Morgunblaðið - 03.01.1979, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1979
27
Sími50249
Við erum ósigrandi
Bráöskemmtileg ný gamanmynd
meö hinum vinsælu Trinity-bræör-
um.
Bud Spencer, Terence Hill.
Sýnd kl. 9
—1Sími 50184
Nóvember-áætlunin
Hörkuspennandi sakamálamynd.
Sýnd kl. 5 og 9.
www
AFL |
FRAM- '
FARA
MANNHEIM
4-gengís Diesel-vélar fyrir
hjálparsett.
33 hesta viö 1500 sn.
39 hesta við 1800 sn.
43 hesta við 2000 sn.
44 hesta við 1500 sn.
52 hesta við 1800 sn.
57 hesta við 2000 sn.
66 hesta við 1500 sn.
78 hesta við 1800 sn.
86 hesta við 2000 sn.
100 hesta við 1500 sn.
112 hesta við 1800 sn.
119 hesta við 2000 sn.
með rafræsingu og sjálf-
virkri stöðyun.
StaarGMuigioiir & ©js
«SIU«GOTU IS-SlMAI U60O 2Ua>— ros 6h5-
m ——■— ®
SlKfí
Hitamælar
©ÖMiíllgiygjyir
(Scq)
Vesturgötu 16,
simi 13280
Snurpuvír fyrirliggjandi
Stærstu og aflahæstu nótaskipin t.d. „Siguröur“
nota snurpuvír frá okkur.
Jonsson & Júltusson,
Ægisgötu 10, sími 25430.
Hjónaklúbbur Garðabæjar
heldur Þrettándadansleik (ekki grímuball) laugardag-
inn 6. janúar kl. 20.30
Miðapantanir í símum 51524, 43917 og 42610
Stjórnin
jazzBaLLeccskóLi búpu
J.S.B.
___ ★ Líkarpsrækt og megrun fyrlr dömur á öllum aldrl. (
0* Morgun- dag og kvöldtímar.
★ T(mar tvisvar eða tjórum sinnum í viku. /
—J * Sérstakur matarkúr fyrir þær sem eru í megrun. (
f * Sér flokkur fyrir þær, sem vilja rólegar og léttar æflngar.
n Vaktavinnufólk athugið „lausu tímana“ hjá okkur.
* Sturtur — sauna — tæki — Ijós.
LL * Muniö okkar vinsæla sólaríum. j
f\ ★ Hjá okkur sk(n sólin, allan daginn, alla daga.
Athugið:
Byrjenda, framhalds- og lokaðir flokkar.
★ Upplýsingar og innritun í sfma 83730. I
QazzBaLLectsKOLi bqpu
gangi aðskildum, og loks endur-
vinnslu sem felst í því að vinna
sameiginlega úr aðgreindum úr-
gangsefnum gagnlega hluti.
— Framleiðsluvörur verður að
minnsta kosti að framleiða á þann
hátt að þær endist vel og hanna
þannig að auðvelt sé að gera við
þær. Skipulögð framleiðsla til að
fleygja eftir notkun verður að
heyra fortíðinni til. Til dæmis er
aðeins fimmti hluti hjólbarða í
Bandaríkjunum styrktur, þrátt
fyrir það að styrkingin endist á við
nýtt dekk.“
Það er sama hversu hetjuleg
barátta er hafin til að draga úr
magni eyddra efna á ári hverju, þá
verður alltaf að eyða einhverju
magni. Áhrifaríkasta og hag-
kvæmasta leiðin til að koma
slíkum efnum i nothæft ástand, er
samkvæmt könnuninni sú að fá
neytendur til að aðgreina sorpið á
heimilum sínum og vinnustöðum.
„Það er ekki nálægt því eins
erfitt og margir úrtölumenn vilja
vera láta, að fá sorpið aðgreint,"
segir Hayes. „íbúar margra borga
í Bandaríkjunum aðgreindu sorp
sitt fram á sjötta áratuginn. Úr
því það olli kynslóð foreldra okkar
engum erfiðleikum, hví ætti það
veitast okkur svo erfitt?"
