Morgunblaðið - 31.01.1979, Síða 1

Morgunblaðið - 31.01.1979, Síða 1
32 SÍÐUR Páfi skorar á æskuna: Moskvu — 30. janúar — Reuter. HIN OPINBERA fréttastofa Tass skýrði frá því í kvöld að þrír Armeníumenn hefðu verið teknir af lífi fyrir sprengjutilræði í neðanjarðarbrautinni í Moskvu fyrir tveimur árum. Einn hinna líflátnu, Stepan Zadikyan, áður námsmaður við Yerevan-háskóla, var nafngreind- ur, en hinir ekki. Þeir voru líflátn- ir eftir að dómstóll úrskurðaði þá seka um að hafa orsakað dauða fjögurra manna í neðanjarðarstöð- inni. Fréttastofan sá ástæðu til að geta þess að fullnægjandi sannan- ir hefðu legið fyrir um sekt mann- anna þegar dómurinn var kveðinn upp. Af hálfu andófsmanna í Moskvu hefur því áður verið haldið fram að stjórnvöld hafi sviðsett um- rædda sprengingu. Hafi hinir sak- felldu verið andófsmenn og mála- tilbúnaðurinn hafi verið félögum þeirra til viðvörunar. Snúið baki við hug- myndafræði haturs, of- beldis og örvæntingar Mexico-borg — 30. jan. — AP JÓHANNES Páll páfi II. skoraði í dag á æsku heimsins að „snúa baki við hugmyndafræði, sem elur af sér hatur, ofbeldi og örvæntingu“ og kvað uppvaxandi kynslóð vænlegra að leita gleði, einlægni og friðar í Kristi. Páfi ávarpaði mikinn mann- f jölda við skóla einn í Mexico-borg, en svo mjög var honum fagnað er hann ætlaði að leggja af stað þangað í bifreið, að ógerlegt var að ryðja honum braut gegnum mann- þröngina og varð að flytja hann í þyrlu að skólanum. Páfi hét á alla kristna menn að taka höndum saman um að vinna bug á „menningarlegri vanþróun í mörgum ríkjum Suður-Ameríku" og taldi vísast að árangri yrði náð með því að jafna Hfskjör í heiminum. Það vekur athygli að í Mexico-heim- sókninni hefur gætt meiri íhalds- semi en áður hefur orðið vart í kenningu hins pólska páfa í andleg- um málum en jafnframt þykir hann hafa látið í ljós meira frjálslyndi í tímalegum efnum en menn hafa átt að venjast hingað til. Frá Mexico-borg fór Jóhannes Páll páfi II. til Guadalajara, sem er næststærsta borg í Mexico, en þar lá vinna að mestu niðri í dag vegna komu hans. í Guadalajara urðu gífurleg fagnaðarlæti hvar sem leið páfa lá, sem og annars staðar í landinu. Haförninn sýnir um tveggja metra vænghaf sitt þar sem hann situr á handlegg Ragnars bónda á Brjánslæk á Barðaströnd í gær. Hann var þá óðum að hressast eftir volkið og aðgerð dýralæknisins. Sjá miðopnu blaðsins. Ljósmynd Morgunblaðið: Emilía Björnsdóttir. Oryggi Taiwans engin hætta búin - segir Teng Washington — 30. janúar — AP. Teng Hsiao-Ping, varaforsætis- ráðherra Kfna, fullvissaði í dag bandaríska öldungadeildarþing- menn um að Kínverjar muni hvorki beita vopnavaldi né efna- hagslegum þvingunum til að ná yfirráðum á Taiwan. Nær allir öldungadeildarþingmenn voru viðstaddir hádegisverð þar sem Teng lét þessi ummæli falla, og vakti það sérstaka athygii hve mjög hinum kínverska leiðtoga var á mun að sannfæra þá um að öryggi Taiwans væri tryggt. Um hádegisbilið lauk formlegum við- ræðum þeirra Tengs og Carters forseta. Carter lýsti viðræðunum við fréttamenn og kvað þær hafa verið „hreinskilnar, árangursrík- Khoumeini til írans í kvöld? Teheran — 30. janúar — AP — Reuter. SAMHERJAR AYATOLLAII KHOUMEINIS sögðu í kvöld, að loknum fundi með hinum aldna trúarleiðtoga, að trúlega legði hann af stað til írans eftir 15 ára útlegð í kvöld. Tilmæli hafa þó borizt frá áhangendum hans í íran um að