Morgunblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979
„Mönnum þykir
eðlilega kaltí veðri”
segir Gunnar Sigurðsson í Chicago, þar sem í gær
var 25 stiga gaddur í kjölfar mikillar snjókomu
„í morgun var hérna um 25 stiga frost á Celcius og mönnum
þykir því eðlileKa kalt í veðri," sagði Gunhar Oddur Sigurðsson,
forstöðumaður Fluglciðaskrifstofunnar í Chicago þegar Mbl.
spurði hann um veðurlagið þar.
Gunnar s^gði að mikið hefði
snjóað þarna síðustu daga en
bylurinn væri nú genginn yfir,
svo að í dag hefði verið sólskin
og stillt veður. „Ég held að
bylurinn sé alveg genginn hér
yfir austurhluta Bandaríkjanna
núna,“ sagði Gunnar. „Það hefur
verið mjög mikil ófærð, fyrst
hálka og mikil ísing en svo
snjóaði yfir það og svo kemur
þetta mikla frost núna í kjölfar-
ið, sem byrjaði reyndar í nótt.“
Gunnar sagði einnig, að flug-
samgöngur í Chicago hefðu farið
að miklu leyti úr skorðum.
„O’Hare-flugvöllurinn hér er
hinn stærsti í Bandaríkjunum,
því að um hann fer mest umferð
allra flugvalla hér vestan, en af
alls sjö flugbrautum hans var
aðeins ein opin, og eðlilega olli
þetta miklum truflunum. Veður
var hins vegar gott í nótt og það
sem af er í dag að kuldanum
frátöldum, svo að nú mun búið
að opna flugvöllinn að hálfu
leyti, það eru held ég þrjár
brautir í gangi eins og er.“
Gunnar sagði, að fyrir tveim-
ur árum hefði komið mikil
stórhríð 1. eða 2. apríl, sem þá
hefði verið algjört einsdæmi
fyrir þann tíma ársins, en
Gunnar taldi að kuldakastið nú
væri þó hið mesta frá því að
hann kom til Chicago fyrir
fimm og hálfu ári. Hins vegar
kvað hann borgaryfirvöld vel
búin tækjum til að takast á við
þá samgönguerfiðleika sem upp
kæmu, því að stórvirkar vélarn-
ar væru fljótar að opna sam-
gönguleiðir.
Morgunblaðinu tókst einnig
að ná tali af Sigurði Grímssyni
námsmanni í Múnchen. Hann
kvað kuldabeltið aldrei hafa náð
að ráði svo sunnarlega í Þýzka-
landi, en þó hefði á hálfum
sólarhring orðið nær 25 stiga
hitamunur, farið úr um 9 stiga
hita síðla á gamlársdag í 15
stiga gadd á nýársdagsmorgun.
Astandið væri hins vegar lang-
verst í norðanverðu landinu, t.d.
væru smáþorp í Holstein og
Slésvík algjörlega einangruð svo
að lægi við neyðarástandi og
mikil brögð hefðu verið að því að
fólk væri innilokað í bílum
sínum á hraðbrautunum í þess-
um landshluta en hermenn
hefðu gengið rösklega fram í að
bjarga þessu fólki og ástandið
víðast hvar að færast í betra
horf.
Ritstjóraskipti á Vísi
Ritstjóraskipti urðu á dagblað-
inu Vísi um áramótin. bórsteinn
Pálsson Ict af störfum en við tók
Iförður Einarsson hrl. Ólafur
Ragnarsson verður áfram rit-
stjóri blaðsins og verða þeir
Ilörður báðir ábyrgðarmenn
þess.
Hörður Einarsson sagði í stuttu
samtali við Mbl. í gær að engin
stefnubreyting yrði hjá blaðinu
þótt hann tæki nú við ritstjórn
þess. „Við munum halda svipaðri
Iínu og aðrar breytingar verða
ekki gerðar en þær, sem fylgja
kröfum tírnans." Aðspurður um
það hvort hann léti af stjórnarfor-
mennsku hjá Reykjaprenti svaraði
Hörður að það væri ekki ákveðið.
