Morgunblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, sími 22480. Áskriftargjald 2500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 125 kr. eintakið. Enginn þarf að æskja sér betri arfleifðar Nýtt ár er gengið í garð og eins og jafnan áður bíða ótal verkefni úrlausnar. Hér á landi varpar ástandið í efnahags- og atvinnumálum skugga á þjóðlífið og menn finna, að framundan er sú óvissa, sem á þessari stundu verður ekki ráðið í. En við skyldum ekki af þeim sökum gleyma því, sem forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, sagði í ávarpi sínu til þjóðarinnar á nýársdag, — „að vér höfum á stuttum tíma hafist úr fátækt til góðra bjargálna, lifum í mannúðlegu samhjálparþjóðfélagi og njótum ýmissa mannréttinda sem fólki í allt of mörgum löndum heims eru fyrirmunað. Það er sjálfsagt og reyndar þjóðleg nauðsyn að kappkosta að halda til jafns um lífskjör og rnenningu við þær þjóðir sem lengst hafa náð í þeim efnum, og er nærtækast að bera sig saman við grannþjóðir okkar á Norðurlöndum. En ástæðulaust er að fyllast beiskju þótt það takist ekki til fulls alltaf og á öllum sviðum." Það er líka rétt að vanþakka það ekki, að okkur hefur fram að þessu tekizt að halda uppi fullri atvinnu víðast. hvar á landinu. Því fylgir mikil gifta, — sem kannski ekki hvað sízt er orsök til þess, að hér á landi vex upp ungt fólk, sem, — eins og forseti Islands segir í ávarpi sínu, — „gengur til móts við lífið með hug og dug. Það erfir þetta gamla góða land og þaö er góð arfleifð, sem enginn þarf að æskja sér betri. Það tekur við því, sem einu nafni kallast íslensk menningararfleifð, og einnig það er gott hlutskipti. Það tekur við þjóðfélagi, sem að vísu er ekki fullkomið frekar en hjá öðrum, en er þó manneskjulegt og frjálst og velviljað og ber í sér frækorn flestra þeirra skilyrða, sem nauðsynleg eru til þess að hver maður geti náð eðlilegum þroska." Skarpari skil í íslenzkum stjórnmálum en áður Eins og áður segir ríkir nú meiri óvissa í efnahags- og atvinnumálum og raunar þjóðmálum yfir höfuð að tala en verið hefur um langa hríð. Það er bein afleiðing af þeim miklu umskiptum, sem urðu á sviði stjórnmálanna á sl. ári. í ljósi þess, sem gerzt hefur á síðustu vikum og mánuðum, hafa menn betri yfirsýn en áður yfir þá atburði, sem straumhvörfum ollu í kosningabaráttunni sl. vor. Menn skilja, að óhjákvæmilegt var að hægja á ferðinni til þess að unnt reyndist að veita viðnám gegn verðbólgunni, en því miður höfðu þeir menn yfirhöndina í verkalýðshreyfingunni sem settu persónulegan metnað og flokkshagsmuni ofar þjóðarhagsmunum. Því fór sem fór og þess vegna verða hinir lægst launuðu nú að þola meiri skerðingu lífskjara en ella myndi, en undirstöðuatvinnuvegirn- ir eru reknir með halla. Eins og Geir Hallgrímsson gerir að umtalsefni í áramótagrein sinni lagði hann til á sl. sumri, „að mynduð væri þjóðstjórn með þátttöku allra flokka til þess að leysa fyrst og fremst tvö verkefni, sem brýnust væru, annars vegar að vinna bug á verðbólgunni og hins vegar endurskoða stjórnarskrána sérstaklega með það fyrir augum að jafna kosningarétt og breyta fyrirkomulagi kosninga til Alþingis." A þessa tillögu var ekki hlustað og því hafnað algjörlega, að þær sérstöku ástæður væru fyrir hendi í efnahagsmálum, að brýna nauðsyn bæri til að ná þjóðarsamstöðu til lausnar verðbólguvandan- um. Upp úr þessu var ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar