Morgunblaðið - 31.01.1979, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.01.1979, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979 Nýtt vikublað í undirbúningi — Ritstjórar Björn Vignir ogÁrni Þórarinsson - Verður rekið í tengslum við Alþýðublaðið ÞESSA dagana er verið að ganga frá stofnun nýs útgáfufélags, sem í marz eða apríl hefur útgáfu nýs vikurits í tengslum við Alþýðu- blaðið. Blað þetta fær aðstöðu hjá Alþýðublaðinu í Blaðprenti, en verður ekki flokkspólitískt. Rit- stjórar blaðsins verða þeir Björn Vignir Sigurpálsson blaðamaður við Morgunblaðið og Árni bórar- insson umsjónarmaður helgar- blaðs Vísis. bá hefur Árni G. Jörgensen útlitsteiknari á Morg- unblaðinu verið ráðinn ritstjórn- arfulltrúi á hinu nýja blaði, en ætlunin er að 6—7 reyndir blaða- menn verði ráðnir að því. Bjarni P. Magnússon formaður frainkvæmdarstjórnar Alþýður flokksins sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að hugmynd um slíkt blað hefði fyrir nokkru skotið upp kollinum innan Alþýðuflokks- ins. Síðan hefði^ verið haft samráð við aðila utan flokksins og á næstunni yrði stofnað sérstakt útgáfufélag um nýja blaðið. A flokksstjórnarfundi Alþýðuflokks- ins í fyrrakvöld var samþykkt að heimila blaðstjórn Alþýðublaðsins að ákveða með hvaða hætti Al- þýðublaðið kemur út í framtíðinni og er þá átt við heimild til handa blaðstjórn til samninga við hið nýja útgáfufélag. Alþýðublaðið kemur áfram út í sinni núverandi mynd, þ.e. daglega og' fjórar síður að stærð. Hvort einhverjar breytingar verða síðan á Alþýðublaðinu eftir að hið nýja blað verður komið á laggirnar er ekki endanlega ljóst, en Árni Gunnarsson hættir væntanlega sem ritstjóri blaðsins að sögn Bjarna P. Magnússonar. I vikuritinu nýja er fyrirhugað að menningarmálum verði gert hátt undir höfði, reynt verður að skyggnast á bak við fréttir, sem efst eru á baugi hverju sinni, viðtöl verða í blaðinu og ýmislegt léttmeti. Óafgreiddar hækkunarbeiðnir SAMKVÆMT upplýsing- um Ólafs Jóhannessonar, forsætisráðherra, á Al- þingi í gær við fyrir- spurn Matthíasar Bjarnasonar, alþingis- manns, liggja eftirfar- andi hækkunarbeiðnir frá opinberum aðilum fyrir hjá gjaldskrár- nefnd en hafa ekki hlotið samþykki stjórn- valda: Hækkun Pósts og síma 25% Gjaldskrárhækkun Rafmagns- veitu Reykjavíkur, 38% Heildsöluverð Landsvirkjunar á rafmagni, 35%. Hitaveita Reykjavíkur, gjald- skrárhækkun 20%. Strætisvagnar Reykjavíkur, far- gjaldahækkun 50%. Þjóðleikhúsið, miðaverðhækkun 25%. Þá las ráðherra upp þær hækkunarbeiðnir, sem liggja fyrir verðlagsnefnd, en gat ekki um hve mikillar hækkunar væri óskað. Beiðni liggur fyrir um eftirfarandi: Hækkun á verði á bensíni og olíum. Hækkun verzlunarálagningar. Hækkun á verði miða kvik- myndahúsa. Hækkun á smjörlíkisverði. Hækkun á verði steypuefnis. Hækkun á gjaldskrá vinnuvéla. Hækkun á verði steypu án sements. Hækkun á far og farmgjöldum innanlandsflugs. Hækkun gjalds fyrir út- og uppskipun og pakkhúsleigu. Hækkun strætisvagnagjalda milli Reykjavíkur og Hafnar- fjarðar. Hækkun flutniningsgjalda með