Hörður er ekki ókunnugur blaða-
mennsku því hann starfaði við
Morgunblaðið um nokkurra ára
skeið. Hann hefur setið í stjórn
Reykjaprents hf., útgáfufélags
Vísis, s.l. 10 ár.
Þorsteinn Pálsson hefur verið
ritstjóri Vísis síðan árið 1975 eða í
3 '/2 ár. Áður var hann blaðamaður
við Mbl. Hann mun taka við
forstjórastarfi Vinnuveitendasam-
bands Islands 1. marz n.k. „Um
ritstjórastarfið hjá Vísi er ekki
nema gott eitt að segja,“ sagði
Þorsteinn í samtali við Mbl. í gær.
„Þetta hefur verið ánægjulegur
tími og lærdómsríkur fyrir mig
Þorsteinn Pálsson,
Hörður Einarsson.
vegna mikilla úmbrota í íslenzkum
blaðaheimi. Ég hef öðlast tals-
verða reynslu, sem vonandi kemur
mér að notum í hinu nýja starfi."
Þorsteinn kvaðst hlakka til að
hefja störf á nýjum vettvangi, og
sagðist ætla að nota tímann til 1.
marz til þess að setja sig vel inn í
störfin hjá Vinnuveitendasam-
bandinu.
LANDSMENN kvöddu gamla árið og fögnuðu nýju með hefðbundnum
hætti, kveikt var í brennum og skotið upp flugeldum. Aramótin voru
óvenju friðsæl og annir lögreglu með alminnsta móti. Ljósm. Kristinn.
Fasteignagjöld á Akureyri:
Sj álfst æðismenn
andvígir hækkuninni
— Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis-
flokksins eru andvígir þeirri
ha-kkun fasteignagjalda, sem
vinstri meirihluti í bæjarráði
hefur ákveðið að leggja til við
bæjarstjórn, með hliðsjón af
þeirri mikiu skattheimtu, sem
ríkið hefur ákveðið, teljum við
ekki fært að hækka fasteigna-
gjöld frá því sem var á siðasta
ári. sagði Gísli Jónsson bæjarfull-
trúi þegar Morgunblaðið hafði
samband við hann í gær vegna
fréttar um hækkun fasteigna-
gjalda á Akureyri sl. laugardag.
— Við höfum lagt til, að gaum-
gæfilega verði athugað, hvort ekki
sé rétt að hafa gjalddaga
fasteignagjalda þrjá í stað
tveggja, sagði Gísli Jónsson enn
fremur. Og að heimildir laga til
þess að veita öldruðum og öryrkj-
um afslátt af fasteignasköttum
verði nýttar betur, svo að þær nái
til mun fleiri en sl. ár.
Tóm sæti í FÍ-flugvél,
en ráðherra í einkaflugi
RAGNAR Arnalds mennta-
málaráðhcrra var síðdegis mið-
vikudaginn 27. desember sóttur
til Sauðárkróks af flugvél
Flugmálastjórnar, en á svo til
sama tíma fór Fokker
Friendship-flugvél frá Flug-
félagi íslands frá Sauðárkróki
til Reykjavíkur. í Flugfélags-
vélinni voru 48 sæti, en 39
farþegar, þar af nokkur ung-
börn.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Morgunblaðið hefur aflað sér,
var Flugfélagsvélin á áætlun og
var brottför hennar frá Sauðár-
króki klukkan 17.30 og var hún
komin til Reykjavíkur um
klukkan 18.15. Rúmri klukku-
stund eftir brottför Flugfélags-
vélarinnar frá Sauðárkróki fór
síöan flugvél Flugmálastjórnar
af stað suður til Reykjavíkur.