mynduð með það að höfuðmarkmiði fyrst og fr^mst að einangra Sjálfstæðisflokk- inn, en til þess hafa þær leiðir verið taldar heppilegastar að grafa undan atvinnulífinu og vega að efnahagslegu sjálfstæði manna með meiri skattpíningu en dæmi eru til. Svo að enn sé vitnað til Geirs Hallgrímssonar gat ekki hjá því farið undir slíkum kringumstæðum, að „skarpari skil eru nú í íslenzkum stjórnmálum en oft áður og skilyrði geta því fremur myndazt og skilningur fólks opnazt fyrir gildi þess, að einn og sami flokkur fái meirihluta til að reyna sig við stjórnvölinn án sambræðslu margra flokka, sem nú hafa leitt yfir þjóðina verðbólguvöxt og upplausnarástand, skattaáþján og stjórnleysi." Það er líka rétt, að við skulum gæta þess, Íslendingar, „að láta ekki stjórnmálabaráttuna ganga út í þær öfgar, sem raun bar vitni á síðasta ári. Virðum lögin og leikreglur lýðræðisins og stofnum til þjóðarsáttar, látum hið smærra víkja fyrir hinu stærra, sem sameinar okkur sem þjóð, svo að lýðveldi okkar og sjálfstæði eigi sér framtíð, en heyri ekki sögunni til eins og hver önnur tilraun, sem mistókst." Lögmenn eru þrumu yfir þróim til lögreg] -segir Guðjón Steingrímsson formaður Lögmannafélags Islands' „Þessi mál hafa töluvert verið rædd í okkar fclagi og við teljum að þróun mála hafi verið í átt til lögregluríkis,“ sagði Guðjón Steingrímsson formaður Lög- mannafélags íslands. „Það má segja að kveikjan að þessum umra'ðum hafi verið hinir löngu gæzluvarðhaldsdómar sem sak- lausir menn voru látnir sæta í Geirfinnsmálinu svonefnda og einnig handtökur vegna rann- sóknar Guðbjartsmálsins svo- nefnda. Við lögmenn erum satt að segja þrumu lostnir yfir þeirri stefnu sem þessi mál hafa tekið. Við teljum hins vegar að sú breyting út af fyrir sig að gera rannsóknarlögregluna sjálfstæð- an aðila hafi verið góð, en hins vegar hafi mönnum yfirsézt að tryggja réttindi borgaranna nægilega vel samfara þessari breytingu og þess vegna hafi þróunin farið svona úrskeiðis. Lagaheimild skortir til þess að grunaður maður eða sakborning- Guðjón Steingrímsson. ur fái verjanda strax við upphaf rannsóknar. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur að vísu praktiserað þetta, en það er ekki skylda og því þarf að breyta. Finnur Torfi Stefánsson alþingismaður hefur lagt fram frumvarp til laga um þetta eíni og styður Lögmannafé- lag íslands þetta frumvarp hcils hugar.“ Stjórn Lögmannafélags íslands samþykkti eítirfarandi ályktun samhljóða á fundi 20. desember sl.< „Stjórn L.M.F.Í. skorar á dóms- málaráðherra að beita sér fyrir breytingum á lögum um meðferð opinberra mála á þann veg, að bætt verði réttarstaða grunaðra manna og sakaðra við rannsókn og meðferð sakamála. I því efni telur stjórnin einkum brýnt, að komið verði á réttarbótum í neðangreinda átt: „ Við rannsókn afbrots, sem við getur legið frelsissvipting verði sakborningi strax við upphaf rann- sóknar veittur réttur til að fá skipaðan verjanda og að rannsókn- araðilum verði gert skylt að kynna sakborningi þennan rétt hans, þann- ig að tryggt sé, að þessi réttur verði virkur. Nýskipanin bætti réttar- stöðu sakborninganna - segir HaUdór Þorbjörnsson yfirsakadómari „Ég tel nú að þessi nýskipan hafi tvímælalaust bætt réttar- stöðu sakborninga." sagði Ilalldór Þorbjörnsson yfirsaka- dómari í Reykjavík. þegar Mbl. leitaði álits hans á samþykkt stjórnar Lögmannafélags ís- lands. „Ilitt