Tíminn - 15.06.1965, Page 13

Tíminn - 15.06.1965, Page 13
ÞKIÐJUDAGUR 15. júní 1965 ÍÞRÓTTIR TÍMINN ÍÞRÓTTIR 13 1 Eindálkamyndin tii twe litlo munar. Á hægri sýnir þegar Davíð og Guðmundur koma í mark í 100 m. flugsundinu og stærri myndinni sjást þeir félagar svo eftir sundið, Guðmundur til vinstri og Davjð. (Tjmamyndir GE) BEZTA SUNDAF- REK ÍSLENDINGS Nýtt íslandsmet Davíðs Valgarðssonarí 100 metra flugsundi, 1:02.7 mín. Alf—Reykjavík, máraudag. — Hinn 17 ára gamli sundmaður frá Keflavík, Davíð Valgarðsson, setti nýtt glæsilegt ísl.met i 100 m flug- sund'i á síðasta degi Sundmeistaramótsins, sem lauk á sunnudag. Davíð synti vegalengdina á 1:02,7 mín., en fyirra metið, sem hann átti sjálfur, var 1:03,5 mán. Þetta afrek Dayíðs er bezta sundafrefe ísiendings miðað við stigatöflu og gefur það 1013 stig. Davíð fékk mjög harða keppni frá Guðmundi Gíslasyni, ÍR, sem einnig isynti undir gamla metinu, eða á 1: 03, 1 mín., en Davíð var hinn öruggi sigurvegari. Er sér- stök ástæða til að óska hinum unga sundmanni til 'hamingju með afrekið og vonandi lætur hann ekki staðar numið við það — heldur bætir það. Sundmeistaramótið fór fram í Vesturbæjarlauginni, að undansk. 1500 m skriðsundi, og tókst í alla staði vel. Eins og vænta mátti, „einokuðu'’ þau Davíð, Guðmund ur og Hrafnhildur mótið nær alveg. Þannig vann Hrafnhildur 5 meistaratitla, í 100 m. baksundi 1:20,6 mín. í 200 m bringusundi, 3:03,1 mín, í 100 m bringusundi, 1:24,2 mín. í 100 m skriðsundi, 1:07,9 mín, og í 200 m fjórsundi, þar sem hún synti vegalengdina á 2:53,5 mín. Davíð varð fjórfaldur meistari. Hann sigraði í 1500 m skriðsundi, 100 m flugsundi, 200 m baksundi, á 2:43,9 mín. og í 400 m skrið sundi, á 4:41,6 mín. Guðmundur sigraði i 100 m skriðsundi, 57,4 mín; í 200 m fjórsundi, 2:22,6 mín. og í 100 m baksundi á 1:08,9 mín. Varð Guðmundur því þrefaldur meist- ari. í 100 m bringusundi varð Fylk- ir Ágústsson, Vestra, íslandsmeist ari á 1:13,8 mín. í 200 m bringu sundi varð Árni Þ. Kristjánsson, SH, íslandsmeistari á 2:42,6 mín. í 3x50 m. þrís. kvenna sigraði sveit Ármanns á 1:52,0 mín. í 4x100 m fjórsundi karla sigraði sveit SH á 5:00,8 mín. (sveit Ármanns fékk sama tíma). í 4x200 m skriðsundi karla sigraði .sveit SH á 10:08,4 mín, og í 4x100 m skriðsundi kvenna sigraði sveit Ármanns á 5:03,9 mín. Þá má geta þess, að Einar Ein arsson, Vestra, setti sveinamet í 400 m. skriðsundi en hann synti vegalengdína á 5:26,3 mín. og eru Þau nú ófá sveinametin, sem þessi ungi ísfirðingur á. Þá setti lirafnhildur - Kristjánsdóttir, Ár- manni telpnamet í 100 m skrið- sundi, en hún synti á 1:08,5 mín. ffvann - skoraði 3 mörk í gærkvöldi ■ Alf-Reykjavík. — Ef hægt er að tala um, að einn maður vinni knattspyrnuleik, þá vann Ríkharður Jónsson KR í gærkvöldi í 1. deild. Þrisvar sinnum í leiknum sendi Ríkharður knöttinn í KR-markið, og síðasta markið, sem hann skoraði þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka, var sigurmark Akraness, en 3:2 urðu lokatölurnar. Með þessum óvænta slgri er Akranes ekki lengur neðst á botninum og hefur nú fikrað sig aðeins upp stigann í deildinni og hlotið 3 stig. En á botninum situr