hann fresti brottíörinni þar til á fimmtudag, svo tími vinnist til að búa honum verðugar móttökur. Stjórn Baktiars hefur að því er næst verður komizt ekki sett Khoumeini nein skilyrði vegna heimkomunnar, en ákvörðun um að honum skyldi leyft að koma til landsins var tekin á löngum ríkisstjórnarfundi í Tehcran í dag. Khoumeini kemur til Teheran leiguþotu frá Air France, en stjórn Baktiars hefur lýst því yfir að hún geti ekki tekið ábyrgð á öryggi hans við komuna þangað, enda þótt hún muni gera 'sitt ýtrasta til að hann geti verið óhultur. Ekki kom til óeirða á almanna- færi í Teheran í dag, en hundruð múhameðskra kennimanna höfðu í frammi mótmæli við háskólamosk- una í borginni í dag. Þeir klifu turnspírur og kölluðu frýjunarorð til mannfjölda, sem safnazt hafði saman á háskólasvæðinu. Slagorð um „keisarann dauðan" og formæl- ingar í garð Bandaríkjastjórnar, Israels og öryggislögreglunnar Savak glumdu í hátölurum mosku- turnanna, en Ayatollah Montazeri einn helzti leiðtogi Khoumeini-sinna í borginni, hafði forystu fyrir mót- mælendunum. Bandaríkjastjórn fyrirskipaði í dag brottflutning langflestra stjórn- arerindreka sinna i íran og fjöl- skyldna þeirra, og er búizt við að þessir fólksflutningar hefjist nú í vikunni. ar, mjög ánægjulegar, stefnumót- andi og í fyllsta bróðerni", en Teng klykkti út með að segja: «Ég er sammála forsetanum í einu og öllu.“ Leiðtogarnir fengust ekki til að svara spurningum varðandi ein- stök mál í samskiptum ríkjanna, svo sem hvernig þeir hygðust umgangast Sovétstjórnina í fram- tíðinni eða hvernig leysa ætti ágreining varðandi framtíð Taiwans. Áreiðanlegir heimildar- menn hafa þó greint frá því að Teng og Carter hafi rætt um Sovétríkin, og hafi komið greini- lega í ljós, að Teng sé fylgjandi mun harkalegri stefnu í garð Kreml-stjórnarinnar en Carter sé reiðubúinn að fallast á. Hafi leið- togarnir þá snúið sér að beinum samskiptum Bandaríkjanna og Kína og hafi þá allt fallið í ljúfa löð. Teng hefur boðið Carter forseta að koma til Kína á næstunni í opinbera heimsókn, og til endur- gjalds hefur Carter boðið Hua Kuo-feng forsætisráðherra Kína að koma til Bandaríkjanna. Ákveðið er að af báðum þessum heimsóknum verði innan tíðar, en ekki er vitað hvenær. Þeir Carter og Teng hafa komið sér saman um víðtæka samvinnu Kínverja og Bandaríkjanna, einkum á sviði tækni, vísinda, menningarmála og geimrannsókna, auk þess sem fyrirhugað er að koma á viðamiklu skiptinemakerfi milli ríkjanna. Samningar um þessi mál verða undirritaðir er þeir Carter og Teng hittast á morgun, en þá mun Teng jafnframt eiga fund með Nixon, fyrrum forseta Bandaríkjanna. 85% sögðu „já” Salisbury — 30. janúar — AP. . 85.4% ATKVÆÐISBÆRRA Rhódesíumanna, sem að miklum meirihluta eru ljósir á hörund, greiddu í dag atkvæði með því að komið skuli á í landinu meiri- hlutastjórn með skilyrðum, en þar munu blökkumenn hafa for- ystu. Kjörsókn í atkvæðagreiðslunni var um 75%, en þegar kjörfundi var lokið og sýnt var hver úrslitin yrðu, lýsti Ian Smith, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar, sem nú er við völd í landinu, því yfir, að enginn siðferðilegur grundvöllur væri lengur fyrir því að stjórnir Bretlands og Bandaríkjanna viður- kenndu ekki þá meirihlutastjórn, sem kjörin yrði í almennum kosn- ingum í apríl næstkomandi. Þrír líflátn- ir í Moskvu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.