er svo aftur annað mál, að breytingin 1977 var það mikill uppskurður. að eðlilegt er að málin verði endurskoðuð með hliðsjón af reynslunni og ég tel sjálfsagt að sett verði ný lög um meðferð opinberra rnála." Halldór kvaðst ekki hafa séð samþykkt stjórnar Lögmanna- félagsins í heild, en Mbl. bar undir hann þrjú atriði hennar: beitingu gæzluvarðhalds, að hagsmuna sakborninga hefði verið betur gætt meðan rannsóknavaldið var í höndum Sakadóms og að heimildir sakbornings og verjanda til að f.vlgjast með rannsókninni og kynna sér sakargögn meðan á Ilalldór Þorbjörnsson rannsókn stendur séu of tak- markaðar. „Það liggur ekkert fyrir um það að gæzluvarðhaldi sé ofbeitt hér á landi,“ sagði Halldór Þorbjörns- son. „Og orð sem hníga í þá átt tel ég mælt út í hött. Reglur í íslenzkum lögum eru áþekkar reglum í öðrum þeim löndum, sem við lítum helzt til varðandi þessi mál og í raun tel ég, að breytingin frá 1977 hafi aukið mjög öryggi grunaðra og sakborninga. Eg vil auðvitað ekki segja það, að við sakadómarar höfum ekki gætt okkar í hvívetna meðan rannsóknavaldiö var í okkar hönd- um en hins vegar erum við nú ótvírætt óháðir málinu, þegar gæsluvarðhaldsúrskurðir koma til okkar kasta. Og það tel ég tvímælalaust til bóta. Varðandi síðasta atriðið er það að segja, að þar togast á tvö sjónarmið og ég skil vel að lögfræðingar vilji rétt sinn sem mestan. Það er hins vegar tví- mælalaust að rannsókn getur ekki farið fram fyrir opnum tjöldum." Bædi rangar og vill- andi fullyrðingar - segir Hallvardur Einvardsson rannsóknarlögreglustjóri „ÉG er mjög svo undrandi á þeim ummælum sem ég hef séð höfð eftir formanni Lögmannafélags íslands og tel að þarna sé beitt fullyrðingum sem eru bæði rangar og villandi," sagði Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins er Mbl. leitaði álits hans á ályktun stjórnar Lögmannafélagsins. Hallvarður tók fram að hann hefði ekki séð eða heyrt ályktun stjórnar Lögmannafélagsins í heild. en hins vegar hefði hann séð og hcyrt í fjölmiðlum hluta af henni og einnig lesið ummæli formanns félagsins í einu dagblaðanna. „I þessari ályktun virðist mér drepið á ýms réttarfarsleg mál- efni,“ sagði Hallvarður. „En ég tel víðsfjarri að breytingin með rann- sóknarlögreglu ríkisins hafi í reynd valdið hættu þeirri, sem stjórn Lögmannafélagsins heldur fram, heldur jafnvel þvert á móti. Hallvarður Einvarðsson Þegar þessi mál voru til með- ferðar á Alþingi var allvel hugað að þessari hlið þeirra og nokkrar breytingar þá gerðar til að styrkja réttarstöðu sakborninga. Ég full- yrði að allt starfsfólk rannsóknar- lögreglu ríkisins kappkostar í starfi sínu að gæta allrar skyldu varðandi réttarstöðu sakborninga og vil geta þess, aö við höfum haldið námskeið og flutt fyrir- lestra fyrir starfsfólkið einmitt um þessi mál. Varðandi gæzluvarðhaldið er það að segja, að hér hjá okkur fjalla alltaf löglærðir menn um málin áður en krafa er sett fram um gæzluvarðhaldsvist. Og svo eru það dómarar, sem taka afstöðu til málsins og þeirra úrskurði má skjóta til æðra dóms. Varðandi kynningu á sakar- gögnum förum við að lögum, en það sætir auðvitað mati á ýmsum stigum rannsóknarinnar hvað hægt er að ganga lengra í þeim efnum. Ummælum. Ummælum stjórnar Lögmannafélagsins um þetta atriði vísa ég á bug. Ég tel þau villandi og til þess eins fallin að vekja tortryggni í okkar garð.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.