Morgunblaðið - 31.01.1979, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. JANÚAR 1979
11
Dr. Sun Yat-sen, fyrsti forseti
kínverska lýðveldisins.
mið- og austurhluta Kína og
ná á sitt vald mörgum flug-
völlum Bandamanna og mikil-
vægum hergögnum.
Tilraunir Hurleys
Ágreiningur Stilwells hers-
höfðingja og Chiangs varð til
þess, að Patrick Hurley hers-
höfðingi var sendur til Kína,
fyrst sem fulltrúi Roosevelts
forseta og síðar sem sendi-
herra Bandaríkjanna. Stilwell
var látinn víkja fyrir Wede-
meyer hershöfðingja, og Hur-
ley reyndi að sameina allt
herlið í Kína til þess að vinna
sigur á Japönum. Hurley vildi
mynda samsteypustjórn þjóð-
ernissinna og kommúnistá, en
Chiang var ekki hrifinn af því,
og í ljós kom að Japanir yrðu
ekki sigraðir í Kína. Þegar
Japanir féllust á skilyrðis-
lausa uppgjöf 14. ágúst 1945
eftir kjarnorkuárásirnar á
Hiroshima og Nagasaki undir-
rituðu Kínverjar samning við
Rússa, sem höfðu sótt hratt
inn í norðaustur hluta Kína.
Hersveitir kommúnista
voru á „frelsuðum svæðum" í
norður-, suður- og miðhluta
Kína og því betur í sveit settar
til að taka við uppgjöf jap-
anska herliðsins, sem bæði
þeir og þjóðernissinnar lögðu
mikið kapp á. Hinn 11. ágúst
sótti herlið Lin Piaos inn í
Mansjúríu og komst yfir mik-
ið magn af japönskum vopn-
um. Chiang var í verri aðstöðu
og hvatti til þess, í fyrsta lagi,
að Japanir gæfust ekki upp
fyrir kommúnistum og í öðru
lagi, að Bandaríkjamenn legðu
til flugvélar og herskip svo að
hann gæti endurfylkt liði sínu.
Bandaríkjamenn brugðu
skjótt við og sendu á vettvang
53.000 landgönguliða til þess
að tryggja mikilvægustu sam-
göngumiðstöðvar og aðra mik-
ilvæga staði í Norður-Kína.
I heimsstyrjöldinni sendu
Bandaríkjamenn alls 70.000
hermenn til Kína til þess að
þjálfa hermenn Chiangs í
meðferð bandarískra vopna,
sem voru flutt flugleiðis yfir
Himalayafjöll, og til þess að
fljúga sprengjuflugvélum til
loftárása á Japan og japanska
herliðið í Kína. Um skeið var
gott samband milli Banda-
ríkjamanna og kommúnista-
hers Mao Tse-tungs. En þjóð-
ernissinnar treystu á tog-
streitu og síðar fjandskap
Bandaríkjamanna og Rússa til
þess að fá bandarísk hergögn í
því skyni að stemma stigu við
kommúnisma og kommúnistar
gátu alltaf treyst á stuðning
Rússa. Sumum starfsmönnum
bandaríska utanríkisráðu-
neytisins fannst að framtíð
Kína lægi í höndum Maos og
hers hans vegna forystuhæfi-
leika formannsins og frækni
herliðsins. Suma þeirra lagði
Joseph McCarthy öldungar-
deildarmaður í einelti síðar
meir og suma þeirra svipti
John Foster Dulles utanríkis-
ráðherra störfum á dögum
Eisenhower-stj órnarinnar.
Marshall sendur
Þegar heimsstyrjöldinni
lauk vann Hurley sendiherra
að því að færa Mao Tse-tung
og Chiang Kai-shek að
samningaborðinu til þess að
koma í veg fyrir aðra borgar-
styrjöld. Þá var Chiang sigur-
sæll leiðtogi þjóðarinnar og
heimsleiðtogi, sem hafði orðið
einn hinna „fjögurra stóru“ í
stríðinu og tryggt á
Kaíró-ráðstefnunni, að Kín-
verjar fengju aftur öll
kínversk landsvæði, sem
Japanir tóku af þeim. Að vísu
fengu Rússar járnbrautar- og
hafnarréttindi til bráðabirgða
samkvæmt Jalta-samningn-
um, en tryggð voru kínversk
yfirráð yfir Mansjúríu og Sin-
kiang og réttur til að efna til
þjóðaratkvæðis í Mongólíu.