Víða er endurvinnsla nú aftur að
verða sjálfstæð. í Svíþjóð verður
þess krafist með lögum frá 1980 að
Tvo þrið ju hluta
efnislegra verð-
mæta má endurnýta
Að minnsta kosti tvo þriðju
hluta þeirra efnislegu verðmæta,
sem við notum. má endurnýta, án
þess að það hafi áhrif á lífshætti
mannsins, að því er fuliyrt er í
skýrslu. sem Worldwatch-stofn-
unin í Washington gaf út nýlega.
Þegar er fyrir hendi tæki til að
endurvinna efni í slíkum mæli.
Það sem á skortir er almennur
félagslegur vilji til þess að skapa
samfclag, er viðheldur sér sjálft.
„Skoðanakannanir gefa til
kynna að Bandaríkjamenn og
borgarar annarra iðnaðarlanda
hafi viljað til að skera niður
neyzlu efnislegra gæða eða setja
hagsýnismat á óhófsneyzlu í stað
gróðasjónarmiða einna,“ segir
Denis Hayes, stjórnandi rann-
sóknarverkefnisins, sem ber nafn-
ið „Viðhald, endurvinnsla, endur-
nýting — Fyrasta skrefið til
jafnvægisþjóðfélags'*. En ekki
dugir viljinn einn. Endurnýting
hlýtur að vera stjórnarmöndull í
öllum efnahagsmálum, ef við
ætlum að læra að búa við tak-
markaðar birgir af málmum, orku
og auðlindum."
Hays lýkur skýrslu sinni á þvi,
að ef öll framleiðsla sé hönnuð
með mikla endingu og endur-
vinnsluhæfni í huga, þá mætti
minnka eyðsluflauminn í iðnaðar-
heiminum niður í smásprænu. Ef
málmbirgðum okkar væri al-
mennilega stjórnað, þá mætti ef til
vill minnka niður í ekki neitt þann
hluta auðlinda okkar, sem varpað
er að eilífu á glæ.
Um 70 hundraðshlutar af öllum
málmi er notaður aðeins einu sinni
og síðan fleygt, að því er könnun
þessarar aiþjóðastofnunar gefur
til kynna. Það er alls ekki gefið
mál að sóa þurfi auðæfum. Slíkt er
komið undir dómgreind og aðstæð-
um.
Gömul dagblöð frá einni mann-
eskju eru endurunnin í ein-
angurnarefni eða gerviþræði til
nota fyrir aðra,“ segir Hayes.
„Pappahylki til nota einu sinni,
sem fleygt er umhugsunarlaust í
Japan, mundi koma að notum
aftur og aftur í þorpi í Tanzaníu.
Aftur á móti eru Japanir ákafir
kaupendur bandarískra bíla í
brotajárn, sem bentir til þess að
þessa árs Buick se Datsun
morgundagsins."
„Tapið af því að ekki er fyrir
hendi neitt endurnýtingasiðgæði
verður okkur sífellt dýrara,"
heldur hann áfram. Nú þegar er
fimmta hluta orkukostnaðar
Bandaríkjanna eytt í framleiðslu á
efnum og hlutfall fer sívaxandi,
um leið og dýrari orka fer til að
framleiða stöðugt lélegri tegundir
af málmi.
Endurvinnsla mundi draga úr
orkunotkun til framleiðslu á
efnum, niður í brot af því sem hún
er nú. Til dæmis þarf aðeins 4
prósent orku til að endurvinna ál á
móti því sem nota verður til að
vinna álmelmi úr bauxit. Hays
segir að allsherjar endurvinnslu-
áætlun, sem næði til þjóðarinnar
allrar, ætti að vera ofarlega á
verkefnaskrá Carterstjórnarinnar
í baráttunni við verðbólgu.
