Morgunblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979 7
Hvar eru
fuglar
þeir er á
sumri sungu
Meðan sól var hæst á
lofti á liðnu sumri sungu
nýir frambjóðendur Al-
býðuflokks loforðasyrpu í
eyra pjóðarinnar. Það
sem hæst bar í peim
fyrirheitum var:
• Að afnema beina
skatta á almennar launa-
tekjur.
• Að minnka niður-
greiðslur til landbúnaðar
sem og útflutningsbætur.
• Að koma á gjörbreyttri
efnahagsstefnu til fram-
búðar.
• Að koma á kjarasátt-
mála milli aðila vinnu-
markaðar, p.e. verkalýðs-
félaga og vinnuveitenda,
og ríkisvaldsins.
• Að byggja upp sterkt
atvinnulíf og framtíðarör-
yggi fólks um kaup og
kjör.
Allír vita hvern veg
skattheimtan hefur auk-
izt bæði hjá fólki og
fyrirtækjum. Milljarða
nýjar álögur koma á
aðprengda atvinnuvegi á
nýju ári. Tekjusköttun
almennings kemst í nýtt
og áður ópekkt hámark á
árinu, auk pess sem
vinstri meirihlutinn í
Reykjavík hefur gert bú-
setu í höfuðborginni
verulega lakari, skatta-
lega séð, en í nágranna-
bæjum, par sem meiri-
hluti sveitarstjórna er á
annan veg saman settur.
Á petta bæði viö um
einstaklinga og atvinnu-
fyrirtæki, sem hafa ekki
burðuga rekstrarstöðu.
Og kjarasáttmáli fyrir-
finnst enginn. Eftir
margra ára atvinnuöryggi
um gjörvallt landið blasir
nú við óvissa um rekstr-
aröryggi í undirstöðuat-
vinnuvegum pjóðarinnar.
Fjárveitinganefndar-
rnenn Sjálfstæðisflokks
fluttu við 3. umræðu
fjárlaga tvenns konar til-
lögur um skattalækkun,
p.e. hækkun skattvísitölu
og beina lækkun eigna-
og tekjuskatta (hjá fólki
og fyrirtækjum). Á móti
fluttu peir samsvarandi
tillögur, í 129 liðum, til
lækkunar ríkisútgjalda —
að fjárhæð 2000 m.kr.
Þessar tillögur voru allar
felldar, m.a. af ping-
mönnum Alpýðuflokks-
ins, m.a.s. tillagan um
skattvísitölu 151, sem
pingmenn Alpýðuflokks
höfðu áður flutt en dregið
til baka, er samstarfs-
flokkar byrstu sig.
Lúövík
Jósepsson
og kaup-
gjaldsvísitalan
Lúövík Jósepsson fjall-
aði á sinni tíð um verö-
bólguvandann pessum
orðum — í pingræðu:
„Það parf að koma í veg
fyrir pað, að kaupið —
eftir einhverjum vísitöiu-
reglum eins og peim,
sem viö höfum búið við,
— æði upp á eftir verð-
lagi, pví að pað kippir
vitanlega fótunum undan
eðlilegum rekstri, eins og
nú er ástatt. ... Mér er
pað alveg Ijóst, að við
pær aðstæður sem viö
búum viö í dag, er engin
leið að halda atvinnu-
rekstrinum gangandi í
fullum krafti, eins og
verið hefur, ef pessi
skrúfugangur yrði látinn
ganga áfram eins og
ástatt er ... En pað sjá
allir, að ef t.d. er um pað
aö ræða, að erlendar
verðhækkanir eru mjög
miklar og hafa víðtæk
áhrif sem leiða til hækk-
unar á mörgum sviöum,
og pað gerðist á sama
tíma sem útflutningsverð
okkar hækkar ekki,
stendur í stað, eða jafn-
vel fer lækkandi, Þá fær
svona skrúfugangur ekki
staðizt, og pá er að finna
ráð til að koma í veg fyrir
pennan vanda, pannig að
launafólk í landinu fái við
unað en atvinnurekstrin-
um sé forðað frá afleið-
ingum pessara sífelldu
hækkana. Þetta er að
mínum dómi langsam-
lega stærsta vandamál-
ið.“
Undir pessi orð er
hægt að taka. Hér er um
langsamlega stærsta
vandamálið að ræða.
