Tíminn - 15.06.1965, Page 5

Tíminn - 15.06.1965, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 15. júní 1965 TIMINN Útgefandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson ttitstjórar: Þórannn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Pulltrúi ritstjórpar: Tómas Karlsson Aug- iýsingastj.: Steingrlmur Glslason Ritstj.skrifstofur ■ Kddu- húsinu. slmar 18300—18305 Skrifstofur. Bankastræti ■ Af- greiðslusiml 12323 Auglýsingaslmi 19523 Aðrar skrtfstofur, sími 18300 Askriftargjald kr 90.00 á tnán innanlands — t iausasölu kr. 5,00 eint. — Prentsmiðjan EDDA b.f. Sjúkrarúmaskorturinn Það munu senn liðin tíu ár síðan hafizt var handa um byggingu borgarspítalans í Reykjavík. Þó er byggingu hans enn hvergi nærri lokið. Með þeim mikla drætti, seni orðinn er á byggingunni, hefur kostnaðurinn aukizt um tugi milljóna kr. Byggingunni hefði mátt ljúka með hæfilegum hraða með því að taka lán til hennar. Svipuð saga hefur gerzt í sambandi við Landsspítal- ann á undanförnum árum. Þar hefur verið hafizt handa um all-miklar framkvæmdir, en þær síðan látnar dragast ár eftir ár. Fyrir nokkrum árum lögðu Framsóknarmenn til á Alþingi, að lán yrði tekið til að ljúka þessum fram- kvæmdum. Þá tillögu felldi stjórnarliðið. Hefði verið farið eftir henni, myndu þessar framkvæmdir hafa orðið miklu ódýrari, en komið fyrr að notum. Það er því ekki að undra þótt aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur samþykkti eftirfarandi tillögu í vetur: „Með tilliti til þess, að mikill skortur hefur verið og er enn á sjúkrarúmum í landinu, og einnig með tilliti til þess, að unnt hefði verið af tæknilegum ástæðum að ijúka byggingum sjúkrahúsanna í Reykjav. á aðeins broti þess tíma, sem í þær hefur farið, átelur fundurinn þann seinagang, sem orðið hefur á þessum framkvæmdum. Einkum vill fundurinn benda á, að jafnframt því, sem vitað er um sjúkrarúmaskortinn, er eigi að síður á ári hverju veittur til bygginganna aðeins lítill hluti þess fjár sem þörf er á til að ljúka þeim. Slíka afgreiðslu á bráðu vandamáli telur fundurinn lýsa alltof miklu skilnings- ieysi heilbrigðisyfirvaldanna og fjárveitingavaldsins.“ Á svipuðum tíma og læknarnir voru að samþykkja þetta, var ríkisstjórnin að ákveða að lækka öll framlög til sjúkrahúsabygginga um 20% frá því, sem Alþingi hafði ákveðið í fjárlögum. Þannig er nú af opinberri hálfu síður en svo vikið frá þeirri óheppilegu stefnu að láta þessar framkvæmdir vera of lengi í smíðum og gera stofnkostnað þeirra þannig miklu meiri en ella. Og ríkis- stjórnin hefur bersýnilega meiri áhuga á því, að vinnu- aílinu sé beint að skrifstofuhöllum stórgróðamanna en að því að draga úr sjúkrarúmaskortinum. Lélegur undirbúningur En það er fleira, sem er aðfinnsluvert hjá bæ og ríki en að láta sjúkrahúsabyggingar vera hálfkláraðar árum saman. Þess gætir ekki síður, að þær hafi verið undirbún- ar í miklu flaustri, því að nauðsynlegt hefur þótt að hefj- ast handa fyrir kosningar, en síðan verið lítið aðhafzt. Borgarspítalinn er orðinn frægur fyrir dýrar breytingar, sem orðið hefur að gera á honum. Um þetta efni álykt- aði seinasti aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur á þessa leið: „Fundurinn telur, að undirbúningsvinnu við sjúkra- húsin hljóti að hafa verið mjög ábótavant, og beri bygg- ingarnar þess glögg merki, að ekki hafi verið leitað sem skyldi til sérfróðra manna um byggingu sjúkrahúsa. Slíkt leiðir oft og hefur þegar leitt til augljósra mistaka, sem mátt hefði komast hjá, ef betur hefði verið unnið.