Kostanður sóundarþjóðfélagsins
við umhverfisbætur er ekki síður
vandamál, segir höfundur skýrsl-
unnar. Endanlegur kostnaðuar af
umhverfistjóni vegna náma-
vinnslu og orkuframleiðslu hefur
enn ekki verið gerður upp á
landsvísu, og þvi sýnir kostnaður-
inn við það hvorki álagið sem það
veldur né langtímakostnaði þjóð-
félagsins vegna kæruleysislegrar
notkunar á fágætum auðlindum.
Til dæmis er landnotkunarvand-
inn, sem úrgangur veldur, að vaxa
sveitarfélögum yfir höfuð, segir
Hays. I Bandaríkjunum er næstum
heilu tonni á mann af föstum
úrgangsefnum safnað árlega frá
íbúum, verzlunarfyrirtækjum og
iðnaðarfyrirtækjum. Mest af því
er á opna öskuhauga, sem nú orðið
krefjast 500 nýrra öskuhaugastaða
á ári.
Eigi að létta þessa byrði, að áliti
Ha.ves, kostar það þrenns konar
átak til endurnýtingar, þ.e. lengri
nýtingu og minna bruðl, með
áherzlu á litlum, einföldum, við-
gerðarhæfum og endiringargóðum
framleiðsluvörum, í annan stað
aðgreiningu á sorpi, sem gerir
neytandanum skylt að halda úr-
pappírsúrgangur verði aðgreindur
frá öðru sorpi frá heimilum,
verzlunum og skrifstofum. I Vest-
ur-Þýzkalandi eru þegar endur-
unnin 260 þúsund tonn af notuðu
gleri — um 10 hundraðshlutar af
glerumbúðum.
Hayes telur ólíklegt að hægt
yrði að endurvinna allan úrgang
frá þéttbýli þó að ne.vtendur
skiluðu honum aðgreindum. Ein-
hverjar sorpeyðingarstöðvar væru
nauðsynlegar, einkum í nánd við
borgir. Slíkar stöðvar geta náð úr
dýrmætu efni og jafnframt fram-
leitt nægilegt rafmagn úr sorpinu
til að fullnægja eigin orkunotkun
og jafnvel nokkra umframorku til
sölu. Leningradborg með sína 4,3
milljón íbúa, reiknar með að geta
nýtt sitt borgarsorp i risasorp-
vinnslustöð á árinu 1985. ,
„Þrátt fyrir tæknilegan, efna-
hagslegan og umhverfislegan hag
af endurnýtungu í samfélaginu, þá
mun það ekki eiga auðvelt upp-
dráttar, segir Hayes, því hagsýni
og endurvinnsla krefjast beytinga
á hugarfari og rótgrónum siðvenj-
um.“
„Almenningur ætti að hvetja til
endurvinnslu. Hlunnindi vegna
fágætis hafa til dæmis í för með
sér undirboð, sem eru hvatning til
notkunar á frumefnum. I Banda-
ríkjunum eru flutningsgjöld með
járnbrautum lægri fyrir málma en
framleidda hluti. Misræmisgjöld
og reglur af þessu tagi ætti að
banna,“ segi'r höfundur könnunar-
innar.
„Stjórnvöld ættu að auki að taka
sér það mikilvæga hlutverk að
auðvelda og koma jafnvægi á
markað fyrir endurunnar vörur,
annað hvort með styrkjum eða
sem beinn kaupandi," segir Hayes.
„Stefnumarkandi frumkvæði til
að efla stuðning við endingargróða
og nýta framleiðslu þyrfti að
fylgja átak í fræðslumálum á
þessu sviði," heldur hann áfram.
„Lög sem fyrirskipa samvinnu og
átak um endurnýtingu duga
skammt ein sér. Ef við ætlum að
gera okkur sem mestan mat úr því
sem til er, þá krefst það stuðnings
almennings á breiðum grundvelli."