Sjálfstæðisflokkurinn
setti fram stefnumörkun
um pjóðarsátt, sem fyrst
og fremst átti að miðast
við pað að ná dýrtíðar-
draugnum niður — með
samátaki — og tryggja
jafnvægi og stöðugleika í
atvinnu- og efnahagslífi
pjóðarinnar. Reynslan frá
12 ára viðreisnarstjórn,
pegar verðbólga var inn-
an við 10% að meðaltali á
ári í prjú kjörtímabil,
sýnir, að petta er hægt, ef
pjóðin leggst á eitt í
viðleitni sinni. Verð-
bólguvöxtur var innan við
7% á ári, er fyrri vinstri-
stjórnin tók við völdum
1971. Hann rauk upp í
54% ársvöxt í endaöan
feril hennar 1974. Á miðju
ári 1977 var veröbólgu-
vöxturinn komin niöur í
26% — pegar óraunhæfir
kjarasamningar skekktu
myndina á ný. Sá árang-
ur, sem fyrri ríkisstjórn
náði í verðbólguhömlun
1976 og fram á mitt ár
1977 er pó vegvísir. Nú
ríður á að pjóðin taki
höndum saman í alvar-
legri viðleitni um aö
beina efnahagsmálum
sínum í heilbrigöari far-
veg. i pví efni stendur
ekki á stjórnarandstöðu
um samátak. Samstaðan
í stjórnarliðinu mætti
hins vegar vera á annan
og betri veg en raun ber
vitni.
-- \
CATERPILLAR
vélstjórar
útgeróarmienn
NÁMSKEIÐ í meóferó og vióhaldi á CATERPILLAR
bátavélum veróur haldiö dagana 10.-12. janúar 1979)
Þeir aöilar sem áhuga hafa á þátttöku láti skrá
sig sem fyrst.
AUKIN ÞEKKING -
AUKIÐ ÖRYGGI
HEKLA HF
Caterpillar, Cat, og DB eru skrósett vörumerki
Laugavegi 170-172,— Sími 21240
Námskei^ á vegum Modelsamtakanna fyrir ungar
stúlkur og dömur á öllum aldri, (smáhópar og
einkatímar), hefst 8. janúar n.k.
Sérfræðingar leiðbeina með: Framkomu, kurteisi og
siðvenjur, göngu, snyrtingu, hárgreiðslu og fleira.
Innritun og allar upplýsingar daglega í.síma 36141 kl.
4—7.
Unnur Arngrímsdóttir
MIMIR
Fjölbreytt og skemmtilegt tungumálanám,
enska, þýzka, franska, spánska, ítalska, norður-
landamálin, íslenzka fyrir útlendinga.
Áhersla er lögð á létt og skemmtileg samtölj
kennslustundum. Samtölin fara fram á því máli
sem nemandinn er að læra, svo að hann æfist í
talmáli. Síðdegistímar — Kvöldtímar
Símar 11109— 10004
(kl. 2—7 e.h.)
Málaskólinn Mímir,
Brautarholti 4
J
HEBA heldur
viö heilsunni
Nýtt námskeiö hefst 8. janúar n.k.
Dag- og kvöldtímar tvisvar eöa
fjórum sinnum í viku.
Megrunarkúrar — Nuddkúrar —
Létt leikfimi o.fl.
Leikfimi — Sauna — Ljós —
Megrun — Nudd — Hvíld — Kaffi
— O.ffl.
Sérstakir dagtímar kl. 2 og 3.
Þjálfari Svava.
Innritun í síma 40935 — 42360.
Heilsuræktin Heba,
Auðbrekku 53, Kópavogi.
I5ÍNHVERF
IHUGUN
TRANSCENDENTAL MEDITATION
Er: Er ekki:
• Tækni • Erfiö
• Einföld • Trúarbrögö
• Fljótvirk • Líkams-
• Sannprófuö æfingar
af vísindum • Dulspeki
• Fyrir alla • Skrýtin
ALMENNUR
KYNNINGARFYRIRLESTUR
verður að Hverfisgötu 18 (gegnt Þjóðleikhúsinu)
miðvikudaginn 3. janúar kl. 20.30
ALLIR VELKOMNIR
ÍSLENSKA ÍHUGUNARFÉLAGIÐ