vörubifreiðum. Hækkun á brauðverði. Hækkun á olíufarmgjöldum innanlands. Hækkun á verði harðfisks. í máli ráðherrans kom fram að ekki væri gert ráð fyrir fundi í verðlagsnefnd fyrir 1. febrúar. Ríkisstjórnin ákvað í gær, að sé gjaldskrárnefnd og viðkom- andi fagráðuneyti sammála um afgreiðslu hækkunarbeiðni, þá þurfi ekki að bera slíka beiðni upp í ríkisstjórninni og getur þá ráðuneytið fullafgreitt beiðnina. Um ofangreindar beiðnir hefur annaðhvort nefndin eða ráðu- neytið ekki gert tillögu eða þá að þau hafa ekki orðið sammála. Lítið innanlands- flug vegna verk- falls og veðurs Undir þeirra stjórn hefur nýtt vikurit göngu sína á næstunni, frá vinstri: Árni G. Jörgensen ritstjórnarfulltrúi og ritstjórarnir Björn Vignir Sigurpálsson og Árni Þórarinsson. (Ljósm. Kristján) EKKERT verður flogið í dag til Vestmannaeyja og Hafnar í Hornafirði vegna verkfalls flug- manna Flugfélags íslands. Þá verður heldur ekkert flogið til Glasgow og Kaupmannahafnar. í gær lá flug niðri til Vestfjarða og þangað hefur ekki verið flogið síðan á fimmtudag vegna veðurs. Innanlandsflug gekk erfiðlega í gær vegna veðurs og var aðeins flogið til Akureyrar og 1 ferð til Egilsstaða. Á morgun tekur verkfallið til áætlunarflugs til Egilsstaða, Norðfjarðar og London. Á föstu- dag verður ekki flogið til Kaup- mannahafnar, Akureyrar, Húsa- víkur og Sauðárkróks. Á laugar- dagskvöld klukkan 19 hefst síðan verkfall, sem tekur til alls flugs Ragnhildur Heigadóttir hefur iagt fram í efri deild Alþingis frumvarp til laga um breytingu á lögum um grunnskóla, og er tilgangurinn m.a. að vernda frið- helgi einkalífs, að sporna gegn pólitískum áróðri í skólum og styrkja samband foreldra og barna annars vegar og samstarf heimila og skóla hins vegar með því að virða rétt foreldra til að tryggja að fræðslan gangi ekki gegn trúar- og lifsskoðunum þeirra, að því er kemur fram í greinargerðinni. Kemur þar og fram að tilefni þessa frumvarps séu fréttir um að f grunnskól- unum í Reykjavik og nágrenni hefðu farið fram kannanir á einkahögum nemenda, sem mikill vafi léki á að væru viðeigandi og hvort framkvæmdar væru af hæf- um mönnum. Helztu atriði þessa frumvarps eru sem hér segir: • Grunnskólinn skal leitast við að haga störfum sínum í sem fyllstu samræmi við eðli og þarfir nemenda og stuðla að alhliða þroska, heil- brigði og menntun hvers og eins. Virða skal rétt forráðamanna nem- enda til þess að tryggja það, að menntun og fræðsla gangi ekki gegn trúar- og lífsskoðunum þeirra. I skólastarfinu skal forðast einhliða áróður um slíkar skoðanir og um álitaefni og ágreiningsmál í þjóðfé- laginu. • Óheimilt er að veita upplýsingar um vitnisburði nemenda öðrum en þeim sjálfum og forráðamönnum þeirra, nema nauðsyn beri til vegna flutnings nemenda milli skóla. Þó skal skólastjóra heimilt að veita öðrum þessar upplýsingar að fengnu samþykki forráðamanna nemenda vegna fræðilegra rannsókna, enda sé krafist fullrar þagnarskyldu. Ef um er að ræða víðtæka fræðilega rann- sókn, sem líklegt er að hafi verulegt gildi, er menntamálaráðuneytinu