Alþýðublaðið - 22.11.1958, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.11.1958, Blaðsíða 5
I. SKYLDAN er svo einkenni- leg — allt í senn létt og þung, Ijúf og sár. Þess vegna getur manni orðið eftirminnilegt að hafa verið veðurtepptur á Ak- ureyri í þrjá daga. Ég kom þangað á föstudag- inn var til þess að vera þar við- staddur um kvöldið kynning- arstarfsemi þá, sem kölluð er List um landið. Flugvélin sveif ,með okkur yfir fjöll ög jöklá, en okkur grunaði naumast landið, því að skýin voru milli okkar og þess eins og hjarn yfir að líta, hvítur snjór á blá- um ís. Allt í einu vorum við komin inn yfir Evjafjörð og sáum til jarðar, sem var líkt og salti drifin, sniórinn lítill og velktur, 0g þarna kúrðu húsin í höfuðstað Norðurlands niðri við svartan sjóinn, nöt- urlegir mannabústaðir séðir úr lofti, en ágætar vistarverur fólks og mannlífs, þegar kemur ínn í bæinn. Akureyri er blanda af gömlu og nýju, sem. hefur tekizt vel, og mér fellur Jþví betur við staðinn sem ég kem þangað oftar. En þetta átti að vera ferðasöguþáttur, en ekki heimspekilegir þankar. 'Flugvöllurinn er framundan svipaður víðáttumiklu túni á útmánuðum, og allt í einu erum við lent heilu og höldnu, fé- lagarnir komnir til að taka á móti mér og loftferðinni lokið. II. Listkynningin um kvöldið var sú, að Kristinn Hallsson söng íslenzk lög við undirleik Árna Ingimundarsonar, en skáldin Guðmundur Böðvars- son og Jóhannes úr Kötlum og rithöfundarnir Guðmundur Gíslason Hagalín og Indriði G. Þorsteinsson lásu upp. Allt eru þetta snjallir listamenn og ein- stakir félagar. Varð ég þess var, áð með þeim hafði þegar tek- izt -fósíbræöralag, og ég rann í hópinn eins og dropi í glas, engin tilgerð, engin orð, en hlýtt handtak og kumpánlegt viðmót bauð mig velkominn. Daginn eftir heimsóttum við félagarnir Menntaskólann á Akureyri og áttum þar ógleym anlega stund. Ég hef mikla trú á þeirri æsku, sem nemur og starfar í norðlenzka mennta- skólanum, og forustumenn hans vinna áreiðanlega mikið og þakkarvert starf í önn hvers dagsins. Seinna á laugardegin- um ókum við Indriði með Hagalín út á Dalvík. Mér voru sögð nöfnin á bæjunum úti í mýrkrinu á þessum framandi slóðum, og atburðir, endur- minningar og örlög röðuðust á hugans þráð eins og perlur á festi. Um kvöldið var svo skáldaþing á heimili Braga Sigurjónssonar og Helgu konu hans. Ég bættist í hópiim eftir að hafa hlustað á Guðrúnu Tómasdóttur syngja í sam- komuhúsinu við undirleik Magnúsar Blöndals Jóhanns- sonar, en fylgdarmaður minn og' sessunautur var Kristinn Hallsson. Og gott var að koma í Bragatún. Þar voru fyrir skáldin og rithöfundarnir Bragi Sigurjónsson, Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli, Guðmundur Böðvarsson, Guðmundur Frímann, Heið- rekur Guðmundsson, Jóhannes úr Kötlum, Indriði G-. Þor- steinsson og Rósberg G. Snae- dal. Mikið var gaman að sjá þá þarna góða vini, heyra þá spjalla um alla heima og geima, rifja upp endurminningar, segja skoðanir sínar á mönn- um og málefnum og tala um