Chiang taldi sig standa vel að
vígi og hafði engan áhuga á
samningum um fækkun her-
liðs, þingræðisstjórn og
áhrifasvæði og fleira í þeim
dúr. Það hafði Mao ekki held-
ur.
I nóvember 1945 var
Marshall hershöfðingi sendur
til Kína til að taka við af
Hurley sendiherra og hafði
meðferðis fyrirmæli um að
styðja stjórn þjóðernissinna,
svo framarlega sem það leiddi
ekki til borgarstríðs. Sáttatil-
raunir Marshalls virtust bera
árangur þegar samið var
vopnahlé snemma árs 1946,
ráðgjafarþing kallað saman
til viðræðna um stjórnlaga-
mál og samkomulag gert um
stofnun þjóðarhers. En hann
var varla kominn aftur til
Bandaríkjanna í apríl 1946
þegar bardagar hófust á ný.
Chiang vann nokkra sigra á
tímabilinu júlí-september
þrátt fyrir áföll í Mansjúríu,
þar sem Rússar hörfuðu og
kommúnistar komu sér fyrir,
og hann gerði sér vonir um
fleiri sigra. Sigrar Chiangs
náðu hámarki með töku
Yenan í marz 1947 og hann
kom á fót stjórnlagalegri
stjórn, en þegar Chiang hafði
verið kosinn forseti í apríl
1948 seig stöðugt á ógæfuhlið-
ina hjá honum.
Marshall hershöfðingi
tryggði nokkra vopnahlés-
samninga, en tilraunir hans
til að miðla málum voru
dæmdar til að mistakast
vegna gagnkvæmrar tor-
tryggni sem ríkti. Chou
En-lai, sem var samninga-
maður Maos,- reiddist sölu á
bandarískum stríðsafgangs-
hergögnum til ríkisstjórnar
Chiangs og sakaði Marshall
um hræsni. Þar sem verkefni
Marshalls hershöfðingja var
vonlaust var hann kallaður
heim í janúar 1947. Á tæpum
þremur árum lögðu
kommúnistar Kína undir sig
og gersigruðu heri Chaings
sem Bandaríkjamenri höfðu
flutt til Mansjúríu. Chiang
flúði með hermönnum sínum
og flutti til Taiwan. Tíunda
október 1949 lýsti Mao yfir
stofnun Kínverska alþýðulýð-
veldisins. (Frh.).
Bandarikjamenn sendu hermenn til Peking ásamt stórveidum Evrópu og Japönum til þess að bjarga
hvítum mönnum sem komust í hættu vegna Boxara-uppreisnarinnar um aldamótin. Hér reyna bandarískir
landgönguliðar að ryðjast gegnum borgarmúra Peking.
Atriði úr barnaleikritinu Vatnsberarnir.
Alþýðuleikhúsið frum-
sýnir barnaleikrit
ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ frumsýnir
harnaleikritið „Vatnsberarnir“,
eftir Herdísi Egilsdóttur í
Lindarbæ Sunnudaginn 4.
febrúar kl. 14:00.
Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs-
dóttir en leikmynd og búninga
gerði Þórunn Sigríður Þorgríms-
dóttir. Lög og textar sem fluttir
eru í leikritinu eru einnig eftir
Herdísi Egilsdóttur. Leikritið er
til orðið í samvinnu við skóla-
rannsóknardeild Menntamála-
ráðuneytisins í tengslum við
kennslu í samfélagsfræði. „Vatns-
berarnir" hafa undanfarið verið
sýndir í flestum Grunnskólum
Reykjavíkur og nágrennis og eru
sýningar nú orðnar um 60 talsins.
Nú í febrúar verða fáar sýningar í
Lindarbæ fyrir almenning. Að
þeim loknum verður farið í leik-
ferð um landið með „Vatns-
berana".