heimilt að mæla svo fyrir, að þessar upplýsingar um vitnisburði séu veittar án þess að leitað sé samþykk- is skólastjóra eða forráðamanna nemenda. Birta skal auglýsingu um slík leyfi í Lögbirtingablaði og geta þess, hverjum það er veitt og í hvaða skyni. Sá, sem leyfið fær, er bundinn fullri þagnarskyldu, sem mennta- málaráðuneytið getur mælt nánar fyrir um, og hann ber að því leyti ábyrgð sem væri hann opinber starfsmaður. Hið sama er um starfs- menn hans. • Menntamálaráðuneyti, fræðslu- stjórum, skólastjórum, kennurum og öðrum starfsmönnum grunnskóla, námsstjórum og starfsmönnum við ráðgjafar- og sálfræðiþjónustu í grunnskólum er heimilt að stunda fræðilegar rannsóknir í skólunum sjálfum og heimill aðgangur að gögnum þeirra. Þeir, sem stunda vilja rannsóknir^eftir þessari mgr., skulu skýra menntamálaráðuneytinu frá því fyrir fram. Ráðuneytið skal setja nauðsynleg skilyrði eða synja um rannsóknaaðstöðu. Skal þá litið til fræðilegs gildis hinna fyrirhug- uðu rannsókna, menntunar og reynslu þeirra, sem rannsóknírnar vilja stunda, og rannsókna- og úr- vinnsluaðferða. Þá þarf og til rann- sóknanna leyfi viðkomandi fræðslu- stjóra, skólastjóra og forráðamanna barna. Menntamálaráðuneytið getur leyft rannsóknirnar gegn áliti þéss- ara aðila, ef ætla má að þær hafi verulegt gildi. Ef rannsóknin varðar ekki einkahagi eða skoðanir nem- enda, heimilishagi þeirra, hagi for- ráðamanna nemenda eða annarra, þarf ekki leyfi forráðamanna. Menntamálaráðuneytið getur leyft öðrum en greindir eru í 1. mgr. fræðilegar rannsóknir í grunnskól- um og á gögnum þeirra. Um leyfi viðkomandi fræðslustjóra, skóla- stjóra og forráðamanna nemenda fer eftir 1. mgr. Leyfi eftir þessari mgr. skal aðeins veita ef fyrir liggur rannsóknaáætlun, starfsmenn við rannsóknina hafa nægilega menntun og reynslu, rannsóknin hefur veru- legt fræðilegt gildi og með trúverð- ugum hætti er gætt hagsmuna sem varða friðhelgi einkalífs. Kannanir á viðhorfum nemenda, einkalífi þeirra og heimilishögum, einkalífi og hög- um forráðamanna þeirra, skóla- félaga og annarra og á tilteknum atburðum, sem nemendur hafa orðið vitni að, skal ekki leyfa, nema sérstaklega mikilvægir hagsmunir krefjist þess. Ef leyfi er veitt skv. þessari mgr., skal birta um það auglýsingu í Lögbirtingablaði og geta þess, hverjum það er veitt og í hvaða skyni. Sá, sem leyfið fær, er bundinn fullri þagnarskyldu, sem menntamálaráðuneytið getur mælt nánar fyrir um, og hann ber að því leyti ábyrgð sem væri hann opinber starfsmaður. Hið sama er um starfs- menn hans. Um könnunina, sem varð tilefni þessa frumvarpsflutnings, kemur fram í greinargerð frumvarpsins, að fyrst og fremst sé átt við víðtæka könnuna á högum nemenda og for- eldra, sem gerð var 1974—75, en gögn um hana voru síðar notuð sem Flugfélags íslands, og stendur það til klukkan 8 á þriðjudagsmorgun. Ekki hefur verið boðaður sátta- fundur í deilu Flugleiða og Félags ísl. atvinnuflugmanna. Hallgrímur Dalberg, einn sáttanefndarmanna, sagði í gær að sáttafundur yrði boðaður síðar í vikunni. Félags- og