Flugfar frá Sauðárkróki til
Reykjavíkur kostar með Flug-
félagi íslands 9.040 krónur. Taki
menn hins vegar á leigu hjá
Flugstöðinni sambærilega flug-
vél við Flugmálastjórnarflug-
áætlunina og láti hana sækja sig
til Sauðárkróks kostar slík ferð
rétt tæplega 112 þúsund krónur.
Víða tvísýnt um færð vegna
mikillar hættu á skafrennmgi
London og Norðurlanda, en í
gærkvöldi var von á 3 vélum frá
Luxemborg auk hinna tveggja
fyrrgreindu til landsins aftur, en
að sögn Sveins Sæmundssonar
blaðafulltrúa Flugleiða mun vera
einn mesti vetur í 20 ár í
Luxemborg.
IIORFUR eru á því að kalt verði áfram um allt land, norðan átt og
frost. í gær var til dæmis þræsingur norðan til á landinu og víða
skaírenningur þar eða snjókoma að sögn veðurstofunnar en
sunnanlands var vindur mjög breytilegur en víða var færð talin mjög
tvísýn sunnanlands og vestan vcgna hættu á að það færi að skafa,
samkvæmt upplýsingum vegaeftirlitsins og reyndar var byrjað að
skafa í gærkveldi. í Reykjavík var lagt kapp á það í gær að fjarlægja
snjó af helztu umferðargötum.
Yfirleitt er snjóþyngra á Suður-
landi um þessar mundir en nortð-
anlands, og setti þennan snjó
aðallega niður á gamlársdag — um
nóttina og fram á morguninn en
þá snjóaði án afláts. Um miðjan
dag mældist jafnfallinn snjór í
Reykjavík um 43 sm og aðeins árið
1952 hafði mælst meiri snjór á
einum sólarhring frá því að
mælingar hófust 1924 eða 48 sm af
jafnföllnum snjó. í nóvember sl.
kom einnig töluverður snjóakafli
og mældist þá jafnfallinn snjór 38
sm sem er einstakt fyrir þennan
árstíma.
Að því er Morgunblaðinu er tjáð
af starfsmönnum vegaeftirlitsins
var fram eftir degi í gær fært um
Suðurlandið allt austur í Skafta-
fellssýslu og opnaðist um tíma til
Hafnar en síðan versnaði veður og
var orðið tvísýnt með færð á
söndunum austast í Suðursveit-
inni. í gær var einnig opnað frá
Höfn til Djúpavogs en ekki lagt í
mokstur þar fyrir austan en veður
var að ganga niður austan lands
síðdegis, svo að þá var hafinn
mokstur á Fagradal milli Egils-
staða og Reyðarfjarðar síðdegis.
Annars eru fjallvegir þungfærir
eða ófærir á Austurlandi.
í nágrenni Reykjavíkur hins
vegar var t.d. skafrenningur af og
til á Suðurnesjum og valdið
erfiðleikum, þótt fært hafi verið,
og sömu sögu var að segja á
veginum fyrir Hvalfjörð og á
Vesturlandi, þar sem var víða
mikill skafrenningur með köflum,
t.d. á Kjalarnesi þar sem menn
sneru frá af þessum sökum eða
bifreiðar þeirra drápu á sér. Þó
hefur verið fært og í gær opnaðist
leiðin yfir Holtavörðuheiði allt til
Akureyrar en stórum bílum var
síðan fært til Húsavíkur um
Dalsmynni. Var minni snjór þegar
kom norður í Húnavatnssýslu, að
því er vegaeftirlitsmenn sögðu.
í gær var fært um Snæfellsnes
og um Heydal í Búðardal og í gær
opnaðist leiðin þaðan í Reykhóla-
sveit. Á Vestfjörðum hefur verið
unnið við snjómokstur á láglendi
innan fjarða. Um Norðausturland
er það að segja að þar hefur ekkert
verið átt við snjóruðning vegna
veðurs.
Útanlandsflug Flugleiða var
með eðlilegum hætti í gærmorgun
nema hvað nokkur seinkun varð á
brottför Boeing-þotnanna til