íslenzkan skáldskap, kvæðin, sögurnar og blessaðar lausa- vísurnar. Mér þótti sárast að ,hafa ekki verið með þeim allt kvöldið, en ég var nógu lengi til að eignast skemmtilega end- urminningu. Á sunnudaginn kvaddi ég félaga mína, sem héldu til Dal- víkur og síðan austur í Þing- eyjarsýslu, en ég ætlaði aftur suður y.fir fjöllin. Þá skárust veðurguðirnir í leikinn og dæmdu mig í þriggja daga út- legð. Víst er alltaf dapurt að bíða, en ég mátti þó sannarlega vel við una. Akureyri hafði mér upp á sitthvað að bjóða. III. Gasljós var leikið í sam- komuhúsi Akureyrar á sunnu- dagskvöldið, og ég fór þangað eftir að hafa fengið þann úr- skurð, að höfuðstaður Norður- lands væri svo dúttlungafullur að sleppa mér ekki lausum. Akureyringar hafa löngum átt landskunna leikara, en ég hef aldrei séð þar áður sjónleik uppi á leiksviði. Þetta verður enginn dómur um Gasljós held: ur eins konar kvittun þess, að ég sá leikinn. Höfundur leik- ritsins er Patrick Hamilton og efnið sakamálasaga, þar sem gott og illt eigast við, örlögin tefla um glæpamanninn og konuna, sem hann vill gera að fórnardýri sínu. Aðstæður til leikflutnings í samkorouhúsi Akureyrar hafa stórbatnað um þessar mundir, salurinn er hinn viðkunnanlegasti og nýr Ijósaútbúnaður kominn til sög- unnar. Leiksviðið er hins vegar svo þröngt, að miklum erfið- leikum veldur. Kennir þessa jafnvel í Gasljósi, og fer. þó allur leikurinn fram í sömu stofunni og hefst að kvöldi, en éndar nóttina eftir, því að upp- gjörið tekur stuttan tíma. — .Jóhann Ogmundsson leikur glæpamanninn Manningham, fyrsta þáttinn helzt til sterkt og er nokkuð eigingjarn allan leikinn, en gerir margt vel. Guðmundur Gunnarsson, sem jafnframt er leikstjóri, fer með hlutverk Roughs leynilögreglu þjóns. Guðmundur er vanur leikari, en hefur sennilega að þessu sinni lagt meira starf: í leikstjórnina en leik sinn. Samt er túlkun hans á Rough honum til sóma, og þess ber að geta, að Rough er mun vandleiknari en til dæmis Manningham. Sé ég ekki betur en Jóhann og Guðmundur haldi merki leik- listarinnar mjmdarlega á lofti í höfuðstað Norðurlands, og menningarstarf Leikfélags Ak- ureyrar er ótvírætt. Freyja Antonsdóttir lék eldabuskuna og ráðskonuna Elísabetu prýði- lega. Henni tókst að gera. smátt stórt, og það er ærinn sigur. Leikur Bjargar Baldvinsdótt- ur í hlutverki Bellu Manning- ham ber þó af. Hún túlkar hlutverk sitt af ríkri innlif- un og tillitssemi við. mótleik- arana, en kernur eftirminni- lega á framfæri tilhlökkun, vonbrigðum, kvöl og sorg þessarár ógæfusömu konu, sem hefur ekkert til saka unnið amiað en fórna sér fyrir raj.sk- urmarlausan glæpamann. Sýnd- arménnska- fvrirfinns-t engin í leik Bjargar, einkenni hans eru" liófsemi og hnitmiðún og óyenjulega • listræn framsögn. Jíún myndi fíæg leikkona í rn'iklu stærri bæ én Akureyri: Elínu GuSniundsdóttur auðn- aðist ekki að lýsa skapgerð og framkornu Naiicv til fuilnustu, enda mun hún nýliði, en með tilsögn og reynslu getur hún orðið leikkona, sem revnist vaxin stærri hlutverkum