“ Þau mistök, sem hér hafa orðið, hafa áreiðanlega vald- ið tjóni svo að milljónum króna hefur skipt. Byggingu Borgarspítalans hefði vissulega þurft að undirbúa betur og láta hana taka styttri tíma. Þá hefði ekki aðeins feng- izt betri bygging, heldur einnig sparazt milljónatugir. Þannig fer hins vegar jafnan, þegar hin pólitíska for- sjón borgar eða ríkis bregzt. Gísli Magnússon: íhald er Margt bar á góma í eldhús- dagsumræðunum, og spaugilegt sumt. Birgir Finnsson kvartaði sár an undan því, að iila innrættir Framsóknarmenn eignuðu sér ýmis nytjamál, sem þeir bæru að vísu fyrstir fram, en ríkis- stjórnin leiddi að iokum til sigurs, þótt á því yrði stundum æði löng bið af eðlilegum á- stæðum —. Stjómin þyrfti svo langan tíma til að hugsa málin og undirbúa. Þetta var nokkuð gott hjá Birgi. Þá var góð skemmtan að hlusta á Gylfa, hinn tungu mjúka og sannfæringarlipra viðskiptamálaráðherra. Hann tók sér fyrir hendur að sanna, að íhaldið væri ekki íhald. Verkamannaforinginn brezki, Ramsay Mc Donald, færðist svipað í fang fyrir um það bil 35 árum, er hann hóf mjög ná ið samstarf við íhaldsflokkinn — og fór með Verkmannaflokk inn í hundana, svo að hann bar ekki sitt barr lengi síðan. Ráðherrann tíndi upp sitt- hvað sem ríkisstjórnin hefði gert og ætlaði að gera — og spurði síðan býsna kotroskinn: Er þetta íhaldsstefna? Nú kynni það að vera ómaks ins vert að varpa fram, af handa hófi nókkrum spurningum, sem ráðherrann gleymdi. Fyrir fáum misserum bar ríkisstjórnin fram á Alþingi hW alræmda þvingunarlagafrum- varp. Var það hægri stefna, íhaldsstefna eða umbóta, sem þar sýndi sitt rétta andlit. Stjórnin (viðskiptamálaráð herrann) synjaði SÍS um leyfi til erlendrar lántöku án ríkis- ábyrgðar. Undir hvers konar stefnu mundi slíkur verknað ur flokkast? Fólkið flýr frá undirstöðuat- vinnuvegunum, landbúnaði og sjávarútvegi, en alls konar við skiptabrask í óteljandi myndum blómgast líkt og aldinjurt í vermihúsi ríkisstjómarinnar. Hvers konar stjórnarstefna er það, sem veldur þvílíkum ó sköpum? Skattinum, sem Gylfi Þ. Gíslason — þá þingmaður og Gísli Magnússon jafnaðarmaður, nú ráðherra og íhaldsmaður í athöfnum — hafði þau orð um fyrir nokkr um árum, að. væri allra skatta ranglátastur' og vitlausast- ur, ranglátastur af því að hann bitnaði þyngst á þeim, er sízt skyldi, vitlausastur af því, að hann væri allra skatta mest svikinn undan, — þessum ágæta skatti, sem brengir mest að fátækum fjölskyldumönn- um, en malar gull ýmsum þeim, ■ sem betur mega. Honum hefur ríkisstjórninni tekizt að pota úr 102 millj. kr. árið 1960 upp í 923 millj., samkv. áætlun gildandi fjárlaga — og mun vafalaust fara yfir 1000 millj ónir.. Skammt er að minnast síðustu hækkunar söluskattsins. Frá því er sagt, að þá hafi kaupsýslumaður einn í höfuð- staðnum haft á orði, að loks ins hefði rikisstjórninni ratazt á að gera nokkuð, sem gagn væri að. Mundi sá vera mjög vinstri-sinnaður? Nú mun almennt viðurkennt, að enginn verkamaður fái séð fjölskyldu sinni farborða með 8 stunda vinnudegi, þrátt fyrir hraðvaxandi þjóðartekjur. Ilvers konar pólitík ber sú stað reynd vitni, hægri eða vinstri? Framleiðslan er í fjármagns svelti. Fé safnast í fárra hernd ur. Burgeisar reisa risahallir í höfuðstaðnum — og leigja svo, sumir hverjir, ríkinu skrifstofu húsnæði fyrir morð fjár. Ekki er þarna nein íhaldspólitík að verki — eða hvað? Að undanförnu liefur verið meira