samgönguráðherra var í gær gerð grein fyrir stöðunni í deilunni. Frumvarp Ragnhildar Helgadóttur um breytingar á grunnskólalögum: Ætlað að vernda m.a. frið- helgi einkalífs og sporna gegn pólitískum áróðri í skólum efniviður í prófritgerðir íslenzkra sálfræðistúdenta við Árósaháskóla. Ragnhildur lagði fram fyrirspurn til menntsmálaráðherra um þessa könnun og hefur hann svarað fyrir- spyrjanda nú nýverið. Ragnhildur segir í greinargerð sinni ennfremur, að frumvarpið sé samið í því skyni að settar séu lagareglur um fræðilegar rannsóknir í grunnskólum, þar sem bæði sé tekið tillit til einstaklingshagsmuna og þjóðfélagshagsmuna af því að í grunnskólunum séu nemendur ótruflaðir af öðru en því, sem skólinn skal vinna að eftir grunnskólalögum, og til hagsmuna af því, að fram fari fræðirannsóknir, er ekki séu aðeins frjálsar, heldur megi og fram fara í grunnskólum, ef sérstaklega brýn þörf er á. Ragnhildur rekur í greinargerð- inni að í lögum um hlutverk grunn- skóla og skólarannsóknir verði ekki séð að þau heimili að í skólum fari fram annað rannsóknarstarf en það sem er á sviði skóla- og uppeldis- mála. Ragnhildur segir, að vafalaust sé teygjanlegt hvaða- rannsóknar- starf þarna sé um að ræða en langt sé gengið ef kannanir á viðkvæmum persónulegum viðhorfum, kynlífs- reynslu og öðru slíku séu taldar heimilar í grunnskólum eftir laga- greinum. Ljóst sé að þörf sé á skýrari reglum en nú eru í lögum um þetta efni. Þá segir hún að við könnun þessa máls hafi komið fram, að æskilegt væri að setja í grunn- skólalögin ákvæði um rétt forráða- manna nemenda varðandi innræt- ingu trúar- og lífskoðana og um einhliða áróður um álita- og ágreiningsmál. Sjú: 1427 svöruðu ... bls. 15. Góð loðnu- veiði þar til brældi STORMUR er nú á loðnumiðun- um úti af Dalatanga og ekkert veiðiveður. Flest skipanna liggja því inni á Eskifirði, Norðfirði og Seyðisfirði. í fyrrinótt fékkst ágætur afli, en undir morgun versnaði veðrið á ný og mörg skipanna urðu að halda til hafnar með lítinn afla. Aflinn á mánudag varð samtals 5590 lestir, en á þriðjudag tilkynntu 22 skip um afla, alls 4830 tonn. Mánudagur: Huginn 100, Gísli Árni 470, Gjafar 140, Helga Guðmundsdóttir 450, Seley 340. Þriðjudagur: Skarðsvík 100, Hrafn 400, Hafrún 240, Sæbjörg 220, Gígja 320, Fífill 160, Óskar Halldórsson 200, Grindvíkingur 400, Bjarni Ólafsson 550, Hákon 380, Sæberg 200, Jón Finnsson 200, Jón Kjartansson 100, Sigurður 250, Rauðsey 80, Húnaröst 200, Breki 250, Víkurberg 140, ísleifur 100, Stapavík 40, Arnarnes 200. Eskifjörður: Landað úr 14 loðnuskipum Eskifirði 30. janúar. FJÓRTÁN loðnuskip hafa landað hér á Eskifirði í dag um 4000 lestum af loðnu. Bræla er komin á miðunum og flest skipin hafa N verið með slatta. Mestan afla hafði Bjarni ólafsson, 550 lestir. Verksmiðjan hefur þá tekið á móti 16.500 lestum af loðnu það sem af er vertíð. Bræðsla hófst fyrir rúmri viku. Þróarrými er fyrir 25 þúsund tonn. Veður hér er og hefur verið vont undan- farna daga, kalt og hvasst. — Ævar. ©' INNLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.