í framííðinni. Loks skal þess getið, að þýðing Ingu Laxness á Gasljósi hefur þann megin- kost leikrits, að hægt er að mæla hana af munni fram, ef leikendurnir kunna og j skilja hlutverk sín. IV. Á mánúdaginn héldu veður- guðirnir áfram ofríki sínu, og Rjörg Baldvinsdóttir sem Bella Manningham og Gnðmundur Gunnarsson serr?. Rough leyhilögregluþjónn í Gasljósi. um kvöldið fór ég með Magn- úsi Blöndal Jóhannssyni að sjá helgileikinn Bartímeus blinda eftir séra Jakob Jónsson í Ak- ureyrarkirkju, sem kennd er við Matthías heitinn Jochums- son. Helgileikur þessi er frem- ur trúarlegs eðlis en listræns gildis, og einhvern veginn verð ur boðskapur hans mér sönnun taumlausrar eigingirni. En hvað um það,. helgileikir eru víst aðeins fyrir sannkristiö fóik, og fallega tóku góðborg- arar Akureyrar þátt í bænar- gjörðinni, þó að mér dytti ekki í hug að loka augunum við svoxia tækifæri og á almanna- færi. Leikstjóri er Ágúst Kvar- an, sem forðum daga var eimx af okkar snjöllustu og sérstæS- ustu leikurum. Flutningurinn. á Bartímeusi blinda tókst ágæt lega, lökust var túlkun þess eina, sem átti að leika, hinir léku betur. Tilgerð er alls stað- ar hvimleið, en átakanlegust i guðshúsi. I V. Enn héldu veðurguðirnir á- Framhalcl á 10. 51011. H a n n e s á h o r n i n ★ Hvers vegna svona margar kirkjur? ★ Opna möguleiká fyr- ir nýju og nauðsyn- legu starfi í Rvík. ★ Að standa aleinn á bersvæði. ★ Fordild og mistök. ÉG HEF ORÐIÐ áþreifanlega var vlð það, að mönnum blöskr- ar allar kirkjubyggingarnar í Reykjavík. Menn henda jafnvel gaman að því, að þser verði inn- an tíðar svo þóttar í borginni, að menn þurfi varla að fara út undir bert loft til þess að fara úr einni í aðra. Þetta er að mörgu leyti rétt. Kirkiur voru of fáar. En verða þær ekki inn- an tíðar of margar? EN ÞETTA ER tákn tímanna. Við hömumst svó mjög að við verðum áttavilltir. Hins vegar verð ég að viðurkenna, að hér í borgina vantar starf fyrir fólk- ið. Það vantar þjóðfélagslegt sameiningarstarf fyrir almenn- ing. Ég veit, að kirkjur,.eða réit ara sagt söfnuðir víða um lönd uppfylla þörfin fyrir þetta starf. Ef til vill geta guðsþjónusturnar safnað fólkinu saman í marg- þættu starfi fyrir umhverfi sitt. MÉR FINNST einn helzti kost urinn við auknar kirkjubygging ar vera sá, að um leið eignast hverfin í borginni. félagsheimili þar sem vænta má að rekið verði heilbrigt og kyrrlátt starf. í söfn uðunum eiga menn að þekkja hvern annan, kjör hvers. annars og viðfangsefni — og þá um leið hvar skór-inn kreppir helzt að í einkalífi og yfirleitt heimilislíf- inu. ATVIK KOMA FYRHl þegar nauðsynlegt er, að við njótum stuðnings, vináttu og hjálpar. Þarna er starf fyrir söínuðina, ekki síður en að mæta um helg- ar. til guðsþjónusíu. Ég þekki all marga presta. Mér er kunnugt um það, að þeir eru vakandi og sofandi að hugsa um svona starí semi, og að gleðj þeirra yfir því að sjá kirkju sína rísa af grunni er ekki minnst sprottin af því, að um leið-opnast mögu- leikar fyrir því, að hægt sé að hefja starf eins og ég hef minnzt á hér að framan. EN AF ÞESSU TIUEFNI víi ég vekja athygli á því, að roj.