum, bæði á sjó og landi, og hörfuðu út úr landinu eftir fall konungs síns, Karls 12. Árið 1808 og 1814 áttu Svíar og Norðmenn í átökum. Hertóku Svíar hiuta af Austur-Noregi, en Norðmönnum tókst í þessum styrjöldum að snúa vörn í sókn og hrekja Svía til baka. Á þessu tímabili kom til mikilla átaka milli enska flotans og norskra fallb.vssubáta. Englendingar, sem þá áttu í ófriði við Frakk- land, höfðu sett hafnbann á Noreg. Stöðvuðu þeir norsk kaupför, og rændu bæði fólki og farmi. Afleiðingarnar urðu þær að mikill skortur varð á inn- fluttri matvöru í Noregi, og lá við hungursne.vð i sumum lands- hlutum. Norðmenn gripu þá til y Eyjólfur Guðmundsson skrifar frá Noregi Frá heræfingum í Norður-Noregi stofnun norska þess ráðs að vopna fiskiskip sín og tóku að ræna ensk kaupför og fiskiskip. Jafnframt efldu þeir flota sinn, sem tók að sér varnir skerjagarðsins, og komu einnig á fót fjölda strandvirkja með fallbyssum. Var það upphaf þeirra strandvarna, sem nú kallast kystatlariet. I friðarsamningum 1814, var ákveðið aö Svíar skyldu fá Noreg, m.a. sem sárabætur fyrir að þeir misstu Finnland til Rússa. Norðmenn, sem ekki voru spurðir álits, undu þessu allilla, en beygðu sig þó mót- þróalaust. Norðmenn voru nú í ríkjasambandi við Svía fram til ársins 1905. Það ár lýstu Norð- menn því yfir að þeir væru frjálst og fullvalda ríki, og völdu sér sjálfir nýjan konung í stað Svíakonungs. Þetta vakti nokk- urn kurr meðal Svía og lá á tímabili við styrjöld milli land- anna. Norski herinn var þá vel vopnaður, og floti þeirra var betur búinn en sænski flotinn. í heild voru varnir Noregs, um þær mundir, með því besta í Evrópu, og töldu því sænskir ráðamenn að óskynsamlegt væri að freista þess að kúga Norð- menn með hervaldi. Norsk herdoild árið 1905 húin til bardaga. ef Svíar skyldu ráðast á landið 350 ár frá SKYNDIMYNDIR Vandaöar litmyndir í öll skírteini. barna&fjölskyldu- Ijósmyndir /NUSíURSrR€TI 6 S'M 12644 Morgunblaðið óskar eftir blaðburðarfólki Austurbær Freyjugata 28—49, Grettisgata 2—35, Óöinsgata, Skúlagata, 'Laufásvegur 2—57, Þingholtsstræti. Upplýsingar í síma 35408 / Ami Helgason: Allir eru að gera það gott — nema ég Ég hef nýlokið við að lesa endurminningar gamallar konu. Þar standa þessi orð: Efst í huga mínum nú er þakklætið ... þakk- lætið fyrir að hafa fengið góða heilsu, góðan lífsförunaut og aldrei liðið skort. Hvað skyldu þeir vera margir í dag sem gætu tekið heilhuga undir orð hinnar gömlu konu, sem auðvitað var búin að lifa meira súrt en sætt á mælikvarða kyn- slóðarinnar í dag? Og hvað þakka margir fyrir það sem þeir hafa? Ég er að hugsa um kynslóð vorra tíma. Það ævintýri sem orðið hefir með íslenskri þjóð á seinustu 40 árum er slíkt að engan hefði órað fyrir þessu áður. Ég sé ungt fólk byggja hallir í dag, og ekki nóg með það, heldur ef skyggnst er inn í húsin þá er þar ekkert lítilræði á ferð. Og þaú eru ekki fá húsin þar sem bíll stendur fyrir utan og fylgir eigninni. Sumarhús hafa sprottið út um allt, vinnutíminn styttur og frístundirnar fleiri og hjá mörgum og margar því sumir kunna lítið með þær að fara. En svo kemur hljóð úr horni. Við lifum ekki á því kaupi sem við höfum í dag. Og svo koma ævintýramennirnir í pólitíkinni og kyrja þennan lofsöng í tíma og ótíma. Menn keppast um að hafa það flottara en hinn og ef einn fær sér þetta fær hinn sér enn dýrari hlut. Hljómburðartæki á hverju heimili, útvarp og sjónvarp og menn géta ekki lifað. Ferðalög út um allt og ferðaskrifstofur spretta upp eins og gorkúlur og græða. Það gefa auglýsingar til kýnna sem dynja í útvarpi og sjónvarpi, og öll þessu útsýnarogsunnukvöld út um allt land þar sem hundruð- um þúsunda er mokað saman. Aðsókn að öllu, sumargleðin og húllumhæið á hjólum um landið og fólk hefir ekki við. Þegar eitt er búið kemur annað og alltaf líf og fjör. Og enn kemur samí söngur- inn: „Við getum ekki lifað á kaupinu sem við fáum“. Skítt með það þótt fyrirtækin sem veita okkur allan þennan munað geti Árni Ilelgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.