nú Fram með 2 stig. Einar Einarsson, Vestra. Sú var tíðin, að leikur milli KR og Akraness þótti stórviðburð ur í knattspyrnulífinu. En tímarn ir breytast og mennirnir með. í gærkvöldi urðu áhorfendur á Laugardalsvellinum vitni að ein- hverjum allra lélegasta leik, sem sést hefur í 1. deild á þessu keppn istímabili. Fumkennd spörk á báða bóga voru algeng og það var viðburður, ef knötturinn gekk á milli fleiri en tveggja manna. Og þótt Akurnesingar hafi sigrað í gærkvöldi, voru þeir lélegri að- ilinn og einstaklega heppnir að hljóta bæði stigin, því hvorki meira né minna en 5 sinnum björguðu þeir á línu. Það var Ríkharður Jónsson, sem skoraði fyrsta mark leiksins á 5. mín, með föstu lágskoti. Gunn ar Fel, jafnaði svo fyrir hlé, þeg ar hann skoraði úr nær lokuðu færi á 37. mín. Á 16 mín s. h. tók Akranes forystuna aftur. Eyleifur lék lag; lega upp hægra- megin Qg gaf út, til Ríkharðs, sem fylgdi knettin um alveg inn í markið. Á 30. mín. jafnaði svo KR og skoraði Gunnar Fel. af .svipuðu færi og í fyrra skiptið og hefði Helgi Dan. átt að geta afstýrt hættuni. Aðeins 2. mín. fyrir leikslok, þegar flestir virtust búnir að sætta sig við jafntefli, fékk Ríkharður góða sendingu frá Bimi Lár. og gaf sér góðan tíma, þar sem hann var með knöttinn rétt fyrir innan vítateigslínu, og skaut síðan örugglega i mark framhjá Magnúsi Guðmundssyni, 17 ára gömlum markverði sem hljóp í skarðið fyrir Heimi. er varð að yfirgefa völlinn í fyrri hálfleik vegna meiðsla Þetta var sigurmark Akraness —og eflaust verður sigurinn mikil lyftistöng fyrir Akranes. sem byrjaði mjög iila i mótinu. Bezti maður Akraness og sá maður sem stjórnari liðinu, var Ríkharður Jónsson. Ríkharður var „match-vinner“. Jón Leósson var nokkuð góður og Eyleifur sótti sig, þegar leið á leikinn. ’ Hjá KR vöru Gunnar Fel. og Ellert beztu menn. Sumir leik- manna hreinlega týndust í þetss um leik, þ.á.m. Baldvin Baldvins son. Guðmundur dæmdi leikinn. Guðmundsson Staðan í 1. deild Valur Akureyri KR Akrancs Keflav. Fram 1 0 1 1 2 1 1 2 2 1 0 3 10:5 7:7 7:7 8:9 3:5 6:8 í 2. deild fóru þessir leikir fram um helgina: A-riðill: Siglufjörður — Þróttur 4:4 Haukar — Skanphéðinn (Skarph. gaf) R-riðill: ísafjörður — Víkingur 5:1 Vestmannaeyjar — FH 0:1 Staðan er þá þessi: 5 3 2 0 0 Þróttur 3 2 1 0 20:5 Sigluf. 2 110 7;4 Haukar 2 10 1 1:4 Reynir 10 0 1 0:3 Skarph. 2 0 0 2 0:12 B-riðill: FH. 2 2 0 0 9:0 tsafj. 2 1 0 1 9:7 Vestm. 2 1 0 1 6:5 Breiðablik 2 1 0 1 3:9 Víkingur 2 0 0 2 2:8 Þrennir bræð- ur í liði AKUREYRAR Alf—Reykjavík, mánudag. f Akureyrar-liðinu, sem lék gegn Keflavík s. I. sunnudag, voru þrennir bræður, og mun það vera einsdæmi í ísl. knatt spyrnu, en vitað er um dæmi, að tvennir bræður hafi veríð í sama liðinu. f Akureyrar-liðinu eru þess- ir bræður: Guðni Jónsson og Ævar Jónsson. Þá Númi Friðriksson og Jón Friðriks- o«, sem lék miðvörð , forföl) um Jóns Stefánss. Loks er að geta þeirra bræðra Magnús ar og Sævars Jónatanssona. Hvort sem það hefur verið vegna þess, að svona margir bræður voru i liðinu, þá vann Akureyri leikinn óvænt með 1:0, og sýndi góðan leik. HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.