Alþýðuleikhúsið sýnir nú i
Lindarbæ leikritið „Við borgum
ekki! Við borgum ekki!“ eftir Dario
Fo. Uppselt hefur verið á allar
sýningarnar. Sýningar hafa ýmist
verið kl. 20.30 eða kl. 23.30 og
eftirmiðdagssýningar um helgar.
Leikstjóri er Stefán Baldursson,
leikmynd og búninga gerði
Messíana Tómasdóttir.
Útvegsbændafélag Vestmannaeyja:
Meginhluti bátaflot;
ans rekinn með tapi
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatiikynning frá
Útvegsbændafélagi Vestmanna-
eyja:
Fundur, haldinn í Útvegsbænda-
félagi Vestmannaeyja 13. jan.
1979. mótmælir harðlega
nýgerðum fiskveiðisamningum við
Færeyinga og telur mjög óeðlilegt,
að á sania tíma, sem íslendingum
eru bannaðar veiðar á mörgum
fisktegundum, um takmarkaðan
tíma og svæðum, sé verið að semja
við útlendinga, um fiskveiðar í
íslenzkri fiskveiðilögsögu.
Almennur fundur Útvegs-
bændafélags Vestmannaeyja,
haldinn laugardaginn 13. jan. 1979,
ályktar, að lýsa yfir megnri
óánægju og vonbrigðum með fisk-
verð, sem ákveðið var að gilda
skyldi frá 1. janúar s.l. til 31. maí
næstkomandi.
Þá vil fundurinn vekja athygli á,
að miðað við aðstæður í þjóð-
félaginu og tekjumöguleika út-
gerðar í Vestmannaeyjum eru
auðsjáanlegt, að meginhluti báta-
flota Vestmannaeyinga verður, á
komandi vetrarvertíð, rekinn með
miklum rekstrarhalla.
Þá lýsir fundurinn því yfir, að á
þessum verðbólgutímum, sé sjó- og
útgerðarmönnum sýnt ámælisvert
tillitsleysi og ótuktarleg ósann-
girni, með því að ákveða fiskverð
til svo langs tíma, sem raun ber
vitni.
Fundur í Útvegsbændafélagi
Vestmannaeyja, haldinn 13. jan.
1979. skorar á stjórnvöld, að láta
hefja á næsta sumri rannsóknir á
hafsvæðinu kringum Vestm.eyjar,
í því augnamiði, að leita að nýtan-
legum fiskimiðum á rækju og
skelfiski. Þetta verkefni telur
fundurinn mjög aðkallandi þar
sem hin hefðbundna útgerð í
Vestm.eyjum á nú í miklum
erfiðleikum sökum aflasamdráttar
og því nauðsynlegt að leita nýrra
úrræða, ef þau gætu orðið til
einhverra bóta.
Leiðrétting
Ranghermt var í frétt Morgun-
blaðsins í gær um úthlutun lista-
mannalaunanna að Einar Bragi og
Gunnar Eyjólfsson hefðu aldrei
áður fengið listamannalaun. Rétt
er að Gunnar og Einar fengu ekki
listamannalaun síðast liðið ár en
hins vegar er það rétt að Kristján
Karlsson hefur ekki áður fengið
listamannalaun.
Ordeyða eftir að loðn-
an gekk yfir þorskmiðin
Húsavík, 27. janúar.
í DAG er hér norðan hríðarveður.
Þrátt fyrir mikil frost og kulda í
janúarmánuði er hér að við telj-
um snjólaust og greiðfært um
héraðið á bílum. Skíðafólk hefur
sama og ekkert getað farið á skíði
í vetur sökum snjóleysis.
Fyrst í mánuðinum fengu bát-
arnir héðan góðan þorskafla um 40
sjómílur austur af Rauðanúp, en
pegar loðnan gekk yfir þau mið,
hætti þorskurinn að taka og hefur
síðan vérið þar álveg ördeyða.
Bátar hafa því orðið að leita
annarra miða og fiskað sæmilega
ef langt hefur verið sótt. Einstaka
maður hefur lagt rauðmaganet, en
afli verið lítill enda óvenju
snemma farið af stað.
— Fréttaritari.