ög- hefur undanfarið verið rætt um kirkjur, presta og biskupa. Al- þingi hefur rokið upp til þess að breyta ákvæðum um biskups kjör, sem ég er andvígur af því að ég vil hafa þetta í föstum skorðum, en ekki að sífellí sé verið að breyta til. Auk þess er rætt um fjolgun biskupa, sem ég er Iíka andvígur.- Um þetta 'fékk ég eftirfafandj bréf í gær: AFDALAKARL skrifar-: — „Langt er síðan ég hef séð aðra þlaðagrein íslenzka svo einar’ða, snjalla óg raunsæja sem grein „Útnesjakarls“ í Alþýðublaðinu 11. þ. m. um það liamslausa of- læti, sem lýsir sér í framferði klerkastéttarinnar. Þó mundu nú sumir segja, að af öllum stétt ■um landsins færist hennj sízt að láta mikið. En ekki er það nýtt. BISKUPUM á að fjölga af þeirri einu og einföldu ást'æðu, að nefna má þá staði, er lengi voru setnir af biskupum, en eru nú bændasetur. Fyrir þetta hef- ur líka þjóð .á gjáldþrotsbarmi (og verra en það, því ,,þurfa- maður ert þú, mín sál“) ausið m.illjónum í-að reisa hús, sem aldrei hefur nokkur maður vit- að til hvers ætti svo að brúka,, en ekki þykir við eiga að láta standa alveg tóm. Og af svip- aðrj ástæðu er reistur fáránleg- ur strompur í grennd við kirkju norður í Skagafirði., i EKKI ÞURFA þessir hempu- klæddu menn að hugsa sér aö telja okkur trú um, að meö þessu fargani sínu séu þeir a© efla kristna trú í landinu, Þaí> eru þeir ekki að gera, enda mundi efling hennar verða á«> gerast með öðr-u móti. Annað- hvort kemur hún. ekk} eða hún kemur innan frá. Thni virðisv. tíl þess kominn að nú sé spurt. hvað það sé sem biskupar eig.l að gera og hann getur ekki gef '. þeissi eini biskup, sem við höí- um og enginn veit annað en ha£L hingað til g'etað innt af hendi öll þau störf, er að kölluðu. LÍKA ER TÍMI til kominn að spurt sé, hvað prestarnir al- mennt starfi fyrir það, sem þeiro. er greitt úr ríkissjóði. Það ei ekki almenningi vitanlegt ai> það sé neitt annað en að messa þegar þeim þykir sjálfum hentn. Og þær eru fáar ár hvert mesí - ur sumra þeirra. Fj'rir allt þaci. er þeir gera þar fyrir utan, e'- þeim goidið sérstaklega og rausn, arlega. Það er þó gagnstætt þv*. sem í sumum löndum tíðkasí, þar sem klerkur má ekki takn aukagjald fyrir neitt pyestsverL er hann vinnur. - * „ÚTNESJAKARL“ minnist a hálftómar kirkjur. Ekkj, er þae ,um skör fram, þegar fólkið er farið að kalla kirkjurnar tómt- hús og prestana tómthúsmem?. Það er okkar hálfdauða (svo af> vægt sé til orða tekið) ríkis- kirkja, sem á að fá þennan bisk- upahóp. En hvernig bjargast þeir söfnuðirnir utan hennar? Fríkirkjusöfnuðir, hvítasunnu- söfnuðir, aðventistasöfnuðir?- — Innan þeirra allra virðist safn- aðar- og trúarlíf með meir.i blóma. Hvernig á að skýra það? Ég ætla að „Útnesjakarl“ hafi talað fýrir múhn á'Hs þöfrá hugn andi xnanna í laúdínu, þeirra e? kristinni trú unna, en ekki yfir- læti og ágengni; Alþý&ublaðið 22. nóv. 1958

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.