góðæri, meiri sjávarafli, hærra markaðsverð, meiri fjár straumur í ríkissjóð en nokkru sinni fyrr. Samtímis er fram- kvæmdafé, samþykkt í fjárlög um, skorið- niflur um fimmtung — og kemur vitaskuld harð ast niður á landsbyggðinni. En hallir rísa í höfuðstaðnum. Þetta er kórónan, íhaldskóróna íhaldsstjórnar. Nú mun nóg talið í bili. Trúlega þarf meira til en tungumýkt og sannfæringarlip urð, ef koma á því inn hjá heilskyggnum mönnum, að í- haldið, með Alþýðuflokkinn aft an í sér, hafi brugðizt þeirri stefnu sinni, að hlaða undir „sterka einstaklinga“. „Aðeins sterkir einstaklingar geta skap að sterkt Þjóðfélag,“ sagði Morgunblaðið 23. marz sl. Að lokum þetta: Hugh Dalton, ráðherra í verkamannastjórn Attlees, mik ilsvirtur maður, gaf kunningja sínum nokkrar upplýsingar úr fjárlagafruinvarpinu fáum stundum áður en hann lagði frumvarpið fram í þinginu. Þetta var talið trúnaðarbrot. Ráðherrann sagði af sér. Profumo, ráðherra í íhalds- stjórn McMillans, varð það á, að segja forsætisráðherran- um — og þinginu — ósatt. Ráð herrann sagði af sér. Hvað gera íslenzkir rað- herrar? Ríkisstjórnin (utanríkisráð- herra) er uppvís að því, að hafa gefið sjálfu Alþingi a. m. k. tvisvar sinnum ranga og ósanna skýrslu: fyrst í Ipnd- helgismálinu, síðan í sjónvarps málinu keflvíska. Og einhvem veginn er illhægt að verjast þeim óhugnanlega grun, að rík isstjórnin hafi ekki enn sagt allan sannleika varðandi samn ingana við alúminiumauðhring- inn. Hún hefur löngum reynzt vera svo bogin í baki, þegar við erlenda var að eiga. — Ráðherrarnir sitja. ÞRIÐJUDAGSGREININ Aöalfundur Krabba- meinsfélags íslands Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands var haldinn nýlega. Vara- formaður félagsins, Bjarni Bjarna- son, læknir, flutti skýrslu félags stjórnar í fjarveru próf. Dungal. Aðalverkefni félagsins á s. 1. starfsári var opnun hinnar nýju leitarstöðvar þar sem fara fram fjöldarannsóknir á krabbameinj í leghálsi kvenna. Frú Alma Þórar insson, læknir, veitir stöðinni for stöðu og framkvæmir skoðanír. Sér til aðstoðar hefur hún tvær hjúkr unarkonur. Ólafur Jensson, læknir, hefir yfirumsjón með frumurann sóknunum, og við þær vinna tvær rannsóknastúlkur. Frú Alma flutti skýrslu um starfsemi stöðvarinnar fyrstu 6 mánuðina þ. e. frá 30. júní 1964 til áramóta. Á því tíma- bilí höfðu verið skoðaðar 3.826 konur Aðsókn á sama tíma, mið að við útsend bréf. var 55,4%, en fer vaxandi Daglega eru skoð aðar 45 konur Orðrétt segir frú Alma: „Að svo stöddu er ekki hægt að gefa upp töiu staðbund inna og ífarandi krabbameinstil- fella, en talan er ekki lægri en 0,4%. Nákvæm skýrsla um Þessi efni verður gefin á læknafundi Læknafélag: Reykjavíkur í nóv. 1965.“ Leitarstöð — A,, sem gegnir því hlutverki að gefa fólki kost á allsherjar rannsókn, og verið hef ur til húsa í Heilsuverndarstöð- inni, var flutt í Suðurgötu 22 á sl. árí. Læknir við hana er Jón G. Hallgrímsson. Dr. med. Ólafur Bjarnason skýrði, frá störfum og tilgangi krabbameinsskráningarinnar. Hann taldi hana geysiþýðingarmikla. Bæði hefði hún hagnýta og fræði lega þýðingu Þegar tímar líða, má gera ráð fyrir því, að niður stöður hennar geti orðið grund- völlur að vísindalegum rannsókn- um á þessu sviði. Tvær doktorsrit gerðir hafa nú verið samdar, að nokkru leyti með stuðníngi af nið urstöðum krabbameinsskráningar innar Skráningin gæti í framtíð inni einnig haft mikla hagnýta þýð Framhaid á 14. síðn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.